Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 8
112 LÆKNABLAÐIÐ veikin sé ekki fágætur sjúkdómur í landinu. Á 5 ára tímabilinu, sem hér um ræðir, telur hann að nýir sjúklingar hérlendis hafi verið a.m.k. 20 á ári, eða sem svarar til um 0.1 af þúsundi. Árið 1948, eða fyrir 30 árum, voru nýir sjúklingar um 2.0 af þúsundi, en það er áður en sérhæfð lyfjameðferð er komin til sögunnar. Enn er því full ástæða til að vera á varðbergi, þar sem meira er um sjúkdóm- inn. Skiljanlegur er þó óróinn yfir því, að ís- lenskir læknar hafi gleymt sjúkdómnum. Slíkt er þó tæpast öðru að kenna en skorti á fræðslu um hinar ýmsu myndir sjúkdómsins. Sú fullyrðing, að lækna megi alla berkla- veiki, ef ákveðnum skilyrðum er fullnægt, er máske nærri lagi, þótt mikil sé, enda flestir varnaglar slegnir, sem unnt er að slá. Skil- yrðin eru nytsömust sem leiðbeiningar til að ná góðum árangri í meðferð. Engin ástæða er til að ætla annað, en að ennþá eigi eftir að bætast við fleiri og betri lyf og lækningaaðferðir í baráttunni gegn berklaveiki, sem færa okkur sífellt nær hinu setta marki, að útrýma sjúkdómnum úr land- inu, en undantekningartilfelli eiga þó að sjálfsögðu lengi eftir að koma fyrir. Sjálfsagt má lengi deila um það hve lengi eigi að telja smithættu af sjúklingi í viðeig- andi meðferð og hvenær og hve lengi eigi að vista hann á sjúkrahúsi. Þá eru og skiptar skoðanir um, hvort fela eigi hinum ,,al- menna" lækni meðferð sjúklings og eftirlit, er sjúkrahúsvist sleppir. Yfirlæknirinn bend- ir réttilega á, að algengasta orsök misheppn- aðrar meðferðar sé, að sjúklingurinn svíkist um að taka lyf sín. Gott aðhald og fræðsla um sjúkdóminn sýnist því mikilvægt til ár- angurs og vel þarf að gæta að aukaverkunum um langan tíma. Þá eru ekki allir á eitt sáttir um eftirlit að lokinni lyfjameðferð. Þó ýmsar rannsókn- ir bendi til að lítill afrakstur sé að slíku eftir- liti, má spyrja, hvort ekki sé réttlætanlegt að fullkomnar heilsugæslustöðvar landsins veiti fyrrverandi berklasjúklingum einhverja á- framhaldandi umsjá eða eftirlit um nokkurt árabil. Þær upplýsingar, að af 200—250 sjúk- lingum í New York, sem berkla fengu aftur að meðferð lokinni, hafi aðeins 70—80% fundist við reglubundið eftirlit, sýnast í fljótu bragði helst benda til að eftirliti sé áfátt. Margt er enn órætt um framtíðarbaráttuna gegn berklaveikinni á íslandi, og verður þessi grein yfirlæknisins á Vífilsstaðaspítala vonandi kveikja að frekari umræðu. Meðal óumfjallaðra mála er t.d. gildi varnarmeðferð- ar (chemoprophylaxis) og framtíðarskipulag berklaleitar (þ.e. hóprannsókna) með berkla- prófum og röntgenrannsóknum einkum í hér- uðum, þar sem berklaveiki kemur skyndilega upp, þrátt fyrir litla berklasmitun í umhverf- inu. Á meðan sjúkdómurinn er ekki endanlega kveðinn niður bæði hér á landi og erlendis verða eftirfarandi varúðarráðstafanir nauð- synlegar: 1. Allt heilbrigðisstarfslið þjóðarinnar verður áfram að fá sem fullkomnasta fræðslu um sjúkdóminn í viðeigandi menntastofnun- um. 2. Starfslið þarf að geta greint sjúkdóminn þegar á frumstigi og áður en hann nær að breiðast verulega út. 3. Jafnan verður að vera unnt að veita hina fullkomnustu sérhæfðu meðferð sem við á gegn sjúkdómnum. Sig. Sigurðsson, fv. landlæknir. SKYNDISLAG OG SKYNDIBLINDA Meðferð sjúklinga með einkenni skyndi- slags og skyndiblindu vegna breytinga í innri hálsslagæð hefur lengi verið tvenns konar, skurðaðgerð með innanhreinsun á æðinni eða meðferð með blóðþynningarlyfj- um. Þá er ótalinn sá hópur, sem enga með- ferð hlýtur. Þegar reynt er að bera saman árangur skurðaðgerða og lyfjameðferðar, verður einn- ig að þekkja hinn eðlilega gang sjúkdómsins án meðferðar, og bera hann saman við ár- angur meðferðar og fylgikvilla hennar. Af þeim, sem fá fullkomið slag, deyr um fjórðungur innan mánaðar frá áfallinu,0 og þeir sem eftir lifa búa oft við varanleg ör- kuml, það sem eftir er æfinnar. Margar rann- sóknir hafa sýnt,r>0 að um 75% þeirra, sem fá fullkomið slag, hafa áður haft einkenni frá taugakerfi sem skyndislag eða skyndi- blindu. Ef dæminu er snúið við, fá 30—40% þeirra, sem hafa haft skyndislag, fullkomið slag innan 3—4 ára.4 Á öðrum stað í þessu blaði er gerð grein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.