Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Qupperneq 24
föstudagur 23. mars 200724 Fréttir DV
Rómantík. Norðurljós. Heitir pottar. Sundlaug. Fallegustu konur Íslands frá
1970 fram til dagsins í dag. Allar á sama staðnum. Skyldi þetta einhvern
tíma verða að raunveruleika? Já, eftir þrjár vikur. Staðurinn er Hótel Geysir.
„Ég hef gengið með þessa hug-
mynd lengi,“ segir Inga Hafsteins-
dóttir, sölustjóri Geysir-Center, sem
sér um afþreyingu og aðra gleði-
viðburði á hótelinu og stendur fyrir
sérstöku dömukvöldi á Hótel Geysi
laugardagskvöldið 14. apríl.
„Þegar ég hitti Heiðar Jónsson,
snyrti í fyrravor bar ég hugmynd-
ina upp við hann og yfir lauflétt-
um Café Latté útfærðum við hug-
myndina ásamt Mábil Másdóttur,
hótelstjóra á Hótel Geysi, og síðar
Bryndísi Torfadóttur, framkvæmda-
stjóra SAS. Bryndís var lengi tísku-
sýningardama, hún er þrælvön að
skipuleggja og með þau mér við hlið
fór framkvæmdin af stað og dömu-
kvöldið verður að veruleika eftir
þrjár vikur.“
Alvön skemmtunum
Inga er alvön því að setja upp sér-
stakar skemmtanir. Hún starfaði í
fjölda ára hjá Ólafi Laufdal á Broad-
way, í Sjallanum á Akureyri og á
Kaffi Reykjavík ásamt því að vera í
nokkur ár móttökustjóri á Hótel Borg
og nú á Hótel Geysi.
„Á Kaffi Reykjavík settum við
Kristjana Geirsdóttir – miklu betur
þekkt sem Jana! – upp dömukvöld
einu sinni og þá seldust miðarnir
upp á tíu mínútum. Það er gríðar-
lega mikil eftirspurn eftir kvöldum
sem þessum og við Jana höfum báð-
ar mikla reynslu úr þessum heimi.
Jana ætlar því að sjá um að setja upp
tískusýninguna og allar sýningar-
dömurnar eru frá gullárunum og
fram til dagsins í dag. Þarna munu
því vakna margar gamlar og góðar
endurminningar. Þessar konur eru
allar enn jafnglæsilegar og þær voru
á yngri árum!“ segir Inga brosandi.
„Við Jana erum sannfærðar um að
eftirspurnin verður engu minni nú
en á fyrri dömukvöldum, enda eftir
mörgu spennandi að sækjast hing-
að á Hótel Geysi. Hér eru þægindin
í fyrirrúmi,“ segir Inga.
„Herbergin eru öll í svokölluð-
um „bungalow“, stúdíóherbergi, sér-
hvert herbergi með baðherbergi og
svo er gangstígur út að heitum pott-
um. Hér er hægt að njóta þess að
hlusta á árnið og fuglasöng. Er nokk-
uð rómantískara til?“ spyr hún, en
veit svarið. Borgarstúlkan Inga segir
það nefnilega mikinn misskilning að
það sé „erfitt“ að yfirgefa stórborg-
ina.
Allt til alls
„Hér hef ég allt til alls,“ segir hún.
„Á þessum tíma, yfir vetrarmánuð-
ina, nýt ég kyrrðarinnar sem hér rík-
ir. Ligg í heita pottinum, og horfi á
norðurljósin. Ef það er ófærð skýst
ég bara í vinnuna á mínu fjórhjóli
og svei mér þá ef ég hef ekki bara
yngst við að flytja hingað!“ segir hún
skellihlæjandi. Og hefur rétt fyrir sér.
Unglegri í útliti og unglegri í anda.
„Mér leiðist aldrei,“ bætir hún við.
„Bæði er að ég hef mikið að gera, hér
er fullt af ferðafólki á hverjum degi
og vinir og vandamenn eru mun
duglegri að heimsækja mig í sveitina
heldur en þegar ég bjó í borginni.
Svo verð ég að viðurkenna að þegar
ég á frí, þá líður mér svo vel hérna að
ég veigra mér við að fara til Reykja-
víkur!“ bætir hún við hlæjandi.
Þegar hugmyndin var fastmótuð
var hafist handa við að hringja í feg-
urðardrottningar og sýningardömur
fyrri tíma og fá þær til að taka þátt.
„Hver einasta þeirra tók okkur á
jákvæðan hátt og þær hlakka mikið
til,“ segir Inga. „Við ætlum að sýna
tískusýningu frá aðaltískuverslun-
unum á Selfossi – Lindinni og Cent-
ral. Draumurinn væri svo að fá þær
mæðgur Unni Steinsson og Unni
Birnu til að koma og sýna nokkra af
þeim glæsilegu kjólum sem Jórunn
heitin Karlsdóttir hannaði og saum-
aði, en margir þeirra eru heimsfræg-
ir.“
Bara tveir herrar
Glæsileg skemmtiatriði bíða
kvennanna. Kvöldið hefst á fordrykk
og svo tekur við bragðlaukakitlandi
matseðill, sem Inga kallar „veislu-
dömumat“. En verða engir herrar á
staðnum?
„Jú, tveir. Nöfn þeirra beggja byrj-
ar á stafnum H!“ segir Inga. „Heiðar
snyrtir, skemmtikraftur með meiru,
verður veislustjóri og ekki ólíklegt að
hann lesi í framtíð og fortíð þessara
glæsikvenna. Hinrik Ólafsson, stór-
leikari og söngvari skemmtir einnig.
Allar konurnar fá gjafapakka frá Sig-
rúnu Ingu í Forvali, en það eru Gu-
erlain-vörur og svo koma aðrir kon-
fektmolar á óvart. Einu get ég lofað:
stemningin verður falleg og eftir-
minnileg.“
En varla eiga allar þessar konur
að stíga dans við þessa tvo herra sem
verða á svæðinu?!
„Nei, nei, það verður ekkert
dansiball, enda verður nóg annað
Kvennaljómi
á hótel geysi
Inga Hafsteinsdóttir gekk lengi með þá
hugmynd að setja upp dömukvöld líkt og
hún gerði á Kaffi reykjavík, þar sem miðar
seldust upp á tíu mínútum. rómantík og
gleði munu verða allsráðandi á Hótel
geysi.
Heiðar Jónsson Veislustjórinn, skemmtikrafturinn og snyrtirinn mun örugglega lesa
í framtíð kvennanna og rifja upp með þeim fagra fortíð.
Fegurstu konur
þjóðarinnar síðustu
fjóra áratugina
verða undir sama
þaki eftir þrjár
vikur, en þá verður
haldið sérstakt
dömukvöld.