Læknablaðið - 01.12.1979, Side 8
276
LÆKNABLAÐIÐ
TAFLA I
25/6/75 28/2/76 k/3/76 19/12/76 28/8/77 18/5/77 16/1/78
Þvagprotein Neikvætt 6.0 grn/24 klst 5.4 grn/24 klst 229 mg/24 klst 130 mg/24 klst 112 mg/24 klst 0/24 klst.
S-kreatinin S-album,in Kolesterol 0.65 mg.% 0.7 mg.% 2.0 mg.% 265 mg.% 0.7 mg.% 0.6 mg.% 0.7 mg.% 0.7 mg.% 4.5 gm.% 215 mg.% 0.7 mg.%
Bjúgur Gull meðf. hafin H- Gull meðf. hætt + Fyrra nýrna- sýni Annað nýrna- sýni
Nýrnasýni — AÖferÖir:
Hvoru nýrnasýni var skipt i þrjá hluta.
Fyrsti hlutinn var settur í Zenkers lausn, og
síöan steyptur í paraffin. Tveggja „micron“
þykkar sneiðar voru litaðar með hematoxylin
og eosin, PAS, krystal violet, fyrir ljóssmásjár-
skoðun. Annar hluti var settur í kalt 3%
glutaraldehyd, eftirmeðhöndlaður með 1%
Mynd 1: — Electronmicrograph, fyrra
nýrnasýni. Myndin sýnir rafeindaþéttar út-
fellingar („immune complexa“) við út-
þekju í grunnhimnu nýmahnykils (örvar).
Mynd 2: — Electronmicrograph, seinna
sýni. Einstaka rafeindaþéttar útfellingar
sjást, en flestar þeirra hafa Ieystst upp, og
grunnhimnuefni komið í stað þeirra (örv-
ar).
osmium og síðan steyptur í epoxy. Einnar
micron þykkar sneiðar voru litaðar með para-
gon til að velja sneiðar fyrir rafeindasmásjár-
skoðun. Þær voru síðan skornar örþunnt og
litaðar með uranyl acetati og blýcitrati og
skoðaðar í RCA-EMW-4 rafeindasmásjá. Þriðji
hluti sýnisins var frystur með fljótandi köfn-
unarefni, og skorinn í þriggja micron þykkar
sneiðar við h-20°C. Þessar sneiðar voru lagðar
í immunofluorescent tengd kanínu „antihuman"
IgG, IgA, IgM og þriðja þátt compliments
(Highland laboratories, Costa Mesa, California)
við herbergishita í 20 mínútur. Siðan voru
sneiðarnar þvegnar þrívegis með fosfat-salt-
vatns lausn (pH 7.4) og skoðaðar í Zeiss „fluor-
escence" smásjá.
Fjórða marz 1976 var nýrnasýnistaka fram-
kvæmd. Gullmeðferð var hætt, sjúklingi fylgt
eftir á göngudeild, og næsta árið minnkaði 24
klukkustunda protein útskilnaður i þvagi niður
í eðlileg mörk (tafla 1).
I maí 1977 var nýrnasýnistaka endurtekin.
Sjúklingur kom síðast í göngudeild í janúar
1978, þá var 24 klukkustunda þvag fyrir
proteini neikvætt og s-kreatinin reyndist eðli-
legt eða 0.7 mg.%.
Vefjaskoöun
Fyrra sýni; Smásjárskoðun sýndi þykknaðar
grunnhimnur nýrnahnykla. Krystal violet litun
var neikvæð. ,,Immunofluorescence“ smásjár-
skoðun sýndi útbreidda og almenna fínkorna-
útfellingu af IgG og IgM í grunnhimnum
nýrnahnykla. Rafeindasmásjárskoðun sýndi
fjölda rafeindaþéttra útfellinga við útþekju i
allri grunnhimnu nýrnahnykla (mynd 1). Þófar
útþekju grunnhimnu voru samrunnir. Þráðlaga
rafeindaþétt efni sáust í frymi fyrri hluta
nýrnapípla, og í einstaka vefjagieypli millivefs.
Niðurstöður röntgen málmgreiningar (X-ray
dispersion analysis) sýndu, að hér var um gull
að ræða.ss
Seinni sýni; Smásjárskoðun sýndi vægt
þykknaðar grunnhimnur nýrnahnykla. „Imm-
uno“ smásjárskoðun sýndi mjög væga og risj-
ótta útfellingu af IgG og IgM í grunnhimnum
nýrnahnykla. Rafeindasmásjárskoðun sýndi að-
eins einstaka útfellingu af „immune" komplex-
um i grunnhimnunni, þeir höfðu leystst upp og
grunnhimnuefni komið i þeirra stað (mynd 2).
Gull fannst ekki.