Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 80

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 80
150 LÆKNABLAÐIÐ Helgi Valdimarsson, Matthías Kjeld, Ragnheiður Ólafsdóttir FRAMHALDSNÁM I MEINAFRÆÐI Á ÍSLANDP Kynning Hjá læknasamtökunum hafa komið fram tillögur um að gera drög að námslýsingum fyrir framhaldsmenntun í lyflæknisfræði, skurðlæknisfræði og heimilislækningum. F.Í.L.B. þótti vanta slíkar námslýsingar fyrir ýmsar aðrar greinar læknisfræðinnar og kemur hér á framfæri tillögum um framhaldsnám í meinalæknisfræði eða meinafræði. Inngangur Meinafræðingur er læknir (eða líffræð- ingur), sem hefur aflað sér menntunar í meinafræðigrein samkv. ákvæðum reglu- gerðar. Verksvið meinafræðinga er þríþætt: a) rannsóknir og tilraunir til þess að varpa Ijósi á orsakir og hegðun sjúkdóma, b) sýnaskoðanir, sem hafðar eru til hliðsjónar við sjúkdómsgreiningu og meðferð á sjúk- lingum, c) kennsla fyrir læknanema og lækna í framhaldsnámi. Gert er ráð fyrir, að meinafræðingar verji að jafnaði helmingi af starfstíma sín- um til vísindarannsókna og kennslu. Lagt er til, að eftirfarandi meinafræði- greinar verði nú viðurkenndar, sem sjálf- stæðar sérgreinar: Bakteríufræði, blóð- frumufræði, lífefnafræði, ónæmisfræði, vefjafræði og veirufræði. Námstilhögun Stefnt skal að starfsþjálfun á vísinda- legum grundvelli. Lágmarks námstími verði 5 ár eftir kandidatsþjálfun. Skipulag námsins þarf að vera sveigjanlegt. Þannig skal gert ráð fyrir, að flestir hefji námið á Islandi og ljúki því erlendis, en jafnframt búa þannig í haginn, að kleift sé að stunda allt námið erlendis eða mestan hluta þess á íslandi. Þó skulu allir ljúka a.m.k. eins árs námi erlendis. * Nefndarálit frá F.l.L.B. Kandidatsþjálfun endurskoðist m.t.t. skipulagningar framhaldsnámsins almennt. Virðist eðlilegt, að þessi endurskoðun verði gerð eftir að reynsla hefur fengist af rekstri framhaldsnámsins. 1. ár: Námsdvöl á rannsóknarstofum þriggja meinafræðigreina, 4 mánuði á hverri, eftir frjálsu vali innan þeirra marka, sem framboð á stöðum leyfir. Hver meinafræðigrein annist árlega 2— 3ja vikna námskeið fyrir lækna á 1. ári meinafræðinámsins. Skulu allir læknar á þessu námsstigi sækja námskeið í öllum meinafræðigreinunum. Þessi námskeið gætu einnig orðið valliður í framhaldsnámi í klínískum greinum, þannig að þátttaka verði reiknuð sem stig í klínísku framhaldsnámi. Læknar í meina- fræðinámi þyrftu á sama hátt að eiga kost á þátttöku í hliðstæðum klinískum nám- skeiðum. Meinafræðinámskeiðin mætti einnig nýta fyrir líffræðinga í framhalds- námi. 2. ár: Dvöl á rannsóknarstofu einnar meinafræðigreinar allt árið. Nám fólgið í: a) þátttöku í sýnaskoðunum undir leiðsögn og eftirliti sérfræðinga og meinatækna rannsóknarstofunnar, b) vinnu að rann- sóknarverkefni, c) aðstoð við kennslu á námskeiði fyrir lækna á 1. ári meinafræði- náms. Áfangapróf skal jafnan taka í viðkom- andi sérgrein að loknu 2. námsári. Þessi próf þurfa að vera áþekk hliðstæðum próf- um helstu viðskiptalanda okkar í læknis- fræði, enda verði leitað eftir viðurkenningu þessara landa á íslenskum áfangaprófum. Einnig er ákjósanlegt, að íslenskir læknar geti byrjað framhaldsnám erlendis með áfangaprófi í viðkomandi landi. Meinafræðinemar, sem komast á góðan rekspöl með rannsóknarverkefni á 2. náms- ári, skulu eiga þess kost að sleppa áfanga-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.