Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Side 27
DV Fréttir föstudagur 23. mars 2007 27
Sundhallarflokkurinn
Þröstur Ólafsson, Lárus Halldórsson, Haukur
Haraldsson og Haraldur Haraldsson tilheyra
allir karlaklúbbi sundhallarinnar - sundlaugar-
flokknum.
Þröngt sitja sáttir
Í sundhöllinni er finna 25 m. langa
innilaug, barnalaug, gufubað og tvo
heita potta. Á þaki byggingarinnar er
útisólbaðsaðstaða fyrir bæði kynin þar
sem fólk getur sólað sig nakið .
Síungur
Haraldur Haraldsson byrjar daginn á
nokkrum leikfimisæfingum í útiaðstöðu
sundhallarinnar. Innandyra er einnig að
finna ýmis líkamsræktartæki sem gestir
geta nýtt sér.
Eldri borgarar í morgunleikfimi
sundhöllin hefur gegnt ýmsum
hlutverkum í gegnum tíðina. Þar
hafa verið haldin sundmót, tónleikar,
tískusýningar o.fl. Byggingin hefur
líka verið vinsæl í myndatökur.
Sundhöll
Reykjavíkur
70 ára
Arkitekt: guðjón samúelsson.
Hans fyrsta tillaga var bygging
í burstabæjarstíl með þremur
laugum; barnalaug, laug fyrir
íþróttafólk og sjólaug en þeirri
tillögu var skipt út fyrir
núverandi byggingu.
Byggingarár: Laugin var
byggð á kreppuárunum og var
átta ár í byggingu. Byggingin
var vígð þann 23. mars 1937.
Stærð byggingar: 2661,8 fm2.
Stærð aðalaugar: 25 m. á
lengd, 10 m. á breidd og 4 m. á
dýpt. Heildarvatnsmagn í
aðallaug er 780 m3.
Árlegur gestafjöldi: 140
þúsund manns.