Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Blaðsíða 34
föstudagur 16. febrúar 200734 Sport DV
F
aðir þeirra bræðra er Ingv-
ar Jónsson. Hann er yfirleitt
kallaður faðir körfuboltans
í Hafnarfirði eftir að hafa
stýrt liði Hauka lengi og
náð frábærum árangri
jafnt í yngri flokkum sem
og í meistaraflokki. Jón og Pétur
hafa því stundum verið kallaðir syn-
ir körfuboltans í Hafnarfirði. Saman
léku þeir lengi með Haukum og urðu
bikarmeistarar árið 1996.
Jón Arnar segir að þeir bræður
hafi nýtt sér ýmsar þjálfunaraðferðir
föður síns
„Það var margt sem gekk á þegar
pabbi var að þjálfa en nánast allan
þann tíma sem við vorum undir hans
stjórn nutum við velgengni. Það var
ábyggilega 90% árangur og auðvitað
tekur maður það sem maður lærir
við þær aðstæður. Það er margt sem
ég hef nýtt mér.“
Pétur tekur í sama streng. „Maður
reynir að nota það góða og sleppa því
slæma, en það var reyndar þannig
að það var lítið slæmt, allavegana
að okkar mati. Ég held að við not-
um báðir hans stíl og það sem hann
gerði í þjálfun okkar.“
Leikmenn/þjálfarar
Sem leikmenn voru þeir bræð-
ur afar ólíkir á velli. Pétur var bar-
áttujaxl af guðs náð, kaldur og var
ekkert að hika við hlutina. Jón Arn-
ar var hins vegar leiðtogatýpan, ró-
legur og yfirvegaður. Hann þótti
einn besti bakvörður landsins og lék
yfir 100 landsleiki. Pétur hóf þjálf-
araferil sinn með Hamri árið 1998
en Jón Arnar hefur þjálfað Hauka
og Breiðablik. Hann tók við ÍR-lið-
inu af Bárði Eyþórssyni í nóvember
2006.
Fróðir menn segja að dæmið hafi
snúist við þegar þeir bræður fóru að
þjálfa. Hamar/Selfoss undir stjórn
Péturs leikur yfirvegaðan bolta, á
meðan ÍR-liðið hikar ekkert við hlut-
ina og þykir Jón Arnar afar djarfur
sem þjálfari þeirra.
„Það eru kannski leikmenn sem
ráða þessu,“ segir Pétur. „Ef ég væri
að þjálfa ÍR-liðið og Jón Arnar að
þjálfa Hamar myndi þetta trúlega
snúast við.“
Jón Arnar tekur undir orð bróður
síns og bætir við, „Maður verður að
aðlagast því sem maður hefur hverju
sinni og reyna að vinna þannig að
maður nái því besta úr mannskapn-
um.“
Hafa mæst fjórum sinnum
George Byrd hefur lítið æft með
liði Hamars/Selfoss vegna smá-
meiðsla en Pétur segir að hann verði
tilbúinn á laugardaginn. Jón Arnar
hefur áhyggjur af flensu sem hefur
hrjáð ÍR-liðið en segir þó að allir sín-
ir leikmenn muni verða heilir. Þeir
Jón Arnar og Pétur hafa mæst fjórum
sinnum sem þjálfarar. Staðan er 2-2
en þegar liðin mættust fyrir tæpum
mánuði vann ÍR með 23 stiga mun.
Pétur segir að lykillinn að sigri sé
að hægja á hraða leiksins.
„Ef leikurinn verður hægur og lítið
skorað, þá eru líkurnar með okkur
en ef hann verður hraður og mikið
skorað þá hef ég trú á ÍR-liðinu. Hins
vegar kunnum við báðir að vinna og
að tapa, sérstaklega hvor fyrir öðrum
þannig að ég á von á hörkuleik.“
Spila á laugardag
George Byrd, vinsæli Bandaríkja-
maðurinn í liði Hamars/Selfoss, hef-
ur glímt við smávægileg meiðsl en
segist verða tilbúinn í slaginn þegar
stærsti leikur ársins fer fram á laug-
ardag.
„Ég er trúlega 80% heill en mun
beita mér 100% á móti ÍR. Ég hlakka
mjög til leiksins því þó að ég hafi
spilað til úrslita um Íslandsmeist-
aratitilinn í fyrra með Borgarnesi hef
ég aldrei leikið í bikarúrslitum. Ég
tapaði í fyrra með Borgarnesi gegn
Grindavík í undanúrslitum og ég tók
það tap nærri mér. Hamar/Selfoss
hefur ekki leikið um bikar frá árinu
2001 og ég held að allt bæjarfélag-
ið sé mjög spennt og það verði mikil
stemming í höllinni.“
Þó svo að meðalaldurinn í liði
Hamars/Selfoss sé ekki hár segir
Byrd að hann óttist ekki reynsluleys-
ið.
„Ég hef reynslu af stórum leikj-
um, Lárus (Jónsson) og Svavar (Páls-
son) hafa verið frábærir í vetur og
þó að liðið sé kannski ekki gamalt er
það með smá reynslu á bakinu. Ég er
þannig leikmaður að ég hlusta á sam-
herja mína og Lárus, Svavar og Pétur
þjálfari spiluðu leikinn árið 2001 og
þekkja því stemminguna. Ég reyni
bara að læra af þeim því þannig leik-
maður er ég,“ segir þessi skemmtilegi
Bandaríkjamaður að lokum.
benni@dv.is
rÆÐA EKKI
LEIKINN SÍN Á MILLI