Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 12
föstudagur 23. mars 200712 Fréttir DV Mikið umhverfiskapphlaup er hafið í Bretlandi. Forystumenn Verkalýðsflokksins og Íhaldsflokksins keppast um að kynna umhverfisvæn áform sín. Breskir kjósendur eru sannfærðir um að loftslagsbreytingar eigi sér stað og telja nauðsynlegt að þeirri þróun verði snúið við. Þessu bregðast breskir stjórnmálamenn við og reyna þannig meðal annars að höfða til kjósenda. horft til umhverfissinna Leiðtogar Íhaldsflokksins og Verka- mannaflokksins í Bretlandi keppast þessi misserin við að leggja fram tillögur um hvernig skuli dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma kynna stærstu verslun- arfyrirtæki landsins metnaðarfull áform sín í umhverfismálum. All- ir vonast til að hitta kjósendur og neytendur í hjartastað. Gordon Brown, fjármálaráð- herra Bretlands og verðandi forsæt- isráðherra, kynnti í byrjun vikunnar nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar landsins. Meðal nýjunga eru hækk- un gjalda á eyðslufrekar bifreið- ar og sérstakur skattaafsláttur til þeirra heimila sem framleiða eig- in orku með sólarrafhlöðum eða vindmyllum. Þetta er í takt við inni- hald frumvarps ríkisstjórnarinn- ar um hvernig stemma megi stigu við neikvæðri þróun í loftslagsmál- um. Markmiðið er að draga úr los- un gróðurhúsalofttegunda um tíu prósent fyrir árið 2010 og um sextíu prósent til ársins 2050. Frumvarpið, sem væntanlega verður að lögum á næsta ári ger- ir ráð fyrir að samin verði sér- stök mengunarlög. Þau eiga að vera sambærileg við fjárlög þar sem losun gróðurhúsalofttegunda á fimm ára tímabili verður fest í lög. Verkamannaflokkurinn segir þessar tillögur fyrstar sinnar teg- undar í heiminum en samkvæmt grein The Economist voru svip- uð áform kynnt í Frakklandi fyrir tveimur árum. Daginn áður en Brown kynnti þessi áform hafði David Cameron, leiðtogi Íhaldsmanna, gagnrýnt framgöngu Verkamannaflokks- ins í umhverfismálum og benti réttilega á að losun skaðlegra loft- tegunda hefði aukist í valdatíð þeirra. Tímasetningarnar á yfirlýsing- um þeirra Browns og Camerons eru varla tilviljanir enda segir í grein The Economist að umhverfismál spili orðið jafnstóra rullu í breskum stjórnmálum og heilbrigðismál, menntamál og málefni innflytj- enda. Enda eru áttatíu og fimm pró- sent þjóðarinnar sannfærð um að loftslagsbreytingar eigi sér stað og telja nauðsynlegt að brugðist verði við til að snúa þróuninni við. Flugfarþegar borgi mengunarskatt Hversu meðvitaðir kjósend- ur eru skýrir væntanlega þá miklu áherslu sem flokkarnir leggja á um- hverfismál. David Cameron hefur allt frá því að hann tók við stjórn- artaumunum í Íhaldsflokknum fyrir tæpu einu og hálfi ári, reynt að skapa sér sérstöðu innan mála- flokksins.Hann hefur meðal annars talað fyrir því að reglur Evrópusam- bandsins, sem snúa að mengun framleiðslufyrirtækja, verði hert- ar. Aðrar tillögur Íhaldsmanna um hvernig megi stemma stigu við los- un gróðurhúsalofttegunda þykja hins vegar ansi byltingarkenndar fyrir flokkinn. Til dæmis áform um að fólki verði úthlutaður eins konar flugkvóti og þeir sem fullnýti hann verði að borga hærri skatt, ætli þeir sér að fljúga meira fyrir næstu út- hlutun. Eins þykir flokkurinn tefla fulldjarft, að margra mati, að ætla að setja sér eins árs markmið um losun skaðlegra lofttegunda í stað fimm ára eins og Verkamannaflokk- urinn ætlar að gera. Cameron þótti hins vegar vinna stig í samkeppn- inni um athygli fjölmiðla þegar hann tilkynnti að Al Gore, fyrrver- andi varaforseti Bandaríkjanna og helsti baráttumaðurinn á sviði loftslagsmála, myndi ávarpa þing- flokkinn. En fyrirfram hefði demó- kratinn Gore átt meiri samleið með Verkamannaflokknum. Kjósendur ekki sannfærðir Þrátt fyrir þá vakningu sem hef- ur átt sér stað í loftslagsmálum með- al bresks almennings þá sýna ný- legar kannanir að áhugi kjósenda á málaflokknum er ekki eins mikill og áhersla stjórnmálaflokkanna á þau gefur tilefni til að halda. Í skoð- anakönnun The Guardian í síðustu viku kom einnig fram að rúmlega þriðjungur kjósenda treystir hvorki Cameron né Brown til að standa við loforð sín í umhverfismálum. Hins vegar eru fleiri kjósendur fylgjandi umhverfisstefnu íhaldsmanna. En flokkurinn ætlar samkvæmt grein The Guardian að nota umhverfis- málin til að færa sig nær miðjunni. Einnig er fullyrt að áróðursmeistarar flokksins hafi andað léttar að sjá að róttækar tillögur um að leggja sér- stakt gjald á flugfarþega hafi ekki fallið í grýttari jarðveg en efni stóðu til að margra mati, þar á meðal þing- manna flokksins. Bresk flugvél forystumenn stjórnmálaflokkanna hafa uppi stór orð um hvernig þeir ætli að stemma stigu við losun. David Cameron gagnrýndi framgöngu Verkamannaflokksins í umhverfismálum og benti réttilega á að losun skaðlegra lofttegunda hefði aukist í valdatíð þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.