Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Side 25
DV Fréttir föstudagur 23. mars 2007 25
til skemmtunar!“ svarar Inga. „Það
er mín reynsla að konur njóta sín
vel í hópi annarra kvenna. Eftir að
ég steig fæti fyrst hér á Geysissvæðið
hef ég upplifað margt...“
Inga hélt að hún væri borgar-
dama þangað til hún kom að Geysi.
Hún sá starfið auglýst, ákvað að
prófa að sækja um og var ráðin á
staðnum.
„Síðan hef ég varla farið héðan.
Mér líkar starfið og staðsetningin svo
vel að ég gæti hugsað mér að setjast
alveg að hérna. Það eru forréttindi
að vinna á stað þar sem maður heyr-
ir viðskiptavinina lofa og dásama
staðinn. Erlendir ferðamenn eru yfir
sig hrifnir af kyrrðinni, fegurð stað-
arins og hlýrri og góðri þjónustu og
þeir segja oft við mig: „You smile,
and you mean it!“ Hér er hesta-
leiga, golfvöllur, hægt að fara á fjór-
hjól, heimsækja Geysisstofuna og
fara í sundlaug. Þetta er í raun hót-
el á heimsmælikvarða og það kunna
útlendingarnir að meta. Íslending-
um finnst líka einfalt og auðvelt að
skella sér hingað í kvöldverð og við
höfum ekki þurft að auglýsa mikið
því orðsporið sem fer af hótelinu er
besta auglýsingin. Ég er í drauma-
starfi.“ annakristine@dv.is
Gróa Ásgeirsdóttir Er ein þeirra sem
sýnir fatnað á dömukvöldinu.
Jana jákvæða Kristjana geirsdóttir
hefur mikla reynslu af að setja upp
sýningar og dömukvöld. Guðrún Möller Er alltaf jafnfögur. Hún verður ein hinna fallegu fljóða sem bregða munu birtu á Hótel geysi laugardagskvöldið 14. apríl.
Hinrik Ólafsson Er annar tveggja karlmanna sem fá að vera umvafðir kvennaljóma. Hinrik mun væntanlega syngja nokkur
rómantísk lög til kvennanna og vonast, líkt og aðrir, eftir norðurljósadýrð þetta kvöld.Alvön fyrirsæta Kristín Ingvadóttir er ennþá eftirsótt fyrirsæta.
Stóra óskin Er sú að mæðgurnar unnur steinsson og unnur Birna Vilhjálmsdóttir mæti og sýni nokkra af þeim glæsikjólum sem
frú Jórunn heitin Karlsdóttir hannaði og hafa orðið heimsfrægir.