Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 121 var að hafa meðferð einstaklingsbundna og fylgjast oftar með þeim sjúklingum, sem vafasamir þóttu um samvinnu. Til skamms tíma hefur það verið siður að fylgjast með berklasjúklingum árum saman að meðferð lokinni. Það er skoðun mín, að ef sjúklingar hafa fengið fullnægj- andi meðferð, sé það svo sjaldgæft að berklaveiki taki sig upp aftur, að engin ástæða sé til að fylgjast áfram með þessu fólki. Af sjúklingum þeirra Stead og Jurgens37 fengu 0,8% berkla aftur eftir að fylgst hafði verið með þeim í 10 ár. Edsall og Collins14 fundu, að af 200—250 sjúk- lingum í New York árið 1970, sem fengu berkla aftur að lokinni meðferð, þá fund- ust aðeins 70—80 vegna reglubundinnar skoðunar. Hinir fundust vegna þess, að þeir leituðu læknis vegna einkenna. Groth- Petersen10 fann enga endursýkingu hjá sjúklingum í Kaupmannahöfn, sem hlotið höfðu fullnægjandi meðferð og þeir höfðu verið til eftirlits í allt að 15 ár. Hún legg- ur því til, að eftirliti þessara sjúklinga sé hætt að meðferð lokinni og sömu skoðun hefur Reichman.3132 Center for Disease Control8 telur að líta beri á berklasjúk- linga, sem hlotið hafa fullnægjandi með- ferð sem heilbrigða. Meðferð berkla utan lungna er á engan hátt frábrugðin meðferð lungnaberkla, en að sjálfsögðu er erfiðara að fylgjast með árangri meðferðar, þar sem oft eru ekki til staðar jákvæðar ræktanir. Barlow5 bendir á, að þessi meðferð skilji sig á engan hátt frá meðferð við lungna- berklum, nema hvað stundum þurfi að nota handlæknisaðgerðir, eins og vegna empy- ema og ígerða í beinum. Við höfum haft þann sið, að hætta eftirliti með öllum þess- um sjúklingum, þegar þeir hafa lokið berklameðferð. Þeim er sagt að leita lækn- is, ef þeir fái einhver einkenni, sem bent gætu til þess að sjúkdómurinn væri að taka sig upp aftur. Á síðari árum hefur víða verið notuð ,,intermittent“ meðferð. Oftast nær hafa þó sjúklingar verið á daglegri lyfjameðferð í 1—3 mánuði, en síðan eru berklalyfin gefin undir eftirliti tvisvar í viku. Á þennan hátt er tryggt, að sjúkling- ar taki lyfin. Margir höfundar, svo sem Westley et al3fl og Doyel et aln hafa sýnt ágætan árangur af slíkri meðferð. Vel kæmi til greina að beita þessari meðferð hér hjá einstaka sjúklingi, t.d. hjá drykkju- mönnum sem byggju nálægt lækni eða heilusugæslustöð. Þessi meðferð yrði þó naumast almenn hérlendis, þar sem sjúk- lingar eru dreifðir um allt land og oft bú- settir langt frá læknum eða heilsugæslu- stöðvum. Víðsvegar um heiminn eru nú gerðar tilraunir með stutta meðferð gegn berklaveiki og niðurstöður frá East African British Medical Research Council12 benda til þess, að e.t.v. sé 6 mánaðar meðferð með Rifampicin og Isoniazidi það sem koma skal. Þar til betri reynsla hefur fengist mun þó rétt að halda sig við lengri með- ferð, enda vandamál okkar önnur en hjá þróunarlöndunum. NIÐURSTAÐA Þróun nútímalyfjameðferðar hefur gjör- breytt berklameðferð. Smithætta af sjúk- lingum er engin eftir 2—3ja vikna meðferð og sérstakir berklaspítalar því óþarfir. Á- hrif meðferðar eru svo góð, að flesta berkla- sjúklinga er hægt að lækna að fullu og gamaldags meðferð, eins og langvarandi hvíld eða skurðaðgerðir eru óþarfar. Lang algengasta orsök misheppnaðrar meðferðar er vanræksla sjúklings á lyfjatöku. Með því að beita einstaklingsbundinni meðferð og áróðri fyrir lyfjatöku má bæta árangur. Berklameðferð í dag er það einföld, að hvaða læknir sem er á að geta tekið hana að sér. Að lokinni fullnægjandi meðferð er eftirlit með fyrrverandi berklasjúklingum óþarft, aðeins sóun á tíma og peningum. SUMMARY The treatment of all patients with tuber- culosis at Vifilsstadir Hospital during the years 1972—1976 is described. There were 103 patients, of which 68 had pulmonary tubercu- losis. The others had tuberculosis in various other organs. The standard therapy was strep- tomycin, isoniazid and ethambutol, but for various reasons rifampicin was used in 34 patients. There were no serious complications, except 2 patients developed visual impairment, but both had complete return of vision after ethambutol was discontinued. Average hospital stay in 1972 was 93 days but had decreased to 41 days in 1976. Duration of therapy was 14—24 months. No relapses occurred during or after therapy up to this date. It is concluded, that tuberculosis can be cured permanently in most cases, if the patients receive proper therapy and have susceptible organisms. Follow-up after completion of therapy is considered un- necessary.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.