Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Blaðsíða 25
DV Fréttir föstudagur 16. febrúar 2007 25 „Reynsla mannanna sem voru í Breiðuvík hefur markað djúp spor í sálir þeirra,“ segir Helgi Gunn- laugsson afbrotasálfræðingur um áhrif Breiðuvíkurvistar á dreng- ina sem þar sættu miskunnar- lausu ofbeldi. Helgi segir reynsl- una af Breiðuvík vekja upp áleitnar spurningar um meðferðarúrræði í samfélaginu í dag. Umræðan verði sífellt háværari um að ekki sé gott að vista börn í langan tíma utan eðlilegs umhverfis þeirra. „Kerfið og samfélagið brugð- ust þessum piltum og því hafa þeir mikla óbeit á hvers kyns yf- irvaldi,“ segir Helgi en það hefur verið áberandi hjá þeim sem vist- aðir voru í Breiðuvík að þeir fyrir- líta yfirvöld. Að sögn Helga upp- lifðu þeir sig mjög snemma sem útlaga í samfélaginu. Í raun voru þeir einir á móti heiminum. Eftir að þeir voru sendir til Breiðuvík- ur virðist sem enga hjálp hafi verið að fá. Þeir sættu barsmíðum ef þeir töluðu um raunverulegt ástand á drengjaheimilinu. Þess vegna litu þeir svo á að þeir skulduðu samfé- laginu ekki neitt. Fullmótaðir menn Langt er síðan piltarnir voru vistaðir í Breiðuvík. Í dag eru þeir komnir á miðjan aldur og hafa margir hverjir lifað og hrærst í heimi glæpa og ofneyslu áfengis og lyfja. „Þeirra sjálfsmynd og lífsað- stæður eru mjög mótaðar,“ seg- ir Helgi en piltarnir komu á við- kvæmum aldri til Breiðuvíkur og höfðu mismunandi bakgrunn. Að sögn Helga hefur það sýnt sig að erfitt getur verið að aðstoða börn sem koma úr öllum áttum, með ólík vandamál og á misjöfnum aldri. Hann segir mjög vafasamt að loka börn inni á slíkum heimilum til lengri tíma. Þá helst vegna þess að flest barnanna sneru aftur í sitt eðlilega umhverfi. Vilja ekki peninga „Það sem sló mig mest þegar ég hlustaði á viðtölin við menn- ina var að þeir vildu ekki endilega fjárbætur fyrir vist sína í Breiðuvík, sársaukinn er dýpri en það,“ segir Helgi um möguleika á því að að- stoða mennina. Hann segir að þeir vilji frekar einhvers konar uppreisn æru og að samfélagið sýni ábyrgð á gjörðum sínum með því að biðja þá afsökunar. Hann segir það frek- ar kröfu samfélagsins sjálfs að bæta þeim skaðann með pening- um. Hann segir að svo virðist sem þeir líti frekar á málið sem svo að samfélagið skuldi þeim afsökun- arbeiðni og viðurkenningu á þeim raunum sem þeir þurftu að þola. Breiðavík framtíðarinnar „Margar áleitnar spurningar vakna þegar Breiðavík er skoðuð, þá spyr maður sig hvernig meðferð- arúrræðum og umhverfi sé háttað í dag,“ segir Helgi og brýnir nauðsyn þess að samfélagið og ríkisstjórn- in dragi lærdóm af umræðunni. Breiðavík sýndi og sannaði að vist- unarúrræði þar sem börn eru tekin úr sínu venjulega umhverfi í lang- an tíma, eru varasöm. Hann segir þetta mikinn lærdóm sem þurfi að íhuga vandlega. Þrátt fyrir að úrræði nú séu talsvert betri en þau voru, þá viljum við ekki líta til baka eftir tuttugu ár og fara í gegnum sömu umræðu og Breiðavík er brennd af í dag. Helgi kastar fram spurning- unni hvort meðferðarúrræði séu til fyrirmyndar í dag og hvort þau megi bæta fyrst ríkisstjórnin hefur ákveð- ið að láta rannsaka þetta yfirgrips- mikla mál, sem DV hratt af stað. Reiðir og beiskir „Það er mikil beiskja í mönn- unum og þeir eru reiðir út í mis- heppnað úrræði,“ segir Helgi og bætir við að þeir muni aldrei bíða þess bætur þrátt fyrir þá hjálp sem félagsmálaráðuneytið hefur boðið þeim. Eini raunverulegi sigurinn sem hægt er að fá úr umræðunni sem varðar Breiðuvík, er reynslan og lærdómurinn sem samfélagið getur dregið af þessum hrikalegu atburðum. Ævilangar afleiðingar misþyrminga og hörku Afleiðingar Breiðuvíkurvistar á þá sem þar voru um lengri eða skemmri tíma eru svo alvarlegar og djúpstæðar að skaðinn verður aldrei bættur. Afbrotasálfræðingur- inn Helgi Gunnlaugsson segir sár Breiðuvíkurdrengjanna svo djúp að þau grói seint ef nokkurn tímann. Menn verði þó að læra af reynslunni og gera betur í nútímasam- félagi. Koma verði í veg fyrir að annað eins geti nokkurn tímann endurtekið sig. Helgi Gunnlaugsson segir íslensku þjóðina þurfa að læra af mistökunum í breiðuvík. „Ég man ekki eftir því að hafa beitt slíku ofbeldi,“ sagði bjarni Þórhallsson, sonur Þórhalls Hálfdánarsonar, í samtali við dV en hann er eina barn hans sem hefur tjáð sig opinberlega um málið. bjarni hefur ekki viljað tjá sig við neinn annan fjölmiðil. bjarni var forstöðumaður uppeldisheimilisins veturinn 1972 til 1973 en svo tók georg gunnarsson við heimilinu. sjálfur er bjarni skósmiður á selfossi í dag. Hann var sakaður um harðræði eftir að hann tók við af föður sínum en sjálfur neitaði hann slíku alfarið. „faðir minn var mjög strangur maður en sjálfur varð ég aldrei var við ofbeldi á heimilinu,“ sagði bjarni, en hann útilok- aði þó ekki að slíkt gæti hafa viðgengist. Hann segir málið komið í réttan farveg og hann vilji sem minnst skipta sér af því sjálfur. Hann er eina barn Þórhalls sem hefur viljað tjá sig um ásakanir á hendur föður sínum og sér sjálfum. Sonur neitar harðræði „Það var haft í flimtingum þegar ég keypti býlið, að breiðuvíkurbörnin fylgdu með í kaupbæti,“ segir Keran Ólason sem ásamt konu sinni birnu Mjöll atladóttur, rekur hótel þar sem uppeldisheimilið var til húsa. Keran og birnu varð ljóst stuttu síðar hvað átt var við en þá hringdu gamlir vistmenn í tíma og ótíma í hótelið, yfirleitt drukknir, til þess að gera upp óhugnanlega fortíð sína. Þar að auki hótuðu sumir þeim hjónum lífláti en einn sagðist ætla að koma vestur og myrða þau. slík var reiðin. Keran segir sögu breiðuvíkur óhugnanlega en brotunum hafi hann ekki púslað saman fyrir alvöru fyrr en dV kom út fyrir tveimur vikum. Þangað til hafði hann afskrifað minningar mannanna sem drykkjuraus. Komið hefur í ljós að sögurnar virðast raunsannar og hrollvekjandi að auki. Breiðuvíkurhjón fá líflátshótanir Með lömunarveiki til Breiðuvíkur „Ég fékk lömunarveiki og fósturfaðir minn sendi mig í kjölfarið til breiðuvík- ur,“ segir georg Viðar björnsson sem var vistmaður til fimm ára í breiðuvík. Hann kom þangað fyrst tíu ára gamall og dvaldi þar frá 1956 til 1960. Þá var björn Loftsson forstöðumaður að sögn georgs. „Við vorum sextán strákar þarna, allir í kringum ellefu ára, við áttum að heita glæpamenn þegar við komum í Víkina,“ segir georg þegar hann rifjar upp vistina. Hann var eitt barnanna sem engin sjáanleg ástæða var fyrir að væri vistað þar. Hann segir vistina ekki hafa verið dans á rósum. „Þegar við brutum af okkur vor- um við stundum settir í strigapoka og hengdir upp á snaga,“ segir georg Viðar um harðar uppeldisaðferðir sem þá voru við lýði. aðspurður hversu lengi börnin voru látin hanga segir hann: „Það var allt upp í heilan dag.