Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Blaðsíða 19
DV Helgarblað föstudagur 16. febrúar 2007 19
vorum á gönguferð framhjá Mýr-
arhúsaskóla heyrði ég í Herberti
Guðmundssyni söngvara á hljóm-
sveitaræfingu. Hann var sönnun
þess að það væri líf fyrir utan veggi
Bjargs. Geturðu ekki skilað frá mér
kveðju til Hebba og þakkað honum
fyrir að hafa varpað gleði á gleði-
snautt líf unglingsstúlku fyrir fjöru-
tíu árum?“
Þvoði barnafötin úr ísköldu
vatni
Samtímis Valgerði á Bjargi var
færeyska stúlkan Marion, sem fjall-
að var um í blaðinu í síðustu viku.
„Marion var yndisleg stúlka.
Einu sinni gleymdist að læsa úti-
dyrahurðinni, svo við Marion stru-
kum og fórum heim til frænku
hennar. Eftir að hún hafði gefið
okkur að borða mætti Auður Eir
ásamt lögreglukonu og við vorum
illu heilli fluttar aftur á Bjarg.“
Valgerður man vel eftir syni
Marion, sem hún segir hafa dvalið
á Bjargi í um það bil viku eða ríf-
lega það.
„Starfskonurnar á Bjargi ætluðu
að hafa drenginn hjá sér, en það
var útilokað því hann grét stans-
laust, enda vildi hann fá mjólk hjá
móður sinni. Þær gáfust því upp
og Marion fékk að hafa hann hjá
sér. Ein minning hefur setið föst í
mér frá þessum tíma fyrir fjöru-
tíu árum. Það var þegar ég kom að
Marion, sárlasinni í þvottahúsinu
að þvo fötin af barninu. Ég spurði
hana hvers vegna hendurnar á
henni væru fjólubláar. Þá höfðu
starfskonurnar ekki leyft henni að
nota heita vatnið svo hún var að
þvo fötin upp úr ísköldu vatni. Ég
sótti óhrein föt af mér og stalst til
að þvo barnafötin úr heitu vatni.“
Dagurinn sem drengurinn
var tekinn af Marion er Valgerði
ógleymanlegur.
„Ég sat inni á herbergi hjá mér
þegar ég heyrði grátinn í barninu
og Marion. Þá var ein starfskon-
an mætt og tók barnið af Marion
með valdi. Marion féll algjörlega
saman, en sagði mér að drengur-
inn væri að fara til móður sinnar
og hún fengi hann þegar hún kæmi
til Færeyja. Síðar fékk ég staðfest að
barnið hefði verið sent til barna-
verndarnefndar í Þórshöfn og Mar-
ion fékk aldrei að sjá það...“
Valgerður segist ekki hafa verið
beitt ofbeldi á Bjargi utan tvisvar
sinnum.
„Í annað skiptið sagði ég í fífla-
skap að ég nennti ekki í kennslu-
stund, en sneri svo við og ætl-
aði inn á herbergið mitt að sækja
skólabækurnar. En það var of seint,
ein starfskonan hafði misst stjórn á
sér og dró mig á hárinu niður stig-
ann. Í annað skipti fór ég í taug-
arnar á einhverri þarna þannig að
hún hrinti mér á stigahandriðið og
ég var öll blá og marin. Eitt kvöld-
ið þegar ég var að festa svefn kom
ein kvennanna inn til mín, kyssti
mig á kinnina og það var greinilegt
að hún ætlaði sér að gera eitthvað
meira. En ég var vakandi, sneri mér
við og rak henni rokna löðrung.
Mín skoðun er sú að þessar konur
hafi að sumu leyti verið sadistar,“
segir hún ákveðin. „Sá matur sem
ég man mest eftir voru fiskibollur í
brúnni sósu sem við fengum nokk-
uð oft og nokkrum sinnum sá ég að
bollurnar voru myglaðar.“
Séra Hjalti var lífgjöfin mín
Þegar Valgerður fór vestur til
fermingarundirbúnings bað prest-
urinn í Stykkishólmi, séra Hjalti
Guðmundsson, hana að bíða eftir
tímann.
„Hann spurði hvernig mér liði
á Bjargi og ég sagði honum að það
væri eins hægt að drepa mig og láta
mig vera þar. Hann sagðist myndi
sjá til þess að ég færi aldrei aftur
á Bjarg, þangað hefði ég ekkert að
gera. Séra Hjalti var lífgjöfin mín,
ég fer aldrei ofan af því,“ segir Val-
gerður. „Eftir að ég hafði lesið DV
um síðustu helgi sagði ég börnun-
um mínum frá reynslu minni og
bar undir þau hvort ég ætti að segja
opinberlega frá. Minningarnar
streymdu fram eins og flóðbylgja.
Þau hvöttu mig til að segja sögu
mína: „Segðu frá því sem þú get-
ur, svona mál má ekki þagga nið-
ur“, sögðu þau. Vistin á Bjargi var
harmleikur. Þetta var ekki mann-
eskjulegt umhverfi.“
Ómanneskjulegur harmleikur
„Í annað skiptið sagði ég í fíflaskap að ég nennti
ekki í kennslustund, en sneri svo við og ætlaði
inn á herbergið mitt að sækja skólabækurnar.
En það var of seint, ein starfskonan hafði misst
stjórn á sér og dró mig á hárinu niður stigann.
