Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Qupperneq 18
föstudagur 23. mars 200718 Fréttir DV Mælt Með íslenskuM vændiskonuM Grunur hefur vaknað um mansal eftir að brasilísk vændiskona var handtekin á Hótel Sögu fyrr í mánuðinum. Lögreglan rannsakar þann þátt málsins og er það enn í vinnslu. Nokkuð virðist vera um vændi á Íslandi þó það sé ekki mjög skipulagt enn sem komið er. Þá má finna erlendar heimasíður þar sem mælt er með íslenskum vænd- iskonum en síðurnar sérhæfa sig í að kortleggja vændi víðsvegar um heiminn. Um er að ræða reynslusögur karla að ræða sem hafa borgað fyrir vændiskonur hér á landi. Fyrir um tveimur vikum var brasilísk vændiskona handtekin á Hótel Sögu. Í ljós kom að hún hafði stundað vændi hér á landi og var ekki á Íslandi í fyrsta sinn. Karlmaður var handtekinn í kjöl- farið grunaður um að vera dólg- ur konunnar. Hann neitaði alfarið sök og var því sleppt eftir skýrslu- töku. Sá maður hefur áður komist í kast við lögin vegna máls er varðar nektarnuddstofu. Hann var aldrei ákærður fyrir þá glæpi sem hann var grunaður um. Það var ekki fyrr en starfsfólk Hótel Sögu fékk upphringingu frá kollegum sínum á Hótel Nord- ica sem í ljós kom að vændis- kona hefði aðsetur í herbergi 651 á hótelinu. Mikill umgangur karl- manna hafði þegar vakið athygli starfsmanna. Erfitt var þó að væna konuna um vændi án þess að hafa nokkrar sannanir fyrir því. Starfsmenn hótelsins hringdu því strax á lögregluna sem brást við. Úr varð að brasilíska vænd- is-konan var handtekin og færð á lögreglustöðina í Reykjavík. Í ljós kom að konan var ekki hér á landi í fyrsta sinn. Ekki fékkst staðfest hvenær hún var hér áður. Þar sem vændislöggjöfin er afar víðtæk var aðeins tekin skýrsla af konunni. Henni var svo sleppt lausri og í kjölfarið hélt hún aftur til síns heima. Fleiri hótel Við skýrslutöku kom í ljós að stúlkan brasilíska hafði haft við- komu á fleiri en einu hóteli. Þegar rætt var við hótelstjórann á Hótel Nordica vildi hann ekki kannast við að vændi hefði verið stundað þar. Hótelstýra Hótel Sögu, Hrönn Greipsdóttir, segir að vegna góðs samstarfs hótelanna hafi aðili hringt frá Hótel Nordica og látið þau vita af konunni. Hrönn segir góða samvinnu milli hótelanna vegna slíkra mála. Þá er hringt á milli og látið vita ef hugsanlegt vandamál hafi færst yfir á annað hótel. Þetta mun þó vera í fyrsta sinn sem það fékkst staðfest að vændiskona væri að selja líkama sinn á hóteli. Sögur þess efnis hafa þó verið þrálátar. Enginn ákærður Rannsókn lögreglunnar varð til þess að karlmaður var handtekinn í tengslum við málið. Í ljós kom að hann hafði áður verið kærður fyrir að vera ábyrgur fyrir vændi hér á landi. Það var fyrir þremur árum. Þá gerði lögreglan húsleit hjá tveimur nuddstofum en grun- ur lék á að þær byðu upp á kynlíf gegn borgun. Fjórir voru hand- teknir vegna þess máls. Tveir karl- menn og tvær konur voru kærð fyrir aðild sína að málinu. Lögreglan rannsakaði málið til fulls og sendi svo til ákæruvalds- ins. Fallið var frá því að ákæra fólkið vegna brotsins. Grunur um mansal Yfirmaður kynferðisbrota- deildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu sagði í viðtali við DV að einn þáttur sem væri rann- sakaður ásamt öðrum væri hugs- anlegt