Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Blaðsíða 27
DV Helgarblað föstudagur 16. febrúar 2007 27 Capacient Gallup 2. feb 2007 Blaðið 6. feb 2007 Fréttablaðið 11. feb 2007 9, 7% 3, 1% 19 ,1 % 45 ,4 % 22 ,9 % 3, 9% 7, 3% 27 ,9 % 36 ,8 % 23 ,7 % Frjálst, óháð & ókeypis! 7. febrúar 2007 11. febrúar 2007 vinstriflokkarnir með meirihluta Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Samfylkingunni: Samfylkingin er á réttri leið „Ég er auðvitað ánægð með nýjustu könn- un Fréttablaðsins, því hún sýnir að Sam- fylkingin er á réttri leið, vinna okkar og staðfesta í þeim mótbyr sem verið hefur að undanförnu er að skila sér. Við sjáum hins vegar að mjög stór hluti kjósenda er óákveðinn og flestir þeirra ákveða sig þeg- ar nær dregur kosningum og í því felast okkar sóknarfæri. Það er mjög viðunandi að við séum farin að bæta við okkur á nýj- an leik, en ég vil sjá meira.“ Steingrímur J. Sigfússon, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði: Stemning fyrir því að fella ríkisstjórnina „Með öllum fyrirvörum, þá sýnir þetta mikla sveiflu okkur í hag, við höfum verið mjög stabíl í öllum mælingum. Í öðru lagi sýna þessar kannanir bullandi stemningu fyrir því að fella ríkisstjórnina. Ef úrslit yrðu á þennan veg, þá yrði ofureinfalt að túlka þessa niðurstöðu sem stórsigur okkar vinstri grænna sem myndi fella stjórnina. Þetta eru mjög spennandi vísbendingar fyrir okkur og ég held að málflutningur okkar í umhverfis- málum og velferðarmálum hafi skilað sér. Þar að auki höfum við látið öðrum flokk- um að mestu eftir pólitískan vandræða- gang.“ Jón Sigurðsson, Framsóknarflokki: Efast um trúverðug- leika kannana „Það þarf frekar að tala við sérfræðingana sem vinna þessar skoðanakannanir, því nið- urstöðurnar eru svo ólíkar á svona stuttum tíma. Þá vísa ég til þess að við höfum feng- ið skoðanakannanir á síðustu vikum sem sýna allt frá 10% fylgi og undir 5% fylgi. Þessar niðurstöður eru vitaskuld ekki ásætt- anlegar, en þær þýða það þó að við erum að bæta við okkur frá mánuði til mánaðar. Framsóknarflokkur- inn hefur alltaf fengið töluvert meira fylgi í kosningum heldur en í skoðanakönnunum. Ég hef þó fyrst og fremst áhyggjur af því að svona kannanir dragi úr trú- verðugleika þeirra miðla sem gera þær.“ Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjálfstæðisflokki: Mjög lágt svarhlutfall „Það virðast sveiflur hjá flestum flokkum. Það er einnig spurn- ing hversu áreiðanlegar þessar kannanir eru. Svarhlutfallið er mjög lágt, aðeins um 55% hjá Fréttablaðinu. Ég þekki ekki fyrirkomulag þessara kann- ana, en Gallup hefur sitt fasta kerfi og ég ímynda mér að þeir nái þessu best. Þetta er meira fylgi en við vorum með í síð- ustu kosningum og ég er sátt með það. Við höfum fundið fyrir mikilli sveiflu til okkar og við erum bjartsýn á framhaldið.“ „Vinstri grænir eru sennilega í sterkustu stöðunni af stjórnar- andstöðuflokkunum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.