Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Blaðsíða 4
föstudagur 16. febrúar 20074 Fréttir DV
23 ára sögu loforða um Suðurstrandarveg lýkur árið 2018 ef áform í samgönguáætlun-
um um fjárframlög til framkvæmdanna ganga eftir. Vegurinn verður þá tilbúinn þrettán
árum seinna en ráðherrar ríkisstjórnarinnar lofuðu fyrir síðustu þingkosningar.
Lagning Suðurstrandarvegar sem
tengja á Reykjanes og Suðurland
var meðal fyrirheita stjórnmála-
manna þegar ákveðið var að fækka
kjördæmum og stækka þau rétt fyrir
þingkosningar 1999. Fjögur ár voru
þá liðin síðan lagning vegarins var
fyrst sett á vegáætlun. Margir stjórn-
málamenn töldu hann nauðsynlegan
til að tengja þá landshluta sem sam-
einuðust í nýju Suðurkjördæmi. Lítið
hefur þó orðið úr framkvæmdum og
útlit fyrir að enn sé rúmur áratugur
hið minnsta áður en hægt verður að
keyra um Suðurstrandarveg.
Jón Gunnar Margeirsson, hjá
Jóni og Margeiri, keyrir mikið milli
Reykjaness og Suðurlands með fisk
frá útgerðum til fiskvinnsla. „Það
tekur okkur í dag klukkutíma og tíu
mínútur að fara úr Grindavík í Þor-
lákshöfn. Ef það styttist um 50 kíló-
metra gæti það stytt leiðina um 40
mínútur,“ segir hann. Bílar þurfa nú
að taka langan krók í gegnum höfuð-
borgarsvæðið á leið sinni milli Suð-
urlands og Reykjaness.
„Auðvitað er ég orðinn langeyg-
ur. Það er búið að svíkja þetta lengi,“
segir Jón Gunnar. Hans fyrstu við-
brögð við að gert væri ráð fyrir fram-
kvæmdinni á samgönguáætlun voru
að þetta væru góð tíðindi. „Hrika-
legt,“ var orðið sem hann notaði þeg-
ar hann frétti að vegurinn yrði ekki til
fyrr en 2018. „Vegurinn kemur ekkert
til með að nýtast til flutninga fyrr en
hann verður klár og fullklæddur.“
Suðurstrandarvegur er dæmi um
vegagerð sem er lofað ítrekað en fjár-
veitingar dragast eða eru afturkallað-
ar. Fyrstu fjárveitingar til frumhönn-
unar vegarins voru veittar árið 1995
og við kjördæmabreytingarnar sem
voru samþykktar 1999 töldu þing-
menn kjördæmisins sig hafa vilyrði
fyrir að vegurinn yrði lagður á næsta
kjörtímabili. Ekkert varð þó af því.
Skriður virtist komast á lagn-
ingu Suðurstrandarvegar þegar rík-
isstjórnin ákvað á fundi sínum í
febrúar 2003, skömmu fyrir síðustu
þingkosningar, að veita rúma sex
milljarða króna í vegagerð. Suður-
strandarvegur var þá eitt verkefn-
anna sem átti að vinna á næsta eina
og hálfa árinu. Sú framkvæmd var þó
slegin af á fundi ríkisstjórnarinnar í
júlí sama ár, tveimur mánuðum eftir
kosningar.
Staðan er því sú í dag að aðeins er
búið að leggja átta kílómetra af Suð-
urstrandarvegi. Sex kílómetrar hafa
verið lagðir út frá Grindavík og tveir
kílómetrar frá Þorlákshöfn, sá veg-
kafli er jafnframt ný aðkoma að bæn-
um.
Nú er gert ráð fyrir því í nýrri sam-
gönguáætlun að leggja 1.430 milljón-
ir króna í lagningu vegarins á næstu
tólf árum. Á það er þó að líta að í veg-
áætlun 2000 til 2004 var gert ráð fyrir
400 milljónum króna til verkefnisins
og 500 milljónum í vegáætlun 2003
til 2006. Ekki skilaði það fé sér þó allt
en það hefði dugað langleiðina til að
leggja veginn.