“ georg segir vistina hafa verið furðuágæta en það versta fannst honum kennsluleysið. svo virðist sem markviss kennsla hafi ekki farið fram þar. „Mér finnst ríkið helst skulda mér það,“ segir georg sem, líkt og aðrir vistmenn, var hlunnfarinn um menntun. Menntun í molum „Þetta var ekki beinlínis kennsla, frekar eins og félagsskapur,“ segir eiríkur Hjartarson, sem var kennari í breiðu- vík árið 1964 en þar starfaði hann einn vetur. Í ljós hefur komið að kennsla hjá breiðuvíkurbörnunum var í molum. Krakkarnir fóru margir hverjir átta ára gamlir til vistunar á heimilinu og sneru aftur um fjórtán ára aldur. Þau fengu enga mark- vissa kennslu á þessum árum og því var fjórtán ára breiðu- víkurbarn með mennt- un á við átta ára gamalt barn þegar það sneri aftur. Þau voru rænd menntun sinni sem varð til þess að margir hölluðu sér að vímu- efnum á meðan aðrir drifu sig á sjóinn. Ljóst er að vistin í breiðuvík hafði af börnum mannsæmandi möguleika á menntun sem ríkinu er skylt samkvæmt mannrétt- indasáttmála og alþjóðalögum að veita. Þeir menn sem vistaðir voru á heimilinu og komið hafa fram í dV, segja þar sárast að þeir fengu aldrei tækifæri til þess að sækja sér tilhlýðilega menntun. föstudagur 9. febrúar 200714 Fréttir DV „Þetta kemur manni gjörsam- lega í opna skjöldu,“ segir Guð- mundur Hallvarðsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, um Þórhall Hálfdánarson sem veitti uppeldis- heimilinu í Breiðuvík forstöðu frá 1964 til 1972. Í umfjöllun DV síð- asta föstudag var lýst dvöl pilta á heimilinu. Þeir segja hana hafa ver- ið helvíti á jörðu. Einn þeirra sagði Þórhall sadista og lýsti því þegar hann læsti piltana í myrkum kjall- ara og misþyrmdi þeim hrottalega með líkamlegu ofbeldi. Þórhallur Hálfdánarson fædd- ist árið 1916 í Stykkishólmi. Hann átti sjö bræður og var næstyngst- ur þeirra. Þar ólst hann upp til tólf ára aldurs. Hann flutti að Núpstúni í Hrunamannahreppi eftir það og dvaldi þar í nokkur ár. Þórhallur sótti nám í Stýri- mannaskólanum og lauk því árið 1949. Nokkrum árum áður hafði hann kynnst verðandi konu sinni, Guðmundu Halldórsdóttur, þau giftust ári 1942. Eftir að hann lauk námi við Stýri- mannaskólann stundaði Þórhallur sjómennsku í nokkur ár. Árið 1964 tók hann svo við uppeldisheimilinu í Breiðuvík. Heiðraður sjómaður „Leiðir okkar lágu saman í sjó- mannadagsráði árið 1986,“ segir Guðmundur Hallvarðsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, en saman gegndu þeir opinberum störfum á vegum nefndarinnar. Þá var Þórhallur virkur í félagslífi sjó- manna og var meðal annars gjald- keri sjómannadagsráðs. Hann var einnig í Skipstjóra- og stýrimanna- félaginu Kára í Hafnarfirði. Hann gegndi gjaldkerastöðu innan Kára í fjórtán ár. Að auki hlaut hann heið- ursmerki sjómannadagsins í Hafn- arfirði árið 1995. „Hann kom mér fyrir sjónir sem rólegur og yfirvegaður karl,“ segir Guðmundur og bætir við að honum hafi ávallt verið sýnt mikið traust í þeim verkum sem hann tók að sér. Hann segir umfjöllun um manninn undanfarna daga hafa komið sér verulega á óvart og hreinlega í opna skjöldu. Aðspurður segir Guð- mundur að Þórhallur hafi aldrei minnst á veru sína í Breiðuvík á meðan þeir störfuðu saman. Endaði hjá Halldóri Öllum ber saman um að Þór- hallur hafi verið þrekinn og mikill maður. Hann var ákveðinn í þeim nefndarstörfum sem hann stund- aði og að auki var hann sagður sér- lega talnaglöggur. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri rannsókn- arnefndar sjóslysa og gegndi því starfi í þrettán ár. Samferðarmaður hans Ingvi R. Einarsson var með honum í Skip- stjóra- og stýrimannafélaginu Kára. „Ég hef allt gott um Þórhall að segja,“ segir Ingvi. Hann segir um- ræðu síðustu daga hafa komið sér gríðarlega á óvart og segist varla trúa að maðurinn geti hafa haft þá persónu að geyma sem gamlir vist- menn í Breiðuvík lýsa. Hann segir hann hafa verið dreng góðan. Samkvæmt Guðmundi Hall- varðssyni hóf Þórhallur störf hjá sjávarútvegsráðuneytinu þegar hann komst á ellilífeyrisaldur. Þá var Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra en Þórhallur starfaði þá aðallega við að sendast út um allan bæ að sögn Guðmundar. Hann hætti þar störfum nokkru síðar og bjó í Hafnarfirði þar til hann var bráðkvaddur á heimili sínu árið 2001 en þá var hann áttatíu og fimm ára gamall. Þá var kona hans, Guð- munda, nýlátin. Þórhallur var virtur á meðal jafningja í sjómannastéttinni á Íslandi. Allir þeir sem rætt var við og könnuðust við hann báru hon- um vel söguna. Voru allir sammála um að fregnir síðustu daga hefðu komið þeim verulega á óvart . Þeim sem rætt var við bar saman um að Þórhallur hefði aldrei minnst á veru sína í Breiðuvík. Trúnaðarmál þar til DV opnaði málið Þórhallur situr undir alvarleg- um ásökunum um misþyrmingar í Breiðuvík þegar hann veitti upp- eldisheimilinu forstöðu. Þegar DV reið á vaðið síðasta föstudag var dregin upp hrollvekjandi mynd af vistinni. Eftir þá umfjöllun hafa fleiri komið fram í Kastljósi og sagt vinnumenn og aðra hafa misnotað þá kynferðislega. Skýrsla sem Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur rit- aði árið 1975 rennir stoðum undir að ekki var allt með felldu á heim- ilinu. Nær öll börn sem komu frá Breiðuvík enduðu á því að brjóta af sér og þar af hefur meirihluti barn- anna orðið uppvís að alvarlegum afbrotum. Skýrslan var flokkuð sem trúnaðarmál en DV komst yfir hana fyrir rúmri viku. Alþingi hefur þegar látið málið til sín taka og hyggst stofna nefnd til þess að rannsaka þessar alvar- legu ásakanir. Guðmundur Hallvarðsson Þórhallur Hálfdánarson Ræddi aldRei um BReiðuvík „Síminn hefur ekki stansað síðan DV opnaði málið,“ segir Keran Óla- son, hótelstjóri á Breiðuvík, en hann ásamt konu sinni Birnu Mjöll Atla- dóttur rekur hótel þar sem hið al- ræmda uppeldisheimili var eitt sinn til húsa. Að sögn Kerans hafa þau fengið margar símhringingar undan- farið þar sem þeim hefur verið hótað öllu illu en einnig hafa margir velvilj- aðir haft samband. „Okkur brá rosalega þegar við fengum fréttirnar,“ segir Keran Ólafs- son hótelstjóri í Breiðuvík um um- fjöllun DV um börnin í Breiðuvík. Hann hefur rekið hótel þar sem upp- eldisheimilið var á árum áður. Hann segir marga hafa hringt og skiptir þeim í tvo hópa. Þeir sem eru nei- kvæðir og þeir sem eru forvitnir um staðinn. Hann segir að í einu tilfelli hafi maður hótað að kom vestur og ganga frá þeim öllum. Endurspeglar alvarleikan „Mér finnst þessi símtöl frekar vera til vitnis um alvarleika máls- ins,“ segir Keran um óhugnanlegar hótanir sem þau hjónin hafa verið að fá fyrir það eitt að starfrækja hótel þarna. Hann segir að oft á tíðum sé um misskilning þeirra sem hringja að ræða en sumir vilja meina að þau séu afkomendur Þórhalls Hálfdán- arsonar sem eitt sinn veitti heimil- inu forstöðu og situr undir þungum ásökunum um hrottalega meðferð á ungum piltum. Keran segist ekki vera skyldur manninum á nokkurn hátt heldur hafi þau hjónin keypt býlið árið 1999. Tók ekki eftir misþyrmingum Breiðavík er heimasveit Kerans en hann ólst upp á Geitagili í Örlygs- höfn, sem er spölkorn frá heimil- inu. Hann segir að nokkur samgang- ur hafi verið á milli bæjar fjölskyldu hans í æsku og uppeldisheimilisins. Hann þvertekur þó fyrir að hafa tekið eftir misþyrmingum gegn drengjun- um sem þar voru vistaðir. Hann man vel eftir Þórhalli og lýsir honum sem „hörðum nagla“. „Það gustaði af karlinum,“ seg- ir Keran þegar hann hugsar til baka. Sjálfur grunaði hann Þórhall aldrei um græsku og segir fréttir síðastlið- inna daga koma sér gríðarlega mik- ið á óvart. Breiðuvíkurbörnin í kaupbæti „Það var haft í flimtingum þegar ég keypti býlið að Breiðuvíkurbörn- in fylgdu með í kaupbæti,“ segir Ker- an en honum varð ljóst stuttu síðar hvað átt var við. Þá voru gamlir vist- menn að hringja í tíma og ótíma, yf- irleitt drukknir, til þess að gera upp óhugnanlega fortíð sína. Að sögn Kerans vingaðist hann við þessa menn og hlustaði á þá. Hann segir að tveir hafi meira að segja dvalið í Breiðuvík eftir þessi samtöl og það hafi gert þeim gott. Nokkrir vist- menn hafa vingast við þau hjónin og dóttir eins dvaldi hjá þeim á sumrin enda góður staður til þess að vera á segir Keran. Hann segir sögu Breiðuvíkur dá- lítið óhugnalega en brotunum hafi hann ekki púslað saman fyrir alvöru fyrr en undir síðustu helgi. Þangað til þá hafði hann oft afskrifað minning- ar mannanna sem drykkjuraus. Blásaklaus hótelhjón Hann ásamt konu sinni hafa stað- ið í hótelrekstri á þessum vestasta oddi landsins í sjö ár, „það er alveg ótrúlegt að einhver skuli búa hérna enn þá,“ segir Keran hlæjandi og bætir við að fólk hafi tekið staðnum ákaflega vel. Um tíu þúsund ferða- menn koma yfir sumartímann hvort sem það er til þess að gista eða fá sér kaffi. „Við lendum alveg blásaklaus í þessari umfjöllun,“ segir hann um símahringingar undanfarna daga. Hann segist vonast til að fólk blandi ekki saman dökkri fortíð Breiðuvík- urheimilisins og hótelsins, enda hafi engum liðið illa hjá þeim. Hótelhjónum í Breiðuvík hótað lífláti Keran Ólafsson Hótel Breiðavík Hjónin Keran Ólason og birna Mjöll atladóttir reka hótel í breiðuvík sem eitt sinn var alræmt uppeldisheimili drengja. Þórhallur Hálfdánarson flestir eru sammála um að fregnir undanfarna daga, um veru Þórhalls í breiðuvík, hafi komið þeim í opna skjöldu. Þórhallur var meðal annars heiðraður á sjómannadag., en hann naut virðingar meðal sjómanna. Litla-Hraun betra en Breiðavík Rannsókn Gísla H. Guðjóns- sonar réttarsálfræðings frá árinu 1975 á vistheimilinu í Breiðuvík leiddi í ljós að allt að 87 prósent drengjanna þar komust í kast við lögin eftir að vist þeirra lauk. Til samanburðar kemur að jafnaði helmingur refsifanga á Litla-Hrauni aftur í fangelsisvistun. Á þessum tíma virtist almennt talið að í Breiðuvík hefði náðst góð- ur árangur með vandræðadrengi. Þessi góði árangur varð kveikjan að rannsókn Gísla, þar sem annað kom á daginn. „Það sem Gísli gerði er að hann skoð- aði flesta drengina og fylgdi þeim eftir. Hann komst að því að lang- flestir þeirra komust í kast við lögin síðar á ævinni,“ segir Helgi Gunnlaugsson, af-brotafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands. Helgi segir að helmings endur-komutíðni fanga á Litla-Hrauni sé frekar há, en þó í samræmi við það sem gerist í öðrum löndum. „Við áttum jafnvel von á að endur-komutíðni í fangelsi á Íslandi væri minni en annars staðar, en svo virðist ekki vera.“ Breiðuvíkur- BöRnin Sigurður Sigurðarson, sem nú er vígslubiskup í Skálholti, var starfs- maður í Breiðuvík í þrjú sumur á þeim tíma sem Þórhallur Hálfdán- arson var forstöðumaður þar. Hluta úr ári leysti hann forstöðumanninn af. Drengirnir sem voru vistaðir í Breiðuvík segja að Sigurði hafi ver- ið fullkunnugt um það ofbeldi sem Þórhallur og fleiri starfsmenn beittu drengina. Sigurður vildi ekki tala efnislega um málið þegar DV leit- aði eftir því. Það á hann sameigin- legt með öðrum fyrrverandi starfs- mönnum í Breiðuvík. Sigurður Sigurðarson var að- eins 26 ára gamall þegar hann réðst til starfa í Breiðuvík. Á næstu opnu er viðtal við tvo þeirra drengja sem dvöldu í Breiðuvík, Maron Berg- mann Brynjarsson og félaga hans sem kýs nafnleynd og er nefndur Einar hér í DV. Þeir, eins og fleiri sem vistaðir voru í Breiðuvík, hafa lýst því að Sigurður hafi orðið vitni að ofbeldi sem þar var beitt, en því neitar núverandi vígslubiskup. Þegar fullyrðingar fyrrverandi vistmanna í Breiðuvík um ofbeldi, svelti og kynferðislega misnotk- un voru bornar undir Sigurð, vildi hann ekkert tjá sig opinberlega um málið. Hann segist búast við því að rannsókn verði gerð á starfseminni og þá þurfi hann að gera hreint fyrir sínum dyrum. Fyrr muni hann ekki tala opinberlega. Kynfæraskoðun og umskurður Sögum drengjanna sem voru vistaðir í Breiðuvík ber saman um að þeir hafi verið leiddir fyrir Sig- urð og kynfæri þeirra verið skoðuð. Í einhverjum tilfellum var talað um að umskera drengina. Staðfest er að þessi kynfæraskoðun var stunduð og farið var með tvo drengi til læknis í kjölfarið. Tveir fyrrverandi vistmenn segja að tilgangurinn með þessari kyn- færaskoðun hafi verið að koma í veg fyrir samkynhneigð og hindra kyn- ferðislegt samneyti milli yngri og eldri drengjanna. Sigurður virðist ekki hafa verið þátttakandi í líkamlegu ofbeldi á staðnum. Drengirnir segjast hafa getað leitað til hans. Biturð þessara fyrrverandi vistmanna beinist að því að hulunni skuli ekki hafa verið svipt af starfseminni í Breiðuvík. Augljósar barsmíðar Maron Bergmann segir það vera öruggt að Sigurður hafi vitað um það ofbeldi sem fór fram í Breiðuvík. „Herbergið hans var á ganginum okk- ar. Veggirnir voru þunnir og barsmíð- ar og óp fóru ekki framhjá neinum,“ segir Maron. Einar vinur hans geng- ur lengra og fullyrðir að Sigurður hafi horft upp á barsmíðar á drengjunum af hálfu Þórhalls Hálfdánarsonar for- stöðumanns og hlegið. Maron og Einar virðast ekki reiðu- búnir að fyrirgefa. „Ég vil sjá ein- hvern dreginn til ábyrgðar, jafnvel þótt langt sé um liðið,“ segir Maron. Hann segir að nú þurfi að ljúka mál- inu. „Það er verið að tala um að nú- verandi barnaverndaryfirvöld bjóði okkur upp á sálfræðihjálp. Ég mun aldrei treysta þessum stofnunum. Ég vil sjá þær lagðar niður.“ Ekkert öryggisnet Barnaverndaryfirvöld voru gagn- rýnd á áttunda áratugnum fyrir að senda drengina til Breiðuvíkur og gleyma svo tilvist þeirra. Á þeim tíma sem Sigurður leysti af sem forstöðu- maður beindist gagnrýnin fyrst og fremst að því að yfirvöld skyldu nota Breiðuvík sem langtímaúrræði. Jafn- framt að yfirvöld skyldu láta und- ir höfuð leggjast að að finna aðrar lausnir. Ekkert öryggisnet hafi verið til staðar fyrir drengina eftir að þeir komu út. Þessi gagnrýni kemur aftur fram í ritgerð Gísla H. Guðjónssonar réttarsálfræðings, árið 1975. Ritgerð sem menntamálaráðuneytið tók að sér að stinga undir stól. föstudagur 9. febrúar 200712 Fréttir DV Saka Séra Sigurð um aðgerðaleySi Þeir sem störfuðu í Breiðuvík og DV hefur náð tali af eiga það sammerkt að neita að hafa verið þátttakendur í ofbeldi gegn börn- unum og að hafa orðið að vitni að því. Þeir geta ekki útilokað að aðr- ir hafi beitt drengina ofbeldi. Fram- burður starfsmannanna fyrrverandi stangast algjörlega á við framburð þeirra fjölmörgu sem voru vistaðir í Breiðuvík og hafa komið fram síð- ustu daga. Núverandi vígslubiskup í Skál- holti sem starfaði við uppeldis- heimilið í Breiðuvík gerir ráð fyrir að þurfa að svara um sína aðkomu að málinu þegar það verður rann- sakað. Bjarni, sonur Þórhalls Hálf- dánarsonar, er borinn sökum en hann neitar að hafa beitt ofbeldi, en segir föður sinn hafa verið harð- an mann. Vígslubiskupinn í Skálholti séra Sigurður Sigurðarson var í Breiðu- vík þrjú sumur og gegndi stöðu for- stöðumanns að auki í einn vetur. Hann var þar meðal annars á sama tíma og Þórhallur Hálfdánarson, hann er sá sem sakaður hefur verið um hvað hrottalegastar misþyrm- ingar. Í viðtali við Sigurð segist hann ekki hafa horft á ofbeldi og bætir við að hann muni hreinlega ekki hvort drengirnir hafi sagt honum frá því sem þeir máttu þola. „Herbergið hans var á gangin- um okkar. Veggirnir voru þunnir og barsmíðar og óp fóru ekki fram hjá neinum,“ segir Maron Bergmann Brynjarsson, fyrrverandi vistmaður, um veru Sigurðar í Breiðuvík. Hon- um þykir það afar ólíklegt að það sem gekk á hafi farið framhjá nokkr- um manni. Þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum Maron Bergmann er reiður biskupnum fyrir að hafa aldrei af- hjúpað þær misþyrmingar sem lýst hefur verið í DV. Sjálfur segir vígslu- biskupinn að hann geti ekki tjáð sig um málið opinberlega fyrr en opin- ber rannsókn fari fram. Sigurður segist búast við að rannsókn verði gerð á starfseminni í Breiðuvík og þá þurfi hann að gera Sonurinn útilokar Sigurður Sigurðarson Breiðuvík Vígslubiskupinn í Skálholti sigurður sigurðarson vann sem sumarstarfsmaður í breiðuvík frá 1966 til 1968. Hann leysti svo af sem forstöðumaður hluta ársins 1970. drengirnir sem voru vistaðir í breiðuvík á þessum tíma telja að sigurður hafi brugðist með því að tilkynna ekki yfirvöldum um það ofbeldi sem átti sér stað þar. „Þetta var hryllileg lífsreynsla,“ segir Sigur- dór Halldórsson sem var vistmaður í Breiðu- vík þeg- ar hann var aðeins tíu ára gam- all. Sigurdór segist hafa orðið fyrir mikl- um sálrænum skaða á heimilinu en þar mátti hann sæta ofbeldi og kyn- ferðislegri misnotkun. Hann var fík- ill og glæpamaður næstu tuttugu árin. Hann segir að það sé ekki fyrr en í dag, eftir að DV opnaði mál- ið um hryllinginn í Breiðuvík, sem hann getur tekist á við sínar eigin tilfinningar. „Ég hef verið innilokaður í þrjá- tíu ár,“ segir Sigurdór sem hefur tekist á við alfeiðingar af vist sinni í Breiðuvík síðan hann var tíu ára gamalt barn. Hann var sendur þang- að að beiðni séra Braga Benedikts- sonar sem þá var Fríkirkjuprestur í Hafnarfirði. Þá hafði Sigurdór rat- að í ógöngur vegna þjófnaðar. Hann grunaði aldrei hversu dý keyptur þjófnaður grunlauss barns gat ver- ið. Næstu tuttugu árin átti hann eft- ir að sprauta sig með fíkniefnum, stunda innbrot og bæla niður gríð- arlega reiði sem hann upplifði í garð Breiðuvíkur. Ég var misnotaður „Ég var misnotaður kynferð- islega í Breiðuvík,“ segir Sigurdór með brostinni rödd. Hann segir að misnotkunin hafi átt sér stað eft- ir að Þórhallur var hættur og son- ur hans Bjarni Þórhallsson tek- inn við. Að sögn Sigurdórs var það ókunnugur maður sem kom í heimsókn eitt kvöldið. Hann seg- ir manninn hafa verið kunnug- an Bjarna en hann fékk að sofa á bedda inni á skrifstofu hjá honum. Hann á að hafa leitt Sigurdór inn í herbergi til sín og lagst með hon- um í rúmið. „Hann káfaði á mér og lét mig káfa á sér,“ segir Sigurdór og það er ljóst að frásögnin er honum erfið. Hann segir að sér hafi tekist að ljúga að manninum að hann hafi þurft að fara fram. Þá leyfði hann honum að g t ldrei sagt börnunum mínum að ég el kaði þau Sigurdór Halldórsson Bjarni Þórhallsson Þórhalls Hálf- dánarsonar Breiðuvíkur- börnin DV Fréttir föstudagur 9. febrúar 2007 13 hreint fyrir sínum dyrum. Það er ljóst að ekki eru öll kurl komin til grafar og ólíkt þeim sem hafa ver- ið vistmenn í Breiðuvík vill sá mað- ur sem mesta þekkingu hefur á uppeldisheimilinu á þessum tíma ekki upplýsa hvað raunverulega fór fram, fyrr en opinber rannsókn hefst. Útilokar ekki ofbeldi „Faðir minn var mjög strangur maður en sjálfur varð ég aldrei var við ofbeldi á heimilinu,“ segir Bjarni Þórhallsson, sonur Þórhalls Hálf- dánarsonar. Bjarni var forstöðu- maður uppeldisheimilisins