Í annað skipti fór ég í taugarnar á einhverri
þarna þannig að hún hrinti mér á stigahandrið-
ið og ég var öll blá og marin.“
stelpurnar á bjargi
DV Fréttir
föstudagur 9. febrúar 2007 19
„Þetta mál hefur hvílt þungt á mér
í fjörutíu ár en nú get ég ekki þag-
að lengur. Umfjöllun DV um Breiðu-
víkurmálið gerði það að verkum að
minningarnar streymdu fram. Það
voru ekki bara ungir piltar sem upp-
lifðu að þeir sem áttu að aga þá eyði-
lögðu líf þeirra.“
Matthildur Hafsteinsdóttir er kona á sextugsaldri sem hefur boðað mig á sinn fund. Frá því DV kom út í síð-
ustu viku með frásögnum ungra pilta sem dvöldu vestur í Breiðuvík við skelfilegt ofbeldi, hefur hún vart get-
að sofið. Hún vill segja sína upplifun af stúlknaheimilinu Bjargi, sem rekið var af Hjálpræðishernum vestur á Sel-
tjarnarnesi í tvö og hálft ár. Því heimili var lokað eftir að nokkrar stúlknanna höfðu greint frá dvöl sinni þar. Þangað var frænka Matthildar send frá Fær-
eyjum fjórtán ára að aldri og dvaldi þar í eitt ár.
„Minningarnar um Marion frænku
mína hafa haldið fyrir mér vöku,“
segir Matthildur og hefur greinilega
undirbúið vel hverju hún vill koma á
framfæri.“Frásagnirnar af ofbeldinu
í Breiðuvík heltóku mig og ýfðu upp
sárar minningar. Við Marion vorum
systradætur. Mæður okkar voru fær-
eyskar, en móðir mín flutti ung til
Íslands ásamt annarri systur sinni.
Marion frænka mín var tveimur árum
yngri en ég, fædd síðla árs 1951. Við
sáumst fyrst þegar ég heimsótti fjöl-
skylduna í Þórshöfn í Færeyjum þeg-
ar ég var þrettán ára.“
Bjarg var fangelsi
Marion, þá tæplega ellefu ára, dökkhærð með gneistandi brún augu, sýndi stóru frænku sinni heimabæ sinn. Í minningunni ber smitandi hlátur hennar hæst.
„Marion var alltaf hlæjandi og lífs-
gleði hennar hafði áhrif á alla sem
voru nálægir. Hún var afskaplega
fjörug og hafði mikla útgeislun“ seg-
ir Matthildur. „Þegar ég var sextán ára
var ég komin í sambúð með Hinriki
Jóni Magnússyni, sem var eiginmað-
ur minn til dauðadags fyrir þremur
árum. Við bjuggum í agnarlitlu húsi
við Grettisgötu og þangað bárust mér
fregnir af því að Marion frænka mín
væri komin til dvalar á Bjargi. Skýr-
ingin sem mamma hennar hafði gefið
var sú að Marion væri óstýrilát og það
þyrfti að aga hana. Hún hefði valið
Bjarg, því það væri rekið á kristilegum
nótum, en Anna, mamma Marion,
starfaði með Frelsishernum í Fær-
eyjum. Marion hvorki reykti né drakk
eftir því sem ég best vissi og ég skildi
ekki hvers vegna mamma hennar
hefði sent hana til vistar á Bjargi.“
Matthildur taldi sig vel geta haft litlu frænku sína hjá þeim Hinriki og þau héldu á Skódanum sínum rak-
leiðis vestur á Seltjarnarnes til fundar við frænkuna.
„Það fyrsta sem ég sagði við Hinrik
þegar við höfðum hringt bjöllunni var
að það væri engu líkara en við vær-
um að koma í fangelsi. Við heyrðum
hringl í lyklum enda voru stelpurn-
ar læstar inni. Lyklakippan var stór
og þung og sú sem opnaði því lengi
að finna rétta lykilinn. Andlitið sem
mætti okkur í dyrum Bjargs þennan
fyrsta dag var andlit hinnar norsku
Kröte, sem spurði með þjósti hverja
við vildum hitta. Bjarg var ekkert ann-
að en fangelsi. Marion fékk þó að
vera hjá okkur tvær eða þrjár helgar í
fyrstu, en svo breyttist viðhorfið í garð
fjölskyldunnar og okkur var meinað
að heyra í og hitta Marion... „
Stórt sár í sálinni
„Starfsstúlkurnar voru allar norsk-
ar, fyrir utan Auði Eir Vilhjálmsdótt-
ur, sem réði mestu um daglegt starf
Bjargs,“ segir Matthildur. „Ég man
alltaf fyrsta fund okkar Auðar Eirar.
Þá kom ég að heimsækja Marion og
ætlaði upp á herbergið hennar en
Auður Eir blokkeraði stigann upp og
sagði mér að fara inn í viðtalsherberg-
ið. Ég sá því aldrei herbergið henn-
ar Marion þetta ár sem hún dvaldi á
Bjargi. Þetta var ekki heimili. Þetta var
fangelsi. Þessi staður gerði stúlkurn-
ar ekki að betri manneskjum held-
ur eyðilagði líf þeirra flestra. Ég hef
hitt margar þeirra og það var ótrúlegt
að heyra frásagnir þeirra af lífinu á
Bjargi. Dvölin á Bjargi hefur skilið eft-
ir stórt sár í sálu þeirra.“
Marion gaf Matthildi engar skýr-
ingar á því hvers vegna hún hefði ver-
ið send að Bjargi, aðrar en þær að mömmu hennar líkaði ekki við kær-
astann hennar. Hún hélt sannleikan-
um leyndum, þangað til hann varð ekki lengur umflúinn. Marion var barnshafandi.
