Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1982, Page 28

Læknablaðið - 15.11.1982, Page 28
272 LÆKNABLADID asthma. í alvarlegustu tilfellum ofnæmis- lost. b) Síðkomin, venjulegast 7-12 dögum eftir upphaf meðferðar. Oftast pá sem útbrot (exantema) eða húðroði (erytema), sem einstöku sinnum þróast í svonefnt Mukocutan syndrom, með bólgu og sár- um í slímhúðum augna, munns,- endaþarms og kynfæra, oft samfara háum hita. Hiti án útbrota kemur og fyrir. Áður en penicillini er ávísað er nauð- synlegt að spyrja um ofnæmi. Sjálfsagt er að kanna nánar hvaða einkenni pað eru sem túlkuð hafa verið sem ofnæmi. Ósjald- an kemur pá í ljós að ekki hefur verið um ofnæmissvörun að ræða heldur auka- verkanir frá meltingarfærum. Skjótkomin ofnæmisviðbrögð eru al- varlegt, lífshættulegt fyrirbæri, og má ekki reyna að gefa penicillin síðar þeim, sem sögu hafa um slíkt. Ofnæmislost kemur nær eingöngu fyrir við inndælingu penicillins. Pví verður að telja heldur vafasamt að gefa »penicillinsprautu« í heimahúsum, enda vandséð að slíkt geti verið áhrifaríkara en vænn skammtur í inntöku. Hindri uppköst með öllu lyfja- inntöku, sýnist hvort eð er rétt að vista sjúkling á sjúkrahúsi. Lyfjaútbrot eru sjaldnast alvarlegt ástand og er talið að oft megi gefa þessum sjúklingum penicillin síðar vand- ræðalaust. Þetta skal þó aðeins reyna undir stöðugu eftirliti. Ampicillin og af- brigði þess valda oftar ofnæmisútbrotum en penicillin með þröngt verkunarsvið. Athyglisvert er samband ákveðinna sýk- inga og sýklalyfja, sem samverka til að fram komi útbrot. Þekktasta dæmið um þetta er að sé sjúklingum með Mononu- cleosis infectiosa gefið ampicillin, fá 80- 90 % þeirra útbrot. Talið er að fleiri veirusýkingar auki hættuna á penicillinút- brotum. Petta undirstrikar enn nauðsyn þess að forðast óþarfa sýklalyfjagjöf. Auk þess eru útbrot oft orsökuð af veirusýking- unni sjálfri, en hafi penicillin verið gefið »til öryggis«, verður afleiðingin sú að viðkomandi einstaklingur verður til ævi- loka álitinn hafa ofnæmi fyrir penicillini, og er þá talsverður skaði orðinn. Hjálmar Freysteinsson, heilsugæslulæknir Læknamiðstöðinni, Akureyri HEIMILDIR 1. Ekedal Claes o.fl. »Hur bör penicillin ges vid otit, inuit, tonsillit?« Lakartidningen 77 nr. 16. 1980. 2. Norbring Folke. »Antibiotika och kemoterapi.« AWE/GEBERS Stockholm 1979. 3. Freysteinsson, Hjálmar o.fl. »Sýklalyfjameðferð gegn öndunarfærasýkingum. (Drög að stefnu- mörkun fyrir heimilislækna.) Dreift meðal félaga í Félagi íslenskra lækna um heilsugæslu í Svípjóð. 1981. 4. Nordisk lakemedelstatistik 75-77. 9. Nordiske Cardiologkongres afholdes i Kobenhavn fra 03.-04. juni 1983. Hovedemnet er myocardiesvigt (metabolisme, patofysiologi og kliniske aspekter). Kongressekretær: dr. med. Erik Kjoller, medicinsk afdeling B, Frederiksborg Amts Centralsygehus, DK 3400 Hillerod, Danmark. Kongresservice: Spadille Congress Service, Sommervej 3, DK 3100 Hornbæk, Danmark.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.