Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Blaðsíða 15
Einar Agnarsson og Sturla Lam
bert Steinsson fundust látnir í bif
reið í Daníelsslipp árið 1985. Rann
sóknarlögregla ríkisins rannsakaði
málið og úrskurðaði að þeir hefðu
framið sjálfsvíg. Ragnar Agnarsson,
bróðir Einars, segir þá ekki hafa fall
ið fyrir eigin hendi.
Strax og Ragnar Agnarsson, bróð
ir Einars, skoðaði föt þeirra látnu
fylltist hann grun um að ekki væri
allt með felldu. Það var að morgni 1.
mars 1985 sem þeir Einar og Sturla
fundust látnir í bílnum í Daníels
slipp.
Búið var að breiða gráan segldúk
yfir bílinn. Ragnar segir útilokað að
þeir hafi gert það sjálfir. Ragnar er
sannfærður um að einhver óþekkt
ur maður hafi gert það og átt þátt
í dauða tvímenninganna. Það er
fleira sem Ragnar efast um í rann
sókn lögreglunnar.
Einar átti erfiða æsku, ólst upp á
Kumbaravogi og síðar Breiðuvík. Þar
sætti hann hrikalegum misþyrm
ingum. Elvar Jakobsson segir í við
tali, hér á opnunni, frá hluta þeirra
misþyrminga sem Einar sætti. Einn
ig að hann hafi hugsanlega þurft að
þola nauðgun af hálfu manns þegar
hann var á Kumbaravogi.
Undarlegur dánartími
„Ég hitti leigubílstjóra eftir að
mér var sagt að Einar og Sturla
hefðu tekið líf sitt. Hann var undr
andi yfir þeirri fullyrðingu og sagð
ist hafa verið með fimm öðrum bíl
stjórum við Kaffivagninn seint hina
afdrifaríku nótt, það er aðfaranótt 1.
mars 1985. Öllum bílstjórunum bar
saman um að ekkert virtist ama að
þeim Einari og Sturlu,“ segir Ragn
ar. Leigubílstjórinn er nú látinn.
Samkvæmt rannsókn málsins létust
Einar og Sturla um miðnætti, sem
stangast algjörlega á við framburð
vitna, að sögn Ragnars.
Hann segir þá ekki hafa haft
sjálfsvíg í huga þegar þeir hittu bíl
stjórana um nóttina.
Dularfullt blóð
Að sögn Ragnars fékk hann föt
þeirra eftir rannsóknina. Hann segir
að grunur hans hafi vaknað fyrir al
vöru þegar hann skoðaði fötin.
„Ég sturtaði fötunum úr pokan
um, föt Einars lyktuðu af bensíni
en voru annars tandurhrein. Aftur
á móti voru föt Sturlu blóðug, rifin
og moldug líkt og hann hefði lent í
átökum. Af þeim var ekki bensín
lykt,“ segir Ragnar. Hann segir það
greinilegt að þeir hafi ekki látið lífið
saman eða á sama hátt.
Ragnar hitti almennan lögreglu
þjón sem hafði komið á vettvang
daginn sem þeir látnu fundust.
Hann sagði Ragnari að aðkoman
í Daníelsslipp hefði verið undar
leg. Helst vegna þess að búið var að
breiða gráan segldúk yfir bílinn.
Krufningarskýrslan
„Þá fór ég til rannsóknarlög
reglunnar í Kópavogi og var harð
ákveðinn í að fá skýr svör um dauða
bróður míns,“ segir Ragnar alvar
legur í bragði. Hann segist hafa hitt
lögreglumann og eftir nokkurt þóf
á hann að hafa sagt við Ragnar að
málið væri ekki jafn einfalt og það
liti út fyrir að vera. Ragnar sagði
honum það sem hann vissi um dúk
inn og blóðið og spurði hvernig það
hafi komist í föt Sturlu.
„Þá las hann upp úr krufning
arskýrslunni fyrir mig og þar stóð
að blóðið væri þannig tilkomið að
lungnapípur hefðu sprungið og
Sturla gubbað blóði,“ segir Ragnar
og bætir við: „Sturla var myrtur.“
Róandi lyf
Þegar Ragnar vildi fá að vita um
dánarorsök bróður síns neitaði
lögreglumaðurinn að segja meira.
Hann skýrði það með þeim rökum
að Ragnar væri of nátengdur Ein
ari. Aftur á móti sýndi hann Ragn
ari lyfjaglas með róandi lyfi. Ragnar
fullyrðir að það efni hafi ekki geta
orðið þeim að bana, enda báðir
vanir ýmsum efnum sökum óreglu.
Að sögn Ragnars lyktaði samræð
unum þannig að málið væri til
rannsóknar og yrði áfram. „Endan
leg dánarorsök var sú að þeir hafi
látist vegna koltvísýringseitrunar,“
segir Ragnar um lok rannsóknar
innar. Hann efast enn um að nið
urstöður lögreglurannsóknarinnar
séu þær réttu.
Engar upplýsingar
„Þetta var áfall fyrir mig,“ seg
ir Ragnar um örlög bróður síns og
Sturlu. Hann, ásamt systur sinni,
hefur reynt að komast til botns í
málinu. Í tuttugu ár hefur málið leg
ið eins og mara á þeim og Ragnar vill
fá svör.
valur@dv.is
DV Fréttir föstudagur 16. febrúar 2007 15
lítill og hugrakkur
Bróðir minn
var myrturÞorir ekki að treystaElvar ætlaði um tíma að verða bakari. Hann fór í nám í bakaríinu
á Selfossi og segir að þar hafi systir
fóstursystur sinnar á Kumbaravogi
bjargað sér.
