Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Blaðsíða 62
FÖSTUDAGUR 16. FebRúAR62 Helgarblað DV
að lokum
Tvenns konar
blogg
Góður skiln-
aður er að verða
í bloggi. Annars
vegar eru nafn-
greindir, sem skrifa
undir fullu nafni og
eru lesnir. Hins vegar eru nafn-
lausir, sem skrifa fyrir vini og ætt-
ingja eða til að fá útrás. Ótrúlega
margir hinna síðarnefndu eru
geðveikir, svo sem sjá má af skrif-
um þeirra, til dæmis á Barnalandi.
Hinir fyrrnefndu bera suma hinna
síðarnefndu á bakinu með því
að leyfa þeim að skrá nafnlausar
athugasemdir neðan við sín skrif.
Með því eru hinir nafngreindu að
taka ábyrgð á hinum nafnlausu.
Siðferðileg ábyrgð hvílir á öllu
nafnlausu bloggi, fyrst hjá eiganda
síðunnar, síðan hjá netmiðli og
síðast hjá netþjóni.
Nafnlaust lýðræði
Mér finnst sumir þeir, sem
blogga undir fullu nafni, telja sér
sóma að athugasemdum nafn-
leysingja fyrir neðan. Þær
sýni, að einhverjir
lesi bloggið. Betri
aðferð til að sýna
mikilvægi sitt er
að birta tölur um
notkun. Sjaldnast
skipta athugasemdir
nokkru máli. Þær eru
upphrópanir, sem bæta engu nyt-
samlegu við upphaflega textann.
Nafnlaust lýðræði er snöggtum
lakara en nafngreint lýðræði. Ég
held, að nafngreindum bloggur-
um væri fremur sómi af að birta
eingöngu athugasemdir þeirra,
sem skrifa undir fullu nafni.
Þannig stuðluðu þeir að bættu
bloggi, vitrænni umræðu í sam-
félaginu.
Netmiðlar lúta
lögum
Fjölmiðlar og
aðrir, sem gefa
út netmiðla af
ýmsu tagi, eiga
að gefa blogg-
urum auðveld-
an kost á að birta
eingöngu athugasemdir undir
fullu nafni. Þar með væri ábyrgð
vísað frá netþjónum, netmiðlum
og viðurkenndum bloggurum
yfir á hendur fólks, sem nú felur
geðveiki sína undir nafnleysi. Það
mundi sleppa athugasemdun-
um eða vanda þær betur. Hvort
tveggja er góður kostur. Dóm-
venja hefur skapazt um, að lög
um prentmiðla gilda um ljós-
vakamiðla og munu því einnig
gilda um netmiðla,
þótt á það hafi
ekki reynt.
Fyrir rest er
prentarinn
ábyrgur, það
er að segja
netþjónninn.
jonas@hestur.is
Lægðirnar rata hingað norðureftir
Skil ekki bloggara, blogga þeir
ekki mest hver um annan?
„Eftir um 10 daga tímabil framan af
febrúar þar sem lægðirnar hafa verið
á austurleið langt fyrir sunnan Ísland,
má segja að veðrið hafi skipt um fasa.
Lægðirnar í febrúar eru oft ansi öflug-
ar og leita þær nú lengra norðureftir
eða í áttina til okkar. Sú fyrsta er nokk-
uð djúp og útlit fyrir að hún fari bein-
ustu leið yfir landið á föstudag og laug-
ardag. Um leið verður hún heldur að
grynnast,“ segir Einar Sveinbjörnsson
veðurfræðingur.
Það kólnar um skamma hríð á laug-
ardagskvöld að sögn Einars, aðallega á
Norðurlandi og Vestfjörðum og sums
staðar mun snjóa á þeim slóðum.
„Hins vegar mun næsta lægð nálg-
ast óðfluga og um miðjan dag á sunnu-
dag er gert ráð fyrir suðaustan slagveð-
ursrigningu sunnanlands og vestan
og síðar um daginn einnig norðan- og
austanlands.”
Nánast er snjólaust á landinu á
láglendi, reyndar nokkur snjór á Aust-
fjörðum og eins með suðausturströnd-
inni. Sá snjór er hins vegar á hröðu
undanhaldi þessa dagana. „Menn geta
síðan gert sér í hugarlund hvort þetta
sé nærri meðalveðráttu þessa árstíma
þegar vetrarríkið á að vera í hámarki!
Í hlýindunum á
sunnudag, þarf
að fara upp í
rúmlega 1.000
metra hæð þar
sem úrkoman
fellur sem snjór,
þar fyrir neð-
an annað hvort
sem slydda
eða rigning. Al-
mennt séð er síðan ekki að sjá annað
en að í næstu viku megi reikna með
áframhaldandi hláku lengst af,” segir
Einar Sveinbjörnsson.