„Mér fannst sérkennilegt hvað
Marion var í ljótum og víðum fötum,“
segir Matthildur. „Eftir að ég varð
eldri og þroskaðri, geri ég mér grein
fyrir hvers vegna hún sagði mér aldrei
að hún ætti von á barni.Hún hagaði
sér í raun eins og barn sem hefur ver-
ið misnotað; það þegir yfir verknaðin-
um.“
Um upphaf stúlknaheimilisins að Bjargi segist séra Auði Eir Vilhjálms-
dóttur svo frá í ævisögu sinni, Sól-
in kemur alltaf upp á ný, sem Edda Andrésdóttir skráði:
„...mér sem fleirum þótti vanta
hér skólaheimili fyrir stúlkur svo að
þær fengju tíma til að átta sig á því
sem hafði farið úrskeiðis í lífi þeirra,
þar sem þær kæmust inn í reglulegt
nám, tækju próf og héldu sína góðu
leið í lífinu, Ég var lögreglukona þegar
þetta var og þótti úrræðin sem þeim
stúlkum buðust ekki mikil en að þau
yrðu og gætu verið meiri.“
„Vond verk í nafni Drottins“
Matthildur getur ekki leynt andúð sinni á séra Auði Eir og segir starfsem-
ina á Bjargi dæmi um vond verk, unn-
in í nafni Drottins.
„Ég söng með kirkjukórnum á
Flateyri um margra ára skeið og það
get ég sagt þér að það aðfangadags-
kvöld sem ég sá að það var séra Auður
Eir sem hafði verið fengin til að leysa
séra Lárus af, þá gekk ég út. Í minni
kirkju er ekki pláss fyrir hræsnara.
Þegar Marion fæddi son sinn haustið
1967 fóru mamma og systir hennar á
Fæðingardeildina og ætluðu að grípa
inn í líf þeirra. En þær komu of seint.
Móðir Marion hafði greinilega svipt
dóttur sína sjálfræði og falið Auði Eir
allt vald yfir henni.“
Í viðtalsbókinni við séra Auði Eir Vilhjálmsdóttur er frásögnin á þessa leið:
„...færeyska stúlkan sem rætt var
við í blaðinu (Þjóðviljanum 20. okt-
óber 1967) hafði reynst barnshaf-
andi þegar hún kom á skólaheimil-
ið. Var barn hennar flutt til Færeyja
eftir fæðingu í samráði við móður-
ömmu þess og barnaverndaryfir-
völd í Færeyjum. Í viðtalinu í Þjóð-
viljanum var lýst aðdraganda þess
að stúlkan kom á skólaheimilið og
dvölinni sem lauk með því að hún
“strauk“....“
„Hún strauk ekkert,“ segir Matt-
hildur. „Henni var rænt af mann-
inum mínum, Hinriki Jóni og vini
hans og komið fyrir á heimili Ragn-
ars Stefánssonar jarðskjálftafræðings
og foreldra hans á Sunnuvegi. Gísli
Gunnarsson, kennari við Austur-
bæjarskólann kenndi vinkonu einn-
ar stúlkunnar á Bjargi, sem sagði
honum frá aðstæðum og hann fór
að kanna þær. Síðar kom Gunnlaug-
ur Þórðarson, lögfræðingur að mál-
inu, en hann átti sæti í Barnavernd-
arráði.Það var staður þar sem fram
fór fangelsun og frelsissvipting ungl-
ingsstúlkna. Það var ekki eins og
þessar stúlkur væru einhver vand-
ræðabörn samfélagsins. Þær voru
bara of óstýrilátar fyrir foreldra sína,
sem vildu losna við þær.“
„Endalok heimilisins voru ekki
flókin; þau réðust einfaldlega af upp-
lognum sögum“, segir séra Auður Eir í
bókinni. „Við höfðum verið rænd til-
trúnni; við hefðum aldrei getað hald-
ið áfram og okkur hefði aldrei dottið
það í hug.“
Mörgum mun misbjóða
sannleikurinn
Marion sneri aftur að Bjargi eft-
ir fæðingu sonar síns. Gjörbreytt ung stúlka að sögn Matthildar.
„Glaða stúlkan var horfin að ei-
lífu,“ segir Matthildur. „Þegar Bjargi
var lokað nokkrum vikum síðar eftir
að upp komst hvernig búið hafði ver-
ið að bjargarlausum unglingsstúlk-
unum fór Marion heim til Færeyja.
Henni hafði verið lofað að hún fengi
soninn þegar hún kæmi heim. Hann
sá hún aldrei. Marion varð eins og
skugginn af sjálfri sér. Hún kvaldist þá
stuttu ævi sem hún átti eftir, en hún
lést fertug að aldri úr krabbameini.
Eftir að nýfæddur sonurinn var tekinn
af henni hvarf lífslöngun hennar með
öllu. Það er ekki hægt að gera ljótari
hlut en þann að taka nýfætt barn af
móður. Það gerði kona sem er prest-
ur og rekur sérstaka Kvennakirkju.