í einn vetur. Hann dvaldi nokkuð á heim- ilinu á sjöunda áratugnum en seg- ist aldrei hafa orðið var við ofbeldi, frekar en Sigurður vígslubiskup. Hann útilokar þó ekki að slíkt hafi viðgengist aðspurður hvort vitnis- burður mannanna sem fram hafa komið sé rangur. Breiðuvíkurbarnið Sigurdór Halldórsson segist hafa þurft að þola kynferðislega misnotkun, barsmíðar og niðurlægingu þeg- ar hann dvaldi í Breiðuvík á þeim tíma sem Bjarni var þar. „Einn strákurinn sagðist ekki vilja hafragraut heldur kornflexið. Þá gekk Bjarni í skrokk á honum, en alla daga eftir það fengum við kornflex í morgunmat,“ segir Sig- urdór þegar hann lýsir átakanlegri baráttu við morgunverðarborðið. Sjálfur segir Bjarni að hann kannist ekki við að hafa nokkurn tímann beitt piltana ofbeldi og bendir á að vistin hafi skánað tals- vert eftir að hann tók við af föður sínum. Einnig hefur bróðir hans, Hálfdán Þórhallsson, verið sakað- ur um að hafa beitt piltana ofbeldi. Hann vildi ekki tjá sig um ásakan- irnar. Félagsskapur kennarans Fram kom í umfjöllun DV í síð- ustu viku að lítil sem engin kennsla hafi verið í Breiðuvík. Kennarinn Eiríkur Hjartarson kenndi vetur- inn 1964. Hann segir að engin eig- inleg kennsla hafi farið fram, held- ur hafi skólatímarnir í raun verið einhvers konar félagsskapur pilt- anna. Ástæður þess að lítil kennsla fór fram var fyrst og fremst sú að aldursbil strákanna var talsvert og greindarmunur einnig. Því hafi ver- ið erfitt um vik að samhæfa mark- vissa kennslu. „Ég varð aldrei var við ofbeld- ið sem á að hafa verið í Breiðuvík,“ segir Eiríkur og þvertekur einn- ig fyrir að matur hafi verið naumt skammtaður. Hann segir að kom- ið hafi verið fram við börnin líkt og starfsfólk og aldrei hafi hann upplifað neitt misjafnt. Hann útilokar ekki ofbeldið frekar en Sigurður vígslubiskup og Bjarni Þórhallsson. Sjálfur segist hann hugsa til staðarins með hlýhug en fregnir af heimilinu undanfarna daga hafa komið honum verulega á óvart. Hann segir samband sitt við Þórhall hafa verið gott og sjálf- ur hafi hann ekkert upp á hann að klaga. Breiðuvíkurbörn í kaupbæti „Það var haft í flimtingum þeg- ar ég keypti býlið að Breiðuvíkur- börnin fylgdu með í kaupbæti,“ segir Keran Ólason sem ásamt konu sinni Birnu Mjöll Atladótt- ur rekur hótel þar sem uppeldis- heimilið var til húsa. Keran og Birnu varð ljóst stuttu síðar hvað átt var við en þá voru gamlir vistmenn að hringja í tíma og ótíma í hótelið, yfirleitt drukkn- ir, til þess að gera upp óhugnan- lega fortíð sína. Keran segir sögu Breiðuvík- ur óhugnanlega en brotunum hafi hann ekki púslað saman fyrir al- vöru fyrr en undir síðustu helgi þegar DV kom út. Þangað til hafði hann afskrifað minningar mann- anna sem drykkjuraus. Komið hefur í ljós að sögurnar virðast ra nsannar og hrollvekj- andi að auki. H grakkur steig fyrstur fram Það var Helgi Davíðsson sem steig fyrstur fram og sagði sögu sína í DV á föstudaginn í liðinni viku. Eftir það hafa fjölmargir menn brotið þrjátíu ára gamlan þagn- armúr og sagt keimlíkar sögur og Helgi. Nokkrir haf sagst hafa sætt kynferðislegu ofbeldi auk þess að þola niðurlægingu, svarthol í kjall- aranum og gegndarlausar bar- smíðar. Margir þessara manna bera enn þann dag í dag þungan kross. Margir hafa hugsað um hefnd, aðr- ir vilja réttlæti af hálfu stjórnvalda. Það er staðreynd að kennslu var ábótavant. Mennirnir voru svipt- ir rétti sínum til þess að lifa mann- sæmandi lífi og sviptir sakleysi sínu á barnsaldri. Þeir hafa tapað æsk- unni og jafnvel ellinni líka. ekki ofb ldið Sigtryggur JóHannSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is vaLur grEttiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Framhald á næstu opnu fara en Sigurdór segist aldrei hafa beðið þessa atviks bætur. Baráttan um kornflexið „Þegar Bjarni var forstöðumað- ur sátum við og borðuðum morg- unmat. Við vorum með hafragraut en hann og systur hans voru með kornflex. Einn strákurinn sagðist ekki vilja hafragraut heldur korn- flexið. Þá gekk Bjarni í skrokk á honum, en alla daga eftir það feng- um við kornflex í morgunmat,“ segir Sigurdór um þá hörðu baráttu sem þeir þurftu að heyja. Hann segir að strákarnir hafi verið þakklátir pilt- inum sem á að hafa lent í Bjarna fyrir að hafa tekið á sig höggin fyrir morgunmatinn. Elskar börnin sín Þegar Sigurdór komst frá Breiðu- vík gat hann ekki sótt nám. Ástæð- una fyrir því segir hann vera: „Ég kunni ekkert eftir vistina, við lærð- um ekki neitt.“ Þar næst fór hann á sjóinn en það leið ekki langur tími þar til hann varð háður áfengi og fíkni- efnum. Þá hófst langur afbrota- kafli í lífi hans sem lauk ekki fyrr en 1992. Það var þá sem hann tók trú og hætti allri neyslu. Reynslan reyndist Sigurdóri þung: „Ég skildi ekki tilfinningar mínar fyrr en umfjöllun um málið hófst. Ég hef verið blindur svo lengi að ég gat ekki einu sinni sagt við mín eigin börn að ég elskaði þau,“ segir Sigurdór sem brestur í grát í miðju viðtali. Hann segir umfjöllun DV hafa opnað mikið svöðusár sem þurfi að lækna, en það er ekki fyrr en nú sem hann getur hafið nýtt líf. Aðspurður hvað taki nú við í lífi hans segir Sigurdór: „Ég ætla að segja börnunum mínum að ég elska þau.“ Kannast ekki við ofbeldi „Ég man ekki eftir því að hafa beitt slíku ofbeldi,“ segir Bjarni Þór- hallsson, sonur Þórhalls Hálfdánar- sonar, en hann er fyrsta barn hans sem tjáir sig opinberlega um málið. Bjarni var forstöðumaður uppeldis- heimilisins árið 1972 til 1973. Hann var einn vetur en svo tók Georg Gunnarsson við heimilinu. Sjálfur er Bjarni skósmiður á Selfossi í dag. Önnur börn Þórhalls vilja ekki tala um tímann í Breiðuvík. „Faðir minn var mjög strang- ur maður en sjálfur varð ég aldrei var við ofbeldi á heimilinu,“ seg- ir Bjarni, en hann útilokar þó ekki að slíkt gæti hafa viðgengist. Hann segir málið komið í réttan farveg og hann vilji sem minnst skipta sér af því sjálfur. „Þetta mál hefur sinn gang,“ segir Bjarni og neitar að tjá sig frekar um það. G „Einn strákurinn sagðist ekki vilja hafragraut heldur kornflexið. Þá gekk Bjarni í skrokk á honum en alla daga eftir það fengum við kornflex í morgunmat.