Gangi þessi áform eftir verð-
ur vegurinn að veruleika á síðasta
tímabili samgönguáætlunarinnar,
einhvern tímann á árunum 2015 til
2018. Verði það síðasta árið hafa lið-
ið 23 ár frá því lagning vegarins var
fyrst sett inn á vegáætlun. Þá verða
líka liðin þrettán ár, eða einn ferm-
ingaraldur, frá því vegurinn átti að
verða tilbúinn samkvæmt loforðum
stjórnvalda fyrir kosningar 2003.
Tólf ár eru liðin síðan lagning Suðurstrandarvegar var fyrst sett
inn á vegáætlun. Á þeim tíma hafa aðeins verið lagðir átta kíló-
metrar af þeim 58 sem vegurinn verður fullgerður.
Aldarfjórðung að leggja
58 kílómetra veg
Bandarísk
stjórnvöld hafa
ekki óskað eftir
sambærileg-
um stuðningi
við hugsanlega
innrás í Íran og
veitt var vegna
innrásarinnar í
Írak. Þess vegna
hefur ekki verið tekin afstaða til
hennar, sagði Geir H. Haarde
forsætisráðherra þegar hann
svaraði fyrirspurn Steingríms J.
Sigfússonar, formanns Vinstri-
hreyfingarinnar - græns fram-
boðs, á þingi.
Steingrímur lýsti vonbrigð-
um með svör forsætisráðherra.
Björgvin G. Sigurðsson, þing-
maður Samfylkingarinnar, gagn-
rýndi að ekki lægi ljóst fyrir að
enginn stuðningur yrði veittur
við innrás í Íran. Stuðningurinn
við innrásina í Írak væri svartur
blettur í sögu Íslands.
Engin ákvörðun
um stuðning
Nokkr-
um þeim
sem heitið
höfðu Geð-
verndarfélagi
Íslands styrk
fyrir jól en hafa
ekki enn greitt brá á dögunum.
Þá fengu þeir bréf þar sem þeim
var bent á að inna greiðslu af
hendi svo komast mætti hjá inn-
heimtukostnaði.
Þær upplýsingar fengust hjá
Geðverndarfélagi Íslands að
bréfið hefði farið út fyrir mistök
og aldrei hefði staðið til að setja
styrkina í innheimtu ef greiðslu-
seðlar sem sendir voru út yrðu
ekki greiddir. Unnið hefur verið
að því að hringja í alla þá sem
fengu bréfið til að biðja þá af-
sökunar.
Ætluðu ekki að
rukka
Happdrætti Háskóla Íslands
og Íslandsspil hagnast um einn
og hálfan milljarð króna á rekstri
spilakassa á ári. Íslandsspil er
í eigu Rauða krossins, Lands-
bjargar og SÁÁ.
Kassar Íslandsspils skiluðu
eigendum sínum um 900 millj-
ónum króna hvort ár um sig árin
2004 og 2005, samkvæmt svari
dómsmálaráðherra við fyrir-
spurn þingmannanna Rann-
veigar Guðmundsdóttur og
Ögmundar Jónassonar. Happ-
drætti Háskóla Íslands fékk um
600 milljónir árlega úr kössum
sínum.
Einn og hálfur
milljarður á ári
„Auðvitað er ég orðinn
langeygur. Það er búið
að svíkja þetta lengi.“
Bolvískir og ísfirskir sveitar-
stjórnarmenn fagna því að jarð-
göng til að tryggja samgöngur
milli sveitarfélaganna séu inni á
nýrri samgönguáætlun. Þar er gert
ráð fyrir göngum úr Bolungar-
vík í Hnífsdal og að framkvæmd-
um verði lokið 2010. Kostnaður
er áætlaður rúmir þrír milljarðar
króna.
Fram kom í DV fyrir þremur
vikum að síðustu 20 árin hefur
hátt í milljarði króna verið varið í
margvíslegar aðgerðir til að auka
umferðaröryggi á veginum um
Óshlíð. Þær framkvæmdir hafa
ekki dugað til að tryggja viðun-
andi öryggi.
Fagna göngum
„Þarna eru umboðslausir menn
að lofa fjármagninu,“ segir Lúð-
vík Bergvinsson, þingmaður
Samfylkingar. Hann furðar
sig á að ráðherrar lofi
greiðslum mörg ár fram
í tímann, svo sem í vega-
málum og til sauðfjár-
bænda. Hann hefur lagt
fram fyrirspurn til for-
sætisráðherra um laga-
legt og siðferðis-
legt gildi slíkra
fjárskuldbind-
inga.