Mig hryllir við þessu. Bjarg var ekki
stúlknaheimili. Það var fangelsi fyrir
saklaus börn. Þegar saga Bjargs verð-
ur gerð opinber – og þess er ekki langt
að bíða – mun mörgum misbjóða, því
get ég lofað.“
Földu Marion
Meðan mál stúlknanna á Bjargi
voru rannsökuð var gripið til þess
ráðs að fela Marion Gray á stað
þar sem hennar yrði örugglega ekki
leitað. Ragnar skjálfti man vel eftir
þessari unglingsstúlku.
„Gísli Gunnarsson, sem var góð-
ur vinur minn bað mig og foreldra
mína að taka Marion að okkur tíma-
bundið,“ segir Ragnar Stefánsson,
prófessor við Háskólann á Akureyri,
betur þekktur sem Ragnar „skjálfti“
jarðskjálftafræðingur. „Gísli taldi af
ýmsum ástæðum best að Marion
væri á heimili þar sem hennar yrði
ekki leitað og hún gæti verið örugg
meðan mál hennar upplýstust bet-
ur. Gísli vissi að hún hafði ekki átt
góðar stundir á Bjargi.“
Ragnar segir Marion hafa dvalið
hjá sér og foreldrum sínum í nokk-
urn tíma.
„Ég kunni ágætlega við þessa
stúlku og ég átti ómögulegt með
að skilja hvers vegna hún var lok-
uð inni á stúlknaheimili. Hún kom
vel fyrir sjónir og það var gaman að
ræða við hana.“
Sagði hún þér frá syni sínum sem
hún fæddi og hafði verið tekinn af
henni?
„Nei, þessar fréttir koma mér
alveg að óvörum,“ segir Ragnar
og undrunin leynir sér ekki í rödd
hans. „Hún talaði að vísu mest við
móður mína, því við pabbi vor-
um í vinnu á daginn og það má vel
vera að hún hafi trúað mömmu fyr-
ir þessu. Okkur fannst öllum Mar-
ion vera indælisstúlka og var mjög
til friðs á heimili okkar. Mér fannst
Gísli vera að gera mjög góða hluti
því ég gat ekki séð nokkra ástæðu
fyrir því að hún væri vistuð á Bjargi.
Mér skildist að fjölskylda henn-
ar í Færeyjum væri afskaplega sið-
vönd og ástæða þess að þau hefðu
sent hana á Bjarg væri sú að hún
hefði ekki hagað sér nægilega vel
að þeirra mati. En þessi frétt um
að hún hafi verið barnshafandi
og eignast son hér á landi, skýrir
margt fyrir mér. Ég hafði spurnir af
Marion síðar og svo virðist sem hún
hafi orðið hálfgert rekald eftir lífs-
reynslu sína hér á Íslandi.“
Stefán Bjarnason, faðir Ragnars,
staðfestir að fjölskyldan hafi fallist
á að veita Marion húsaskjól og hún
hafi verið elskuleg stúlka.
„Ég vissi af fæðingu sonarins, en
man ekki hvort hún sagði mér sjálf
af henni eða einhver annar,“ segir
Stefán.
Aðspurður hvort Gunnlaugur
Þórðarson lögfræðingur hafi komið
á heimilið til að taka skýrslu af Mar-
ion segist Stefán muna eftir manni
sem kom á heimilið til að ræða við
hana.
„Hvort það var Gunnlaugur heit-
inn Þórðarson veit ég ekki, en Mar-
ion var nokkuð brugðið við komu
þessa manns. Hún fór að gráta því
hún taldi að verið væri að sækja sig
og flytja aftur á Bjarg. Umræddur
maður fullvissaði hana um að hann
væri þarna til að hjálpa henni og fór
mjög rólega að henni og talaði hlý-
lega við hana.“
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
var mest var áberandi í sambandi
við Bjargsmálið. Á henni stóðu öll
spjót þegar málið var rannsakað
og á hana er hart deilt í viðtölum
í DV í dag.
„Af hverju ertu að fara að skrifa
um þetta?“ spyr hún þegar haft var
samband við hana síðdegis í gær.
„Ég skal segja þér hvað ég vil segja.
Við settum þetta heimili á stofn.
Þetta var skólaheimili.“
Og fór þar fram einhver
kennsla?
„Þú hefur enga þekkingu á
þessu máli og hefur engan
rétt á að hringja í mig
og krefjast svara. Ég
nenni ekki að tala
um þetta... Ég nenni
þessu ekki lengur.“
Auður Eir segir
að vissulega hafi verið
mikið um þetta mál fjall-
að á sínum tíma, en segir:
„Mig langar ekkert inn í
þessa umræðu aftur. Þetta er
ekkert grín, ég ræddi þetta
á sínum tíma og vil ekki
ræða þetta frekar.“
Þegar vitn-
að er í
frásögn Marion Gray, sem birtist í
Þjóðviljanum 20. október 1967 og
varð í raun Bjargi að falli svarar
Auður:
„Þetta var alls ekki eins og Marion
lýsir þessu. Við settum þetta heim-
ili á stofn, þetta var skólaheimili.
