Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 127 þann sjúka hluta innanþekju æðarinnar, þar sem líkur eru á, að segar geti myndast, sem síðan geta losnað og lent í slagæðum heila. Sýnt hefur verið fram á, að breyting- ar á blóðflæði eftir aðgerð skipta ekki máli fyrir árangur aðgerðar. Ekeström4 sýndi fram á það með rafsegulmælingum 1969, að einkenni hurfu eftir aðgerð óháð því, hvort aukning varð á flæði eða það jafn- vel minnkaði eftir aðgerð. Af þeim 43 sjúklingum, sem hér er gerð grein fyrir, höfðu 39 einkenni skyndislags eða skyndiblindu fyrir aðgerð. Fylgikvillar, sem lýst hefur verið, urðu allir í þeim hópi. Tveir sjúklingar höfðu óljós einkenni frá taugakerfi, en engin, sem með vissu komu frá þeirri æð, sem innanhreinsun var gerð á. Báðir höfðu algera lokun á annarri innri hálsslagæð og veruleg þrengsli á hinni, auk þess, sem þrengsli voru í báðum hryggjar- slagæðum (a. vertebralis). Talin var ástæða til að gera innanhreinsun á þeirri innri hálsslagæð, sem var þrengd. Hjá báðum þessum sjúklingum mældist veruleg aukn- ing á blóðflæði eftir aðgerð (110—260 ml/ min og 140-—220 ml/min). Hjá tveimur sjúklingum var aðgerð gerð vegna óþægilegs blásturshljóðs, sem trufl- aði svefnfrið þeirra. Með nákvæmu vali sjúklinga til aðgerð- ar og bættri tækni við aðgerð hafa dánar- tölur og fylgikvillar aðgerða lækkað veru- lega. í upphafi, þegar algengt var að gera aðgerðir á sjúklingum með fullkomið slag og þá oft bráðaaðgerðir, skömmu eftir á- fallið, voru dánartölur eftir aðgerð oft um 15—30% og há tíðni fylgikvilla. Á síðari árum eru dánartölur við aðgerð oft minni en 1% og alvarlegir fylgikvillar frá tauga- kerfi 0.5—3% hjá þeim, sem bestum ár- angri lýsa. Thompsson8 lýsti 1973 árangri aðgerða á 537 sjúklingum með einkenni skyndislags eða skyndiblindu, þar sem skurðdauði var 0.7% og varanleg einkenni frá taugakerfi 1.5%. Það er hæpið að reikna hlutfallstölur í þeim tiltölulega litla hóp, sem hér er gerð grein fyrir, en einn sjúklingur fékk fullkomið slag (2.4%). Alvarlegustu fylgikvillar aðgerðar eru þeir, sem koma frá taugakerfi, og lengst af hefur verið um það deilt, á hvern hátt best verði komið í veg fyrir þá fylgikvilla, og þá fyrst og fremst á hvern hátt verði tryggt, að blóðstreymi sé nægjanlegt til heila meðan innri hálsslagæð er lokað. Á fyrstu árum þessara aðgerða var al- gengt að gera þær í staðdeyfingu, svo að unnt væri að fylgjast með meðvitundar- ástandi og hreyfigetu, þegar klemma var sett á æðina. Ýmsir höfundar hafa einnig notað heilalínurit til að dæma um, hvort sjúklingur þoli lokun á innri hálsslagæð eða ekki. Önnur aðferð er að reiða sig á bakþrýsting, og láta hann skera úr, hvort sjúklingurinn þolir lokun á æðinni. Mis- munandi tölur eru um lægsta bakþrýsting, sem telst nægjanlegur, en venjulegast er það milli 25 og 50 mmHg. Margir höfundar7 mæla með að hliðarstreymi sé alltaf notað og telja það einföldustu og hættuminnstu aðferðina. Aðrir höfundar2 hafa þó bent á þær hættur, sem geta verið því samfara að nota hliðarstreymi, það sé viss hætta við að leggja hliðarstreymið í æðina, smá flögur geti losnað frá æðarveggnum, og einnig geti myndast segar í hliðarstreym- inu, sem síðan geti losnað og borist til heila. Loks getur hliðarstreymi stöku sinn- um valdið vissum tæknilegum örðugleik- um við aðgerð, ef t.d. breytingarnar ná hátt upp á innri hálsslagæð. Frá miðju árl 1977 hefur greinarhöfundur valið þá að- ferð að nota hliðarstreymi aðeins hjá þeim sjúklingum, sem hafa lægri bakþrýsting í innri hálsslagæð en 40 mmHg. Hjá þeim 43 sjúklingum, sem greint er frá hér, mældist bakþrýstingur frá 20 til 170 mmHg með meðalgildi 88 mmHg. Aðeins þrír sjúklingar höfðu bakþrýsting, sem var 50 mmHg eða lægri (20, 40, 50 mmHg), og kemur það vel heim við niðurstöður flestra annarra, að mikill meirihluti hefur bak- þrýsting yfir 50 mmHg.1 5 Connolly2 hefur nýlega gert samanburð á tveimur hópum með einkenni skyndislags og skyndiblindu fyrir aðgerð. í fyrri hópn- um voru 188 sjúklingar. Allar aðgerðir voru gerðar í svæfingu og með hliðar- streymi. Bakþrýstingur var ekki mældur. Úr þessum hópi létust 3 sjúklingar við að- gerð, 3 fengu helftarlömun og tveir minni háttar lamanir, sem löguðust fljótlega. f síðari hópnum voru 102 sjúklingar, og að- gerð var gerð í staðdeyfingu. Hliðarstreymi var notað hjá 20 sjúklingum, sem höfðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.