Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 94

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 94
162 LÆKNABLAÐIÐ tilvikum, íullnaðarmeðferð á áverkum. Með því móti væri hægt að hafa jafnan til taks starfslið með fuilnægjandi og alhliða reynslu I meðferð áverka. Sé slysasjúklingum safnað sem flestum á einn stað, gefur það tækifæri til Þess að veita læknanemum, ungum læknum og öðrum heil- brigðisstéttum, að ógleymdum sjúkraflutninga- mönnum og öðrum, er annast flutning slasaðra og bráðveikra, viðhlítandi þjálfun í móttöku og meðferð þessara sjúklinga og hækka með því móti staðal þjónustunnar. Af sjálfu leiðir, að slysaskurðlæknar eiga ekki erindi á heilsugæzlustöðvar á Reykjavík- ursvæðinu. Það liggur f hlutarins eðli, að í dreifbýlinu þurfa heilsugæzlulæknar að veita þessa þjón- ustu í verulegum mæli. Af þeim sökum verður ekki hjá því komizt, að á slíkum stöðum séu röntgentæki og ýmis konar annar dýr útbún- aður. Slysaskurðlæknar eiga ekki erindi á heilsu- gæzlustöðvar í dreifbýlinu fremur en á Reykja- vikursvæðinu, þar eð yfirleitt er hægt að senda sjúklinginn, þegar hægt er að flytja lækninn og öll aðstaða til meðferðar hlýtur að vera betri á spítala en á heilsugæziustöð. Slysaskurðlæknar gætu hins vegar veitt heilsugæzlulæknum i dreifbýlinu ráðgjafar- þjónustu gegnum síma eða bréfleiðis og hafa læknar á Slysadeild Bsp. góða reynslu af þessu. Það er all oft, sem kollegar hringja úr dreif- býlinu til að ráðfæra sig, eða senda röntgen- myndir og bréflegar upplýsingar, þegar það á við. Þessi þjónusta tel ég að ætti að vera fastur og sjálfsagður liður í starfi slysamiðstöðvar i Reykjavík. Varðandi hugsanlega framhaldsmeðferð á áverkum, sem ekki hafa hlotið frummeðferð á slysamiðstöðinni, held ég, að eðlilegast væri, að senda Þá þangað til mats og meðferðar. Þannig yrði ekkert tilefni til þess, að slysa- skurðlæknar færu fremur til ráðgjafar á heilsugæzlustöðvar í dreifbýlinu en á Reykja- víkursvæðinu. Um hlutverk almennra skurðlækna á heilsu- gæzlustöðvum vil ég segja þetta: 1 bráðum til- vikum er hlutverk þeirra þar ekkert. I öðrum tilvikum mun vel menntaður heilsu- gæzlulæknir oftast þess umkominn að meta hvenær þörf er á aðgerð á sviði almennra skurðlækninga. 1 þeim tilvikum, þar sem hann telur sig þurfa að ráðfæra sig við skurðlækni, er hvorki betra né verra, að skurðlæknir skoði sjúkl. á stofu eða heilsugæzlustöð í Reykjavík. Ég held, að eðlilegast væri þó, að heilsugæzlu- læknir sendi sjúkl. til skoðunar og ákvarðana- töku á göngudeild spítala og stofunni væri þannig sleppt sem millilið. Vera má, að almennur skurðlæknir gæti gert eitthvert gagn með Því að fara um landið og líta á sjúklinga og meta þörf á skurðaðgerðum. Þar yrði þó um fá tilfelli að ræða, sem varla myndu gefa tilefni til slíkrar farandráðgjafar. Aðgerðir innan sviðs svokallaðra kirurgia minor væri heppilegra að framkvæma á spítöl- um þeim, sem fyrir eru, fremur en að sérfræð- ingar færu að fást við slíkar aðgerðir á ein- stökum heilsugæzlustöðvum úti um land. Fráleitt tel ég að koma upp aðstöðu til slíkr- ar þjónustu á heilsugæzlustöðvum í Reykjavík. Þörfin er þar engin, en kostnaðurinn yrði væntanlega drjúgur. Aðgerðir á sjúklingum, sem ekki þyrfti að leggja inn á spítala ættu fram að fara á göngu- deildum spítalanna. Að lokum vil ég nefna eitt: Nokkru öðru máli gegnir um kalda orthopaediu en slysa- skurðlækningar og almennar skurðlækningar. Þar munu jafnvel vel menntaðir heilsugæzlu- læknar eiga erfitt með að taka afstöðu til meðferðar. Hér er fyrst og fremst um að ræða ýmis konar misvöxt hjá börnum og unglingum og í öðru lagi slitgigt hjá öldruðum. Ég held, að á Reykjavíkursvæðinu yrði ráðgjöf þessara lækna bezt veitt með svipuðum hætti og al- mennra skurðlækna, en til greina sýnist mér koma, að þeir ferðuðust um dreifbýlið til ráð- gjafar læknum þar, ekki sizt þar sem sjúkl. þessir eiga oft illa heimangengt. I stuttu máli er því niðurstaða min sú, að skurðlæknar hafi ekki hlutverki að gegna á heilsugæzlustöðvum nema hugsanlega þeir, er fást við viss svið bæklunarlækninga og þá ein- göngu í ráðgjafarskyni. Leifur N. Dungal SÉRFÆÐIÞJÓNUSTA Á HEILSU- GÆSLUSTÖÐVUM I ÞÉTTIiYLI Hér verður aðeins drepið á nokkur atriði er varða þjónustu hinna klínisku sérfræðigreina við heilsugæslustöðvar. Skylt er þó að minna á að sérfræðiþjónusta spannar mun víðara svið en nemur hinum klínisku sérfræðigreinum, t.d. paraklíniskar sérgreinar eins og röntgen- og rannsóknaþjónustu, hins vegar þjónustu, sem sótt er til annarra sérfræðigreina eins og sál- fræði, félagsráðgjöf, sjúkra- og iðjuþjálfun. Á ýmsan hátt hefði verið eðlilegra að ræða alla þessa þjónustu í einu en slíkt verður ekki gert hér vegna þess stakks sem þessari umræðu er sniðinn. I upphafi er rétt að leggja áherslu á mjög mismunandi þarfir heilsugæslustöðva, hvað sér- fræðiþjónustu varðar. Starf stöðvarinnar, stað- setning hennar, hæfni og áhugasvið heilsu- gæslulæknanna ákvarða að verulegu leyti þörf- ina fyrir sérfræðiþjónustu, auk ýmissa annarra atriða. Því er vert að hafa hugfast að stefnu- mörkun í þessum efnum verður að gera ráð fyrir miklum sveigjanleika vegna hinna mis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.