Ég vil ekki tjá mig um þetta mál, ég
gerði það á sínum tíma frá morgni til
kvölds. Það getur vel verið að ég svari
öðrum á morgun um málið. Það er
langbest að lifa lífi sínu í sátt við góða
veðrið. Þú verður að finna þitt hjarta
og hvernig það slær,” sagði
prestur Kvenna-
kirkjunnar, séra
Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir
og kvaddi.
valur@dv.is
„Tala ekki um þetta“
Ragnar „skjálfti“ Stefáns-
son og foreldrar hans
skutu skjólshúsi yfir
Marion „Ég hafði spurnir af
henni síðar og svo virðist sem
hún hafi orðið hálfgert rekald
eftir lífsreynslu sína hér.“
Bjarg var fangelsi
Vond verk unnin í nafni Drottins
Matthildur Hafsteinsdóttir segir
stúlkur sem dvöldu á bjargi hafa verið beittar andlegu ofbeldi.
Sátt við veðrið „Það er
langbest að lifa lífi sínu í sátt
við góða veðrið,“ segir séra
auður eir Vilhjálmsdóttir.
DV Fréttir
föstudagur 9. febrúar 2007 17
Stelpurnar á bjargi
tóku nýfætt
barnið af
örvilnaðri
móðurinni
Helvíti á jörðu
Harðræði, innilokun og frelsissvipting va
r hluti þess
sem þessar unglingsstúlkur þurftu að þo
la. Þeim
var komið fyrir á Bjargi, sem var heimili r
ekið af
Hjálpræðishernum, og nú fjörutíu árum s
íðar
kraumar enn hatur og beiskja í þeim kon
um sem
þar voru vistaðar. DV hefur fundið gögn u
m starfið
á Bjargi og birtir hér hluta þeirra og viðtö
l við fólk
sem þekkir vel til þess sem þar fór fram.
Framhald á
næstu opnu
föstudagur 9. febrúar 200718
Fréttir DV
Stelpurnar á bjargi
„Má móðir taka dóttur sína og láta
vista hana í húsi, þar sem hún má
varla fara út í tvö ár, bara vegna
þess að stúlkan var of lengi úti eitt
kvöld?“ Fyrir fjörutíu árum var
þessari spurningu var beint til Gísla
Gunnarssonar, prófessors í sagn-
fræði, sem þá kenndi félagsfræði
við Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
Umfjöllunarefni kennslustundar-
innar var sjálfræði unglinga.
„Mér var mjög brugðið og bað
stúlkurnar að ræða við mig eft-
ir tímann. Þær sögðu mér að um-
rædd stúlka væri vistuð á stúlkna-
heimilinu Bjargi á Seltjarnarnesi
og við sammæltumst um að þegar
hún losnaði þaðan, talaði hún við
mig. Hún kom til fundar við mig
í ágúst árið 1967, ásamt tveimur
öðrum stúlkum sem höfðu verið
á Bjargi. Þær sögðu mér af aðstöð-
unni þar og ég varð skelfingu lost-
inn, aðallega yfir einangruninni,
sem mér finnst alltaf hafa verið
versti hluti Bjargsmálsins. Skoð-
un mín á Bjargi var að mestu leyti
um einangrunina, bæði á Bjargi
og sérstaklega þó þegar stúlkurn-
ar þar voru sendar í refsieinangrun
eða einangrun við upphaf vistar á
ríkisupptökuheimilið í Kópavogi.
Einnig að þeim var stöðugt hótað á
Bjargi að vera settar í einangrun.“
Í algjörri einangrun
Gísli sýnir mér pappíra; heilu
möppurnar, sem innihalda skýrslu-
tökur af stúlkum sem dvöldu á
Bjargi, blaðaúrklippur og afrit
bréfa til yfirvalda. Í vitnisburði
einnar stúlkunnar, skýrslu sem er
vottfest af tveimur lögmönnum
standa eftirfarandi orð:
„Á ríkisupptökuheimilinu var
hún sett í herbergi með einu járn-
rúmi. Annað húsgagna var þar
ekki... Gluggi var spenntur aftur.
Þarna var hún læst inni og fékk
aldrei allan tímann að fara út
nema til að fara á salerni eða í bað.
Mjög slæmt loft var í herberginu
og lykt varð þar slæm fljótt. Læs-
ing var þannig að bundið var fyrir
hurð og skrölti mikið þegar opn-
að var. Öll föt hennar voru tekin af
henni, nema nærbuxur og henni
fengin náttföt til að vera í, eða all-
an innilokunartímann, 28/5-4/6
eða 7 daga...“
„Forstöðukona upptökuheim-
ilisins, Ólöf Þorsteinsdóttir, tjáði
mér að kvenlögreglukonurnar
Guðlaug Sverrisdóttir og Auður
Eir Vilhjálmsdóttir hafi viljað hafa
innilokunina miklu strangari en
hún sjálf hefði óskað,“ skrifaði Gísli
í skýrslu til yfirvalda 1967. „Það
þótti góður undirbúningur á Bjargi
að hafa stúlkurnar í einangrun frá
fimm upp í tíu daga. Þær fengu
ekki að hlusta á útvarp né lesa
blöð. Eina lesefnið var kristilegt
efni eða hrós um Bjarg. Þær áttu
að vera sem mest með sjálfum sér
og þeim sagt að, svo ég vitni orð-
rétt í eina stúlkuna: „Til að ná best
sambandi við Guð í bæn sé þegar
maður er einn og hefur engan til
að trufla.“ Með einangruninni átti
Guð að frelsa þær.“
Gísli Gunnarsson hefur aldrei
komið inn á Bjarg, en hann hafði
upplýsingar sínar frá fyrstu hendi:
„Ég kom í fyrstu að málinu sem
„vinsamlegur skoðandi“ og starfs-
konur ríkisupptökuheimilisins
veittu mér góðfúslega upplýsingar,
enda voru þær mótfallnar því að
vera notaðar á þennan hátt. Þær
fengu síðar skammir fyrir að veita
mér upplýsingarnar, þótt ég sem
kennari, hafi átt fullan rétt á þeim.
