Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Blaðsíða 20
Sjö af átta stærstu fyrirtækjunum
í Kauphöllinni högnuðust um 325
milljarða króna á síðasta ári. Tekju
skattgreiðslur þeirra vegna þessa
nema 27 milljörðum króna. Að auki
gáfu fyrirtækin upp um 27 millj
arða króna í áætluðum tekjuskatti
sem kemur ekki til greiðslu núna og
líklega aldrei. Skattarnir sem koma
ekki til greiðslu verða því álíka háir
og skattarnir sem verða greiddir.
Fresta skattgreiðslum
Skattarnir sem koma ekki til
greiðslu eru að stórum hluta vegna
söluhagnaðar af viðskiptum með
hlutabréf. Lögum samkvæmt ber
fyrirtækjum að greiða 18 prósenta
skatt af söluhagnaði. Þau geta hins
vegar frestað greiðslu og jafnvel
komist hjá henni með endurfjár
festingum. Hugsunin á bak við
þá heimild er sú að félög geti
þar með stækkað hraðar
og meira en ann ars
væri. Þess
ar heimildir
hafa fyrirtæk
in nýtt síð
ustu ár.
Skattlagning söluhagnaðar hef
ur þó farið nokkuð fyrir brjóstið á
fjárfestum sem hafa bent á að sums
staðar á Vesturlöndum sé söluhagn
aður ekki skattlagður. Dæmi um það
er Holland. Þar hafa íslenskir fjár
festar stofnað eignarhaldsfélög um
550 milljarða króna eign sína í félög
um í Kauphöllinni. Þeir hafa þar af
leiðandi ekki þurft að borga skatta
af söluhagnaði. Þótt það hafi ekki
munað miklu fyrir ríkissjóð meta
endurskoðendur ávinninginn fyr
ir fjárfesta á nokkra milljarða króna
samanlagt.
Aðrir fjárfestar hafa þurft að end
urfjárfesta til að komast hjá skatt
greiðslu. Það breytist þó væntan
lega á næstunni. Forsætisráðherra
hefur boðað breytingar á skattkerf
inu, meðal annars þannig að sölu
hagnaður fyrirtækja af hlutabréfa
viðskiptum verði ekki skattlagður.
Þar með er brugðist við hollensku
leiðinni.
FL Group greiddi enga skatta
FL Group greiddi enga
skatta síðustu tvö árin
þrátt fyrir að hagnast
um 60 milljarða
króna. Svein
björn Ind
riða
son, fjármálastjóri fyrirtækisins,
segir tvær ástæður fyrir þessu. „Ann
ars vegar átti félagið yfirfæranlegt
tap frá fyrri árum. Hins vegar hef
ur félagið nýtt sér heimild í skatta
lögum til frestunar á skattgreiðsl
um vegna hagnaðar af almennum
hlutabréfaviðskiptum með því að
endurfjárfesta hagnaðinum í hluta
bréfum.“
Aðspurður sagði Sveinbjörn
að fyrirtækið hefði ekki greitt aðra
skatta á tímabilinu en benti á að
gjaldfærðir skattar fé
lagsins næmu tæp
um 900 milljónum
króna um síðustu
áramót og að
rúmar 100
milljónir króna yrðu
greiddar í skatta á
næsta gjaldatíma
bili.
Einstaklingar
borga meira en
fyrirtækin
Samkvæmt áætlun
fjármálaráðuneytis
ins námu tekju
skattgreiðslur fyr
irtækja og annarra
lögaðila 31 millj
arði króna á síðasta
ári. Þær höfðu
meira
en
tvöfaldast frá ár
inu áður þegar þær
námu 15 milljörð
um króna og nær
þrefaldast frá árinu
2004. Það ár námu
greiðslunar um 11
milljarðum
króna.
föstudagur 16. febrúar 200720 Fréttir DV
BrynjóLFur þór Guðmundsson
blaðamaður skrifar: brynjolfur@dv.is
græddu 60 milljarða
Stjórnendur FL Group nýttu sér reglur um endurfjárfestingu
og yfirfærðu tap frá fyrri árum. Niðurstaðan var sú að fyrirtæk
ið greiddi hefur ekki greitt neinn tekjuskatt síðustu tvö árin þrátt
fyrir góða afkomu.
og borga nær enga skatta
Afkoma og skattgreiðslur helstu stórfyrirtækja 2006
tekjuskattur
einstaklinga
tekjuskattur
lögaðila
62
,6
69
,1
78
,2
10
,9 15
,4 31
,4
2004 2005 2006
Bakkavör
straumur-Burðarás
FL Group
Exista
Landsbanki
Glitnir
Kaupþing
10
1,
1
46
,3
44
,7
38
,5
44
,6
41
,5
8,
8
10,1 5,7 3,4 0,8 0,9 4,8 1,2
Hagnaður fyrir skatta
skattgreiðslur
allar upphæðir eru í milljörðum króna
Lýður og Ágúst Guðmundssynir
exista hefur hagnast um 80 milljarða króna
á tveimur árum. skattgreiðslurnar nema
137 milljörðum króna, meðal annars vegna
skipulagsbreytingar þar sem tekjuskatt-
skuldbinding lækkaði um 4,4 milljarða.
sigurður Einarsson
og Hreiðar már sigurðsson
búnaðarbankinn skilaði 160 milljarða
hagnaði 2005 og 2006. skattgreiðslurnar
námu tæpum tíu milljörðum króna.