Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
  • Qaammatit siuliiMarch 2007Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    2627281234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Qupperneq 35
DV Sport föstudagur 23. mars 2007 35 Bjarki Sigurðsson er þjálfari handboltaliðs Aftureldingar sem tryggði sér um síðustu helgi sæti í úrvalsdeild- inni. Liðið stefnir á að komast í fremstu röð meðal handboltaliða landsins á nýjann leik. Bjarki er ekki hrifinn af mótafyrirkomulaginu eins og það er nú og segir 1. deildina alls ekki nægilega sterka. Afturelding tryggði sér um síðustu helgi sæti í efstu deild handboltans með því að vinna tvo stórsigra á Hetti á útivelli. Mosfellsbæjarliðið er með átta stiga forystu í 1. deildinni og hefur sýnt mikinn stöðugleika. Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður, er þjálfari Aftureld- ingar og er að sjálfsögðu hæstánægður með árangur liðsins í vetur. „Við höfum tapað ein- um leik og það var gegn FH. Í þeim leik spiluð- um við okkar versta leik á tímabilinu. En þetta er nú þannig að maður fer ekki í gegnum heilt tímabil án þess að tapa,“ segir Bjarki. Hann er ekki nægilega sáttur við 1. deild- ina í vetur og hefði viljað fá fleiri verðug verk- efni fyrir lið sitt. „Ég tel deildina einfaldlega ekki nægilega sterka og ekki hafa upp á mikið að bjóða, það er leiðinlegt að segja það. Fyrir tímabilið var ég á því að það yrðu þrjú til fjög- ur lið sem yrðu í baráttunni um að komast upp. Svo þegar á hólminn var komið þá gekk okkur mjög vel og ég virtist vera með mestu breiddina í mínu liði. Ég hefði viljað sjá fleiri frambærilega leikmenn í þessari deild. ÍBV fékk til sín mjög öfluga skyttu og þeirra lið hefur verið að koma upp núna eftir áramótin en önnur lið hafa verið að dala. Þar spilar ým- islegt inn í, meðal annars hafa Selfyssingar verið óheppnir með meiðsli hjá lykilmönn- um.“ segir Bjarki. Allt stefnir í að það verði ÍBV sem fylgi Aftureldingu upp. Fyrir tímabilið ræddi Bjarki við um átta leikmenn til að reyna að styrkja hópinn hjá sér en enginn af þeim vildi koma. „Þeir fóru allir í úrvalsdeildina, þar vilja menn spila,“ segir Bjarki. Þarf að styrkja hópinn „Ég er með stóran hóp, jafnan og breiðan. Það er enginn sem á fast sæti í þessu liði þar sem þetta eru flestir mjög jafnir leikmenn. Þetta hefur bara verið spurning hvernig það hentar hverjum og einum að spila á móti hvaða liði,“ segir Bjarki um leikmannahóp sinn. Hann segir þó að það þurfi að styrkja lið- ið fyrir átökin í DHL-deildinni næsta vetur. „Þessi hópur þyrfti að æfa töluvert bet- ur til að halda sér í úrvalsdeildinni, það þarf að styrkja hann. Munurinn á milli deilda er einfaldlega það mikill. Að sjálfsögðu verða flestir þessir strákar með á næsta ári en ég veit alveg að það þarf að bæta við hópinn. Ég gerði ákveðna tilraun í vetur og lét 2. flokkinn æfa með meistaraflokknum. Eftir á að hyggja, þegar maður er búinn að prófa það að skoða þetta tel ég það ekki skynsamlega þjálfunarað- ferð. Ungu strákarnir öðlast kannski einhverja reynslu en á móti kemur að þeir sitja meira á bekknum. Miðað við þennan hóp sem ég er með þá tel ég ekki rétt að gera þetta svona og mun hverfa til baka með það,“ segir Bjarki. Afturelding er nú að snúa aftur í hóp þeirra bestu og ætlar liðið sér stóra hluti. „Við höfum sett okkur ákveðin framtíðarmarkmið, ætlum að vera á ákveðnum stað eftir þrjú ár og svo öðrum eftir fimm. Félagið verður hundrað ára eftir tvö ár og við ætlum okkur stóra hluti, það er ekki nokkur spurning. Ef Mosfelling- ar þjappa sér saman þá getum við gert marga góða hluti.“ Það hefur oft verið erfitt að fá fólk til að starfa í kringum íþróttafélögin en Bjarki seg- ir það ekki vera vandamál meðan vel gengur. „Núna gengur allt vel og þá eru menn opnari fyrir því að vinna með okkur. Þegar gengur illa eiga menn til að pirrast og það bitnar á þeim hlutum sem mega ekki við því.“ Breytinga er þörf Mikið hefur verið rætt og ritað um keppn- isfyrirkomulag Íslandsmótsins. Mætingin á leiki er oft á tíðum sorgleg og flestir virðast vera á því að breytinga sé þörf. Bjarki Sigurðs- son hefur sínar hugmyndir. „Mér fannst þessi úrslitakeppni í þessari mynd sem hún var ekki eiga upp á pallborðið. Fólk var áhugalaust og bara farið að bíða eftir úrslitakeppninni. Það er ýmislegt sem hægt er að gera til að reyna að jafna út þessi lið en mér finnst hvorug deildin eiga rétt á sér eins og þetta er í dag. Mér finnst það ekki sann- gjarnt að 25% liða í úrvalsdeildinni falli eins og þetta er í dag. Ég vil sjá mótafyrirkomulag- ið þannig að það er spilað fyrir áramót og svo muni deildin skiptast upp í 1. og 2. deild eins og var einu sinni gert. Síðan vil ég sjá að gerð verði úrslitakeppni út frá því.“ Fallið niður úr úrvalsdeildinni og í þá fyrstu er gríðarlega stórt enda styrkleikamun- urinn á deildunum gríðarlegur. „Fjárhagslega er þetta mikil blóðtaka fyrir félögin og margir leikmenn munu líklega hugsa sér til hreyfings enda heillar þessi 1. deild ekki. Það er allavega ljóst að þeir sem eru viðriðnir landsliðið fara ekki að spila neitt í neðri deildinni, það þýðir bara að þú ferð út úr myndinni,“ segir Bjarki. „Ég get ekki séð að það þjóni neinum til- gangi að spila fyrir tómu húsi eins og þetta er núna. Þetta er pirrandi fyrir leikmenn sem eru að stunda þessa íþrótt allt árið, koma sér í form fyrir tímabilið og fá síðan þetta út úr því. Það er verið að reyna að búa til stemn- ingu fyrir liðum úti á landi en það er að ganga illa. Maður veit ekki hvað verður um Hött og ef ÍBV væri ekki að koma upp núna þá væri þetta líklega í óvissu hjá þeim,“ segir Bjarki. „Það þýðir ekki að hugsa bara um lands- liðið. Það þarf að rækta grasið þar sem það byrjar að vaxa og það er hjá liðunum í land- inu. Þau eru að rembast við að halda úti ungl- ingaflokkum og reyna að gera vel. HSÍ er sá aðili sem þarf að breiða út boðskapinn fyrir handboltann og þeir þurfa að koma betur að þessu,“ segir Bjarki Sigurðsson. elvargeir@dv.is Með stórar framtíðaráætlanir Bjarki sigurðsson og félagar hans hjá aftureldingu hafa sett sér framtíðar- markmið til næstu fimm ára.Ætlum okkur stóra hluti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 29. tölublað (23.03.2007)
https://timarit.is/issue/364362

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

29. tölublað (23.03.2007)

Iliuutsit: