Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1980, Side 43

Læknablaðið - 15.10.1980, Side 43
LÆK.NABLADIÐ 255 SKRA UM SERGREINAYAL ÍSLENSKRA LÆKNA Viðar Hjartarson ritari L.I. tók saman Á sl. vetri samþykkti stjórn Læknafélags íslands að láta semja skrá um skiptingu lækna eftir sérgreinum, og skyldi skráin ná bæði til starfandi sérfræðinga og lækna í framhalds- námi. Var ritara L.í. falið að annast þessa samantekt. Tilgangurinn með samningu skrár- innar er sá að veita íslenzkum læknum í sérnámi eða þeim, sem hyggja á sérnám, að- gengilegar og nýjar upplýsingar um sérgreina- val lækna. Hluti þessara upplýsinga hefur birzt læknum, en í mismunandi uppsetningu (1, 2, 3, 4). Hefur að sjálfsögðu verið mjög stuðst við þær heimildir hér, auk pess sem talað var við fjölda lækna, sem veittu upplýsingar, einkum um þá sem nú eru í sérnámi erlendis, en upplýsingar um þann hóp lágu oft ekki á lausu, enda sérgreinavals ekki getið í spjaid- skrá læknafélaganna. Væri mjög æskilegt, að t.d. Félag ungra lækna óskaði eftir því við utanfara, að þeir tilkynntu skrifstofunni sér- greinaval sitt, t.a.m. þegar þeir senda inn hið erlenda heimilisfang, eða að svæðafélögin erlendis sendu skrifstofunni reglulega slíkt yfirlit, og mætti þannig endurnýja skrána með lítilli fyrirhöfn, þegar ástæða þætti til. Pótt áreiðanleg vitneskja fengist um megin- þorra læknanna sem erlendis dvelja, eru samt nokkrir, sem ekki er að finna í skránni, aðallega læknar, sem luku embættisprófi er- lendis. í kaflanum um starfandi sérfræðinga á íslandi eru þeir þar meðtaldir, sem vitað er um að koma alkomnir heim til starfa á næstu mánuðum, svo og þeir sem eru u.þ.b. að fá sérfræðiviðurkenningu (eiga t.d. ólokið rit- gerð) og þegar eru í starfi í greininni hérlendis. Af þessum ástæðum eru t.d. skráðir sex starfandi sérfræðingar í heimilislækningum, þótt aðeins tveir þeirra hafi íslenzkt sérfræði- leyfi ennþá. Einnig er rétt að taka fram, að a.m.k. fjórir læknar, sem eru sérfræðingar í öðrum greinum, hafa heimilislækningar að aðalstarfi, en eru skráðir undir viðkomandi sérgrein. Nokkrir læknar, sem hlotið hafa sérfræðiréttindi erlendis, en ekki eru þar í fastri stöðu, teljast vera í framhaldsnámi samkvæmt skránni. Fáeinir læknar munu skipta um námsland á næstunni, og eru þeir skráðir í »nýja« landinu. Sérfrædingar hættir starfi eda eldri en 70 ára. Augnlækningar ............................. 3 Barnalækningar............................. l Bæklunarlækningar.......................... 1 Geðlækningar .............................. 2 Geislalækningar ........................... 2 Háls-, nef- og eyrnalækn................... 1 Handlækningar.............................. 2 Handlækningar & kvensjúkd.................. 1 Handlækn. & þvagfærasjúkdómar ............. 1 Heimilislækningar ......................... 1 Lungnasjúkdómar ........................... 3 Lyflækningar .............................. l Svæfingar & deyfingar...................... 1 Alls 20 Sérfrædingar starfandi erlendis. Augnlækningar .............................. 1 Barnalækningar.............................. 2 Bæklunarlækningar........................... 4 Geðlækningar ............................... 4 Geislalækningar ............................ 3 Handlækningar............................... 5 Handlækn. & brjóstholsskurðl................ 1 Húð- og kynsjúkdómar ....................... 1 Kvensjúkdómar & fæðingarhjálp............... 4 Líffærameinafræði........................... 4 Lyfjafræði (klinisk) ....................... 2 Lyflækningar ............................... 1 Lyflækningar & lungnasjúkdómar ............. 2 Lyflækningar & meltingarsjúkd............... 1 Lyflækn. & nýrnalækn. (nephrologi) ......... 2 Orkulækningar .............................. 1 Ónæmisfræði ................................ 1 Taugaskurðlækningar......................... 1 Veirufræði.................................. 1 Alls 41

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.