Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 74

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 74
148 LÆKNABLAÐIÐ staphylococcum. Þau hafa öll breiðara verkunarsvið (spectrum) en methicillin og önnur penicillinasaþolin penicillin og eru því ekki notuð í fyrstu víglínu. Chlor- amphenicol og clindamycin geta einnig haft mjög alvarlegar aukaverkanir, þótt slíkt sé sjaldgæft.6 12 Lyfin, sem líta ber á sem kjörlyf (drug of choice) við Staphylo- cocca-sýkingar, eru methicillin eða önnur penicillinasaþolin penicillin. í okkar athug- un reyndust 5% S. aureus vera ónæmir fyrir methicillini. Er þetta svipuð tíðni eða eilítið lægri en fundist hefur við fyrri at- huganir hér á landi.2 Sums staðar í Evrópu hafa slíkir stofnar orðið sjaldgæfari undan- farin ár af ókunnum ástæðum.3 Þegar um methicillin-ónæmi er að ræða, fylgir venjulega ónæmi fyrir öllum peni- cillinum, cephalosporinum og erythromy- cini. Hér reyndust hins vegar flestir stofn- anna næmir fyrir cephalothin. Cephalo- sporin hafa töluvert verið notuð gegn staphylococca-sýkingum, en komið hefur í ljós, að þau reynast illa, ef um methicillin- ónæma stofna er að ræða, jafnvel þótt þeir virðist næmir fyrir cephalosporinum sam- kvæmt næmisprófi.0 Ekki er vitað um or- sakir þessa ósamræmis í öllum tilvikum. Stundum virðist vera um tæknilega galla á skífuprófum að ræða og þá sýna þynning- arpróf ónæmi. í öðrum tilvikum eru stofn- arnir næmir í þynningarprófum, þ.e.a.s. þeir hafa lágt MIC, en þá reynast þeir yfir- leitt hafa hátt MLC. Cephalosporin eru þá bakteríuheftandi (bacteriostatic) fyrir methicillin-ónæma staphylococca. Vitað er, að sjúklingum vegnar oft illa á cephalo- sporin meðferð þótt næmispróf bendi til næmis.4 Penicillin-ónæmi. Af þeim 715 stofnum, sem penicillinnæmispróf voru gerð á, reyndust aðeins tæp 13% vera næm fyrir penicillini. Er þetta örlítið lægra en sést hefur við fyrri athuganir.2 Næmið var ekki mest hjá stofnum, sem komu frá sjúkling- um utan sjúkrahúsa, eins og búast hefði mátt við (sjá mynd 3). Mestur hluti næm- isprófanna voru gerð á stofnum úr sárum eða sýnum frá öndunarvegum, eyrum eða augum. Sennilegast er, að þegar slík sýni eru send frá sjúklingum utan sjúkrahúsa, hafi meðferð þegar verið reynd með ófull- nægjandi árangri. Það styður þessa skoðun, að 54% staphylococca, sem ræktuðust úr þvagi frá sjúklingum utan sjúkrahúsa voru næmir fyrir penicillini. En það er yfirleitt venja að senda þvag í ræktun strax og sjúklingar fá einkenni um þvagfærasýk- ingu, og er því líklegt, að þessir stofnar séu einkennandi fyrir staphylococca flóru utan sjúkrahúsa. Þar sem penicillin-ónæmi er sennilega nokkuð góður mælikvarði á áhrif sýkla- lyfja á sýklagróður sjúkrahúsanna og þar sem áhrif sýklalyfja á umhverfið ráða miklu um tíðni spítala-sýkinga,8 er fróð- legt að athuga muninn á sjúkrahúsum. A Landspítalanum er meira um peni- cillin-ónæmi á þeim deildum, sem búast má við að sýklalyfjameðferð sé mest (barna-, lyfja- og handlæknisdeildum). Penicillin- næmið er minnst (6%) á Borgarspítala, en mest (21%) á Landakotsspítala. Þetta er athyglisvert, ekki síst þegar haft er í huga að Landakotsspítali er skipulags- lega frábrugðin hinum sjúkrahúsunum. En sjúkrahúsin senda mismikið af sýnum og eru á margan annan hátt frábrugðin hvert öðru og skal hér ekkert fullyrt um þetta atriði. Skráningu spítalasýkinga er ábóta- vant hér á landi, og við slíkar aðstæður er ókleift að gera sér grein fyrir því, í hvaða mæli áhrif sýklalyfja á umhverfið stuðla að slíkum sýkingum. SUMMARY During a six months period in 1977, 785 strains of S. aureus were examined for resis- tance to antibiotics. Eighty seven per cent of the strains were resistant to penicillin and 5% were resistant to methicillin, which is slightly less than in previous studies in Iceland. Fifty strains of S. aureus were examined for the presence of methicillin tolerance which is the resistance to lethal action of high doses of methicillin in strains that are inhibited by low concentrations. Eighteen of the strains were found to be tolerant or 36%. HEIMILDIR 1. Jevons, M.P.: ,,Celebenin“-resistant stap- hylococci. Brit. Med. J. 2:124, 1961. 2. Jónsdóttir, K.E., Kolbeinsson, A.: Næmi staphylococcus aureus. Óbirtar niðurstöður. 1971, 1972 og 1974. 3. Kayser, F.H.: Methicillin-Resistant Stap- hylococci 1965—1975. Lancet 11:650, 1975. 4. Klimek, J.J., Bartlett, R.C., Marsik, F., Quintiliani, R.: Clinical, bacteriologic and
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.