Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Blaðsíða 14
föstudagur 16. febrúar 200714 Fréttir DV lítill og hugrakkur „Eftir að hafa skriðið í grænmet- isgörðunum frá morgni til kvölds og hakkað í mig grænmeti, þá var þetta engu að síður eftirlætismat- urinn minn. Sem segir kannski ým- islegt um matseldina, eða hvað?“ segir hann í spurnartón. „Ég elsk- aði þegar ég fékk að fara til mömmu til Reykjavíkur og fá almennilegan heimilismat... Og oj! Linsubaunir... þær get ég ekki horft á. Það voru notaðar linsubaunir í alla rétti, linsubaunabúðingur og annað eft- ir því. Síðar fór ég á aðventistaskól- ann, Hlíðardalsskóla, og þar voru linsubaunir líka notaðar í alla rétti. Hvaða ást ætli þetta sé milli aðvent- ista og linsubauna?“ Sárnaði þér ekki að vera eina barnið af sex sem ekki fékk að alast upp hjá foreldrunum? „Auðvitað særði það,“ segir hann án umhugsunar. „Það særði mig djúpt. En ég var hálfgert vand- ræðabarn held ég og þegar ég var í Reykjavík áður en ég var sendur að Kumbaravogi, mætti ég til dæm- is helst aldrei í skólann. Ég strauk inn að Fáksheimili til að vera nálægt hestum.“ Hann safnaði sér fyrir hesti, vann eitt sumar í frystihúsinu á Stokkseyri og rétti Kristjáni á Kumbaravogi launaumslagið. Fyrir hluta þeirra peninga keypti hann sér hest sem hann sneri alltaf til aftur. „Einu góðu tímarnir sem ég man virkilega eftir á Kumbaravogi voru þegar ég fór aleinn í reiðtúr á hest- inum mínum meðfram ströndinni og líka þegar tjörnin var frosin á vet- urna. Þá skautaði ég á henni, lagðist á svellið og gerði engil með hönd- um og fótum. Þá horfði ég á falleg- an, stjörnubjartan himininn með norðurljósunum og óskaði mér þá að ég kæmist til himins, því ef Guð væri til, þá hlyti hann að búa þar.“ Þeim minnsta var hegnt harðast Þegar ég segi Elvari að það fari alveg tvennum sögum af hjónunum á Kumbaravogi, segist hann ekki hissa. „Mér fannst Hanna betri en Kristján,“ segir hann. „Hefði hún ekki verið þarna, hefðum við krakk- arnir farið miklu verr út úr þessari lífsreynslu en raun ber vitni.“ Fóruð þið mörg illa út úr henni? „Já, mjög mörg,“ svarar hann að bragði. „Við fórum mörg yfir í of- notkun áfengis þegar við losnuðum og fundum frelsið. Einhverjir lentu í afbrotum og enn aðrir í fíkniefnum. Þeirra á meðal litli vinur minn hann Einar Agnarsson...“ Einars er getið hér hinum megin á opnunni. Lík hans og vinar hans fundust í Daníelsslippi við Mýrar- götu þann 1. mars 1985. Báðir voru þeir 25 ára og enn er margt á huldu varðandi það hvernig dauða þeirra bar að. Elvar minnist Einars með miklum hlýhug. „Einar var minnstur og grennst- ur, en hann var sá hugrakkasti. Hann svaraði alltaf fyrir sig full- um hálsi og það var alltaf verið að hegna honum. Breiðavík var notuð sem grýla á okkur og okkur hótað að vera send þangað. Einar var sendur þangað... En Einar var gríðarlega húmorískur og stríðinn. Einhverju sinni kom hann að Kristjáni að taka í nefið og ákvað að herma eftir hon- um næst þegar Kristján kom að at- huga hvort við værum ekki örugg- lega að vinna. Kristján reiddist svo þessari eftiröpun að hann tók Ein- ar upp á hnakkadrambinu og bar hann þannig 500 metra án þess að fætur Einars snertu nokkurn tíma jörðina. Einar var alltaf að fara úr axlarlið vegna meðferðar sem þess- arar og þegar hann lést var hann ný- kominn úr axlaraðgerð. Hann hefur ekki getað varið sig...“ Og ert þú þeirrar skoðunar eins og margir, að Einar hafi verið myrt- ur? „Það get ég ekki sagt um en það er alveg eins hugsanlegt, enda ekki öll kurl komin til grafar í því máli.“ Sagði hug sinn í bréfi Ég heyri að þú ert Kristjáni reið- ur... „Já, ég er honum óskaplega reiður. Ég skrifaði honum, því eftir andlát Hönnu var stofnaður sjóður í hennar nafni, sem við krakkarnir á Kumbaravogi áttum að geta sótt um styrk úr til náms. Mig langaði svo á verslunarskóla í Þýskalandi en Kristján svaraði aldrei bréf- inu. Fyrir svona sex, sjö árum var það hluti af meðferð minni við að vinna úr hatrinu, sorginni og reið- inni, að skrifa Kristjáni hug minn til hans. Hann svaraði því bréfi held- ur aldrei. Svo fékk ég samviskubit og skrifaði honum afsökunarbréf og nú sé ég mest eftir því. Ég þurfti ekki að biðja Kristján afsökunar á neinu. Ef við gerðum ekki það sem hann bauð, læsti hann okkur inni á baðherbergi eða inni í