Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1979, Qupperneq 39

Læknablaðið - 01.12.1979, Qupperneq 39
LÆKNABLAÐIÐ 299 hann talið nauðsynlegt að reglugerð fyrir sjúkrahús Suðurlands yrði samin áður en það tæki til starfa og í samvinnu við landlækni hefðu drög að slikri reglugerð verið samin og las hann þau upp á fundinum. I máli manna kom fram að þeim þætti það mikill ókostur að ekki hefði enn verið samin reglugerð um starfssvið heilsugæslulækna og hvert hlutverk og ábyrgð þeirra væri í stjórn stöðvanna. Einnig kom fram að mönnum þótti óljós hlutverkaskipting milli sérfræðinga og heilsugæslulækna á stöðvunum og marka þyrfti skýrari línur hvernig þvi samstarfi skyldi hag- að. 1 máli Guömundar H. ÞórÖarsonar og Skúla G. Jolinsen kom fram að launagreiðslur til heilsugæslulækna út um landsbyggðina annars vegar og hins vegar heimilislækna i Reykjavik væru flóknar og mjög mismunandi og væri nauðsynlegt að koma þarna á samræmingu. I máli Kristófers Þorleifssonar kom fram að þar sem heilsugæslustöð væri rekin ein sér, án tengsla við sjúkrahús væri hún mikill fjár- hagsbaggi á sveitarfélaginu þar sem ekki væri um neinn möguleika á samnýtingu við sjúkra- hús að ræða. Taldi hann nauðsynlegt að jafna aðstöðu sveitarfélaga með tilliti til þessa. Páll Sigurösson gat þess, að reglugerð fyrir sjúkrahús og heilsugæslustöðvar væri i undir- búningi og hefði verið það lengi. Hann lagði áherslu á, að þó menn væru orðnir langeygir eftir reglugerðinni, þá væri nauðsynlegt að vanda vel gerð hennar og gæti því enn orðið nokkur bið á að hún kæmi fram. Þegar hér var komið umræðu, var gert fundarhlé til næsta morguns. Framhald umrœöu um rekstur og stjórnun heilsugœslustööva Fyrstur tók til máls GuÖmundur Sigurösson og hóf hann mál sitt á því að tala um mismun á rekstri heilsugæzlustöðva, eftir því hvort þær væru í tengslum við sjúkrahús eða reknar sem sjálfstæðar einingar. Stæðu þær stöðvar, sem reknar væru í tengslum við sjúkrahús betur að vígi, bæði m.t.t. hagkvæmni í rekstri og að sjúkrahúsið tæki þátt í ýmsum rekstrarkostn- aði stöðvarinnar beint eða óbeint. Því væri sveitarfélögum mismunað og gæti þetta valdið ágreiningi milli rikis og sveitarfélaga vegna greiðslu á kostnaðinum. Þá vék hann að tog- streitu milli starfsfólks, sem væri litil ennþá, en gæti komið upp, m.a. vegna þess að gert væri ráð fyrir, að fleiri stéttir en læknar fengju sjálfstætt starfsleyfi, t.d. hjúkrunarfræðingar og ljósmæður og gætu þau þá tekið á móti sjúklingum án milligöngu lækna. Þá gæti það einnig valdið ágreiningi, að læknar og hjúkr- unarfólk þiggja laun sín á mismunandi hátt, og gæti því breytzt. Milli lækna innbyrðis gæti líka komið upp ágreiningur, þá sérstaklega milli heilsugæzlulækna og sérfræðinga, um það, hvernig ætti að manna heilsugæzlustöðvar 1 framtiðinni. AuÖólfur Gunnarsson fjallaði aðallega um tilgang heilsugæzlustöðva. Minntist hann á þann ágreining, sem komið hefur upp milli sérfræðinga og heimilislækna. Lýsti hann þeirri skoðun sinni, að ýmis störf væru betur komin í höndum sérfræðinga, svo sem mæðravernd og barnaeftirlit. Svaraði hann einnig því, sem Guðmundur H. Þórðarson hafði sagt daginn áður og taldi hann hafa rangtúlkað bréf barna- lækna og kvensjúkdómalækna. Sagði hann, að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.