Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 86

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 86
156 LÆKNABLAÐIÐ hann þar sjálfir. Það er að vísu utan við starf- semi H.S., en sjúklingurinn er sem sagt ekki sendur til sérfræðinga. Það er einungis ef til- fellin eru að einhverju leyti óvenjuleg eða erfið viðfangs, að við sendum þau frá okkur. Sama má segja um sjúklinga með ehroniska coronar- sclerosis, fibrillatio atriorum, hjartabilun eða hypertensio arterialis. Á sama hátt getum við tekið blóðstatus, röntgenmynd, ekg og lungna- functionspróf (vitalograf, spirometer) hjá sjúk- lingum með einkenni frá öndunarvegum, litað hrákasýni og gert ræktun og næmispróf. Sjúklingar með kvartanir frá meltingarvegi eru einnig skoðaðir og rannsakaðir hér og af blóðkemiu getum við gert lifrarfunctionspróf eins og bílirúbín, alkaliskan fosfatasa, eggja- hvítu og transaminasa. Þá gerum við einnig amylasa og skoðum fæcesprufur. Af röntgen- rannsóknum gerum við ailar contrast-rann- sóknir á meltingarvegi. Við höfum rectoscop og eigum á næstunni von á gastroscopi sem að vísu verður stjórnað af yfirlækni sjúkrahúss- ins, en ekki okkur heilsugæzlulæknunum. Sömuleiðis rannsökum við sjálfir sjúklinga með einkenni frá þvagfærum og auk áður- nefndra rannsókna getum við gert electrolyta, creatinin, þvagræktanir, næmispróf og i.v. uro- grafiur. Sjúkrahúsið á cystoscop og yfirlæknir sjúkrahússins gerir cystascopiur. Hvað gynækologiu og obstetrik varðar þá fer allt mæðraeftirlit fram hér á stöðinni. Reglu- bundin legkrabbaleit er í höndum yfirlæknis sjúkrahússins. Gynskoðanir eru ekki tabu hjá heimilislæknum hér, þó þær séu að sjálfsögðu að langmestu leyti í höndum skurðlæknis sjúkrahússins. Laparoscop er ekki til á stofn- uninni. Allt ungbarnaeftirlit er í okkar höndum svo og umfjöllun meginhluta þeirra barnasjúk- dóma, sem upp koma. Sama má segja um önnur stór svið, eins og t.d. geðsjúkdóma, neurologiu, sjúkdóma frá stoðkerfi og liðum ásamt liða- gigt, svo og húð- og kynsjúkdómar. 1 öllum tilfellum rannsökum við sjúklingana sjálfir og meðhöndlum eftir því sem þekking og aðstæð- ur leyfa. Sama gildir um slys hvers konar. Yfirgnæf- andi meirihluti slysa, þar með talin bein- brot, meðhöndlum við sjálfir. Á skiptistofu gerum við einnig sjálfir smáaðgerðir svo sem liðstungur, stingum á ígerðum, fjarlægum smá æxli, gerum að inngrónum nöglum, brenn- um vörtur og líkþorn, tökum mergsýni, svo eitthvað sé talið. Oft höfum við þurft að gripa i tanndrátt, en við vonum að það sé að verða liðin tíð, þar sem nú eru hér tveir tannlæknar og jafnvel von á þeim þriðja. Erum við á réttri leið? Er það sem við ger- um kannske hálfgert kukl. Ber að beina þró- uninni annars staðar inn á þessa braut? Ég vísa til flokkunar HS í byrjun greinar- innar. Hér hef ég verið að lýsa störfum lækna á HS í B-flokki og eins og aðstaðan verður a þeim, held ég bæði að við séum á réttri leið og eins, að þróunin á öðrum stöðum í þessum flokki verði með líku sniði. Það sem gefur mér tilefni til að ætla að við séum á réttri leið, er annars vegar það, að læknar virðast hafa sótzt eftir að starfa á þess- ari stöð. Og hins vegar eftirfarandi: Allt frá því að vísir varð tii að þessari stöð í árslok 1966 hafa verið haldnar nákvæmar sjúkraskrár frá degi til dags um öll okkar störf. Við fáum það því jafnóðum í kollinn ef við erum á rangri leið og getum ekkert falið. Við sendum yfir- leitt aldrei frá okkur sjúklinga án meðfylgj- andi læknabréfs. Af þessum gögnum á að vera hægt að dæma um, hver gæði vinnunnar eru. Ég held við höfum ekkert að fyrirverða okkur fyrir í þessu efni. En hvert verður þá hlutverk sérfræðinga í læknisfræði innan HS? Þörf fyrir sérfræðingaheimsóknir verður fyrst og fremst á afmörkuðum eða sérhæfðum sviðum, þar sem heilsugæzlulæknar grípa litið inn á, en eru þó vandamál stórs sjúklingahóps. Gott dæmi eru augnlækningar og háls-, nef- og eyrnalækningar. Sömuleiðis heimsóknir kvensjúkdómalækna, einkum í sambandi við legkrabbaleit, þar sem „heimalæknar" ekki framkvæma hana sjálfir. Barnalækningar eru stórt svið, en i eðli sínu er svo stór hluti þeirra bundinn bráðum tilfellum, að fastar ferðir nýt- ast mjög illa, nema þá um stöð með miklu fjölmenni að baki sé að ræða. Spyrja má hvort ekki sé rétt að fá gæðastimpil á ungbarnaeftir • litið með því að láta sérfræðing skoða hvert barn að minnsta kosti einu sinni á fyrsta ald- ursári. Ef fæðingafjöldinn er í kringum 20 á 1.000 ibúa á ári eru þetta 100 börn árlega á 5.000 íbúa stöð, 50 börn á 2.500 íbúa stöð, 20 börn á 1.000 íbúa stöð og 12 börn á ári á 600 íbúa stöð. Ég svara fyrir mig, að ég sé ekki að þess gerist þörf. Mikill hluti starfs heimilis- lækna við eðlilegar lcringuvistceSur eru barna- lækningar og ég tel þá jafn færa um að greina í sundur hvað þeir ráða við á sviði barnalækn- inga, sem á öðrum sviðum. Greinar eins og geðlæknisfræði og húðsjúk- dómafræði krefjast ekki viðamikillar rann- sóknaaðstöðu og sérfræðingar í þeim ættu því að hafa fullnægjandi aðstöðu á HS. Vandamál í húðsjúkdómum eru ekki það algeng að ég sjái ástæðu til fastra heimsókna sérfræðinga í þeirri grein á HS, nema upptökusvæðið sé mjög stórt. Hvað geðlæknisfræði varðar er þörfin örugglega fyrir hendi. En því miður verðum við að horfast í augu við þá döpru staðreynd, að allt of víða þykir það stimpill að leita geð- læknis og mér er því til efs, hvort slíkar heim- sóknir yrðu nýttar í litlum samfélögum. Þetta fólk vill heldur „fara suður“. Hvað um cardiologiu, rheumatologiu, endo- krinologiu ýmiss konar svo sem diabetes, ortho- pedi og fleira. Vandamál af þeirri gráðu að þurfi til sérfræðinga í þessum greinum þurfa yfirleitt inn á sjúkrahús. Öll eftirmeðferð á að geta verið í höndum heimilislækna að minu viti, nema tilfellin séu sérlega varhugaverð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.