...Helgu Möller að hafa verið í
Icey-flokknum. Helga á það
sameiginlegt með...
...Heiðari Jónssyni að hafa verið
flugfreyja. Heiðar á það sameigin-
legt með...
...Guðmundi í Byrginu að hafa
lent í kynlífshneyksli. Guðmund-
ur á það sameiginlegt með...
...Reyni Traustasyni að vera alltaf
með kúrekahatt. Reynir á það
sameiginlegt með...
...Kio Briggs að hafa verið tekinn
með eiturlyf í tollinum. Kio Briggs
á það sameiginlegt með...
...Gunnari Jónssyni að hafa unnið
sem dyravörður. Gunnar á það
sameiginlegt með...
...Davíð Þór Jónssyni að hafa
verið í þættinum kallarnir.is.
Davíð á það sameiginlegt með...
...Steini Ármanni að hafa verið
Radíusbróðir. Steinn á það
sameiginlegt með...
...Eiríki Haukssyni að vera
rauðhærður.
Tengsl
Thalía, leikfélag Menntaskól-
ans við Sund, frumsýndi þann 13.
febrúar leikritið Rómeó og Júlíus.
Leikstjóri uppfærslunnar er Sigur-
jón Kjartansson leikari. Sigurjón
hefur ekki leikstýrt sviðsverki áður
og naut aðstoðar Halldórs Gylfason-
ar leikara á endasprettinum. „Róm-
eó og Júlíus er leikrit sem krakkarn-
ir bjuggu til í sameiningu og fengu
mig til að leiða þau í gegnum það.
Halldór herti skrúfurnar á þessu
stórmerkilega verki og gerði það
straumlínulagað.” Þrátt fyrir að titill
verksins beri í sér skírskotun í Róm-
eó og Júlíu er ekki um frekari teng-
ingu að ræða. „Um miklar ástir er
ekki að ræða milli aðalpersónanna”
segir Sigurjón. „Þetta er ferðalag og
fjallar um ungan mann sem vakn-
ar í landi sem heitir Kaos og lendir
á ferðum sínum þar í ýmsum ævin-
týrum.” Nánar vill Sigurjón ekki tjá
sig um framvinduna: „Því meira er
eiginlega ómögulegt að segja.”
Er ekki að skipta um starf
„Ég hef leikstýrt fyrir sjónvarp,
einni syrpu af Tvíhöfða og auglýs-
ingum og get ekki verið annað en
sáttur. Drögin að leikritinu voru
lögð síðastliðið haust og æfingar
hófust upp úr því. Krakkarnir stóð-
ust álagið og frumsýningin tókst
í alla staði vel. Þetta var eðalhóp-
ur um 25 nemenda sem lét vel að
stjórn og skilaði sínu fullkomlega.
Hvað sviðsleikstjórn áhrærir segir
Sigurjón að hann sé ekki að skipta
um starf. „Ég er ekki með neina leik-
stjórnardrauma og engan metnað
til leikstjórnar á sviði, en geri þetta
ef með þarf. Mér tókst þokkalega
upp og þetta er skemmtilegt verk og
vel heppnað.” Sigurjón leikur þessa
dagana í Abbababb eftir dr. Gunna.
„Ég hef nú fyrst og fremst verið að
læra þar því María Reyndal leik-
stjóri hefur kennt mér heilmikið,”
segir Sigurjón. „María Reyndal, hún
er hress.”
kolbeinn@dv.is
Sigurjón Kjartansson er þekktur fyrir ýmislegt annað en leik-
stjórn. Hann er best þekktur sem annar helmingur Tvíhöfða auk
þess sem hann hefur leikið í kvikmyndum og auglýsingum. Í leik-
ritinu Rómeó og Júlíusi sýnir hann á sér nýja hlið.
Sigurjón Kjartansson leikstjóri
„Ég er ekki með neina
leikstjórnardrauma og
engan metnað til leik-
stjórnar á sviði, en geri
þetta ef með þarf.“
Ævintýri í Kaos
Frá frumsýningu Rómeós og Júlíusar
veðrið um Helgina ritstjorn@dv.is
LauGaRDaGuR
2
0
3
3
4 SuNNuDaGuR
5
4
2
0
3
6
4
3 0
24
1
5
3
4
6
10
5
8 5
5
5
3
515
15
13
18
2
5
10
8 5
2
23
Eiríkur Hauksson
á það sameiginlegt með ...