Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 89

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 89
LÆKNABLAÐIÐ 157 Það hefur því orðið reynslan á heilsugæzlu- stöðinni hjá okkur á Húsavík, að við höfum ekki ennþá fundið brýna þörf fyrir fastar heimsóknir sérfræðinga í öðrum greinum en augnlækningum og HNE-lækningum. Hins veg- ar hefur sú hugmynd verið rædd og mikill áhugi á, að fá sérfræðinga í gestastöður við sjúkrahúsið. Sérfræðingarnir myndu þá dvelja hjá okkur við sjúkrahúsið í 2—4 vikur í senn, fara yfir „materalið" inn á sjúkrahúsinu og hafa einnig opna móttöku. 1 þessu sambandi höfum við sérstaklega áhuga á að fá t.d. geð- lækni, lyflækni og öldrunarlækni svo eitthvað sé nefnt. Við lítum á slíkar heimsóknir sem mikla uppörvun fyrir okkur og teljum að þær yrðu gagnlegri fyrir fólkið en eins eða tveggja daga áhlaupavinna aðvifandi sérfræðinga og varla timi til að hittast eða kveðjast. Hvað t.d. geðlækninn varðar væri hægara að læða fáum sjúklingum í „consultationir" á dag og dreifa því á langan tíma, heldur en safna öllum hópn- um saman á einum eða tveim dögum. Málið hefur þó enn ekki komizt á þann rekspöl að ræða það við yfirstjórn heilbrigðismála í land- inu. Hvað samstarf eða tengsl okkar heilsugæzlu- læknanna við sérfræðinga varðar vil ég að lokum nefna eitt atriði, en það er möguleikinn á að ná sambandi símleiðis. Iðulega er það miklum örðugleikum háð að ná sambandi við sérfræðinga, nema á tiltölulega stuttum síma- tíma, sem oft og tíðum er ómögulegt fyrir okk- ur að eltast við. Það er því fullkomlega athug- andi, hvort starfandi sérfræðingar, t.d. við rík- isspitalanna, ættu ekki að hafa einhverjar skyldur við heilsugæzlulækna í þessu efni og mætti þá gera ráð fyrir því í ráðningarsamn- ingi þeirra. Að lokum vil ég láta þá skoðun mína í ljós, að til þess að stofna til nýrra og dýrra þátta í heilbrigðiskerfinu, þarf að liggja nokkuð ljóst fyrir, að þörfin sé tvímælalaus. Ég tel Því brýnt að nú Þegar verði hafizt handa um samanburð- arrannsóknir á sambærilegum hópum í Reykja- vík annars vegar og á einhverjum völdum stöð- um út á landsbyggðinni hins vegar. Athuga skal fjarveru frá vinnu vegna veikinda, eða gera viðtækar rannsóknir á morbiditeti og mortaliteti yfirleitt. Með slíkum samanburðar- rannsóknum ætti að vera hægt að komast nærri sannleikanum um, hvar skórinn kreppir mest í heilbrigðisþjónustunni. Atli Dagbjartsson UM HLUTVERK BARNALÆKNA Barnalæknisfræði sem sérgrein innan lækn- isfræðinnar er sprottin upp úr hinu almenna læknisstarfi og er að því leyti frábrugðin öðr- um sérgreinum, að hún fæst við ákveðinn ald- urshóp. Það er ekki tilviljun að þessi sérgrein varð til heldur var það af praktiskum ástæðum vegna þess að börnin eru sérstæður hópur sjúklinga og þeim mun sérstæðari þvi yngri sem hópurinn er. Það má i rauninni skilgreina barnalækni, sem almennan lækni fyrir börn, lækni, sem þekkir betur þroska þeirra frá fæð- ingu til fullorðinsára jafnt sem sjúkdóma þessa aldurskeiðs. Lítum þá á hvernig barnalækningum er hátt- að hérlendis nú til dags: a) Heimilislækningar. Láta mun nærri að 20—30% af heimilislækningum séu barna- lækningar. b) Barnalækningar framkvæmdar á stofu hjá barnalæknum, eftir tilvísun frá heimilis- læknum. c) Ungbarnaeftirlit framkvæmt af barna- læknum. d) Skólabarnaeftirlit framkvæmt af barna- læknum og heimilislæknum. e) Sjúkrahúslækningar, bæði akut eftir inn- lagnir og/eða skyndiþjónustu án innlagn- ar, lækningar þrálátra sjúkdóma og enn- fremur lækningar við göngudeildir sjúkra- húsa, þar sem eftirlit er haft með aftur- bata. f) Einnig má nefna sérstofnanir, svo sem heimili fyrir fötluð börn, bæði andlega og líkamlega, upptökuheimili o.s.frv. Ég geri ráð fyrir því að á eða í nánum tengsl- um við heilsugæslustöð fari fram sú starfsemi sem getið er í fyrstu fjórum liðunum, þ.e.a.s. heimilislæknaþátturinn, barnalæknaþátturinn á stofu, ungbarnaeftirlit og skólabarnaeftirlit. Spumingin er einungis sú hvernig þessu verður best fyrir komið fyrir sjúklinginn. Það hefur komið fram og verið rökstutt bæði hér á landi og erlendis að æskilegast sé að barnalæknar annist allar barnalækningar. Við skulum einnig gera okkur Ijóst að foreldrar óska eftir því að barnalæknar fjalli um vanda- mál barna sinna. Ég tel Því að það ætti að ráða barnalækni að sérhverri heilsugæslustöð. Innan samstarfshópsins á heilsugæslustöðinni á hann fyrst og fremst að stunda almennar barnalækn- ingar, en auk þess á hann að vera öðrum lækn- um stöðvarinnar til ráðuneytis um vandamál barna. Hann á að sjá um ungbarnaeftirlit og ónæmisaðgerðir á börnum, þó þannig að sam- starf verði milii hans og annarra lækna stöðv- arinnar. Hér á landi hefur það færst í vöxt að barnalæknar annist skólabarnaeftirlit, en það verður að teljast mjög heppilegt þar eð slík fjöldaskoðun er mjög handhæg til þess að finna kroniskt veik börn. Þess vegna ætti skólabarna- eftirlit þess svæðis, sem heyrir til heilsugæslu- stöð að vera framkvæmt í samráði við barna- lækninn svo hann geti orðið til ráðuneytis um þau börn, sem afbrigðileg finnast. Ég tel sem sé ekki, að barnalæknir eigi endilega að fram- kvæma allt skólabarnaeftirlit, ungbarnaeftirlit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.