her- bergi, stundum upp í sólarhring í einu. Einu sinni gleymdi hann mér á baðherberginu. En verstur var hann við Einar. Hann var verstur við þann minnsta, þann sem gat ekki varið sig líkamlega. En Ein- ar var samt sá hugrakkasti og var algjörlega óttalaus drengur. Mér fannst við oft beitt andlegu ofbeldi. Einu sinni vorum við tvö barnanna að koma úr rófugarðinum og vor- um að þvo moldina af höndum okkar, þegar Kristján kom til okk- ar og sagði okkur að hann ætlaði að ættleiða okkur. Við svöruðum bæði nei, að það vildum við ekki. Kristján varð eldrauður af reiði og húðskammaði og svívirti okk- ur. Hann sagði að foreldrar okkar væru ræflar og drykkjufólk og þeir hefðu aldrei viljað svona vesal- inga eins og okkur. Við fórum bæði að háskæla. Svo sagði hann að við myndum vera miklu betur stödd í framtíðinni ef hann ættleiddi okk- ur. Ég get aldrei gleymt þessu, því þetta með foreldra mína hitti mig svo í hjartað – að foreldrar mínir vildu ekki eiga mig.“ En hafði ekki barnaverndar- nefnd eftirlit með staðnum? „Jú, en hún gerði alltaf boð á und- an sér. Við vissum hvenær barna- verndarnefnd var að koma. Það var þegar við vorum kölluð inn, vorum þvegin og strokin og sett í bestu fötin. Þá stóðum við stillt og sögðum ekki orð. Við vorum eins og dúkkur.“ Nauðgun Elvar á gríðarlega erfitt með að rifja upp árin fimm á Kumbaravogi. Hann hefur lítið sofið næturnar áður en viðtalið er tekið og sárindin liggja djúpt. Þegar ég spyr hann beint út hvort hann hafi verið beittur kyn- ferðislegu ofbeldi játar hann því. „Á Kumbaravog kom oft maður sem heitir Vignir að millinafni og var aðventisti. Þetta er lítill, ljótur og ógeðslegur karl með útstæð augu. Mig hryllir við að hugsa um hann... Þessi maður bauð mér sælgæti fyrir að fá að misnota mig.“ Það kemur löng þögn. Ég held að sambandið hafi slitnað þegar ég heyri brostna rödd hans aftur. „Ég skammast mín svo fyrir að hafa látið hafa mig út í þennan við- bjóð. Fyrir sælgæti... Fyrst hélt ég að ég væri sá eini sem hann misnotaði. Svo sá ég hann lokka Einar inn á herbergi og loka. Síðar annan strák og loks læsti hann sig inni með okk- ur öllum. Við vorum ekki einu sinni orðnir kynþroska og hann lét okk- ur þukla hvern á öðrum og á sér og hann þuklaði á okkur. Sársaukinn var ólýsanlegur.“ Umræddum manni segir Elvar hafa verið úthýst af Kumbaravogi eftir að stúlka þar lét vita af fram- ferði hans. Elvar telur hjónin ekk- ert hafa vitað hvað fram fór bak við luktar dyr en bætir við: „Sá sem þekkir og elskar barn hlýtur að taka eftir breytingu á hegð- un þess og framkomu eftir að slíkur glæpur hefur verið framinn. Vignir var aldrei kærður svo ég viti til, en tveir drengir af Kumbaravogi sem heimsóttu hann til Vestmannaeyja lentu í klónum á honum. Þeir sögðu örugglega frá.“ Honum er verulega brugðið þeg- ar ég segi honum að heimildir hermi að umræddur maður starfi nú við umönnun aldraðra. „Guð minn almáttugur. Guð minn...“ Þrátt fyrir að hafa sótt ótal tíma hjá sálfræðingum, dvalið um margra vikna skeið á heilsuhælum í Þýskalandi, unnið eftir bókum og segulbandsspólum hefur Elvar ekki komist yfir sektarkenndina, sem hann á ekki að bera. „Ég veit að þetta var ekki mér að kenna. Það hafa allir sem hafa reynt að hjálpa mér sagt mér. En ég kemst ekki upp úr þessu feni, þessari sekt- arkennd að ég hefði þrátt fyrir ungan aldur ekki átt að láta þennan mann komast upp með þetta. Ég kvelst við tilhugsunina um þetta.“ „Sum barnanna voru í eftirlæti hjá hjónunum... Sá yngsti sem var með mér í þessari þrælkunarvinnu var níu ára. Við vorum látin negla tjöru- pappa á húsþök, hreinsa timbur, grafa skurði og bera sérstakt efni á timbur svo ég nefni þér dæmi. Og ekki nóg með það, heldur var sett upp pokaverksmiðja þarna og við börnin vorum látin sauma heyábreiður og annað. Við sátum við risasaumavélar sem fæst okkar réðu við, enda saumaði ég í gegnum fingurinn á mér. Ef það er ekki barnaþrælkun að láta börn koma beint úr skóla til að setjast við vinnuvélar, þá veit ég ekki hvað barnaþrælkun er.“ Börnin á Kumbaravogi Þessi mynd er tekin árið 1970, þegar yngri börn voru komin á heimilið. elvar er fremstur til vinstri í köflóttri skyrtu, einar besti vinur hans fyrir miðju. búið er að krota yfir andlit „perrans“ og skrifa orðin oj, oj...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.