Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 50
132 LÆKNABLAÐIÐ sem skipuð hefur verið til að vinna að útgáf- unni f.h. L.Í., hafi samið uppkast að spurninga- lista, sem sendur hefur verið til nokkurra fé- lagsmanna til útfyllingar til prufu. Beðið er eftir svörum þeirra, áður en lokaspurninga- listi verður saminn. Þar sem fyrri reynsla hef- ur sýnt, að heimtur spurningalista hafa verið síðbúnar og slæmar, var farið fram á Það við fulltrúa svæðafélaganna, að þeir tækju að sér að ganga eftir heimtum listanna, hver í sínu umdæmi og annist aðstoð við útfyllingu þeirra, ef félagsmenn á svæðinu ættu í erfiðleikum með það. 5. Þá var rætt nokkuð um útgáfu Lækna- blaðsins, og skýrði Örn Bjarnason, ritstjóri, frá því, að auk hans og Bjarna Þjóðleifssonar hafi Þórður Harðarson verið ráðinn aðstoðarrit- stjóri og fyrirhugað væri að ráða hann sem aðalritstjóra og síðar fjórða ritstjórann. Fram kom, að útgáfa blaðsins hefur gengið vel að undanförnu og fyrsta tölublað ársins 1978 er þegar komið út. Einnig kom fram, að allt það efni, sem safnazt hefur fyrir, hefur nú verið nýtt. Unnið er að útgáfu afmælisrits Landakots- spítala og rits Guðmundar Björnssonar, augn- læknis, um Björn Ólafsson, augnlækni. Auk þessa er i undirbúningi sérstakt fylgirit með erindum, sem flutt voru á gigtarnámskeiði síð- asta árs. I fjórða lagi er unnið að útgáfu fylgi- rits, sem verður afmælisrit Borgarspítalans. Auk þessa er unnið að efnisyfirliti Læknablaðs- ins á árunum 1946—1975, og hefur verið ráðinn til þess starfsmaður. Fram kom, að kostnaður við útgáfu blaðsins hefur aukizt mjög mikið og nauðsynlegt hefur reynzt að hækka auglýsingaverð til mikilla muna. Ritstjórnarfulltrúi, sem ráðinn var að blað- inu, hefur unnið mjög gott starf og auðveldað útgáfuna. Ritstjóri kvartaði undan því, að mjög erfið- lega hefði gengið að innheimta greiðslur aug- lýsinga frá nokkrum aðilum og óskaði eftir þvi, að skrifstofa læknafélaganna beitti harð- ari innheimtuaðgerðum gegn þeim aðilum, sem væru óeðlilega skuldseigir. Hann ræddi nokkuð um nauðsyn þess að fá inn í blaðið almenna umræðu um málefni, sem efst eru á baugi hverju sinni og óskaði eftir því, að svæðafélögin létu til sín heyra í blað- inu og segðu frá starfsemi sinni. Sérstaklega var farið fram á það við fulltrúa ungra lækna, að félag þeirra skýrði frá því í blaðinu öðru hvoru. hver helztu viðfangsefni félagsins væru, svo að eldri félögum gæfist kostur á að fylgjast með starfseminni og auðvelda þannig skilning og samvinnu milli eldri og yngri félaga. Örn skýrði frá því. að bráðabrigðakönnun hafi verið gerð á möguleikum á nýrri útgáfu læknisfræðilegs orðasafns í samræmi við sam- þykkt s'ðasta aðalfundar L.l. þar að lútandi. I liós hefði komið, að hér væri um gifurlega mikið verkefni að ræða, sem krefðist mikils mannafla og fjármagns. Ljóst væri, að nefnd sú, sem kosin var á aðalfundi 1977, mundi ekki hafa bolmagn til að hrinda þessu í fram- kvæmd, nema fundnar yrðu nýjar leiðir til fjármögnunar. 6. Rædd var tillaga frá F.Í.L.B., sem lögð var fram á síðasta aðalfundi L.I. um, að stjórn- in skipi starfshóp til að fjalia um aukna heil- brigðisfræðslu á Islandi. Formaður skýrði frá því, að rætt hafi verið við nokkra lækna um að taka sæti í þessum starfshópi. Rætt var um væntanlegt starfsvið slíkrar nefndar. Fram kom, að opinber umræða um heilbrigðismál í fjölmiðlum hefur verið meiri að undanförnu en oft áður, enda þótt það hafi ekki endilega verið beint á vegum L.l. Bent var á, að frétta- bréfi um heilbrigðismál, sem gefið er út af Krabbameinsfélagi íslands, hefur verið breytt í það horf að fjalla um heilbrigðismál almennt, og hefur ritstjórn þess verið stækkuð í þeim tilgangi að fá næga breidd í skrif blaðsins. Fram kom, að rætt hefur verið um að taka upp að nýju fasta þætti um heilbrigðismál í fjöl- miðlum í þeim dúr, sem tíðkaðist í útvarpi fyrir nokkrum árum. 1 þessu sambandi kom fram, að sumir fundarmenn töldu, að lækna- samtökin yrðu að fara varlega í að predika ákveðnar skoðanir á heilbrigðismálum, ekki sízt ef um lítt sönnuð eða umdeilanleg atriði væri að ræða og að þeir félagsmenn, sem erindi flyttu fyrir almenning, hlytu jafnan að túlka sínar eigin skoðanir, en ekki endilega stjórnar- innar eða læknasamtakanna í heild. 7. Þá var rædd tillaga frá F.l.L.B. varðandi það, að komið yrði á faglegu læknaþingi, er haldið yrði annað hvert ár, Þar sem megin- áherzla yrði lögð á rannsóknir. Fram kom, að þetta mál hefur verið rætt í Fræðslunefnd L.I. án ákvörðunar. Stjórn L.I. leggur til, að næsta læknaþing, sem haldið verður í sambandi við aðalfund L.l. í Reykjavík að ári, þ.e. a.s. haust- ið 1979. verði með þeim hætti, sem felst i til- lögu F.I.L.B. 8. Rætt var um orlofsheimilasjóð, og skýrði framkvæmdastjóri L.I., Páll Þórðarson, frá því, að í kjarasamningi lausráðinna sjúkrahús- lækna. sem gilti frá 1. júlí 1976. var kveðið á um, að vinnuveitendur skyldu greiða sem svar- aði 0.25% af föstum launum lækna í orlofs- heimilasjóð. I sáttagerð, sem gerð var um laun sömu lækna í nóvember 1977, var ákveðið, að gjaldið skyldi greitt af öllum launum. Um sið- ustu áramót höfðu safnazt u.þ.b. 3 milljónir króna í sjóðinn. Á sameiginlegum fundi L.l. og L.R. í janúar sl. var skipuð 3ja manna orlofs- heimilanefnd. I samráði við stjórnir lækna- félaganna hefur nefndin gert samning við Þak hf. um að reisa hús á svæði B.H.M. í landi Brekku i Biskupstungum. Húsið á að vera til- búið til afnota 1. júlí i ár, og mun það kosta með lóð og öllum húsbúnaði tæpar 10 millj- ónir króna. Lífeyrissjóður lækna mun lána orlofsheimilasióði fé til kaupanna. Þar sem aðeins er greitt gjald fyrir lækna, sem starfa á sjúkrahúsum og ráðnir eru skv. samningum L.I. og L.R. við ríki og borg, munu þeir ganga fyrir um úthlutun dvalartíma í húsinu. Lækn- Framh. á bls. 164
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.