Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 41
DV Ættfræði föstudagur 23. mars 2007 41 Starfsferill Halldór fæddist í Reykjavík 24.8. 1938 og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MA 1959, hóf nám í lögfræði við HÍ, lauk upphafsprófum en hætti síðan námi. Halldór vann við hvalskurð í hval- veiðistöðinni í Hvalfirði á fimmtán vertíðum 1954-74, var kennari við Réttarholtsskólann, Gagnfræðaskól- ann á Akureyri, MA, Lindargötuskóla og Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1959-71, var blaðamaður við Morg- unblaðið 1961-63, 1967-68, 1971- 72, og 1978-79, erindreki Sjálfstæð- isflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1963-67 og vann á endurskoð- unarskrifstofu Björns Steffensen og Ara Ó. Thorlacius á Akureyri 1976- 78. Halldór var varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra 1971-79, alþm. kjördæmisins frá 1979-2003 og Norðausturkjördæmis frá 2003, var landbúnaðar- og samgönguráðherra 1991-95, samgönguráðherra 1995- 99, forseti Alþingis 1999-2005 og formaður utanríkismálanefndar frá 2005. Halldór var formaður Varðar, FUS á Akureyri, Sjálfstæðisfélags Akur- eyrar, SUS á Norðurlandi og kjör- dæmisráðs sjálfstæðisfélaganna í Norðurlandskjördæmi eystra, sat í stjórn SUS 1965-71, í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins 1973-79 og frá 1991 og var formaður Félags framhalds- skólakennara í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Halldór var yfirskoðunarmaður ríkisreikninga 1976-87, sat í úthlut- unarnefnd listamannalauna 1978- 87, í stjórn Framkvæmdastofnun- ar ríkisins, síðar Byggðastofnunar, 1983-91, í stjórn Slippstöðvarinnar hf 1984-89, í bankaráði Búnaðarbanka Íslands 1985-91, sat allsherjarþing Sþ og þing Alþjóðaþingmannasam- bandsins 1983 og þing Evrópuráðs- ins 1984-86, var formaður nefndar um háskólakennslu á Akureyri og hefur setið í fjölda annarra nefnda. Fjölskylda Halldór kvæntist 16.4. 1960 Ren- ötu Brynju Kristjánsdóttur, f. 31.10. 1938, d. 3.6. 1982. Þau skildu 1967. Hún var dóttir Kristjáns P. Guð- mundssonar, f. 8.3. 1913, d. 6.12. 1991, forstjóra og útgerðarmanns á Akureyri, og k.h., Úrsúlu Beate Guð- mundsson, f. Pierney 4.12. 1915, húsmóður. Dætur Halldórs Renötu eru Ragn- hildur, f. 21.9. 1960, bókasafnsfræð- ingur á Breiðuvík en maður hennar er Víðir Herbertsson útgerðarmaður; Kristjana Stella, f. 28.12. 1964, upp- eldisfræðingur en sambýlismaður hennar er Úlfar Hauksson aðjunkt. Halldór kvæntist 27.12. 1969, Kristrúnu Eymundsdóttur, f. 4.1. 1936, kennara. Hún er dóttir Eym- undar Magnússonar, f. 21.4. 1893, d. 13.1. 1977, skipstjóra í Reykjavík, og k.h., Þóru Árnadóttur, f. 28.2. 1903, húsmóður. Sonur Halldórs og Kristrúnar er Pétur, f. 6.12. 1971, blaðamaður en kona hans er Anna Sigríður Arnar- dóttir lögfræðingur. Synir Kristrúnar og fóstursynir Halldórs eru Eymundur Matthíasson Kjeld, f. 1.2. 1961, eðlis- og stærð- fræðingur; Þórir Bjarki Matthíasson Kjeld, f. 20.11. 1965. Systkini Halldórs: Benedikt, f. 11.1. 1935, d. 22.4. 1991, hæstarétt- ardómari; Kristín, f. 5.10. 1944, d. 11.12. 1992, kennari; Haraldur, f. 6.7. 1946, d. 14.4. 2004; hrl.; Ragnhildur, f. 10.2. 1949, bókasafnsfræðingur. Foreldrar Halldórs voru Lárus Þórarinn Haraldsson Blöndal, f. 4.11. 1905, d. 2.10. 1999 alþingisbóka- vörður í Reykjavík, og k.h., Kristjana Benediktsdóttir, f. 10.2. 1910, d. 17.3. 1955, húsmóðir. Fósturmóðir Hall- dórs var Margrét Ólafsdóttir, f. 4.11. 1910, d. 7.6. 1982, húsmóðir. Ætt Lárus var sonur Haralds Blöndal ljósmyndara, bróður Jósefínu, móð- ur Lárusar Jóhannessonar alþm. og ættfræðings, og móðir Önnu, móður Matthíasar Johannesen, skálds og fyrrv. ritstjóra. Annar bróðir Haralds var Jósep, afi Péturs Blönda alþm. Haraldur var sonur Lárusar Blön- dal, amtmanns og alþm.