Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Blaðsíða 41
föstudagur 16. febrúar 2007 41DV Ferðalög „að kafa er mun einfaldara en fólk gerir sér í hugarlund,” segir Matthías bjarnason, framkvæmdastjóri Köfunarskólinn.is. „Íslendingar vita að Ísland er fallegt land, en færri gera sér grein fyrir hve mikið af fegurðinni er undir yfirborði sjávar.” Matthías segir að einungis þurfi að stökkva af enda garðsbryggju: „Og tekur þá við ótrúlegt lífríki og landslag sjávarins. Í fyrrasumar syntum við með höfrungum í heila viku og einnig höfum við verið í félagsskap beinhákarla hér við Ísland. Þeir eru svifætur og vita meinlausir.“ best er að kafa með hækkandi sól meðan sjórinn er enn kaldur. „sjórinn er mjög tær þá og lítið af svifi, en í raun er það skemmtilegast við köfunina að þú veist ekki á hverju þú átt von.” „silfra á Þingvöllum er velþekktur köfunarstaður síðan 1993 og sennilega einn vinsælasti staðurinn í heiminum í dag.” að sögn Matthíasar hefur aðsókn útlendinga í silfru aukist mjög hin síðari ár. „útlendingar taka í auknum mæli silfru fram yfir til dæmis rauðahaf ið og taíland.” kolbeinn@dv.is Leikið við höfrunga Með höfrunguM og beinhákörluM DV heldur áfram yfirreið sinni um landið í fylgd þrautreyndra ferðalanga. Í síðustu viku sagði fjallamaðurinn Ragnar Sverrisson frá gönguför sinni um Glerárdalshring- inn. Í þessari viku sláumst við í för með Þorvaldi Þórssyni tölvunarfræðingi og áfanga- staðurinn er Botnssúlur. U m s j ó n : V a l g e i r Ö r n R a g n a r s s o n . N e t f a n g : v a l g e i r @ d v . i s á ferðinni Botnssúlur eru í um hálftíma akstursfjarlægð frá Reykjavík. Ekið er í gegnum Mosfellsbæ og síðan inn Mosfellsdalinn og sem leið liggur upp Mosfellsheiðina og ekki stans- að fyrr en komið er til Þingvalla. Frá Þingvöllum er keyrt frá þjónustu- miðstöðinni upp Kaldadal þar til vegurinn greinist og þá er ekið yfir Skógarháls í átt að Botnssúlum. Þar austan við Ármannsfell er svonefnd- ur Orrustuhóll og þar er gott að hefja gönguna. „Þeir sem eru á jeppa geta ekið eitt- hvað lengra en ekki er ráðlegt að reyna það á fólksbíl, því þarna er verulega stórgrýtt,” segir Þorvaldur. Gönguför- in, sem tekur um fjórar klukkustundir, hefst við slóða sem nefndur er Leggja- brjótur. Leggjabrjótur er urðarslóði og var áður þjóðleið frá Botnsdal í Hval- firði til Þingvalla. „Þegar gengið er upp þennan slóða kemur maður að Fossabrekkum og þaðan er gengið til norðurs í áttina að Syðstusúlu, sem liggur fyrir framan mann eins og veggur frá austri til vest- urs. Þaðan er best að ganga að eystri enda Syðstusúlu, en þar er greinileg- ur gönguslóði sem liggur alveg upp á topp.” Syðstasúla er tæplega 1100 metra há og gangan á toppinn tekur um tvær stundir og best er að ganga á fjallsegginni. „Þegar á toppinn er komið uppsker maður árangur erf- iðisins því útsýnið er stórkostlegt og ótrúlega víðsýnt til allra átta og blasa þar við hinar súlurnar, Miðsúla, Vest- ursúla og Háasúla.” Í sjálfheldu í Súlnagili Þó að útsýnið sé tilkomumikið um vetur þá er náttúrufegurðin ólýs- anleg að sumri til. ,,Þórisjökull og Langjökull skarta sínu fegursta, að ógleymdum Eyjafjallajökli, Tindfjöll- um og Heklu, og á góðum sumardegi er magnað að upplifa andstæðurnar milli jökla og fjalla að ég tali ekki um lygnt Þingvallavatnið með eyjunum sínum.En þótt landslagið renni meira saman í eitt að vetri til er það engu að síður stórkostlegt.” Þorvaldur segir að ganga á Botns- súlur að vetri sé meira fyrir sportið, en fyrir augað að sumri til. Í þessa gönguferð þarf ekki mikinn útbúnað. „Í raun þarf ekkert annað en göngu- skó og gott skap,” segir Þorvaldur og bætir við: „Að sjálfsögðu þarf að fara var- lega. Fyrir allmörgum árum ætlaði ég að stytta mér leið um gilin og vissi ekki fyrr en ég var kominn hundrað metra upp Súlnabergið. Aðstæðurn- ar, sem í fyrstu virtust frekar sakleys- islegar, voru í reynd sjálfhelda og ég hrósa happi að hafa komist heill úr þeirri raun. Þessi gil heita Súlnagil og Svartagil og er ekki vert að lenda í þeim.