Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 68
142
LÆKNABLAÐIÐ
um. 1976 fékk hún sterkari húðstera, Celeston
Valerat, stuttan tima. Nokkru síðar komu
fram áberandi húðrákir innan á lærum, þar
sem húð var áður heil og laus við útbrot.
Höfðu aldrei verið bornir sterar á þessi svæði.
Þetta er talið vera Cushing’s einkenni vegna
frásogunar og almennrar verkunar steranna.
Síðan 1976 einungis fengið meðalsterka stera
og frá 1978 eingöngu PUVA-meðferð (Psoralen
— UVA eða ultraviolet ljós með langbylgjum,
320 nm). Útbrotin hafa skánað mikið, rákir
minnkað en ekki horfið.
Mynd J/. — HúÖrýrnun í rassskoru (crena aniJ.
50 ára kona með psoriasis í crena ani. Notað
Celeston valerat í a.m.k. eitt ár. Á myndinni
sést áberandi húðrýrnun og útbrot með bólum
á fyrrnefndu svæði. Meðferð breytt yfir í veik-
ari stera. Þrem mánuðum síðar nær einkenna-
laus.
Mynd 5. — Dermatitis perioralis.
26 ára kona leitar til húðdeildar vegna ,,út-
brota í andliti” og aukins hárvaxtar á efri vör.
Notað Betnovat krem i andlit um 6 mánaða
skeið. Leitaði í upphafi lækninga vegna smá
roða og hreistrunar kringum nefið. Meðhöndluð
með Vibramycini, pasta zinci og einnig hydro-
cortison í 10 daga vegna „rebound phenomen-
on“ 4 mánuðum síðar er húð alheil.
Mynd 6. — Æöagúlar í andliti.
32ja ára kona leitar til húðdeildar vegna
„skeggvaxtar og roða í andliti". 1966, þá þung-
uð, fékk hún Celeston Valerat vegna smá út-
brota í andliti. Notað það stöðugt síðan. Reynt
að hætta af og til en ekki tekist vegna „re-
bound phenomenon". Á myndinni sést húð-
rýrnun, blárauðir netlaga æðagúlar og aukinn
hárvöxtur.
Meðhöndluð með tetracyciin, bórsýru og
brennisteinsáburði. Sjúkl. fékk svæsið „rebound
phenomenon”, með bólgu, útbrotum, miklum
kláða og siðar hreistrun á andliti. 6 mán, eftir
að sterameðferð var hætt var húð enn mjög
þunn í andliti og verulegur, en þó minni hár-
vöxtur.
FLOKKUN
Margar rannsóknir húðsjúkdómafræð-
innar hafa á síðustu árum fjallað um sam-
anburð á hinum ýmsu tegundum stera til
útvortis meðferðar. Borin er saman virkni
(potens) mismunandi lyfjaforma með
breytilegri remmu og gerð burðarefnis.
Ýmsum rannsóknaraðferðum hefur verið
beitt og má þar nefna hemjandi áhrif stera
á vöxt bandvefsfruma, samdráttaráhrif á
æðar, útskilnað hormónanna í saur og
þvagi o.fl. Árið 1962 sýndu McKenzie og
fleiri12 13 fram á, að með því að bera saman
áhrif stera á samdrátt smáæða undir plast-
himnu (vasoconstriction test) mátti fá
veigamiklar upplýsingar um, hversu mikið
magn hvers hormóns fyrir sig frásogaðist
í gegnum húðina. Þessi aðferð þykir yfir-
leitt koma best heim og saman við kliniska
reynslu af virkni lyfjanna.8 Það var á
grundvelli slíkra rannsókna sem Hagerman
kom fram með flokkun sína á þessum lyfja-
flokki 1971.Tilgangurinn var, að auðvelda
læknum notkun þessara lyfja, gera með-
ferð markvissari og draga úr aukaverkun-
um. Flokkun hans hefur þróast með árun-
um eftir því sem ný lyf hafa komið fram.1!l
Engin alþjóðleg flokkun er til á þessum
lyfjum, t.d. eru Bretar með sína eigin, sem
í meginatriðum líkist hinni sænsku, þótt
númeraröðin sé öfug.17 Undanfarið hefur
samstarfsnefnd fulltrúa frá Danmörku,
Noregi, Sviþjóð og Finnlandi unnið að end-
urskoðun þessarar flokkunar í ljósi nýjustu
rannsókna. Birtust niðurstöður hennar ný-
lega.8 Ef að líkum lætur mun flokkun
nefndarinnar verða notuð á Norðurlöndum.
Tafla III sýnir þessa flokkun og hvernig
þeir húðsterar flokkast, sem voru í notkun
hér á landi í árslok 1977 og er flokkunin
hin sama og er í Lyfjafréttum 3. tbl. 1. árg.
NIÐURSTÖÐUR
Flokkunin og þau rök sem liggja henni
til grundvallar gera kleift að velja húð-
stera með mun meiri nákvæmni en áður.
Sérstaklega ber að hafa í huga eftirfarandi
atriði:
Lyf sem tilheyra fyrsta flokki hafa
sæmileg áhrif á eczema, en í flestum til-
fellum engin áhrif á psoriasis, nema um
börn sé að ræða. Þessi lyf eru því heppileg
við langtímameðferð og á vissum svæðum
líkamans.-'1 8 19
Lyf úr öðrum flokki hafa góð áhrif á
eczema, en lítil á psoriasis nema í andliti
og nárum. Lyf úr fyrsta og öðrum flokki
eru yfirleitt nægilega virk fyrir börn og
því heppilegust í slíkum tilfellum. Það er
einnig talið varhugavert vegna hugsanlegra
áhrifa á fóstrið að nota kröftugri stera hjá
vanfærum konum, sem þarfnast meðferðar
á stór húðsvæði á meðgöngutíma.111
Lyf úr þriðja flokki eru talin hafa einna
best áhrif á psoriasis. Vegna virkni sinnar