“ Sigurdór Halldórsson segist hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun og hlaut enga menntun á meðan á nauðungarvist hans í breiðuvík stóð. Breiðuvík Margir hafa sagt frá hræðilegri vist sinni í breiðuvík. Frekar félagsskapur en kennsla „Þetta var ekki beinlínis kennsla, frekar eins og félagsskap- ur,“ segir Eiríkur Hjartarson, sem var kennari í Breiðuvík árið 1964 en þar starfaði hann einn vetur. Hann var þá á þrítugsaldri og hafði ver- ið á sjónum áður. Hann va feng- inn til þess að kenna piltunum en segir það hafa verið vandkvæðum bundið vegna aldursmunar. „Sumir piltanna voru bráðs- karpir á meðan aðrir voru mið- ur skarpir,“ segir Eiríkur um eina ástæðuna fyrir því að ekki var mögulegt að halda uppi markvissri kennslu. Hann segir tímana hafa frekar verið einhvers konar sam- verustundir. Sjálfur var hann ekki mennt- aður kennari en hann var með gagnfræðapróf sem var eðlilegt í þá daga. Hann segir að aðstæður hafi verið ágætar til menntunar og bendir á að mikið og gott bókasafn hafi verið á heimilinu. „Ég varð aldrei var við ofbeldið sem á að hafa átt sér stað í Breiðu- vík,“ segir Eiríkur, en Páll Elísson sagði frá því í Kastljósi á mánu- daginn að honum hefði verið mis- þyrmt kynferðislega og líkamlega á sama tíma og Eiríkur var kennari þar. Sjálfur segir Eiríkur að hann hafi aldrei orðið vitni að ofbeldinu né vitað um það. Hann fullyrðir að börnin hafi virst hafa haft það ágætt á heimilinu og neitar að naumt hafi verið um matarskammta þann tíma sem hann dvaldi þar. Hann lýsir Þórhalli sem ágæt- um manni og segir að vel hafi far- ið á með þeim. Að mati Eiríks var Breiðavík góður staður og hann hugsi til hans með hlýju. „Þetta snertir mann óþægilega og kom mér á óvart,“ segir hann um vitnisburð allra þeirra manna sem segja sömu söguna af Breiðu- vík. Eftir að hann kláraði veturinn tók Trausti Ólafsson við og kenndi í tvo vetur, en hann er látinn. Þess á milli sá Þórhallur sjálfur um kennsluna sem virðist hafa verið í algjöru lágmarki. Eiríkur Hjartarson Segist hugsa til Breiðuvíkur með hlýhug og þvertekur fyrir að hafa orðið var við ofbeldi á heimilinu. 15 DV Frét ir föStudagur 9. feBrúar 2007 Niðu læ ði og pyNtaðir Pyntingum, vinnuþrælkun og kynferð slegu ofbeldi var beitt um langt árabil á vistheimili sem barnaverndaryfirvöld notuðu fyr- ir unga drengi. Maron Bergmann Brynjarsson og félagi hans sem ekki treystir sér til þess að koma fram undir nafni voru báðir vist- aðir á Breiðuvík á árunum 1968 til 1970. Í viðtali u nefnum við féla a Marons Einar. Einar kveðst hafa verið ofvirkur pörupiltur og segir Maron hafa verið uppátækjas m- n prakkara. Þeir voru tíu og tólf ára þegar þeir voru sendir vestur. Einari var sagt að hann væri að fara í útsýnisflug um Reykja- vík. Hann steig út úr flugvélinni á Patreksfirði og var á Breiðuvík í tvö og hálft ár. Ha n fékk að v ra viðstaddur jarðarför ömmu sinn- ar, notaði tækifærið og faldi sig á götum Reykjavíkur í eitt og hálft ár sö um ótta við að verða end- ur aftur vestur. Þeirra beggja beið líf með br nglaðri sjálfsmynd, of- neyslu á áfengi og áralangar hörm- ungar á götum Reykjavíkur. „Okkur langaði alltaf a leita réttar okkar en hræðslan við ð koma fram og verða hafnað hindr- aði okkur. Þetta verður allt öðru vísi núna ef að margir far í þetta saman. Í d g er ég loksins orð nn nógu sterk r fyrir til þess að t k- ast á við þetta,“ segir Maron. Þeir félagarnir eru sa ála um að of- beldið sem viðgekkst á Breiðuvík hafi aðeins geta þrifist í skjóli ein- angrunarinnar. „Ég heyrði aldrei auk t k- ið orð úr útvarpi. Sjónvarp náðist ekki þarna. Það hefði getað skoll- ið á heimsstyrjöld án þess að við vissum um það. Einangrunin var þannig,“ segir Einar. Hann segir að afi hans og amma haft oft hringt, en þá hafi forstöðumaðurinn, Þórhall- ur Hálfdánarson, staðið við sím- ann og gætt þess að hann kvartaði ekki yfir vistinni. „Ef ég sagði eitt- hvað um að mér leiddist eða liði illa, þá sleit hann sambandinu og kenndi slæmu símsambandi um,“ segir Einar. „Ég fékk aldrei tækifæri til þess að spyrja fólkið heima út í það afhverju ég var plataður þarna vestur.“ Ofbeldi hvenar sem var Einar segir að líkamlegt ofbeldi hafi átt sér stað að jafnaði þriðja hvern dag. „Það var ekki geng- ið á röðina, en einhver fékk alltaf að kenna á því. Stundum kom þó karlinn út og leit yfir hópinn og einhver fékk að kenna á því,“ seg- ir Einar. Hann segir að allan tím- ann sem hann hafi verið á Breiðu- vík hafi hann séð Þórhall ánægðan ka nski þrisvar sinnum. „Þ ð er svo skrýtið að lifa undir svona álagi þegar maður er barn.“ Maron segir að andlega of- beldið sem fólst í því að lifa við þá stöðugu ógn að vera lúbarinn hafi sennil ga erið verra n sjálf- ar barsmíðarnar. „Við gátum aldrei vitað hver yrði næstur og hvenar,“ segir Maron. Einar dregur iður buxurn r og sýnir stórt skeifulaga ör, of rlega á vinstra lærinu. „Þarna var skrúf- járni stungið í lærið á mér,“ segir hann. Látinn slei ja upp skítinn Til þess að útskýra þá ógn sem þeir lifðu við segir Einar sögu af einum drengjanna sem veiktist í mag num. „Hann v knaði um nótti a og hljóp á klósettið, en þar var einhver fyrir. Þá ætlaði stráksi að hlaupa og nota klósettið niðri, en gerði í s g á le ðinni. Þetta var ekki gott vegna þess að það fór á gólfið hjá honum. Þórhallur kom fram og sá að guttinn var frammi á nærbuxunum og reiddist þegar hann sá hverslags var. Þá sló Þór- hallur hann í hnakkann þannig að hann féll í gólfið. Reif hann svo upp á hárinu og dró hann eftir skíta- slóðinni. Svo sleppti hann drengn- um og skipaði honum að þrífa þetta upp. Strákurinn spurði með hverju hann ætti að gera það. „Ef þú hefur ekki annað en tunguna á þér til þess að þrífa með, þá skaltu bara sleikja þetta upp,“ sagði Þór- hallur þá, sparkaði í hann og fór. Einar segir að þegar Þórhallur hafi komið til þess að athuga verkið hafi hann ekki verið ánægður, farið inn í herbergi stráksins og lúskrað þannig á honum að hann kom ekki út úr herberginu í tvo daga. Kynferðisofbeldi og kaldar sturtur Á föstudögum var farið í sturtu. „Við vorum allir sendir í sturtuna á sama tíma. Þa var dóttir Þórhalls, rétt innan við tvítugt, sem sá um þetta og fylgdist með okkur öllum nöktum. Mamma hennar sinnti þessu líka. Vatnið var olíuhitað. Heita vatnið entist í tvær til þrjár mínútur og svo vorum við þrjú korter í kaldri sturtu. Allir saman. Þær stóðu yfir okkur á meðan, bara eins og til þess að níða okkur,“ seg- ir Einar. Í tvö kipti hélt kona Þórhalls, Guðmunda Halldórsdóttir, Einari