“ Niðurförin tekur um tvær stundir. „Þegar niður er komið er til- valið að kasta mæðinni í Þjónustu- miðstöðinni við Þingvallavatn og láta líða úr sér áður en lagt er af stað heim á ný.” Reynir Þór Sigurðsson húsasmíða- meistari hefur tekið áskorun Þor- valdar fyrir næstu viku. Það verður fróðlegt að sjá hvert þeirri för verður heitið. kolbeinn@dv.is Þorvaldur Þórsson er göngugarpur af lífi og sál og ákvað að lýsa göngu frá Þingvöllum upp Botnssúlur. Botnssúlur urðu fyrir val- inu því Þorvaldur telur þá gönguför á færi flestra. Þorvaldur, sem kallar ekki allt ömmu sína í þessum efnum, stendur nú á fimm- tugu og af því tilefni ráðgerir hann að klífa hundrað hæstu tinda landsins. Vel búinn að vetri til Þorvaldur á eyjafjallajökli með tindfjöllin í baksýn. Tveir á Tindfjöllum Þorvald- ur nýtur útsýnisins ásamt félaga sínum. á Syðstusúlu Sumarganga GönGutúr á sunnudeGi Með neSTi og nýja Skó alla sunnudaga fram á vor stendur ferðafélag Íslands fyrir gönguferðum. ekkert gjald er tekið og mæting er klukkan 10.30 við Mörkina. Þaðan er ekið að upphafsstað gönguleiðar. Lengd gönguleiðar fer eftir stemmingu og aðstæðum og jafnvel farið á gönguskíði ef aðstæður leyfa. Mikilvægt er að þátttakendur hafi með sér nesti og góðan búnað til göngu. Hestar og útivist UMhiRða hRoSSa og úTReiðaR Hestaferðir njóta sívaxandi vinsælda. Hjá Íshestum eru erlendir ferðamenn enn í meirihluta, en hlutur Íslendinga fer vaxandi. Á veturna er boðið upp á stuttar ferðir tvisvar á dag. ferðirnar eru mislangar, frá einni klukkustund upp í fimm klukkustundir. einnig eru haldin reiðnámskeið og starfræktur klúbbur sem kallast Hestur í fóstur. Þar er börnum boðið að taka þátt í umhirðu hesta og fara síðan í stuttan reiðtúr. Á sumrin er farið í lengri hestaferðir. útreiðar eru skemmtileg og hressandi tilbreyting allan ársins hring. útivist og breyttir jeppar giST og gRillað Í keRlingaRfjöllUM Jeppaferð í Jökulheima og Kerlingar- fjöll verður farin á vegum ferða- félagsins útivistar um helgina. Lagt verður af stað klukkan 19 föstudaginn 16. febrúar. gist verður í Jökulheimum og á laugardagsmorgni farið yfir Þjórsá og ekið í Kerlingarfjöll þar sem verður grillað og gist. að loknum morgunverði á sunnudagsmorgni verður haldið yfir Langjökul á leið heim. Þessi ferð er farin í samvinnu við arctic trucks og er fyrir mikið breytta jeppa. Nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu útivistar. enskur morgunmatur egg og beikon á bReSkUM baR Margir sleikja út um við tilhugsunina um alvöru enskan morgunmat. Þar sem pylsur, beikon og franskar löðrandi í feiti eru faldar undir spældu eggi, vænum skammti af bökuðum baunum og nokkrum sveppum. en því miður er ekki ráðlagt að borða svona kræsingar reglulega. Því leyfa flestir sér þetta aðeins stöku sinnum og auðvitað þegar þeir eiga ferð um bretland. Þeir sem eru á ferð um London á næstunni og vakna svangir verða ekki sviknir á smiths of smithsfield í miðhluta borgarinnar, nánar tiltekið við Charterhouse street númer 67. Þar er engu minni metnaður lagður í matargerðina en fyllingu bjórglasa. enskir barir verða enn fýsilegri kostur sem matsölustaðir í sumar eftir að reykingabannið gengur í gildi. Höfum til sölu flottasta Hyundai Tucson landsins Bílasalan bíll.is Bíllinn er 2,7 V6 LUX týpa árg ´05 ekinn 8000 km. Í bílnum er: leður, lúga, cruise control, tvöfalt DVD-kerfi ásamt tveimur keilum, losanlegt dráttarbeisli og mikið af öðrum aukahlutum. Bíllinn er til sýnis og sölu á bílasölunni bíll.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.