Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Blaðsíða 49
DV Helgarblað föstudagur 16. febrúar 2007 49 Kennir ári eftir útsKrift Guðfræðineminn Jódís Káradóttir hefur verið að dunda sér við gerð fjaðurhatta undanfarið sem hafa nú náð töluverðum vinsældum og verða fáanlegir í Gyllta kettinum á næstunni. GuðleGir sKrauthattar „Ég bjó til fyrsta hattinn þegar ég fór á árshátíð guðfræðinema í fyrra,“ segir guðfræðineminn og tískuhattahönn- uðurinn Jódís Káradóttir. Jódís, sem er uppalinn Reykvíkingur er með BA-próf í guðfræði og lærir nú und- ir kandídat. Auk þess að vera í guð- fræðinni hannar Jódís tískuhatta og hafa vinsældir þeirra farið vaxandi undanfarið. „Þetta eru þannig séð hárspangir sem ég lími svo skraut- fjaðrir, perlur og pallíettur á,“ segir hún en áhugi fyrir höttunum hefur vaxið og verða þeir nú seldir í Gyllta kettinum með nýju vörunum að út- sölu lokinni. „Fyrst byrjuðu ættingjar og vinkonur að sýna þessu áhuga og eitt leiddi af öðru,“ segir Jódís en hún hefur einnig gert skrauthárspennur. „Ég lími hverja einustu fjöður, perlu og pallíettu sjálf þannig að þetta er töluverð handavinna og dúllerí,“ seg- ir Jódís og talar um að það taki hana allt frá klukkutíma upp í þrjá að út- búa hvern hatt. „Það fer auðvitað eftir hverjum hatti fyrir sig þar sem engir tveir eru eins og mismikið skreyttir.“ Jódís hefur verið að sérhanna fjaður- hattana fyrir vini og vandamenn og segir ekkert því til fyrirstöðu að gera slíkt hið sama fyrir áhugasama. „Ég gerði til dæmis einn hatt fyrir vin- konu mína í fyrra sem var að fara að gifta sig. Við fórum saman og völd- um efni í hann í stíl við kjólinn henn- ar. Ef fólk hefði áhuga á einhverju slíku væri sennilega bara best að hafa samband við stelpurnar í Gyllta kettinum,“ segir Jódís að lokum en tískuvöruverslunin Gyllti kötturinn er staðsett í austurstræti 8. asgeir@dv.is Jódís Káradóttir guðfræðinemi og tískuhattahönnuður Skrautlegir fjaðurhattar Jódís handvinnur hattana sjálf frá a til ö. Atli Bollason verkefnastjóri Fjalakattarins lofar skemmtilegri og ferskri dagskrá. Fjalakötturinn snýr aftur með glæsibrag „Við ætl- um gjörsam- lega að víta- mínsprauta íslenska kvikmynda- menn- ingu frá og með 25. febrú- ar,“ segir Atli Bolla- son verk- efnastjóri Fjala- kattarins. En Fjalakötturinn er sjálfstætt kvik- myndahús sem kemur til með að starfa í Tjarnarbíói allan árs- ins hring. Segir Atli að búið sé að vinna baki brotnu við að koma upp spennandi og skemmtilegri dagskrá sem verður ívið ferskari en sú sem áður hefur þekkst í kvik- myndahúsum á Íslandi. „Við ætl- um að keyra á flottum myndum, bæði nýjum og gömlum úr öll- um áttum.“ Ennfremur segir Atli að áhugi á óháðri og annars kon- ar kvikmyndagerð á Íslandi hafi færst mikið í aukana og ætli að- standendur Fjalakattarins að nýta sér hann og rækta. Eins og í Fjala- kettinum sáluga sem stóð í Að- alstræti lengi vel verður hægt að kaupa áskrift að sýningum. Fyr- ir 4.000 krónur er hægt að kaupa aðgang að öllum sýningum fram í maí, en í heildina verða þær um 25 talsins. „Við vitum líka hvernig kvikmyndasýningar fara fram er- lendis, ekkert hlé og ekkert rugl. Þess vegna ætlum við líka að reyna að halda uppi einhverri gamaldags bíóstemmingu,“ segir Atli. Það var í fyrrasumar þegar alþjóðleg kvik- myndahátíð festi kaup á sýning- arvél að það varð aðstandendum hennar ljóst að mögulegt væri að stofna kvikmyndahús í kjölfar- ið. „Það var í raun stærra skref en maður gerir sér grein fyrir. Það hef- ur ekki verið sýningarvél í Tjarnar- bíói um árabil og nú loks er hægt að brjóta gegn einokun risanna,“ segir Atli stoltur. Atli Bollason segir að mikill áhugi sé fyrir óháðri og annars konar kvikmyndagerð. Tjarnarbíó Hér verður starfrækt öflugt, sjálfstætt kvikmyndahús frá og með 25. febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.