Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Blaðsíða 56
föstudagur 16. febrúar 200756 Helgarblað DV
Segðu mér
Lag: trausti bjarnason.
Texti: ragnheiður bjarnadóttir.
Flytjandi: Jón Jósep snæbjörnsson.
Jón Jósep snæbjörnsson er öllum Íslendingum
kunnur en hann syngur lagið segðu mér. „Lagið er
tregablandið rokklag sem er stórt um sig. Ég var nú
harðákveðinn í því að tæki ég aftur þátt í þessari
keppni þá myndi ég ekki syngja rólegt lag heldur
stuðlag,“ en Jónsi segir að honum hafði snarlega
snúist hugur þegar hann heyrði lag trausta
bjarnasonar.
ÁFram
Lag: sigurjón brink, bryndís sunna Valdimarsdóttir.
Texti: bryndís sunna Valdimarsdóttir og Jóhannes
Ásbjörnsson.
Flytjandi: sigurjón brink.
„Þetta er bara nútímalegt og hressandi kántrípopp-
lag,“ segir sigurjón brink, flytjandi lagsins Áfram.
sigurjón fékk Jóhannes Ásbjörnsson, vin sinn úr bítl,
til þess að leggja sér lið við textagerð. „Jói dustaði
rykið af skáldagáfunni og ég held að þetta lag geti
vakið athygli, uppskriftin er ekki beint eurovision, en
þetta er samt sem áður nett stuðlag og ég er viss
um að þetta muni ekki fara fram hjá neinum.“
Sími: 900-20099Sími: 900-20077
ég LeS í LóFa þínum
Lag: sveinn rúnar sigurðsson.
Texti: Kristján Hreinsson.
Flytjandi: eiríkur Hauksson.
þú TryLLir mig
Flytjandi: Hafsteinn Þórólfsson.
Lag: Hafsteinn Þórólfsson.
Texti: Hafsteinn Þórólfsson og Hannes Páll Pálsson.
Hafsteinn Þórólfsson samdi sjálfur bæði lag og
texta. „Ég myndi lýsa þessu sem danslagi, þetta er
bara algjört stuðlag og ég held að það eigi
tvímælalaust heima í eurovison eins og hvað annað.
Það á að koma fólki í gott skap og út á dansgólfið
og ég vona að mér takist að hrista aðeins upp í
fólki.“
Sími: 900-20088
ein helsta og jafnframt fyrsta eurovison-hetja
Íslendinga er mætt aftur til leiks. Það er enginn
annar en sjálfur eiríkur Hauksson sem flutti
gleðibankann ógleymanlega árið 1986 ásamt
Helgur Möller og Pálma gunnarssyni. eiríkur flytur
lagið Ég les í lófa þínum, en eins og í þó nokkrum
öðrum lögum semur Kristján Hreinsson textann en
sveinn rúnar sigurðsson semur lagið.
Sími: 900-20044
„Þetta er kröftug ballaða,“ segir söngvarinn friðrik
Ómar Hjörleifsson um lagið sem hann flytur og er
samið af feðgunum grétari örvarssyni og Kristjáni
grétarssyni. Lagið fjallar um eld, en ekki hinn eina
sanna eld, heldur þau ástríðubál sem brjótast um í
okkur öllum. „Þetta lag hentar þessari keppni mjög
vel, með skemmtilegri upphækkun eins og í öllum
góðum eurovision-lögum,“ segir friðrik Ómar.
HúSin HaFa augu
Lag: Þormar Ingimarsson.
Texti: Kristján Hreinsson.
Flytandi: Matthías Matthíasson, Pétur örn
guðmundsson og einar Þór Jóhannsson.
BLómaBörn
Lag: trausti bjarnason.
Texti: Magnús Þór sigmundsson.
Flytjandi: bríet sunna Valdemarsdóttir.
söngkonan unga bríet sunna segist upphaflega
ekki hafa ætlað að taka þátt í forkeppninni. „Ég var
búin að fá tilboð um að syngja nokkur lög, en svo
leist mér bara svo rosalega vel á þetta lag að ég
bara varð að vera með,“ segir bríet sunna um lagið
blómabörn sem hún flytur í keppninni annað kvöld.
„Þetta er hress ballaða, svona hálfgert hippalag því
textinn í því fjallar um frið á jörð.“
Sími: 900-20055
Matthías Matthíasson, betur þekktur sem Matti í
Pöpunum, er flytjandi lagsins Húsin hafa augu.
