Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 80
150
LÆKNABLAÐIÐ
Helgi Valdimarsson, Matthías Kjeld, Ragnheiður Ólafsdóttir
FRAMHALDSNÁM I MEINAFRÆÐI Á ÍSLANDP
Kynning
Hjá læknasamtökunum hafa komið fram
tillögur um að gera drög að námslýsingum
fyrir framhaldsmenntun í lyflæknisfræði,
skurðlæknisfræði og heimilislækningum.
F.Í.L.B. þótti vanta slíkar námslýsingar
fyrir ýmsar aðrar greinar læknisfræðinnar
og kemur hér á framfæri tillögum um
framhaldsnám í meinalæknisfræði eða
meinafræði.
Inngangur
Meinafræðingur er læknir (eða líffræð-
ingur), sem hefur aflað sér menntunar í
meinafræðigrein samkv. ákvæðum reglu-
gerðar. Verksvið meinafræðinga er þríþætt:
a) rannsóknir og tilraunir til þess að varpa
Ijósi á orsakir og hegðun sjúkdóma, b)
sýnaskoðanir, sem hafðar eru til hliðsjónar
við sjúkdómsgreiningu og meðferð á sjúk-
lingum, c) kennsla fyrir læknanema og
lækna í framhaldsnámi.
Gert er ráð fyrir, að meinafræðingar
verji að jafnaði helmingi af starfstíma sín-
um til vísindarannsókna og kennslu.
Lagt er til, að eftirfarandi meinafræði-
greinar verði nú viðurkenndar, sem sjálf-
stæðar sérgreinar: Bakteríufræði, blóð-
frumufræði, lífefnafræði, ónæmisfræði,
vefjafræði og veirufræði.
Námstilhögun
Stefnt skal að starfsþjálfun á vísinda-
legum grundvelli. Lágmarks námstími
verði 5 ár eftir kandidatsþjálfun. Skipulag
námsins þarf að vera sveigjanlegt. Þannig
skal gert ráð fyrir, að flestir hefji námið á
Islandi og ljúki því erlendis, en jafnframt
búa þannig í haginn, að kleift sé að stunda
allt námið erlendis eða mestan hluta þess
á íslandi. Þó skulu allir ljúka a.m.k. eins
árs námi erlendis.
* Nefndarálit frá F.l.L.B.
Kandidatsþjálfun endurskoðist m.t.t.
skipulagningar framhaldsnámsins almennt.
Virðist eðlilegt, að þessi endurskoðun verði
gerð eftir að reynsla hefur fengist af
rekstri framhaldsnámsins.
1. ár: Námsdvöl á rannsóknarstofum
þriggja meinafræðigreina, 4 mánuði á
hverri, eftir frjálsu vali innan þeirra
marka, sem framboð á stöðum leyfir.
Hver meinafræðigrein annist árlega 2—
3ja vikna námskeið fyrir lækna á 1. ári
meinafræðinámsins. Skulu allir læknar á
þessu námsstigi sækja námskeið í öllum
meinafræðigreinunum.
Þessi námskeið gætu einnig orðið valliður
í framhaldsnámi í klínískum greinum,
þannig að þátttaka verði reiknuð sem stig
í klínísku framhaldsnámi. Læknar í meina-
fræðinámi þyrftu á sama hátt að eiga kost
á þátttöku í hliðstæðum klinískum nám-
skeiðum. Meinafræðinámskeiðin mætti
einnig nýta fyrir líffræðinga í framhalds-
námi.
2. ár: Dvöl á rannsóknarstofu einnar
meinafræðigreinar allt árið. Nám fólgið í:
a) þátttöku í sýnaskoðunum undir leiðsögn
og eftirliti sérfræðinga og meinatækna
rannsóknarstofunnar, b) vinnu að rann-
sóknarverkefni, c) aðstoð við kennslu á
námskeiði fyrir lækna á 1. ári meinafræði-
náms.
Áfangapróf skal jafnan taka í viðkom-
andi sérgrein að loknu 2. námsári. Þessi
próf þurfa að vera áþekk hliðstæðum próf-
um helstu viðskiptalanda okkar í læknis-
fræði, enda verði leitað eftir viðurkenningu
þessara landa á íslenskum áfangaprófum.
Einnig er ákjósanlegt, að íslenskir læknar
geti byrjað framhaldsnám erlendis með
áfangaprófi í viðkomandi landi.
Meinafræðinemar, sem komast á góðan
rekspöl með rannsóknarverkefni á 2. náms-
ári, skulu eiga þess kost að sleppa áfanga-