Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.1978, Side 84

Læknablaðið - 01.07.1978, Side 84
154 LÆKNABLAÐIÐ unnið við heilsugæslustöðina á Húsavík i áratug. 3. Ingvar Kristjánsson, geðlæknir, starfar á Kleppsspítala, nýlega kominn frá sérnámi í Bretlandi. 4. Leifur Dungal, heimilislæknir, nýlega kominn heim frá sérnámi í Kanada. 5. Rögnvaldur Þorleifsson, skurðlæknir, starf- ar á Slysavarðstofu og hefur unnið þar um margra ára skeið. 6. Sigurður S. Magnússon, kvensjúkdóma- læknir, nýlega kominn heim til starfa eftir störf og sérnám í Svíþjóð. Af vali frummælenda má sjá að málin verða skoðuð og rædd frá mjög ólíkum sjónarmiðum, þannig má vænta þess að heyra skoðanir hér- aðslæknis í víðlendu héraði, alllangt frá sér- fræðiþjónustumiðstöðvum, barnalæknis, sem fyrst og fremst hefur reynslu á sjúkrahúsi, kvensjúkdómalæknis með langa starfsreynslu, skurðlæknis með víðtæka reynslu af slysavarð- stofu, en einnig úr strjálbýli, heimilislæknis i Reykjavík, sem nýlega hefur tekið til starfa, geðlæknis með langa starfsreynslu á sjúkra- húsi. Auk þess er þess að vænta að fundarmenn taki virkan þátt í umræðunum hér á eftir, bæði með beinu framlagi og fyrirspurnum. Enn einu sinni vil ég þakka forráðamönnum Eirar fyrir þetta frumkvæði og sérstaklega fyr- ir að gefa mér tækifæri til að stjórna þessari umræðu. Gísli G. Auðunsson HLUTVERK SÉRFRÆÐINGA Á HEILSUGÆZLUSTÖÐVUM SJÓNARMIÐ HEILSUGÆZLULÆKNIS Áður en hægt er að setja fram skýrar hug- myndir um æskilega eða nauðsynlega þjónustu sérfræðinga í læknisfræði á heilsugæzlustöðv- um (hér eftir HS) þarf að átta sig á, hvaða þjónustu heimilis- eða heilsugæziulæknar geta veitt á slíkum stöðvum. En hvað er þá HS. Tæpast er það nægilega skýrt skilgreind stofnun ennþá, til að hægt sé að taka sér það orð í munn og láta sem allir viti, hvað um er að vera. Við þurfum að hafa nokkuð glögga vitneskju um hversu góðir rann- sóknamöguleikar eru á HS, hver sé aðstaðan til aðgerða og hversu fullkomið upplýsinga- kerfi þeirra er. Og loks hversu mikið starfslið sé í ýmsum hjálpargreinum. Eftir því sem þróunin virðist stefna munu HS hérlendis í stórum dráttum skiptast í 4 flokka eftir þjónustumöguleikum og eru þeir þessir: A-flokkur: HS í stærstu bæjarfélögunum sem þjóna miklu fjölmenni, í tengslum eða án tengsla við sjúkrahús. Upptökusvæði fyrir 10— 15 þús. íbúa. B-flokkur: HS í beinum tengslum við þjón- ustudeildir betur búinna héraðssjúkrahúsa, þar sem íbúafjöldi upptökusvæðis má ekki fara mikið undir 5.000 íbúa. C-flokkur: HS í strjálbýli með stóru upp- tökusvæði án tengsla við sjúkrahús eða í minni kaupstöðum og kauptúnum í tengslum við lítil sjúkrahús. Upptökusvæði fyrir 1.200—4.000 í- búa. D-flokkur: HS án tengsla við sjúkrahús með upptökusvæði fyrir færri en 1.000 íbúa. Þessi skipting er að sjálfsögðu engan veginn einhlít, en mér virðist hún þó mun meira lýs- andi, en skipting HS í H-I og H-II eins og það er skilgreint í lögum um heilbrigðisþjónustu. Hvað A-flokkinn varðar hef ég í huga HS eins og þær munu verða á Reykjavíkursvæðinu og á Akureyri og þegar er reyndar vísir að á þessum stöðum. Sumar þeirra eru áætlaðar í tengslum við stóru sjúkrahúsin og mætti því ætla að aðstaðan á þeim yrði með eitthvað öðrum hætti en hinum sem verða án tengsla við sjúkrahús. Eg efast þó um að munurinn á starfseminni verði mikill. Þessi sjúkrahús eru svo stór í sniðum að ekki verður um nein bein tengsl að ræða milli þjónustudeilda þeirra og HS, sem við þau verða. Allar þessar HS munu hafa þá sérstöðu, að í næsta nágrenni verður fullkomin aðstaða til rannsókna og annarrar þjónustu við deildaskipt sjúkrahús. Þar af leið- ir að ólíklegt er að þær verði útbúnar með viðamiklar rannsóknarstofur né röntgentæki og öll aðstaða til aðgerða verður að öllum lík- indum í lágmarki. Vegna fjölmennra upptöku- svæða verður hins vegar örugglega meira hjálparlið í ýmis konar ,,paramedical“-þjónustu við þessar stöðvar en aðrar. í B-flokki á ég við HS eins og þegar hafa þróazt og munu þróazt í beinum tengslum við stærri héraðssjúkrahúsin, þar sem íbúafjöldi upptökusvæðis fer ekki mikið undir 5.000 manns. Hér á ég við stöðvar eins og t.d. á Húsavik og í Vestmannaeyjum og eins og víða er vísir að eða áætlanir uppi um við stærri héraðssjúkrahúsin og reyndar í þann veginn að koma í gagnið, eins og t.d. á Selfossi. Þessar stofnanir verða ekki stærri en svo í sniðum að bein tengsl verða milli heilsugæzlustarfsins og þjónustudeilda sjúkrahúsanna og ég tel að full- yrða niegi, að rannsóknaaðstaða muni bjóða upp á verulega breidd. 1 því sambandi vil ég nefna útbúnað og þekkingu til að gera rann- sóknir í hematologiu, blóðkemiu, þvagrann- sóknir, ræktanir og næmispróf, ekg. og lungna- functionspróf. Röntgendeild með tæknilegan útbúnað og þekkingu til kontrastrannsókna. Á- höld og þekkingu til endoscopiskra rannsókna. Skiptistofa eða slysavarðstofa með tilheyrandi útbúnaði til aðgerða og sótthreinsunar ásamt menntuðu aðstoðarfólki. Þá þarf upplýsinga- kerfið að vera virkt og aðgengilegt, og sem

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.