Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 92
160
LÆKNABLAÐIÐ
mikið með heimilis- og heilsugæzlulæknum.
Slikar samráðskvaðningar eru grundvallaðar
á voninni um útfærslu heilsuverndar í víðasta
skilningi.
Varðandi fyrsta stig heilsuverndaraðgerða í
geðlæknisfræðum (primary prevention) er ekki
um það að ræða, að skaðvaldurinn sé þekktur,
líkt og í smitsjúkdómum og er því horfið að
því ráði að hafa áhrif á sjúklinginn eða um-
hverfið. Eitt það fyrsta sem tekið var fyrir i
geðheilsuvernd, var meðferð þegar bráð vanda-
mál koma upp (crisis intervention) og siðar i
því formi að reyna að sjá vandann fyrir og
gera viðeigandi ráðstafanir (crisis preventive
intervention). Báðum þessum aðferðum hefur
nú verið beitt í töluverðum mæli, en athyglis-
vert er, að krisu-fyrirbyggjandi-meðferð hefur
ekki verið beitt í miklum mæli til þess að búa
fólk undir eölileg lífsáföll, svo sem missi ást-
vina og það að setjast i helgan stein. Hér mætti
ætla að starfsmenn heilsugæzlustöðva gætu
unnið gagnlegt fyrirbyggjandi starf. Annað
verkefni er sömu aðilar gætu spreytt sig á, er
að vinna með fjölskyldum þar sem líklegt er
að börn verði fyrir missi foreldris (parental
deprivation). Enda þótt deilt hafi verið um
gagnsemi geðverndardeilda barna víða um
heim, hafa rannsóknir innan veggja þeirra vak-
ið vonir um að hægt sé að finna þennan á-
hættuhóp barna og hamla gegn áhrifum ást-
vinarmissis. Það má einnig ætla að starfsmenn
heilsugæzlustöðva gætu unnið að því að koma
í veg fyrir mis'pyrmingu barna á heimilum
þeirra og með því að vinna beint eða óbeint að
fjölskyldumeðferð þar sem um er að ræða
drykkjuskap, hjónaerjur og því um líkt, má
hamla gegn hegðunarvandamálum barna og
unglinga-afbrotum, þar eð vandamál foreldra
af þessu tagi eru talin til orsakaþátta slíkra
vandkvæða hjá börnum og unglingum. Ég tel
tvimælalaust að starfsfólk heiisugæzlustöðva
ætti að beina athygli sinni að bezt skilgreindu
sjúkdómsfyrirbærunum, en ekki að víðum og
illa skilgreindum félagslegum vandamálum. Má
hér benda á að það sem fyrst og fremst sníður
heilsuvernd á geðsviðinu þröngan stakk, er
skortur á skörpum haldgóðum skilgreiningum
og frekari grunnrannsóknum.
Meðal annara aðgerða á geðsviðinu (second-
ary prevention), má nefna hóprannsóknir til
þess að finna sjúkdóms-fyrirbærin og með-
höndla þau. Undir þetta heyrir meðferð bráðra
vandamála, sem fyrr voru nefnd, svo og fræðsla
almennings, þannig að hann verður sér betur
meðvitandi um forboða og einkenni sjúkdóm-
anna og veiti athygli úrræðum til bóta. Ætla
má, að slík fræðsla hafi einhver áhrif á mark
það (stigma) er jafnan fylgir geðsjúkdómum.
1 rauninni má segja að ekki sé alltof mikið
vitað um gildi slíkra fyrirbyggjandi aðgerða.
E.t.v. hafa þær ekki mikil áhrif á gang alvar-
legri geðsjúkdóma, en skipta því meira máli
varðandi „reactiva" sjúkdóma og „krisur".
Starfsemi heilsugæzlulækna á þessu sviði getur
vafalaust orðið meiri en hún er í dag, en hlýt-
ur óhjákvæmilega að markast af þjálfun þeirra,
viðhorfum, tíma og aðstæðum.
Varðandi þriðja stig aðgerða (tertiary pre-
vention), held ég að þær komi ekki mjög mikið
til kasta heilsugæzlulækna, en mæði því meir
á sérfræðingum og stofnunum, en benda má
þó á það, að endurhæfing á sér ekki einungis
stað innan veggja stofnana, þar eð sjúklingar
með geðkvilla eru af ýmsum ástæðum útskrif-
aðir af þeim út í samfélagið og þá mismunandi
hæfir til vinnu og félagslegrar aðlögunar.
Heilsugæzlulæknirinn myndi tæpast hafa í
umdæmi sínu úr að spila frekari endurhæf-
ingarmöguleikum, eins og nú er háttað og
mundi hlutverk hans því miklu fremur vera
það að halda utan um það sem hefur áunnizt
á stofnunum og reyna að sporna við allri
hnignun.
Að lokum langar mig til að minnast lítillega
á „mental health consultation". Slíkar sam-
ráðskvaðningar geta tekið á sig ýmis form og
er sameiginlegt með þeim öllum, að gera heilsu-
gæzlulæknana og jafnvel annað starfslið heilsu-
gæzlustöðva færara um að takast á við geðræn
vandamál, er fyrir koma í umdæmi þess. Taka
ber skýrt fram, að þessar tilkvaðningar geð-
lækna eru ekki handleiðsla i geðlæknismeðferð.
Ég tel, að loknum þessum hugleiðingum, að
„mental health consultations" á heilsugæzlu-
stöðvum sé lang hagnýtasta þjónustan er geð-
Iæknar kynnu að veita á þeim vettvangi. Hvaða
form samráðskvaðningar tækju á sig, færi mjög
eftir því sem bezt hentaði heilsugæzlulæknun-
um á hverjum stað. Væntanlega yrði slík vinnu-
aðferð til þess að gera fleiri sjúklingum kleift
að njóta meðferðar vegna geðrænna vanda-
máía og ennfremur til þess að treysta frekar
böndin milli stofnana og samfélagsins og
treysta þannig samhengi i meðferð.
Rögnvaldur Þorleifsson
UM HLUTVERK SKURÐLÆKNA
Skurðlækningar eru stórt sérfræðisvið, með
margar undirgreinar og ætla ég mér ekki þá
dul að tjá mig um hugsanlegt hlutverk þeirra
allra í starfi heilsugæzlustöðva. Ég mun hins
vegar minnast á nokkur atriði, sem ég tel mig
helzt bera skyn á.
Af praktiskum ástæðum væri rétt að skipta
heilsugæzlustöðvum í tvo hópa, annars vegar
þær, sem eru í dreifbýli og hins vegar þær, sem
í þéttbýli eru, þ.e. fyrst og fremst á Stór-
Reykjavíkursvæðinu.
Til glöggvunar held ég, að rétt sé að skipta
þjónustu skurðlækna á heilsugæzlustöðvum í
þrennt:
1. Bráð þjónusta.
2. Farandlækningar.
3. Ráðgjöf, símleiðis eða bréfleiðis.