„Þetta er svona nett kántrí í smá eagles-stíl, með
fallega rödduðu viðlagi. Þetta er bara lítið og sætt
lag. Viðlagið greip mig allavega strax og mér þykir
það ágætis viðmið að 10 mínútum eftir að ég
hlustaði á lagið í fyrsta sinn mundi ég viðlagið.“
Sími: 900-20066
Sími: 900-20011
BjarTa BroSið
Flytjandi: andri bergmann.
Lag: torfi Ólafsson.
Texti: Kristján Hreinsson.
austfirðingurinn andri bergmann syngur lagið
bjarta brosið sem hann segir bera öll einkenni góðs
eurovison-lags. „Mér leist vel á það frá fyrstu
hlustun, það er mjög hressandi og hefur í raun allt
sem gott eurovision-lag þarf að hafa. Þarna er til
dæmis ein góð upphækkun og svoleiðis formúla
getur varla klikkað. Ég held að það sé eitthvað í
þessu lagi fyrir alla.“
Sími: 900-20033Sími: 900-20022
ég og HeiLinn minn
Flytjandi: ragnheiður eiríksdóttir.
Lag: gunnar Lárus Hjálmarsson og ragnheiður
eiríksdóttir.
Texti: gunnar Lárus Hjálmarsson.
ragnheiður flytur lagið Ég og heilinn minn, sem hún
samdi ásamt dr. gunna. „Þetta er bara frábært
stuðlag, það fjallar um hvernig ástin getur birst í
mismunandi fólki og ég held að það muni hreyfa við
áhorfendum. að mínu mati eiga öll góð lög heima í
eurovision og hvers vegna ekki þetta lag eins og hin
lögin? Þetta er fyrst og fremst lagakeppni, þar sem
fólk kemur saman til þess að hafa gaman af því að
flytja góð lög.“
Úrslit forkeppni Eurovision
fara fram annað kvöld. Níu at-
riði eru komin í úrslit og verð-
ur æsispennandi að sjá hver
nær að syngja sig til Helsinki,
en þar mum Eurovision fara
fram í ár. Páll óskar Hjálmtýs-
son Eurovision-spekúlant
þjóðarinnar segir að það verði
mjótt á mununum og keppnin í
ár sé mun jafnari en sú í fyrra.
eLdur
Lag: grétar örvarsson og Kristján grétarsson.
Texti: Ingibjörg gunnarsdóttir.
Flytjandi: friðrik Ómar Hjörleifsson.
„Keppnin í ár er meira spennandi
en í fyrra. það er ekki borðleggj-
andi hver mun fara með sigur af
hólmi og er ég mjög feginn því.
það var auðséð að Silvía nótt
myndi taka þetta í nefið í fyrra, en
í ár eru nokkur lög sem eiga jafna
möguleika. Sjálfur er ég á milli
tveggja elskhuga, eins og sagt er,
og heita þeir dr. gunni og eiríkur
Hauksson. þeir eru sigurstrang-
legastir að mínu mati. Lag dr.
gunna og Heiðu er afskaplega
grípandi og minnir mig að mörgu
leyti á lag sem gæti hafa verið á
Pet Sounds, plötu Beach Boys. og
þykist ég vita að dr. gunni hafi
mjög gaman af þeirri plötu. Svo
veit ég líka að þeim dr. gunna og
Heiðu er alvara með lagi sínu og
vilja fara alla leið. Hins vegar
mætir svo eiríkur á svæðið og
hann er náttúrlega eilífðartöffari.
maðurinn gæti sungið á norsku og
það væri samt töff. en styrkur
eiríks liggur fyrst og fremst í því
að þrátt fyrir töffaraskapinn er
hann líka hjartahlýr og samúðar-
fullur. mér þætti vænt um að sjá
eirík fara út. þetta væri þá í þriðja
skipti sem hann keppir í euro-
vision, en í fyrsta skipti sem hann
syngur lag sem passar við
persónuleika hans. ég les í lófa
þínum er flott tónsmíð sem á
erindi út í aðalkeppnina. Svo
finnst mér líka afar hressandi að
rokkinu og indí-jaðartónlistinni
hafi verið gefið pláss í eurovision.“
Keppnin
verður
spennandi
Páll
Óskar
segir:
Hver fer til Finnlands?