Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 119 fengu INH í varnarskyni (chemoprophyl- axis). Hinshaw23 telur, að truflanir á lifrar- enzymum komi fram hjá 10—20% sjúk- linga, sem noti INH og um sé að ræða tíma- bundna hækkun hjá flestum og ráðleggur ekki að mæla þessi gildi reglulega. Að ráði geðlækna var INH-gjöf hætt hjá 4 sjúk- lingum með depressio mentis. Aðrar auka- verkanir af lyfinu voru óverulegar. Á the National Institute of Health Conference28 árið 1976 kom fram, að lifrarskaðar af völdum INH verði ekki greindir frá viral hepatitis, en að hættan sé langmest hjá fólki eldra en 35 ára og er því ráðlagt að INH-gjöf í varnarskyni sé hætt hjá fólki eldra en 35 ára, ef það sýni einhver ein- kenni um lifrarskemmdir. SM-gjöf var hætt hjá 5 sjúklingum vegna byrjandi heyrnartaps. SM var heldur ekki notað hjá sjúklingum með sögu um heyrnartap né hjá elstu sjúklingunum. Einkenni um nýrnaskemmdir sáust ekki af SM. Eina alvarlega aukaverkunin af EMB er sjón- taugabólga, sem getur leitt til blindu. Þessi aukaverkun er háð skömmtum og þar eð EMB skilst út í nýrun verður að minnka skammtinn, ef nýrnastarfsemi er skert. Hjá einum sjúklingi fannst örugglega minnk- andi sjón eftir árs meðferð á EMB. Þessi sjúklingur hafði fengið 25 mg/kg í 1 mán- uð, en skammtur þá minnkaður niður í 15 mg/kg vegna skertrar nýrnastarfsemi (Serum creatinine 1.6 mg %). Þessar sjón- truflanir hurfu þegar meðferð var hætt. Hjá öðrum sjúklingi var EMB-gjöf hætt þar eð grunur lék á að um minnkandi sjón gæti verið að ræða, en hann hafði þá notað EMB í 1 ár, en af mistökum haft 25 mg/kg í rúma 5 mánuði. Sjóntruflanir hurfu eftir að EMB-gjöf var hætt. Þessar aukaverk- anir virðast því í báðum tilfellunum hafa stafað af rangri skammtastærð, annars veg- ar vegna minnkaðrar nýrnastarfsemi, og hins vegar að hærri skammturinn var gef- inn of lengi. Barlow5 telur, að þessi auka- verkun sjáist hjá 3% sjúklinga, ef gefið er 25 mg/kg á dag í nokkra mánuði, en sjáist mjög sjaldan ef gefið er 15 mg/kg á dag. Hinshaw23 telur, að ef skammtur sé 15 mg/ kg á dag, sé hægt að gefa lyfið í 2 ár og hætta á aukaverkunum sé hverfandi, og eftirlit hjá augnlækni ónauðsynlegt nema sérstakt tilefni gefist til. Helstu aukaverk- anir af Rifampicin eru hepatitis, thrombo- cytopenia, leucopenia og ofnæmi. Aquinas et al3 fundu skerta lifrarstarfsemi hjá 6 af 140 sjúklingum, 4%. Johnston og Wild- rick24 benda á, að það sé hugsanlegt, að Rifampicin geri lifrina næmari fyrir eitur- áhrifum INH og telja, að INH og RMP sé óheppileg fyrsta meðferð við berklaveiki. Af þeim 12 sjúklingum, sem fengu hækk- un á lifrarenzymum, þá voru 3 þeirra einnig á RMP-meðferð. Sá sjúklingur, er fékk gulu, hafði ekki fengið RMP. Hjá ein- um sjúklingi, sem var á RMP-meðferð fannst thrombocytopenia, sem talin var stafa af lyfjagjöf. (Thrombocytar 25—40 þús/ml3). En þó RMP-gjöf væri hætt fjölg- aði thrombocytum ekki, en sjúklingur lést af slysförum 5 mánuðum eftir að meðferð var hafin. UMRÆÐUR Árið 1966 höfðu þeir Place og Black30 sýnt fram á gildi Myambutols sem berkla- lyfs. Árið 1973 birtu þeir Doster10 et al niðurstöður sínar um notkun EMB. Töldu þeir lyfið áhrifamikið, ef það væri notað í staðinn fyrir PAS eða Pyrazinamide ásamt 1—2 öðrum berklalyfjum. Fjöldi höfunda hafa síðan bent á, að EMB sé álíka áhrifa- mikið og PAS við berklaveiki, en lyfið þolist miklu betur og aukaverkanir eru fáar. American Thoracic Society1 ráðlegg- ur nú INH og EMB í 18 mánuði og ef um stærri berklaholu er að ræða, þá einnig SM í 1—3 mánuði í byrjun. Á árinu 1972 olli það nokkrum óróa að geta ekki fengið gerð næmispróf fyrir EMB og RMP. Árin 1972 og 1973 fann MacDonald20 ónæmi gegn EMB hjá 75 sjúklingum, en enginn þeirra hafði „primer resistence". Aftur á móti fann Schifferman et al35 „primer resistence“ gegn EMB hjá 7 sjúklingum af 100 frá mars 1975 til febrúar 1976, og hafði ónæmi gegn EMB aukist frá því á árunum 1964—1970. Ekki verður fullyrt, hvort einhverjir þessara sjúklinga hafi hýst berklasýkla ónæma fyrir EMB. Hugsan- legt er, að einhverjum hefði nægt INH, SM eða RMP í 2—3 mánuði og síðan hefði INH dugað eitt sér, þótt EMB hefði verið áhrifalaust. Nú telur Fox,17 að næmispróf séu ekki lengur nauðsynleg og geti valdið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.