eftir í sturtunni og átti við kynfæri hans. Hann var þá fjórtán ára gam- all. „Við vorum bara viðkvæmir strákar á kynþroskaaldrinum. Við vissum varla nokkuð um kynlíf og sáum aldrei stelpur fyrir utan konu Þórhalls og dóttur,“ segir Einar. Þeir segjast báðir hafa vitað til þess ð einhverjir á staðnum hafi st ndað þ ð að misnota dýrin í fjárhúsunum. Vinnuþrælkun „Öllu vinna á staðnum var á okkar höndum. Þarna voru kýr, kindur og svín. Við sáum um þetta alltsaman, nema að við fengum ekki að koma nálægt vélunum,“ segir Maron. Strákarnir voru einn- ig látnir grafa skurð til þess að ræsa fram mýri og bera í hann grjót. „Það voru bara uppáhalds- strákarnir sem fengu að róa til fi- skjar. Það var einn þarna sem var hjartveikur og Þórhallur þorði ekki að fara sérstaklega illa með hann. Hann fékk að róa,“ segir Maron. „Þegar berjatínurnar komu vor- um við sendir út að tína ber. Við máttum aldrei borða berin sjálfir. Ef það sást berjablámi upp í okkur þá vorum við lamdir eins og harð- fiskur. Við máttum reyndar eiga von á þessu ofbeldi hvenar sem var. Ef enginn hafði gert neitt af sér þá var bara eitthvað búið til. Þetta fór alveg eftir því í hvernig skapi Þórhallur var,“ bætir Einar við. Voru báðir ofvirkir Báðir segja þeir að í dag hefðu þeir verið greindir ofvirkir. „Hug- takið var náttúrulega ekki til í þá daga. Ég var bara ofvirkur, það er einfalt. Ég kom frá sérstöku heim- ili. Ég átti föðurbróður sem var í siglingum og hjá honum fékk ég sælgæti og pening eins og ég vildi. Ég var náttúrulega prakkari og af því að ég átti pening þá gat ég bara keypt einhvern til þess að lúskra á öðrum strákum sem ég átti eitt- hvað sökótt við. En ég ber þess aldrei bætur að hafa fengið þessa hegningu. Ég get engum treyst, ekki ennþá,“ segir Einar. „Ég hefði sennilega bara ver- ið kallaður prakkari,“ segir Mar- on. Áður en hann var vistaður á Breiðuvík var hann á Jaðri sem var heimili á vegum Reykjavíkurborg- ar. „Það var slæmt að vera þar líka. Ég var lagður í einelti af kennurum og krökkum á Jaðri. Þarna var ég innan við tíu ára gamall. Eftir að ég var á Breiðuvík fór ég á Hlíðardals- skóla í Ölfusi. Sá skóli var rekinn af aðventistum. Þar var ekki líkamlegt ofbeldi, en þar var andlegt ofbeldi og trúarofstæki,“ segir Maron. Lífið eftir Breiðuvík Bæði Maron og Einar hafa átt erfitt líf eftir að dvöl þeirra á Breiðuvík lauk. Einar var á götunni í hart nær tuttugu ár, sat í fang- elsi og átti við ofdrykkjuvanda að stríða. „Í dag er ég loksins kominn eitthvað áleiðis með líf mitt. Bý í íbúð og hef vinnu. Það er nokkuð sem ég er ekki til í að fórna. Ég verð þó að viðurkenna að mér léttir eft- ir að þetta mál komst í umræðuna. Ég hélt að ég væri harður karl og þetta hefði ekki haft nein áhrif á mig. Svo virðist núna eins og þetta hafi hvílt á mér allan tímann,“ seg- ir hann. Maron var á sjó lengst af eftir að dvöl hans lauk. Hann drakk illa þegar hann var í landi og þvældist á milli skipa. „Það eru ekki nema svona tíu ár síðan ég gat losað mig út úr óreglunni og náð einhverjum tökum á lífi mínu.“ Maron B rgm nn Brynjarsson Einar „Ef þú hefur kki annað en tunguna á þér til þess að þrífa m ð, þá sk ltu bar leikja þetta upp,“ sagði Þórh llur, spark- aði í hann og fór. Helgin 2.–4. febrúar 2007 dagblaðið vísir 5. tbl. – 97. árg. – verð kr. 390 F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 100 breiðuvíkurbörnin Öðlaðist nýtt líf Grétar Mar Jónsson Stofna félög í Hollandi Sleppa við Skattinn Fiskisúpan úr Ólafshúsi Ásthildur Sturludóttir Ragnar Björnsson Fann ÁStina Á netinu handboltamömmurnar börnunum misþyrmt árum saman Vitneskjan um harkalega meðferð ungra drengja í Breiðuvík var falin. Skýrsla þar um var gerð að trúnaðarmáli og það var ekki fyrr en DV leitaði að sannleikurinn kom í ljós. Ótrúlega sláandi frétta­ úttekt á 5 blaðsíðum. Sannleikurinn var falinn Forsíða DV föstudaginn 2. febrúar. föstudagur 2. febrúar 200714 Fréttir DV Breiðuvíkur- börnin niðurstöðurnar komu á óvart „Litið var á heimilið í Breiðuvík sem stað þar sem góður árangur náðist með vandræðabörn,“ segir Gísli Guðjónsson, prófessor í rétt- arsálfræði, sem skrif- aði BA-ritgerð um heimil- ið 1974 til 1975. Hann hafði unn- ið um tíma hjá Fé- lagsmála- stofnun Reykjavík- urborgar og þá kviknaði hugmyndin að ritgerðarverkefn- inu. Árangurinn af vistun drengja þar var talinn svo góður að Gísli vildi rannska málið en niðurstöð- ur rannsóknarinnar voru langt frá því sem talið var. Gísli segir niðurstöðurnar hafa komið sér og mörgum á óvart enda hafi þeim svipað til rannsókna á erlendum stofnunum þar sem börn voru vistuð. Börn- in í Breiðuvík höfðu neikvæð áhrif hvert á annað og fleiri komust í kast við lögin eft- ir dvöl í Breiðuvík en áður en þeir komu þangað. Gísli Guðjónsson starfar við King‘s College í London. Hann hefur náð miklum árangri og er þekktur víða um heim fyrir rannsóknir sínar. Niðurstöður úr rannsókn Gísla H. Guðjónssonar: Börn vistuð í Breiðuvík sem komust í kast við lögin eftir að vistun lauk: TímaBil fjöldi Barna heildarhluTfall1953–1960: 33 börn 87%1960–1965: 19 börn 79%1965–1967: 7 börn 78% lengd vistunar í Breiðuvík frá 1953–1970: lenGd dvalar fjöldi Barna heildarhluTfall100–500 dagar 23 börn 32,4%501–900 dagar 29 börn 40,8%901–1300 dagar 15 börn 21,2%1301–1700 dagar 3 börn 4,2%1701–2100 dagar 1 barn 1,4% Samantekt Gísla var gerð fyrir rúmum 30 árum og segir því ekkert um hvort fleiri þeirra sem voru vistaðir í Breiðuvík hafi komist í kast við lögin. „Ég var tíu ára þegar félagsráð- gjafinn í Hafnarfirði var sendur á minn fund. Hann spurði mig hvort mig langaði ekki að hitta Garð- ar frænda minn. Ég þurfti ekki að hugsa mig um. Ég hafði verið í sveit á sumrin og var heillaður af sveitinni. Það að vera á sama bæ og Garðar frændi minn jók á tilhlökkunina. Þegar flugvélin lenti á Patreksfirði tók á móti mér maður nokkur og fór með mig í rússajeppa. Hann mælti ekki eitt orð á leiðinni. Leiðin var löng, við fórum yfir fjall og heiði, þar til við okkur blasti vík þar sem stóð ein kirkja, hús og rétt. Við vor- um komnir í Breiðuvík, heimili fyrir vandræðabörn...