á Kornsá, bróður Sigríðar, móður Magnúsar Th Blöndal alþm. og Björns Sigfús- sonar alþm. Lárus var sonur Björns, sýslumanns í Hvammi, alþm. og ætt- föður Blöndalsættar Auðunssonar. Móðir Haralds var Kristín Ásgeirs- dóttir, b. á Lambastöðum, bróður Jakobs, langafa Vigdísar Finnboga- dóttur. Ásgeir var sonur Finnboga, verslunarmanns í Reykjavík Björns- sonar, og Arndísar Teitsdóttur, vef- ara Sveinssonar. Móðir Kristínar var Sigríður, systir Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur. Hálfsyst- ir Sigríðar var Rannveig, langamma Þórunnar, móður Gylfa Þ. Gíslason- ar ráðherra, föður Vilmundar ráð- herra, Þorsteins heimspekings og Þorvalds prófessors. Sigríður var dóttir Þorvalds, pr. í Holti Böðvars- sonar, pr. í Holtaþingum Presta- Högnasonar. Móðir Lárusar var Margrét, syst- ir Sigríðar, ömmu Styrmis Gunnars- sonar rirstjóra. Bróðir Margrétar var Halldór, afi Kára Stefánssonar. Mar- grét var dóttir Auðuns, b. á Svart- hamri Hermannssonar, b. á Vífils- mýrum Jónssonar. Kristjana var systir Péturs, alþm. og bankastjóra, föður Guðrúnar for- stöðumanns og Ólafar dómstjóra; systir Bjarna forsætisráðherra, föð- ur Björns dómsmálaráðherra; syst- ir Sveins framkvæmdastjóra, föð- ur Benedikts hrl, föður Bjarna alþm.; og systir Ólafar menntaskólakenn- ara, móður Guðrúnar Guðjónsdótt- ur kennara. Kristjana var dóttir Bene- dikts, alþm. Sveinssonar, gestgjafa á Húsavík, bróður Björns, afa Guðmund- ar Benediktssonar ráðuneytisstjóra. Sveinn var sonur Magnúsar, snikkara á Víkingavatni Gottskálkssonar, bróður Guðmundar, afa Jóns Trausta. Móðir Sveins var Ólöf, systir Þórarins, afa Þó- arins Björnssonar skólameistara. Móðir Kristjönu var Guðrún, hálf- systir Kristínar, móður Ragnhildar Helgadóttur, fyrrv. ráðherra. Guðrún var dóttir Péturs, b. í Engey Kristins- sonar. Móðir Péturs var Guðrún, syst- ir Guðfinnu, ömmu Bjarna Jónssonar vígslubiskups. Maður VIKuNNar Halldór Blöndal alþingismaður og hagyrðingur Halldór Blöndal er nú hættur á þingi eftir setu þar í þrjátíu og sex ár. Þar með kveður Alþingi einn sinn liprasta hagyrðing um langt skeið og sleipan skák- mann. En hvoru tveggja, hagmælska og skáksnilld, hafa löngum þótt góðir kostir á íslenskum þing- mönnum. Halldór Blöndal er af þekktum alþingismannaættum, svo sem Engeyjarætt og Blöndalsætt. Framvegis mun DV birta tilkynning- ar um stórafmæli, afmælisbörnum að kostnaðarlausu. Tilkynningarnar munu birtast á ættfræðiopnunni sem verður í helgarblaði DV á föstu- dögum. Með stórafmælum er hér átt við 40 ára, 50 ára, 60 ára, 70 ára, 75 ára, 80 ára, 85 ára, 90 ára, 95 ára og 100 ára afmæli. Þær upplýsingar sem hægt er að koma á framfæri í slíkum tilkynning- um eru nafn afmælisbarnsins, fæð- ingardagur þess og ár, starfsheiti, heimilisfang, nafn maka, starfsheiti maka, nafn barna (án fæðingardags, starfsheitis eða maka), nafn foreldra afmælisbarnsins og tilkynning um gestamóttöku eða önnur áform varð- andi afmælisdaginn. Á hverjum föstudegi verða birtar slíkar tilkynningar um þá sem eiga afmæli á föstudeginum sem blaðið kemur út á til fimmtudags í vikunni á eftir. Þannig verða tilkynningarnar um afmæli á sjálfum útgáfudeginum og næstu viku fram í tímann. Senda skal afmælistilkynningar á netfangið kgk@dv.is. Tilkynningarn- ar verða að berast blaðinu eigi síðar en kl. 15 á miðvikudegi. Það er afar brýnt að þeim fylgi skýr andlitsmynd af afmælisbarninu. AfmælistilkynningAr BirtAr á ættfræðisíðu DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.