mansal. Það er þó aðeins einn möguleiki af mörgum. Talskona Stígamóta, Guðrún Jónsdóttir sagði í viðtali, að þetta tilvik bæri með sér öll ummerki mansals. Konan brasilíska hafði verið lokuð inn á hótelherbergj- um og svo sendi dólgurinn við- skiptavini til hennar. Hún segir einnig að það sé ekkert nýmæli að vændi þrífist á hótelum hér landi, „Já, við höfum því miður orðið varar við vændi á hótelum hér á landi,“ segir hún aðspurð um landslag vændis hérlendis. Áður grunur um vændi „Það hefur komið upp grunur um að stúlka hafi lent í mansali,“ segir Margrét Steinarsdóttir, lög- fræðingur Alþjóðahússins. Hún segir lagaumhverfi á Íslandi ekki nógu gott til þess að bregðast við slíkum tilfellum. „Við náum eiginlega aldrei trausti stúlkna sem lenda í svona aðstæðum,“ segir Margrét um erf- iðar aðstæður stúlknanna sem til hennar leita. Hún segir að oftar en ekki vofi mikil hætta yfir þeim sem lenda í klóm þeirra sem stunda mansal. Þá sé oft búið að hóta fjöl- skyldum kvennanna eða þaðan af verra; börnum þeirra. Þær hafa þó ekki leitað til Alþjóðahússins. Byrjar á netinu DV komst yfir símanúmer til þess að ná í vændiskonuna bras- ilísku. Það mátti finna á private. is en samkvæmt lauslegri könn- un má þar finna fleiri konur sem falbjóða líkama sinn. Þegar blaða- maður hringdi í númerið sem átti að koma honum í samband við vændiskonuna kemur talhólf. Kona sem segist heita Lauf- ey biður karlmenn um að lesa inn skilaboð og svo muni hún hringja aftur. Þrátt fyrir að skila- boð hafi verið lögð inn var ekki hringt til baka. Númerið er óskráð og því ómögulegt að finna út hver sé eigandi þess. Það er þó skýrt að konur stunda vændi hér á landi og nota til þess veraldaravefinn. Mælt með vændi Hægt er að finna erlendar vefsíður þar sem mælt er með vændiskonum á Íslandi. Yfirleitt er þar vísað á vefina private.is og einkamal.is. Þetta eru evrópsk- ar heimasíður sem sérhæfa sig í að kortleggja vændi fyrir þá sem það stunda. Nær undantekninga- laust er um reynslusögur að ræða. Þar á meðal er mælt með brasil- ískri vændiskonu sem kallar sig victoria22 en hana mátti nálgast á einkamal.is. Þá er einnig mælt með íslenskri vændiskonu sem er kölluð Björg. Hún mun hafa boð- ið upp á nudd ásamt kynlífi. Slóð fylgdi með á heimasíðu hennar en síðan lá niðri þegar farið var inn á hana. valur GrEttisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð mánudagur 19. mars 2007 dagblaðið vísir 25. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235 fréttir menning Talaði í 8 mínútur Listalíf í Skaftfelli DV-sport fylgir vændi á hótel sögu LögregLan handtók brasiLíska gLeðikonu: - grunur um að konan hafi verið hér áður. hafði marga viðskiptavini. sjá baksíðu. dv mynd gúndi Þau töluðu mest Þau töluðu minnst fréttir Tekinn með hníf >> Eiginmaður Valgerðar í vanda í Suður-Afríku. Hörð átök >> Neyð íbúa á Sri Lanka eykst. Tugþúsundir hafa flæmst frá heimilum sínum. Prentað í morgun Herbergi 651 Herbergisnúmer brasilísku vændiskonunnar var 651 en þangað komu fjölmargir karlmenn og nýttu sér bága aðstöðu konunnar. lögreglustöðin við Hverfisgötu Vændiskonan sem var handtekin á Hótel sögu var flutt til yfirheyrslu á Lögreglustöðinni við Hverfisgötu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.