Þegar málið fór að vinda upp á sig
reyndu starfskonur Bjargs að koma
sem mestri sök yfir á konurnar á
ríkisupptökuheimilinu og þóttust
ekki kannast við neitt, jafnvel þótt
það hefðu verið Guðlaug Sverris-
dóttir og Auður Eir sem komu með
stúlkurnar af Bjargi inn á ríkisupp-
tökuheimilið. Þe ar ég kom að
málinu hafði Bjarg verið starfrækt
í tvö ár en reglan var sú að stúlkur
ættu helst að dvelja þar í tvö ár.“
Allir aðrir brugðust
Þegar Gísli hafði tekið skýrsl-
ur af nokkrum stúlknanna sendi
hann málið til fjölmargra aðila.
„Allir þeir aðilar fengu bréf
og skýrslu mína um einangrun
stúlknanna,“ segir Gísli. „Eini mað-
urinn sem svaraði mér var bæjar-
fógetinn í Kópavogi, sem gerði
sína athugun á ríkisupptökuheim-
ilinu. Hann var eina yfirvaldið sem
brást löglega við. Allir aðrir brugð-
ust. Formaður Sálfræðingafélags-
ins hafði samband við mig og gaf
mér hreinskilnislegasta svar sem
ég hef á ævinni fengið: „Við höfum
ekki siðferðilegan styrk til að eiga í
þessu máli.“
Réttlætiskenndinni misboðið
Að sögn Gísla sátu í Barnavernd-
arráði Íslands á þessum tíma auk
Gunnlaugs: Sveinbjörn Jónsson
hæstaréttarlögmaður, sem var for-
maður ráðsins, Magnús skólastjóri
Hlíðaskóla, séra Gunnar Árnason,
prestur í Kópavogi og móðurbróðir
séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur og
Símon Jóhann Ágústsson, sem hafði
verið í öllum barnaverndarmálum
frá því á fjórða áratugnum.
„Barnaverndarráð samanstóð
því eingöngu af gömlum karl-
mönnum. Gunnlaugur var eigin-
lega unglambið, 48 ára! Við Sím-
on Jóhann vorum vinir, hann hafði
kennt mér við háskólann og hann
fylgdist með Bjargsmálinu frá upp-
hafi. Hann laumaði til mín upplýs-
ingum um hvað barnaverndarráð
var að gera eða ekki að gera. Á yfir-
borðinu var hann stuðningsmaður
Bjargs, en hann lék tveimur skjöld-
um í þessu máli og aðstoðaði mig
dyggilega. Hann var í rauninni eini
fagmaðurinn í Barnaverndarráði.“
En hver er ástæða þess að gagn-
fræðaskólakennari tekur upp á sitt
eindæmi að rannsaka stúlkna-
heimilið Bjarg, með þeim afleiðing-
um að því er lokað nokkrum mán-
uðum síðar?
„Réttlætiskennd minni var mis-
boðið og þegar ég byrjaði með mál-
ið og mætti andstöðu og fjandsemi
þá kom upp í mér þrjóska og bar-
áttuvilji. Ég sagði við sjálfan mig að
ef ég myndi láta málið niður falla,
þá myndu fylgismenn Bjargs herja
á mig með allt sitt lið og það var
ekkert lítið! Ég ákvað að ég yrði að
sigra í þessu máli til að geta lifað
áfram. Ég var farinn að berjast fyrir
minni eigin tilvist sem kennari og
sem virtur þegn í samfélaginu.“
Var reynt að stöðva þig?
„Já, stöðugt og ég fékk fjölmarg-
ar hótanir. Ég vann einn að mál-
inu í nær fimm mánuði, með smá-
stuðningi frá Símoni Jóhanni og
manni sem var fljótur að vélrita.
Ég bar málið jafnóðum undir tvo
lögfræðinga, sem fylgdust með til
að gæta að því að ég væri ekki með
neitt ólögmætt í höndunum. Ann-
ar þeirra varð síðar virtur prófessor
í lögfræði.“
Heiftin engu minni en fyrir fjörutíu árum
Gísli segir stúlkurnar hafa verið
misjafnlega á sig komnar andlega
þegar hann hitti þær. Hann hefur
nýverið heyrt í tveimur þeirra sem
óskuðu eftir samtali við hann af
ástæðum sem fljótlega verða þjóð-
inni kunnar.
„Heift þeirra í garð Bjargs er
ennþá til staðar. Þessar konur eru
nú á sextugsaldri og bera enn þá
þann heiftarhug til Auðar Eirar
Vilhjálmsdóttur og Bjargs og þær
gerðu fyrir fjörutíu árum.“
Eftir að Bjargi var lokað, 23. okt-
óber 1967 hafði Gísli ekkert sam-
band við stúlkurnar í áratugi.
