Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Blaðsíða 57
DV Helgarblað föstudagur 16. febrúar 2007 57 „Þegar Silvía Nótt vann í fyrra, þá héldu allir niður í bæ í fíling, en svo var ekkert í gangi,“ segir tónlistar- maðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Á laugardaginn stendur Páll fyr- ir heljarinnar Eurovision-fagnaði á skemmtistaðnum Nasa við Austur- völl og fullyrðir hann að allri þjóð- inni sé boðið. Fluttur hefur verið til landsins enginn annar en Mihai Tra- istariu, fulltrúi Rúmeníu í Eurovision 2006. Eins og margir eflaust muna sló Mihai eftirminnilega í gegn með laginu Tornero í Grikklandi og seld- ist smáskífa lagsins í stærra upplagi en smáskífa sigurvegaranna, Lordi. „Mihai treður upp í beinni á RÚV á meðan atkvæði eru talin og síðan hleypur hann beint niður á Nasa,“ segir Páll Óskar sem mun sjálfur sjá um að vera plötusnúður kvöldsins. „Stefnan er að ég spili einungis Eur- ovision-lög í sjö klukkutíma,“ segir Páll og er hvergi banginn. Að lokum mun svo nýkrýndur fulltrúi Íslend- inga í Eurovision stíga á svið og taka sigurlagið. „Eins og ég segi, þjóðin er velkomin á Nasa, þar sem hún getur tekið í spaðann á Mihai, kepp- endum kvöldsins, mér og fengið svo eitt hresst Eurovision-óskalag.“ dori@ dv.is Páll Óskar Hjálmtýsson Ætlar að spila eurovision-lög í sjö klukkustundir samfleytt. Lifi Álafoss Varmársamtökin halda styrktartón- leika sunnudag- inn 18. febrúar undir nafninu Lifi Álafoss. Varmár- samtökin berjast fyrir friðun Varmársvæðisins í Mosfellsbæ og berjast nú gegn framkvæmdum sem voru stöðvaðar ekki alls fyrir löngu vegna mótmæla þeirra. Tónleik- arnir eru haldnir í BaseCamp- verinu. Fram koma Sigur Rós, Bogomil Font & Flís, Pétur Ben, Amiina og Benni Hemm Hemm. Hægt er að nálgast miða á midi.is en eru þeir í takmörkuðu upplagi. Rock leikstýrir Red Hot Drengirnir í Red Hot Chili Peppers og grínleikarinn Chris Rock leiddu saman hesta sína á dögunum þegar Rock leikstýrði nýjasta myndbandi sveitarinnar við lagið Hump de bump. Myndbandið var einungis gert fyrir Bandaríkja- og Kanada- markað og fer í spilun á sjónvarps- stöðvum á næstu vikum. Bassaleikarinn Flea greindi frá þessu á bloggsíðu sinni. Flea sagði jafnframt að það hefði verið mikill heiður að fá að vinna með Rock, því hljómsveitarmeðlimir bæru ómælda virðingu fyrir Air á Íslandi Franski raftónlistardú- ettinn Air heldur tónleika í Laugardalshöll í sumar. Upphaflega átti Air að spila á Pourquoi Pas? menningarhá- tíðinni sem er haldin hérlendis 22. febrúar til 12. maí. Air átti að halda tónleika sína í febrúar en fresta þurfti þeim fram á sumar og fara þeir fram í byrjun júlí. Air skaust upp á stjörnuhim- ininn með plötunni Moon Safari sem kom út árið 1998. Fimmta platan frá þeim félögum ber nafnið Pocket Symphony og er væntanleg í mars. Tónlistarmaðurinn Mickey Avalon er nýstiginn fram á sjónarsviðið. Mickey er rapp- ari, þrátt fyrir pönklegt útlit og minnir í raun og veru um margt á hljómsveitina Dr. Mist- er & Mr. Handsome. Lag Mick- eys, Jane Fonda, hefur hljómað undanfarnar vikur á X-inu og vilja eflaust margir vita meira um þennan mikla meistara. AlgjörlegA klikkAður Tónlistarmaðurinn Mickey Ava- lon hefur verið að gera það gott að undanförnu. Lög hans hafa heyrst í sjónvarpsþáttum á borð við Ent- ourage, á óteljandi MySpace-síðum og síðast en ekki síst á útvarpsstöð- inni X-inu 977. Mickey, sem heit- ir réttur nafni Yeshe Pearl, kemur frá Hollywood og er rappari. Marga grunaði í fyrstu að rapp Mickeys væri einungis kaldhæðni þar sem fas hans minnir heldur á breska subb- urokkara á borð við Pete Doherty. En svo er ekki. Mickey tekur tónlist- arsköpun sína háalvarlega eins og hann sýndi og sannaði á fyrstu plötu sinni sem kom út þann 7. nóvem- ber síðastliðinn og heitir einfaldlega Mickey Avalon. Þar blandar Mickey saman kolsvörtum húmor og beittri textagerð við lifandi og skemmtilega hip-hoptóna. Í textum sínum minn- ir hann mik- ið á íslensku hljómsveit- ina Dr. Mist- er & Mr. Handsome. Hann talar mikið um misnotkun sína á ýms- um fíkniefnum og þá sérstaklega í samhengi við upplifun sína af vændi og vændiskonum. Sjálfur segir hann að uppeldi sitt hafi verið hræðilegt og að foreldrar hans hafi báðir verið eiturlyfjasjúklingar. Hann segist því frekar hafa tekið sér ömmu sína og afa til fyrirmynd- ar þegar hann ólst upp, en þau eru þýsk- ir gyðingar sem lifðu af helförina með naum- indum og fluttu síðar til Bandaríkj- anna. Mickey Avalon er einn þeirra tónlistarmanna sem eiga heimasíð- unni myspace.com vinsældir sínar að þakka að miklu leyti. Þar hefur tónlist hans náð mikilli útbreiðslu og bera að nefna að Tom sjálfur, eigandi MySpace, er með lag eftir Mickey á sinni eigin síðu. Það er lag- ið Jane Fonda, sem er hans stærsti smellur til þessa og vafalaust ekki sá síðasti. Þeim sem vilja kynna sér verk Mickeys Avalon betur er bent á heimasíðuna mickeyavalon.com. dori@dv.is Lítur út eins og breskur subburokkariMickey hefur ekki dæmigert útlit rappara, en er nokkuð lunkinn í ríminu. Mickey Avalon rappar helst um fíkniefni og vændis- konur. en á gáskafull- an og frumlegan hátt. Þjóðinni boðið í evrópArtí á nAsA Mihai Traistariu fulltrúi Rúmena í Euro- vision 2006 treður upp á Nasa annað Mihai Traistariu tekur lagið tornero á Nasa annað kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.