Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1979, Page 20

Læknablaðið - 01.12.1979, Page 20
284 LÆKNABLAÐIÐ ísland algerlega laust við rauða hunda, þar eð enginn sjúklingur grunaður um rauða hunda hefur haft hækkandi HI mót- efni í afturbata síðan í árslok 1975. Á þetta við bæði sjúklinga með útbrotasjúkdóma og ófrískar konur, sem telja sig hafa komið í námunda við sjúklinga með útbrot. Sex telpur í þessari rannsókn reyndust hafa fjórfalda hækkun Hl-mótefna frá 6 vikum til 1 ári eftir bólusetningu. Sennilega er hér um að ræða einstaklinga, sem hafa síðbúnari mótefnasvörun en megi'nþorri telpnanna (sbr. síðbúna svörun í rannsókn Freestone1H). Sýni í þessari rannsókn eru tekin 6 vikum eftir bólusetninguna, en há- mark mótefnasvörunarinnar er talið vera 5—10 vikum eftir bólusetningu.2 Einhverj- ar telpur hafa því kannski ekki náð há- marki eftir 6 vikur. Ein telpa sýndi átt- falda hækkun, þ.e. hækkaði úr 1/40 í 1/320 á árinu. Hafði hún verið bólusett nokkru síðar en hinar, svo aðeins voru liðnar 5 vikur frá bólusetningu við fyrri sýnistök- una. Við endurmælingu beggja sýnanna reyndist eins árs mótefnatiter 1/160, þ.e. einni þynningarholu lægri. Er það innan leyfilegrar marka mælingarskekkju sam- kvæmt aðferðinni. Er því líklegasta skýr- ingin, að fyrra sýnið sé tekið fullsnemma og mótefni hafa ekki náð hámarki þá. Einn- ig gæti verið, að þessi telpa svari bólusetn- ingu seint. Væri um náttúrulega rauðu hunda sýkingu að ræða síðastliðið ár, mætti einnig búast við hærra mótefna- magni í árslok og meiri titermun sýna, en því bili sem hér um ræðir (1/40 til 1/320) svo skömmu eftir sýkingu. Gildir það bæði um þessa telpu og hinar 6, er hækkuðu að- eins fjórfalt. Leyfileg mælingarskekkja er tvöfaldur munur, svo að hér er um mjög lítinn mun að ræða. Við athugun á hópi B kemur í ljós, að sex telpur halda mótefnunum í verndandi magni yfir árið. Mótefni einnar telpu falla þó fjórfalt. Titer fjögurra hækkar tvöfalt, í mótefni 1/40 eftir 6 vikur en fellur aftur í 1/20 eftir árið. Tvær telpur mældust með mótefnamagn 1/10 í báðum sýnum eftir bólusetninguna. Af þessu leiðir, að GM titer fellur úr 40.0 eftir 6 vikur í 25.2 eftir 1 ár. Þær telpur í báðum hópum, sem höfðu mótefnamagn ^ 1/20 eftir árið, skoðuðust neikvæðar m.t.t. verndandi mótefna. Voru þær bólusettar aftur. Mun verða fylgst með þeim á sama hátt næsta ár til að sjá, hvort þær myndi betri mótefni við endurbólu- setningu. Þessar telpur voru 24 talsins. 4. Aukaverkanir: Reynt var að fylgjast með tíðni auka- verkana eftir bólusetninguna og hversu alvarlegar þær voru. Alls fengu 89 stúlkur af 367 einhver einkenni eða um 24.3%. Af þeim létu aðeins 42 vita, þannig að unnt væri að skoða þær, meðan einkenni voru ti'l staðar. Fundust hinar við eftirgrennslan við sýnatöku 6 vikum eftir bólusetningu. Fengu sumar stúlkurnar fleira en eitt ein- kenni um aukaverkun. Tafla VI sýnir helstu einkenni og skiptingu þeirra. Komu einkenni fram á tímabilinu 5 til 21 degi eftir bólusetningu hjá þeim stúlkum, sem skoðaðar voru. Er það í samræmi við aðrar rannsóknir.2 7 8 Engar alvarlegar aukaverkanir voru eft- ir þessa bólusetningu. Aðeins tvær telpur fengu roða og hita á stungustað, en borið hefur meira á þeirri aukaverkun eftir Tafla VI TíÖni og skipting aukaverkana. Sumir einstaklingar liöföu fleiri en eitt einkenni. Einkenni Fjöldi einstakl. Fj. einstakl. staðfest % alls með skoðun Roði, þroti á stungustað 2 0.54 2 Útbrot. 34 9.3 19 Eitlastækkanir 27 7.4 18 Hiti, hálsbólga 18 4.9 12 Liðverkir 47 12.8 19 Liðbólgur 11 3.0 8 Tafla VII Skipting liöeinkenna. Liður Liðverkur LibSbólgur Hné 18 3 Úlnliður 18 2 Fing-ur 10 4 Ökkli 9 Öxl 8 Mjöðm 6 Olnbogi 5 2 Tær 2 Hendur 2 Sterno-clav. 1

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.