„Ég mat það svo að þær vildu fá
að vera í friði næstu árin og fá að
gleyma þessum tíma. En svo fór
hann að rifjast upp fyrir þeim þeg-
ar þær urðu fullorðnar konur og
margar þeirra orðnar mæður og
sumar ömmur“.
Kynferðisleg áreitni og of-
beldi hefur komið mikið við sögu
í Breiðuvíkurmálinu sem mikið er
fjallað um þessa dagana. Kom eitt-
hvað slíkt til tals í þínum athugun-
um?
„Ég kannaði aldrei slíkt. Ég lagði
áherslu á þann þátt sem sneri að
einangrun stúlknanna, sem ég leit
alvarlegustu augum. Umræða um
slíkt kom hins vegar upp af hálfu
stúlknanna, en þær fundu fljótt að
ég vildi ekki um það ræða.“
Myndirðu spyrja öðruvísi í dag
en þú gerðir fyrir fjörutíu árum?
„Ég hygg ekki. Ég var einungis
að athuga einangrun.“
Bjargi var lokað 23. október
1967, en rannsókn málsins hófst
18. nóvember. Öll gögn málsins
liggja á borðinu fyrir framan okk-
ur. Það er eins og talnaþraut að
lesa sig í gegnum ferlið.
„Málinu var vísað til ráðuneytis
í lok nóvember, ráðuneytið sendi
það áfram til saksóknara til athug-
unar 20. desember. Þaðan fór mál-
ið aftur til saksóknara, sem sendi
til Barnaverndarráðs sem sendi
það til bæjarfógeta, sem sendi aft-
ur til saksóknara og þaðan til ráðu-
neytis og síðan lýsti ríkissaksókn-
ari því yfir í desember 1968 að
engin málshöfðun verði að höfðu
samráði við menntamálaráðu-
neytið. Lögfræðingur Bjargs, Logi
Guðbrandsson, lýsti sig ánægðan
með þessar málalykt-
ir... Barnaverndarráð
Íslands var svo
lamað fram til
ársins 1970 að Gunnlaugur Þórð-
arson var gerður að formanni þess
og hann var hvatamaður þess að
Breiðuvík var lokað.“
Sonurinn tekinn með valdi af móðurinni
Var þér kunnugt um að fær-
eyska stúlkan, Marion Gray, eign-
aðist son sem var tekinn af henni?
„Já. Drengurinn fæddist á Fæð-
ingarheimili Reykjavíkur og síðar
var farið með hann á Bjarg þar sem
Marion fékk að gefa honum brjóst í
nokkra daga. Þetta veit ég frá Mar-
ion sjálfri og stúlkunum sem voru
samtímis henni á Bjargi. Forráða-
konur Bjargs voru ráðalausar og
fyrsta hugmyndin var sú að gefa
drenginn til ættleiðingar. Mar-
ion neitaði því og þá var leitað til
barnaverndarnefndarinnar í Þórs-
höfn í Færeyjum sem kvað upp
þann úrskurð að barnið skyldi sent
til Færeyja til umsjónar nefndar-
innar. Drengurinn var tekinn af
Marion með valdi.“
Gísli segir að þegar Marion fór
síðar til Færeyja hafi henni verið
lofað að hún fengi að sjá bar ið sitt
ef hún undirritaði skjöl þess efnis
að allt sem hún hefði sagt um Bjarg
á Íslandi væru ósannindi.
„Þegar Marion hafði undirrit-
að það plagg var hún meðhöndl-
uð sem úrhrak í Færeyjum og fékk
aldrei að sjá son sinn.“
Sannleikurinn er skjalfestur
Frá því DV hóf umfjöllun um
Breiðuvíkurmálið í síðustu viku
hafa fjölmiðlar verið undirlagðir af
því. Við höfum fengið ábendingar
um fleiri mál, þeirra á meðal það
sem hér er til umræðu. Telur þú að
Bjargsmálið muni rísa upp tvíeflt
aftur eins og Breiðavíkurmálið?
„Ég veit að það mun gerast,“
svarar Gísli að bragði.“Ég hef heyrt
að verið sé að vinna að ítarlegri og
áhrifaríkri athugun á þessu máli.
Meira get ég ekki um það sagt, ég
er bundinn þagnarskyldu.“
Og verður niðurstaða þeirrar
athugunar þannig að þú getir tek-
ið undir lokaorð Matthildar Haf-
steinsdóttur í viðtali í blaðinu í dag
að þegar saga Bjargs verði gerð op-
inber muni mörgum misbjóða?
„Já, ég get tekið undir þau orð.
Ég tel tvímælalaust að þær stúlk-
ur sem vistaðar voru á Bjargi hafi
skaðast sálarlega. Bjargsmálið hvíl-
ir á þeim sem skuggi og er kannski
neikvæðasta atriði lífs þeirra. Þær
voru margar geymdar á Bjargi með
samþykki foreldra sinna - þó ekki
allar - og inn í málin blandast því
uppgjör við foreldrana. Þær vilja
ekki ennþá vita allt sem foreldrar
þeirra gerðu. Eftir að dómsrann-
sókn hófst í málinu og lögreglan
fór að taka skýrslur af Bjargsstúlk-
unum kom margt
hræðilegt í
ljós. Sann-
leikurinn
um Bjarg er
skjalfestur
og margt
um hann
er að
finna vel
geymt í
ráðuneyti
í Reykja-
vík.“
Sama iftin eftir 4 ár
AnnA KRiStine
blaðamaður skrifar: annakristine@dv.is
„Ég tel tvímælalaust að þær stúlkur sem
vistaðar voru á Bjargi hafi skaðast sálarlega. Bjargsmálið hvílir á þeim sem skuggi og er kannski neikvæðasta atriði lífs þeirra.“
Kennarinn sem kannaði málin „Mér var mjög brugðið þegar ég heyrði af unglings-stúlkum í einangrun,“ segir gísli gunnarsson,sem hóf rannsókn á starfsemi bjargs fyrir fjörutíu árum. fyrir framan hann á borðinu er ein af þeim möppum sem innihalda skýrslur og viðtöl við stúlkur sem dvöldu á bjargi.