„Ég var fimmtán ára unglingur
og þessi unga stúlka, sem er fjórum
árum eldri en ég, tók mig í hálfgert
fóstur. Heima hjá henni lærði ég og
við hana gat ég rætt allt milli him
ins og jarðar. Ég sagði henni allt.
Svo var mér hegnt á kvöldin fyrir að
hafa ekki komið beint heim úr skól
anum. Þessi kona gerði mér meira
gagn en hana órar fyrir...“
Ást hans á dýrum jókst ef eitt-
hvað var. Hann fór í Bændaskólann
á Hólum í Hjaltadal.
„Þar lauk ég tveimur vetrum á
einum og útskrifaðist sem búfræð
ingur nítján ára að aldri...“
Þegar Elvar var 21 árs hafði
hann leiðst út í drykkju. Einn dag
tók hann ákvörðun. Hann ætlaði
að loka á minningarnar með því að
fara úr landi.
„Mamma reyndi að stöðva mig,
en ég hafði tekið ákvörðun. Hér á
Íslandi gat ég ekki búið. Ég hóf nýtt
líf, fyrst í Kaupmannahöfn, síðar
í London og loks í Þýskalandi þar
sem ég hef búið í áratugi. Fyrstu
árin forðaðist ég að koma heim.
Ég var í góðum störfum og mín
flóttaleið var sú að vinna myrkr
anna á milli. Með mikilli vinnu gat
ég útilokað ljótu minningarnar frá
Kumbaravogi. En ég hef aldrei ver
ið sambúðarhæfur. Um leið og ein
hver sýnir mér ást yfirgef ég við
komandi. Ég þori ekki að treysta.“
Gleðst yfir rannsókn á
barnaheimilum
Elvar segist hafa átt góða ævi
síðan hann yfirgaf Ísland árið
1979. Hann hefur komist í góðar
stöður og í fjöldamörg ár var hann
aðstoðarhótelstjóri á fimm stjörnu
hóteli í Hamborg. Þar tók hann á
móti mestu stórstjörnum verald-
ar sem fengu aldrei að sjá bak við
grímuna. Þær sáu bara einkenn-
isklæddan, broshýran Íslending
sem bar sig eins og lífið væri leik-
ur einn.
„Ég hef upplifað margt
skemmtilegt og séð allan heim
inn,“ segir hann. „Það er nefni
lega mikilvægt og má ekki gleym
ast að ég á fimm yndisleg systkini,
föður og æðislega fóstursystur.
Þetta er fólk sem ég virði mjög
mikils. Þau hafa staðið mér við
hlið og sýnt mér mikla ástúð og
traust síðustu tuttugu árin. Án
hjálpar þeirra og kærleiks hefði
ég aldrei komist gegnum þessa
martröð. Ég geri mér grein fyrir
að ég þarf hjálp. Ég þarf hjálp til
að ýta verstu minningunum upp
á yfirborðið og drepa þær. Ég veit
ekki hvort það sé hægt að hjálpa
mér lengur. Ég er búinn að grafa
þetta svo djúpt að ég held að eng
inn nái minningunum upp úr
þessu. Ég er farinn að fá martrað
ir. Í öllum meðferðum festist ég í
minningunni um nauðgunina. Ég
skammast mín svo fyrir að hafa
leyft að láta fara svona illa með
mig. Að ég hafi þegið sælgæti fyr
ir að láta nauðga mér. Ég á að vita
að þetta var ekki mér að kenna.
Ég var ókynþroska unglingur. En
minningarnar hafa sótt að mér,
bæði eftir að ég kom heim til Ís
lands um síðustu jól eftir sex ára
samfellda fjarveru, en sérstaklega
nú síðustu daga þegar ég las um
Breiðuvíkurmálið. Það gleður mig
að sjá að ríkisstjórnin ætli að láta
rannsaka hvað fór fram á barna
heimilum Íslands fyrr á árum. Þar
fór nefnilega ekki fram uppeldi,
heldur ofbeldi og á þeim stað sem
ég bjó lengst, vinnuþrælkun.“
annakristine@dv.is
Einar Agnarsson og Sturla Lambert Steinsson fundust látnir
í bifreið í Daníelsslipp í Reykjavík 1. mars 1985. Segldúkur
hafði verið breiddur yfir bifreiðina. Niðurstaða rannsóknar-
innar var sú að þeir hefðu svipt sig lífi og dánarorsökin væri
koltvísýringseitrun. Bróðir Einars Ragnar Agnarsson er
ósáttur með málalokin og segir þá hafa verið myrta.
„Þá las hann upp úr
krufningarskýrslunni
fyrir mig og þar stóð
að blóðið væri þannig
tilkomið að lungnapíp-
ur hefðu sprungið og
Sturla gubbað blóði.“
Einar Agnarsson fyrir framan
Kumbaravog „einar var minnstur og
grennstur, en hann var sá hugrakkasti,“
segir elvar Jakobsson í viðtali við
blaðið. „Ég skammast mín
svo fyrir að hafa leyft
að láta fara svona illa
með mig. Að ég hafi
þegið sælgæti fyrir að
láta nauðga mér.“
Framhald á
næstu síðu
Unglingurinn Elli „Ég var hálfgert
vandræðabarn held ég og þegar ég
var í reykjavík áður en ég var sendur
að Kumbaravogi, mætti ég til dæmis
helst aldrei í skólann. Ég strauk inn að
fáksheimili til að vera nálægt hestum.“