Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 90
158
LÆKNABLAÐIÐ
né ónæmisaðgerðir, en tel að hann eigi að hafa
yfirsýn yfir öll þau vandamál sem upp koma
við framkvæmd þessara heilsugæsluþátta.
Barnalæknirinn nýtist best ef mestum tima
hans er varið til skoðunar og meðferðar á akut
veikum jafnt sem króniskt veikum börnum. Nú
kann að líta svo út að ég sé einungis að fjalla
um heilsugæslustöðvar á Reykjavíkursvæðinu,
en svo er ekki, því ég tel að þessi sjónarmið
eigi einnig að gilda um heilsugæslustöðvar í
dreifbýli. Mér er kunnugt um það að barna-
læknar hafa hug á að bjóða fram þjónustu sína
í dreifbýli í ríkara mæli en nú er. Þetta mætti
framkvæma með reglubundnum heimsóknum
barnalækna á heilsugæslustöðvar dreifbýlisins.
Ég álít að sérhver heilsugæslustöð eigi að ann-
ast lækningar þess hóps sem til hennar leitar
svo fremi að ekki sé þörf vistar á sjúkrahúsi
eða stofnun, eða þá að um sé að ræða mjög sér-
hæfða sjúkdómaflokka. Það hlýtur að vera til
mikils hægðarauka fyrir sjúklinginn að geta
leitað á einn og sama staðinn með öll sin
vandamál. Slíkt fyrirkomulag ætti að minnka
hættuna á því að sjúklingurinn dragi of lengi
að leita læknis. Hins vegar má ekki í okkar
lýðfrjálsa landi klafabinda sjúklinginn svo að
hann eigi þess ekki kost að leita til annarra
lækna en þeirra er starfa við heilsugæslustöð-
ina sem honum ber að leita til. Þess vegna lít
ég svo á að frjáls „praksis11 á stofu eigi að
viðhaldast, svo að sjúklingurinn eigi þess kost
að neyta réttar síns og leita annarra lækna,
komi upp missætti rnilli hans og lækna heilsu-
gæslustöðvarinnar. Það verður þvi að sjá til
þess að hinn frjálsi sérfræði-,,praksis“ verði
opnari sjúklingunum en nú er og ekki bundinn
duttlungum tilvísanakerfisins. Það yrði síður
en svo til þess að rýra gildi þjónustunnar við
sjúklinginn, miklu frekar yrði frjáls „praksis"
til þess að hvetja hvern og einn lækni til þess
að vinna vel.
Sigurður S. Magnússon
HLUTVEIÍK KVENSJÚKDÖMA-
OG FÆÐINGALÆKNA
MÆÐRAVERND
Sú skoðun hefur lengi verið viðloðandi, að
mæðraskoðun nyti ekki mikillar virðingar sem
þýðingarmikill þáttur í heilsuvernd og að það
krefjist ekki mikillar þekkingar að annast slík-
ar skoðanir. Eigi að síður er það staðreynd, að
bætt mæðravernd og það sem mætti kalla fóst-
urvernd hefur átt hvað mestan þátt í þeirri
minnkun á nýburadaúða, sem orðið hefur í
flestum löndum á undanförnum árum. Hin
mjög svo öra framþróun í fæðingafræði, ásamt
tæknilegum nýjungum, krefst þess, að beitt sé
við mæðravernd mun meiri sérþekkingu en áð-
ur.
Til þess að ná sem bestum árangri teljum við,
að mæðraskoðun sé best borgið í höndum sér-
hæfs starfsfólks í sem nánustum tengslum við
vel búnar fæðingastofnanir. Eftirfarandi atriði
eru skilyrði fyrir fullkominni mæðravernd:
1. Vel þjálfað starfslið.
2. Aðgangur að fullkominni rannsóknastofu,
sem er m.a. búin til þess að taka við sýnum
til 'hormonmælinga.
3. Aðgangur að sonartæki og sonarsérfræð-
ingi.
4. Aðgangur að röntgendeild, þar sem eru
læknar sérhæfðir í obstetriskri sjúkdóms-
greiningu.
5. Aðgangur að annarri sérfræðingsþjónustu
í læknisfræði, svo sem í blóðmeinafræði,
augnlækningum og sykursýki.
6. Möguleiki á að gera legvatnsástungur og
litningarannsóknir.
7. Sérþjálfað starfslið á félagslegum vett-
vangi, sem getur sinnt slíkum málum
þungaðra kvenna.
1 Reykjavik er sú einstaka aðstaða, að völ
er á allri þessari þjónustu á einum stað. Þess
má einnig geta, að nútíma fæðingadeildir hafa
tekið mjög miklum stakkaskiptum á síðustu
10 árum. Núorðið er um að ræða háþróaða
gjörgæslu við fæðingar, sem á ekkert skylt við
þá fæðingarhjálp, sem við áður höfðum.
Sé þetta allt athugað, og haft i huga hvað
það hefur kostað að koma upp þessari full-
komnu aðstöðu, og hver hugsun lá að baki, þá
sýnast forsendur fyrir því að miðstýra mæðra-
vernd og tengja hana fullkominni fæðingar-
stofnun nákvæmlega þær sömu og þær, að
tengja heilsuverndarstöðvar sjúkrahúsum um
land allt, svo að sem best nýtist sú rannsóknar-
aðstaða, sem er á sjúkrahúsum, til hagsbóta
fyrir sjúklingana. Af þessu má sjá að mæðra-
vernd verður best fyrir komið, þar sem hún er
í sem nánustum tengslum við vel búnar fæð-
ingarstofnanir. Því verður svo best fyrir komið,
að þeir læknar, sem annast mæðravernd, séu
jafnframt starfsmenn umræddrar fæðingar-
stofnunar. Slík skilyrði eru eins og best verður
kosið (optimal) á Reykjavíkursvæðinu, þar sem
þegar eru mæðraskoðun Heilsuverndarstöðvar-
innar, mæðraskoðun Kvennadeildar Landspítal-
ans og tvær fæðingarstofnanir. Nú vaknar
spurningin um það, hvort ástæða sé til að
dreifa mæðravernd á Stór-Reykjavíkursvæðinu
á heilsugæslustöðvarnar með tilkomu þeirra
víðsvegar um borgina. Mæðraverndin myndi þá
dreifast á sjö til átta staði i borginni og vera í
höndum heilsugæslulækna, sem elcki hafa hlot-
ið sérmenntun á þessu sviði og eru ekki í beinu
sambandi við fæðingarstofnanir. Þá yrði hverf-
andi möguleiki á að veita þá mæðravernd, sem
nútíma þekking getur látið í té, enda er það