Í einangrun fyrir óhlýðni
Tvær stúlkur sem höfðu verið
vistaðar á Bjargi fóru hörðum orð-
um um aðstæður þar og framkomu
stjórnenda við stúlkurnar í viðtali
sem birtist í tímaritinu Ostrunni í
nóvember 1967. Þær lýsa þar meðal
annars ofbeldi af hálfu starfskvenna
Bjargs, kynferðislegri áreitni og mik-
illi hörku.
Í viðtalinu segja stúlkurnar að
þær hafi verið beittar ofbeldi ef þær
hlýddu ekki. Þannig hafi þær til
dæmis orðið vitni að því að starfs-
konurnar hafi slegið til stúlkna og
dregið þær eftir gólfum. Þannig
segja þær að ein stúlka hafi verið
dregin alla leið niður af efstu hæð
niður á jarðhæð þegar hún neitaði
að fara niður. Fleiri refsingar komu
þó til greina og var beitt. „Ef við mót-
mæltum, var okkur hótað að við yrð-
um sendar á hælið í Kópavogi eða
þá á vandræðaheimili í Danmörku.
Þær litu á okkur sem vandræðabörn
og lýstu fyrir okkur, hvernig umhorfs
væri á þessum vandræðaheimilum í
Danmörku. Þær sögðu að þar
væru járnbekkir, rimlar fyr-
ir gluggum, múrar í kring og
annað eftir því.“
Önnur stúlknanna lýs-
ir því í viðtalinu hvernig hún
var flutt á Upptökuheimilið í
Kópavogi og sett í einangrun-
arklefa þar eftir að hún flýði
af Bjargi. Bróðir hennar hafði
þá keyrt hana aftur á Bjarg og
tekið loforð af forstöðukon-
unni um að hún yrði ekki
flutt á upptökuheimilið. Lof-
orð sem var ekki virt.
„Einu sinni rak forstöðu-
konan tunguna upp í mig
um leið og hún kyssti mig
góða nótt, ég hrökklaðist
undan en hún varð bara
vandræðaleg og sagði að
þetta væri bara leikur,“ segir önnur
stúlkan í viðtalinu og hin segir frá
því hvernig forstöðukonan hafi farið
inn fyrir peysu sína með hendurnar
og káfað á bakinu á sér.
Neyddar til trúarathafna
Þjóðviljinn og Tíminn fjölluðu
um flótta Marion Gray frá Bjargi og
veru hennar þar í löngum greinum
20. október 1967. Langt viðtal birt-
ist við Marion í Þjóðviljanum þar
sem hún lýsti upplifun sinni og þá
ekki síst hvernig barn hennar var
tekið af henni.
Marion segir frá því að þegar
hún sagði forstöðukonunni að hún
væri með barni hafi sú síðarnefnda
ekki trúað því. „...hún vildi ekki
trúa mér, hún lamdi mig, við lent-
um í slagsmálum og svo sagði hún
að ég væri ekki frekar ófrísk en hún
sjálf. Um kvöldið blæddi hjá mér í
klukkutíma.“ Marion segist í við-
talinu hafa beðið um að fá að fara
til læknis en verið neitað. Síðan
hafi liðið langur tími og hún fyrst
fengið að fara til læknis þegar
barnið var farið að sparka. Þá var
Marion komin sjö mánuði á leið.
Í umfjölluninni er Bjargi lýst
sem ríkisstyrktu uppeldisheim-
ili í höndum ofsatrúarflokks.
Þar segir meðal annars að eng-
inn sálfræðingur starfi við stofn-
unina en uppeldisaðferðirnar
byggi allar á annarlegri trúfræði,
annars vegar séu viststúlkur
þvingaðar til að taka þátt í trúar-
athöfnum og hins vegar beittar
hótunum og refsingum. Barna-
verndarráð er sagt hafa lítil af-
skipti af Bjargi.
Sett í spennitreyju
Marion segir frá því að hún
hafi verið lokuð inni í klefa í
færeyjum í spennitreyju, í
fimm daga.
Umfjöllun DV
9. febrúar
saga Marion gray,
sem flýði af bjargi,
vakti mikla athygli.
Umfjöllun Ostrunnar í nóvember
1967 stúlkurnar segja auði eir
Vilhjálmsdóttur, sem þá var lögreglu-
kona, hafa sagt að eina leiðin til að ala
upp unglinga væri að halda þeim í
sífelldum ótta.
„...hún vildi ekki trúa mér,
hún lamdi mig, við lentum
í slagsmálum og svo sagði
hún að ég væri ekki frekar
ófrísk en hún sjálf.“