Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 84

Læknablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 84
154 LÆKNABLAÐIÐ unnið við heilsugæslustöðina á Húsavík i áratug. 3. Ingvar Kristjánsson, geðlæknir, starfar á Kleppsspítala, nýlega kominn frá sérnámi í Bretlandi. 4. Leifur Dungal, heimilislæknir, nýlega kominn heim frá sérnámi í Kanada. 5. Rögnvaldur Þorleifsson, skurðlæknir, starf- ar á Slysavarðstofu og hefur unnið þar um margra ára skeið. 6. Sigurður S. Magnússon, kvensjúkdóma- læknir, nýlega kominn heim til starfa eftir störf og sérnám í Svíþjóð. Af vali frummælenda má sjá að málin verða skoðuð og rædd frá mjög ólíkum sjónarmiðum, þannig má vænta þess að heyra skoðanir hér- aðslæknis í víðlendu héraði, alllangt frá sér- fræðiþjónustumiðstöðvum, barnalæknis, sem fyrst og fremst hefur reynslu á sjúkrahúsi, kvensjúkdómalæknis með langa starfsreynslu, skurðlæknis með víðtæka reynslu af slysavarð- stofu, en einnig úr strjálbýli, heimilislæknis i Reykjavík, sem nýlega hefur tekið til starfa, geðlæknis með langa starfsreynslu á sjúkra- húsi. Auk þess er þess að vænta að fundarmenn taki virkan þátt í umræðunum hér á eftir, bæði með beinu framlagi og fyrirspurnum. Enn einu sinni vil ég þakka forráðamönnum Eirar fyrir þetta frumkvæði og sérstaklega fyr- ir að gefa mér tækifæri til að stjórna þessari umræðu. Gísli G. Auðunsson HLUTVERK SÉRFRÆÐINGA Á HEILSUGÆZLUSTÖÐVUM SJÓNARMIÐ HEILSUGÆZLULÆKNIS Áður en hægt er að setja fram skýrar hug- myndir um æskilega eða nauðsynlega þjónustu sérfræðinga í læknisfræði á heilsugæzlustöðv- um (hér eftir HS) þarf að átta sig á, hvaða þjónustu heimilis- eða heilsugæziulæknar geta veitt á slíkum stöðvum. En hvað er þá HS. Tæpast er það nægilega skýrt skilgreind stofnun ennþá, til að hægt sé að taka sér það orð í munn og láta sem allir viti, hvað um er að vera. Við þurfum að hafa nokkuð glögga vitneskju um hversu góðir rann- sóknamöguleikar eru á HS, hver sé aðstaðan til aðgerða og hversu fullkomið upplýsinga- kerfi þeirra er. Og loks hversu mikið starfslið sé í ýmsum hjálpargreinum. Eftir því sem þróunin virðist stefna munu HS hérlendis í stórum dráttum skiptast í 4 flokka eftir þjónustumöguleikum og eru þeir þessir: A-flokkur: HS í stærstu bæjarfélögunum sem þjóna miklu fjölmenni, í tengslum eða án tengsla við sjúkrahús. Upptökusvæði fyrir 10— 15 þús. íbúa. B-flokkur: HS í beinum tengslum við þjón- ustudeildir betur búinna héraðssjúkrahúsa, þar sem íbúafjöldi upptökusvæðis má ekki fara mikið undir 5.000 íbúa. C-flokkur: HS í strjálbýli með stóru upp- tökusvæði án tengsla við sjúkrahús eða í minni kaupstöðum og kauptúnum í tengslum við lítil sjúkrahús. Upptökusvæði fyrir 1.200—4.000 í- búa. D-flokkur: HS án tengsla við sjúkrahús með upptökusvæði fyrir færri en 1.000 íbúa. Þessi skipting er að sjálfsögðu engan veginn einhlít, en mér virðist hún þó mun meira lýs- andi, en skipting HS í H-I og H-II eins og það er skilgreint í lögum um heilbrigðisþjónustu. Hvað A-flokkinn varðar hef ég í huga HS eins og þær munu verða á Reykjavíkursvæðinu og á Akureyri og þegar er reyndar vísir að á þessum stöðum. Sumar þeirra eru áætlaðar í tengslum við stóru sjúkrahúsin og mætti því ætla að aðstaðan á þeim yrði með eitthvað öðrum hætti en hinum sem verða án tengsla við sjúkrahús. Eg efast þó um að munurinn á starfseminni verði mikill. Þessi sjúkrahús eru svo stór í sniðum að ekki verður um nein bein tengsl að ræða milli þjónustudeilda þeirra og HS, sem við þau verða. Allar þessar HS munu hafa þá sérstöðu, að í næsta nágrenni verður fullkomin aðstaða til rannsókna og annarrar þjónustu við deildaskipt sjúkrahús. Þar af leið- ir að ólíklegt er að þær verði útbúnar með viðamiklar rannsóknarstofur né röntgentæki og öll aðstaða til aðgerða verður að öllum lík- indum í lágmarki. Vegna fjölmennra upptöku- svæða verður hins vegar örugglega meira hjálparlið í ýmis konar ,,paramedical“-þjónustu við þessar stöðvar en aðrar. í B-flokki á ég við HS eins og þegar hafa þróazt og munu þróazt í beinum tengslum við stærri héraðssjúkrahúsin, þar sem íbúafjöldi upptökusvæðis fer ekki mikið undir 5.000 manns. Hér á ég við stöðvar eins og t.d. á Húsavik og í Vestmannaeyjum og eins og víða er vísir að eða áætlanir uppi um við stærri héraðssjúkrahúsin og reyndar í þann veginn að koma í gagnið, eins og t.d. á Selfossi. Þessar stofnanir verða ekki stærri en svo í sniðum að bein tengsl verða milli heilsugæzlustarfsins og þjónustudeilda sjúkrahúsanna og ég tel að full- yrða niegi, að rannsóknaaðstaða muni bjóða upp á verulega breidd. 1 því sambandi vil ég nefna útbúnað og þekkingu til að gera rann- sóknir í hematologiu, blóðkemiu, þvagrann- sóknir, ræktanir og næmispróf, ekg. og lungna- functionspróf. Röntgendeild með tæknilegan útbúnað og þekkingu til kontrastrannsókna. Á- höld og þekkingu til endoscopiskra rannsókna. Skiptistofa eða slysavarðstofa með tilheyrandi útbúnaði til aðgerða og sótthreinsunar ásamt menntuðu aðstoðarfólki. Þá þarf upplýsinga- kerfið að vera virkt og aðgengilegt, og sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.