Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1980, Qupperneq 37

Læknablaðið - 15.10.1980, Qupperneq 37
LÆKNABLADID 251 FRÉTTABRÉF FRÁ FÉLAGIÍSLENZKRA LÆKNA VIÐ FRAMHALDSNÁM í HEILSUGÆZLULÆKNINGUM í SVÍPJÓÐ í nóvember 1977 var stofnað í Gautaborg Félag íslenzkra lækna um heilsugæzlu (FÍ- LUMHEIL). Tilgangurinn var og er að efla skoðanaskipti félagsmanna innbyrðis um heilsugæzlu og fylgast með próun þessara mála á íslandi. Stofnfélagar voru 7, en nú, liðlega tveimur og hálfu ári síðar, eru félagar u.p.b. 40, sem allir hyggjast síðar leggja stund á heilsugæzlulækningar á íslandi. Á peim árum sem liðin eru frá stofnun félagsins hafa varið haldnir fjölmargir fundir um hin margbreytilegustu mál, félagsleg og fræðileg. Félagið hefir starfað í deildum í Gautaborg, Vánersborg, Trollháttan, Skövde, Lidköping, Vásterás, Eskilstuna, Malmö og Uppsölum, en síðan reynt að halda sameiginlega stærri fundi pegar pví er við komið. Námshringir hafa fjallað um hugtök svo sem samband læknis og sjúklings, heildarsýn, frumábyrgð, nálægð, aðgengileika, samfellda stundun sjúklinga, vitjanir og margt fleira. Unnið hefur verið að leiðbeiningum um mæð- ravernd, meðferð og eftirlit pvagfærasýk- inga, svo eitthvað sé nefnt af pví sem hinar ýmsu deildir félagsins fást við. Auk pess hafa verið haldnir fundir með ýmsum íslenzkum læknum sem hafa átt leið hjá. Tilgangur þessarar stuttu greinar var pó einkum að skýra frá niðurstöð- um könnunar sem fór fram á vegum félagsins í nóvember 1979. Könnunin fjallaði um áform félagsmanna hvað varðar námslok, heimferð, væntanlegt aðsetur og skoðanir peirra á ákjósanlegustu launakerfi. Helstu niðurstöður varðandi námslok og væntanlega búsetu má sjá í töflu I. Par kemur fram að 6 læknar halda Nidurstödurskodanakönnunarverðandiheilsu- gæzlulækna við nám í Svípjóð hvað varðar námslok og búsetu ad pví loknu. Ár 1980 1981 1982 1983 1984 Alls Ljúka námi 7 10 7 4 1 29 Hyggjast fara heim 6 n 7 4 1 29 Hyggjast setjast að á Reykjavíkursvæði 3 7 3 1 1 15 Hyggjast setjast að úti á landi 3 4 5 0 2 14 heim frá Svípjóð 1980 að loknu námi og 11 árið 1981. Hvað varðar 1982 og árin par á eftir gefur könnunin vart nokkrar marktækar nið- urstöður vegna ýmissa óvissupátta. Svo virðist sem álíka margir hyggist setjast að úti á landsbyggðinni og á Reykjavíkursvæðinu, en nokkurrar óákveðni gætir um petta atriði meðal svaranna. Könnunin gefur ótvíræðar niðurstöður um óvilja manna til að setjast að í eirtmenningshéruðum og kemur pað vart á óvart af þegar sígildum ástæðum, faglegri einangrun o.s. frv. Hvað varðar launakerfi virðist yfirgnæfandi meirihluti (22) fylgjandi blönduðu kerfi líkt og tíðkast hefir í héraði, með föst laun og póknun fyrir unnið verk og vaktir. Einungis 5 voru hlyntir föstum launum eingöngu ásamt vakta- póknun, líkt og gerist í Svípjóð. Gautaborg í maí 1980 Frá stjórn: Vilhjálmur Rafnsson form. Jóhann Ág. Sigurðsson gjaldk. Jóhann Tómsson ritari

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.