“ „...en það skorti allt sem flokk- ast getur undir mannleg samskipti. Þetta voru fangabúðir. Breiðavík var geymsla... Hæstráðandi á bænum var Þórhallur Hálfdánarson, vinur séra Braga eftir því sem mér er sagt. Hjónin þar kunnu ekkert á börn. Það voru fastir sturtutímar og kon- an hékk yfir okkur og horfði á okkur strákana bera í sturtunni. Maður- inn var óskaplega vondur við okk- ur. Hann sparkaði í okkur ef hon- um líkaði ekki eitthvað í fari okkar og einu sinni stakk hann Garð- ar frænda minn og annan tíu ára dreng úr Keflavík með skrúfjárni í magann. Bréfin sem við skrifuðum heim voru öll lesin yfir af hjónun- um og öll bréf sem til okkar komu voru yfirfarin. Við máttum aldrei tala í símann öðruvísi en Þórhall- ur stæði yfir okkur til að gæta þess hvað við segðum...“ „Margt frá þessum tíma man ég ekki. Það hefur orðið minnis- tap á köflum. Ég bjó mér til eigin veröld sem var langt frá þessum stað óhamingjunnar... Í kjallaran- um í Breiðuvík hafði verið fangelsi. Sem betur fer var okkur ókunnugt um það lengst framan af, en þeg- ar Bjarni (sonur Þórhalls, innskot blm.) tók við staðnum lét hann okkur brjóta niður veggina í fang- elsinu. Meðan ég dvaldi í Breiðu- vík var enginn látinn dúsa í þessu fangelsi en hvort svo hafi verið fyrir minn tíma veit ég ekki.“ Þegar tveir piltar struku frá Breiðuvík, óttaðist Sigurdór um af- drif þeirra og spurðist fyrir um þá hjá Þórhalli Hálfdánarsyni: „Þórhallur var brúnaþungur og svarið sem ég fékk var högg á mag- ann. Þarna var því bæði líkamlegt og andlegt ofbeldi. Vistin í Breiðu- vík herti okkur strákana... Það er á svona stöðum sem strákar kynn- ast best. Þeir sem nú mynda hörð- ustu glæpakjarna samfélagins hafa kynnst á stöðum sem ríkið rekur.“ „Eitt af því sem íþyngdi mér í næstum þrjátíu ár var dvöl mín í Breiðuvík. Það varð því úr sumar- ið 1999 að við Garðar frændi minn ákváðum að fara vestur til að kveða niður vondu minningarnar. Þeg- ar við vorum að koma að staðnum stoppuðum við á afleggjaranum á fjallinu, þar sem sér að bænum. Þá kom þessi ónotatilfinning strax upp, sannkölluð hörmungartilfinning. Við létum okkur hafa það að fara að bænum... Við Garðar fórum á gömlu staðina okkar og um kvöld- ið fórum við að biðja fyrir staðnum. Það stórkostlega gerðist að þegar við vorum að fara suður aftur og stopp- uðum á sama stað á afleggjaranum sáum við í fyrsta skipti hvað feg- urðin þarna er stórfengleg og hvað sveitin er falleg. Myndin af slæma staðnum var horfin...“ (Frásögn Sigurdórs Halldórs- sonar, sjómanns, skráð af Önnu Kristine Magnúsdóttur. „Litróf lífs- ins“, útg. Vaka -Helgafell 2002.) Sigurdórs halldórssonar Helvíti á jörðu Með lömunarveiki til breiðuvíkur „Ég fékk lömunarveiki og fóst- urfaðir minn sendi mig í kjölfar- ið til Breiðuvíkur,“ segir Georg Viðar Björnsson sem var vistmað- ur til fimm ára í Breiðuvík. Hann kom þangað fyrst tíu ára gamall og dvaldi þar frá 1956 til 1960. Þá var Björn Loftsson forstöðumaður að sögn Georgs. „Við vorum sextán strákar þarna, allir í kringum ellefu ára, við átt- um að heita glæpamenn þegar við komum í Víkina,“ segir Georg þeg- ar hann rifjar upp vistina. Hann var eitt barnanna sem engin sjáanleg ástæða var fyrir að væri vistað þar. Hann segir vistina ekki hafa ver- ið dans á rósum. „Þegar við brutum af okkur vor- um við stundum settir í striga- poka og hengdir upp á snaga,“ segir Georg Viðar um harðar uppeldis- aðferðir sem þá voru við lýði. Að- spurður hversu lengi börnin voru látin hanga segir hann: „Það var allt upp í heilan dag.“ Georg segir vistina hafa ver- ið furðuágæta en það versta fannst honum kennsluleysið. Svo virðist sem þeir hafi ekki stunduð mark- viss kennsla. „Mér finnst ríkið helst skulda mér það,“ segir Georg sem þó hefur sótt sér nám í biblíuskóla og bændaskóla síðan. Hann dvaldi í Breiðuvík í fimm ár og eftir vistina fór hann á sjó en leiddist svo út í sukk og brenni- vín eins og hann orðar það sjálf- ur. Hann tók síðar trú og hætti allri drykkju. Hann hefur unnið lengi fyr- ir Samhjálp og starfar fyrir Félags- þjónustuna í dag. Georg viðar Björnsson Var vistaður í breiðuvík í fimm ár. Hann fékk lömunar-veiki og var sendur vestur. Sigurdór halldórsson „Það var bæði líkamlegt og andlegt ofbeldi. Vistin í Breiðuvík herti okkur strákana.“ekki komið á verri stað „Þetta er versti staður sem ég hef verið á,“ segir Lalli Johns, einn þeirra sem vistaðir voru í Breiðu- vík. Hann segir meðferðina á drengjunum hafa verið slæma af hálfu starfsfólksins, auk þess sem yngri drengirnir voru pyntaðir af þeim sem eldri voru. Hann seg- ir starfsfólkið hafa látið drengina hátta sig og standa bera svo það gæti horft á þá. Tíu ára gamall var Lalli settur í síldartunnu fulla af ís- köldu fjallavatni þar sem hann var látinn vera í góða stund og seg- ist hafa verið hættur að finna fyr- ir kulda þegar honum var hleypt upp úr. Eitt sinn þegar Lalli slas- aðist á steypujárni sem stakkst í fót hans var ekkert hugsað um að koma honum undir læknishend- ur á Patreksfirði. Sá eini sem sinnti honum var Jón vinnumað- ur. Hann lagði kop- arpen- ing að sárinu, batt um það og hlúði að Lalla þar sem hann segist hafa legið sárþjáður. Lalli þakkar Jóni að fótur hans hafi ekki orðið fyrir varanlegu tjóni. Lalli segist bara nýlega vera farinn að tala um það sem gerð- ist í Breiðuvík, það sé lífsreynsla sem hann hafi viljað gleyma. Á meðan á dvölinni stóð segir hann litlu hafa munað að hann hefði látið sig falla fram af bjargi til að komast burt. Sjálfur segist hann ekki hafa komist heill úr vistinni, en eins og flestir vita er Lalli með marga fangelsisdóma á afreka- skránni. Í dag er hann á Litla- Hrauni, en þaðan vonast hann til að losna í mars. lalli johns segir dvölina í breiðuvík hafa verið hryllilega. Helgin 2.–4. febrúar 2007 dagblaðið vísir 5. tbl. – 97. árg. – verð kr. 390 F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 10 breiðuvíkurbörnin Öðlaðist nýtt líf Grétar Mar Jónsson Stofna félög í Hollandi Sleppa við Skattinn Fiskisúpan úr Ólafshúsi Ásthildur Sturludóttir Ra nar Björnsson F nn ÁStina Á netinu handboltamömmurnar börnunum m s yrmt á u saman Vitneskjan um hark lega meðferð ungra drengja í Breiðuvík var falin. Skýrsla þar um var gerð að trúnaðarmáli og það var ekki fyrr en DV leitaði að sannleikurinn kom í ljós. Ótrúlega sláandi frétta­ úttekt á 5 blaðsíðum. Sannleik ri n var falinn Breiðavík Piltarnir í Breiðuvík munu aldrei bíða þess bætur að hafa dvalið þar í æsku. Dómsmálaráðuneyti DÆmDi börn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.