Lúðvík segir loforð ráðherr-
anna í og með fyndin, umboði
þeirra ljúki eftir kosningar
og alls óvíst að ný stjórn
telji sig bundna af þeim.
„Eitt er þó vont við þetta.
Mannréttindadómstól-
ar hafa verið að dæma
bætur á grundvelli rétt-
mætra væntinga. Þess-
ar æfingar ráðherra
skapa réttmætar
væntingar hjá
fólki.“
Spyr um gildi loforðanna
Brynjólfur þór guðmundSSon
blaðamaður skrifar: brynjolfur@dv.is
Sturla Böðvarsson boðar 380 milljarða
króna útgjöld í samgönguáætlun til
næstu tólf ára.
InnlendArFréttIr
ritstjorn@dv.is
þungaflutningar á þjóðveginum Leiðin úr Þorlákshöfn
í grindavík liggur um þjóðveg 1, höfuðborgarsvæðið og
reykjanesbraut í 50 kílómetra krók. suðurstrandarvegur
gæti stytt för flutningabíla um 40 mínútur á hvorri leið.
föstudagur 26. janúar 2007
24
Fréttir DV
„Það hafa verið settar í þetta meira en 800 milljónir króna sem hafa alls ekki fært okkur neitt öryggi,“ seg-ir Guðjón Arnar Kristjánsson, for-maður Frjálslynda flokksins, um vegagerð í Óshlíð síðustu 20 árin. Á þeim tíma hefur rúmum 800 milljón-um króna verið varið í margvíslegar framkvæmdir á veginum og tæpum 70 milljónum til viðbótar í þjónustu og viðhald. Samanlagt nemur kostn-aður við veginn því tæpum 900 millj-ónum króna en eftir sem áður eru vegfarendur oft uggandi þegar þeir aka um veginn.
„Það hefur sýnt sig að jarðgöng eru einhverjir öruggustu vegir sem gerð-ir hafa verið á Íslandi,“ segir Guðjón Arnar sem telur að betur hefði verið ráðist í jarðgangagerð fyrir 20 árum en að reyna alltaf að lagfæra veginn og minnka hættu þannig. „Menn hafa sett í þetta meira en 800 milljón-ir króna sem hafa alls ekki fært okkur neitt öryggi.“Hann segir að mönnum hafi ef til vill tekist að fækka bana-slysum og tryggja að vegurinn væri oftast fær en að það sé af og frá að umferðaröryggi sé viðunandi. „Ef við getum ekki lagt vegi þar sem þeir eru öruggir eigum við að leggja jarðgöng, svo sem undir hættulega fjallvegi.“
Fimm vegskálarTalsverð umræða var meðal sveit-arstjórnarmanna snemma á níunda áratug síðustu aldar að réttast væri að ráðast í jarðgangagerð frekar en ráðast í lagfæringar á Óshlíðarveg-inum, einum óveganna eins og hann var kallaður. Þá töldu menn fram-kvæmdina þó of viðamikla og í stað þess að gera jarðgöng var farið í að bæta veginn næstu áratugina.„Stærstu einstöku framkvæmd-irnar sem ráðist hefur verið í eru vegskálar í Ófæru 1986, Seljadalsó-færu 1994 og víðar. Samtals eru vegs-kálarnir 240 metrar á lengd. Þrátt
fyrir þetta eru snjóflóð og grjóthrun á veginn svo tíð að Bolvíkingar eru hættir að kippa sér upp við fréttir af þeim,“ segir Soffía Vagnsdóttir, for-seti bæjarstjórnar.
Hjónin fengu grjótið yfir sigEinn þeirra sem hafa fengið að kynnast grjóthruni á veginn er Hall-dór Benediktsson í Bolungarvík. Hann var í langri bílalest sem fór um Óshlíðina til að minnast þess að 50 ár voru frá opnun vegarins þegar grjót hrundi á bíl hans. „Það kom niður á toppinn á bílnum og framrúðan ma-skaðist. Grjótið keyrði toppinn nið-ur í höfuðið á mér og það kom gat á það.“ Bæði Halldór og kona hans fengu grjót og gler framan í sig en ökumenn og farþegar annarra bíla sluppu. Halldór er ekki í nokkrum vafa um nauðsyn þess að gera jarð-göng til að tryggja öryggi vegfarenda. „Það hafa verið gerðar töluverð-ar samgöngubætur á Óshlíðinni en þetta verður aldrei heft nema með jarðgöngum.“ Fram að þeim tíma verður fólk að bíta á jaxlinn. „Menn hafa enga aðra leið.“Tveir létust í snjóflóði í nóvember 1991 þegar þrír ungl-ingar voru þar á ferð. Flóðið hreif bíl þeirra með sér. Einn pilt-
anna bjarg-
aðist en tveir
félagar hans
létust. Ann-
ar var nítján
ára en hinn
sextán.
