Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Qupperneq 24
föstudagur 23. mars 200724 Fréttir DV Rómantík. Norðurljós. Heitir pottar. Sundlaug. Fallegustu konur Íslands frá 1970 fram til dagsins í dag. Allar á sama staðnum. Skyldi þetta einhvern tíma verða að raunveruleika? Já, eftir þrjár vikur. Staðurinn er Hótel Geysir. „Ég hef gengið með þessa hug- mynd lengi,“ segir Inga Hafsteins- dóttir, sölustjóri Geysir-Center, sem sér um afþreyingu og aðra gleði- viðburði á hótelinu og stendur fyrir sérstöku dömukvöldi á Hótel Geysi laugardagskvöldið 14. apríl. „Þegar ég hitti Heiðar Jónsson, snyrti í fyrravor bar ég hugmynd- ina upp við hann og yfir lauflétt- um Café Latté útfærðum við hug- myndina ásamt Mábil Másdóttur, hótelstjóra á Hótel Geysi, og síðar Bryndísi Torfadóttur, framkvæmda- stjóra SAS. Bryndís var lengi tísku- sýningardama, hún er þrælvön að skipuleggja og með þau mér við hlið fór framkvæmdin af stað og dömu- kvöldið verður að veruleika eftir þrjár vikur.“ Alvön skemmtunum Inga er alvön því að setja upp sér- stakar skemmtanir. Hún starfaði í fjölda ára hjá Ólafi Laufdal á Broad- way, í Sjallanum á Akureyri og á Kaffi Reykjavík ásamt því að vera í nokkur ár móttökustjóri á Hótel Borg og nú á Hótel Geysi. „Á Kaffi Reykjavík settum við Kristjana Geirsdóttir – miklu betur þekkt sem Jana! – upp dömukvöld einu sinni og þá seldust miðarnir upp á tíu mínútum. Það er gríðar- lega mikil eftirspurn eftir kvöldum sem þessum og við Jana höfum báð- ar mikla reynslu úr þessum heimi. Jana ætlar því að sjá um að setja upp tískusýninguna og allar sýningar- dömurnar eru frá gullárunum og fram til dagsins í dag. Þarna munu því vakna margar gamlar og góðar endurminningar. Þessar konur eru allar enn jafnglæsilegar og þær voru á yngri árum!“ segir Inga brosandi. „Við Jana erum sannfærðar um að eftirspurnin verður engu minni nú en á fyrri dömukvöldum, enda eftir mörgu spennandi að sækjast hing- að á Hótel Geysi. Hér eru þægindin í fyrirrúmi,“ segir Inga. „Herbergin eru öll í svokölluð- um „bungalow“, stúdíóherbergi, sér- hvert herbergi með baðherbergi og svo er gangstígur út að heitum pott- um. Hér er hægt að njóta þess að hlusta á árnið og fuglasöng. Er nokk- uð rómantískara til?“ spyr hún, en veit svarið. Borgarstúlkan Inga segir það nefnilega mikinn misskilning að það sé „erfitt“ að yfirgefa stórborg- ina. Allt til alls „Hér hef ég allt til alls,“ segir hún. „Á þessum tíma, yfir vetrarmánuð- ina, nýt ég kyrrðarinnar sem hér rík- ir. Ligg í heita pottinum, og horfi á norðurljósin. Ef það er ófærð skýst ég bara í vinnuna á mínu fjórhjóli og svei mér þá ef ég hef ekki bara yngst við að flytja hingað!“ segir hún skellihlæjandi. Og hefur rétt fyrir sér. Unglegri í útliti og unglegri í anda. „Mér leiðist aldrei,“ bætir hún við. „Bæði er að ég hef mikið að gera, hér er fullt af ferðafólki á hverjum degi og vinir og vandamenn eru mun duglegri að heimsækja mig í sveitina heldur en þegar ég bjó í borginni. Svo verð ég að viðurkenna að þegar ég á frí, þá líður mér svo vel hérna að ég veigra mér við að fara til Reykja- víkur!“ bætir hún við hlæjandi. Þegar hugmyndin var fastmótuð var hafist handa við að hringja í feg- urðardrottningar og sýningardömur fyrri tíma og fá þær til að taka þátt. „Hver einasta þeirra tók okkur á jákvæðan hátt og þær hlakka mikið til,“ segir Inga. „Við ætlum að sýna tískusýningu frá aðaltískuverslun- unum á Selfossi – Lindinni og Cent- ral. Draumurinn væri svo að fá þær mæðgur Unni Steinsson og Unni Birnu til að koma og sýna nokkra af þeim glæsilegu kjólum sem Jórunn heitin Karlsdóttir hannaði og saum- aði, en margir þeirra eru heimsfræg- ir.“ Bara tveir herrar Glæsileg skemmtiatriði bíða kvennanna. Kvöldið hefst á fordrykk og svo tekur við bragðlaukakitlandi matseðill, sem Inga kallar „veislu- dömumat“. En verða engir herrar á staðnum? „Jú, tveir. Nöfn þeirra beggja byrj- ar á stafnum H!“ segir Inga. „Heiðar snyrtir, skemmtikraftur með meiru, verður veislustjóri og ekki ólíklegt að hann lesi í framtíð og fortíð þessara glæsikvenna. Hinrik Ólafsson, stór- leikari og söngvari skemmtir einnig. Allar konurnar fá gjafapakka frá Sig- rúnu Ingu í Forvali, en það eru Gu- erlain-vörur og svo koma aðrir kon- fektmolar á óvart. Einu get ég lofað: stemningin verður falleg og eftir- minnileg.“ En varla eiga allar þessar konur að stíga dans við þessa tvo herra sem verða á svæðinu?! „Nei, nei, það verður ekkert dansiball, enda verður nóg annað Kvennaljómi á hótel geysi Inga Hafsteinsdóttir gekk lengi með þá hugmynd að setja upp dömukvöld líkt og hún gerði á Kaffi reykjavík, þar sem miðar seldust upp á tíu mínútum. rómantík og gleði munu verða allsráðandi á Hótel geysi. Heiðar Jónsson Veislustjórinn, skemmtikrafturinn og snyrtirinn mun örugglega lesa í framtíð kvennanna og rifja upp með þeim fagra fortíð. Fegurstu konur þjóðarinnar síðustu fjóra áratugina verða undir sama þaki eftir þrjár vikur, en þá verður haldið sérstakt dömukvöld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.