Skila ekki árangri„Það hefur sýnt sig að allar þessar framkvæmdir hafa ekki skilað tilætl-uðum árangri,“ segir Soffía Vagns-dóttir, forseti bæjarstjórnar í Bol-ungarvík, og segir upphæðina koma nokkuð á óvart. Hún segir upphæð-ina þó sennilega talsvert hærri þegar allt tjón er tekið með í dæmið. Soffía segir þó að engum sé um að kenna, þeir sem hafi unnið að þessum mál-um síðustu 20 árin hafi verið að gera sitt besta. Mönnum hafi á sínum tíma þótt jarðgöng svo fjarlægur kostur að lítið stoðaði að ræða þau, jarðgöng hafi verið álíka raunhæf og mönnum þóttu ferðir til tunglsins fyrir hundr-að árum. Hún segir að nú sé öldin önnur og tími til kominn að hætta öllum lagfæringum, nú bíði menn aðeins jarðganga.„Við höldum ennþá í þá von að ráðherra standi við þau orð sín að ákvörðun verði tekin á þessu þingi,“ segir Soffía sem vill að göng verði lögð svokall-aða Tungudalsleið. Það er dýr-asta leiðin en sú besta að mati Soffíu.
Ákveðið í vor
Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir Vegagerðina eru fimm jarð-gangakostir í boði og er kostnaður við þá metinn á bilinu frá rúmlega þrem-
ur og
upp í rúma fimm milljarða króna. Sturla Böðvarsson samgönguráð-herra segir að hann ákveði áður en þingið fer heim í mars hvaða kostur verði lagður til. Það sé ekki spurning hvort heldur hvenær göngin koma.Hann segir öll útgjöld í Ós-hlíðinni síðustu 20 árin rétt-lætanlegt því þetta hafi verið gert til að auka umferðarör-yggi. Hann segir göng miklu aðgengilegri kost nú en upp úr 1980. „Mér finnst ekki sanngjarnt að gagnrýna menn fyrir að fara ekki þeg-ar í jarðgöng. Á þeim tíma var ekki búið að grafa Vestfjarða-göngin, ekki einu sinni Ólafsfjarðar-
göng-
in.
Framkvæmdir til að bæta umferðaröryggi í Óshlíð hafa kostað
hátt í milljarð án þess að nægilegt umferðaröryggi hafi verið
tryggt. Ljóst þykir að umferðaröryggi batnar ekki til muna nema
með jarðgöngum.
Settu milljarð í reddingar
BrynjólFur Þór GuðmundSSon
blaðamaður skrifar: brynjolfur@dv.is
Á ferð um óshlíðsnjóflóð og grjóthrun hafa valdið margvíslegum skaða þrátt fyrir miklar framkvæmdir.
Snjóflóðagirðingar girðingar gegn snjóflóoðum og vegskálar eru meðal þeirra
framkvæmda sem ráðist hefur verið í.
„Ef við getum ekki lagt vegi þar sem þeir eru öruggir eigum við að leggja jarðgöng, svo sem undir hættu-lega fjallvegi.“
Guðjón Arnar Kristjánsson féð sem sett hefur verið í veginn um Óshlíð hefur ekki tryggt umferðaröryggi.
Soffía Vagnsdóttir framkvæmdir í Óshlíð hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Sturla Böðvarsson Ekki spurning hvort heldur hvenær göngin koma.
Kosningin
hafin
Atkvæðagreiðsla utan kjör-
fundar um stækkun álversins í
Straumsvík er hafin í Hafnar-
firði. Laugardaginn 31. mars
munu Hafnfirðingar svo ganga
til kosninga um fyrirliggjandi
tillögu. Kosið verður á Strand-
götu 6, alla virka daga fram
að kosningum. Samkvæmt
nýlegri skoðanakönnun sem
Alcan lét gera, mun naumur
meirihluti bæjarbúa fella til-
löguna.