Fréttatíminn - 12.11.2010, Síða 18

Fréttatíminn - 12.11.2010, Síða 18
Þ ú hefur lengi verið umtalaður sem einhvers konar Voldemort í íslensku samfélagi. Hvernig er að búa við það? „Það er auðvitað erfitt að sitja undir slíku en það sem er kannski erfiðast við þessar aðstæður er þegar sögð eru um mann sömu ósannindin aftur og aftur. Ég held að þeir sem það gera viti oft betur og viti hið sanna. Þetta fólk hefur tekið sér eitthvert vald til að draga af mér æruna. Ég átta mig ekki á því hvaðan það vald er fengið. Hitt veit ég að Rannsóknarnefnd Alþingis var fengið ákveðið vald með lögum til að kanna að- draganda og ástæður bankahrunsins á Íslandi. Áður en nefndin skilaði af sér höfðu menn úttalað sig um það að ég væri einn af aðalmönnunum í banka- hruninu. Þegar skýrslan hins vegar kom út var hún lofuð í hástert og sagt þarna væri komnar samanteknar allar ástæður þess hvernig fór. Mitt nafn kemur held ég fyrir á þremur stöðum í skýrslunni. Þar er vitnað í minnisblað sem ég skrifaði 1998, sem viðskiptaráðherra, þar sem ég vildi fara aðra leið í einkavæðingu bank- anna en menn voru að hugsa um á þeim tíma. Á tveimur öðrum stöðum í skýrsl- unni kemur mitt nafn fyrir á lista ásamt fjölmörgum öðrum þar sem teknar eru saman skuldir félaga sem mér tengjast hjá bönkunum. Þó að ég hafi, eftir öll þess ár í póli- tík, þykkan skráp og útiloki mig oft frá þessu þá er þetta auðvitað sárt fyrir fjöl- skylduna, vini mína og þá sem standa mér næst, og vita betur; að þarna er um ósannindi og lygi að ræða. Það er erf- itt fyrir þetta fólk að sitja undir þessum ásökunum og það er kannski fyrst og fremst vegna þess sem ég er tilbúinn að fara í viðtal eins og þetta. Fyrir mér vakir að setja þannig niður á blað það sem er satt og rétt í þessu.“ En hvernig er líðanin hjá þér vegna þessa? „Þetta er auðvitað voðalega lýjandi. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar, og það er mín sannfæring, að þeim muni koma þetta í koll síðar sem taka sér það fyrir hendur að halda þessum ósannindum á lofti. Ekki vegna þess að ég sé að leita hefnda heldur er það mitt lífsmottó að maður hitti alltaf sjálfan sig fyrir þegar upp er staðið. Sannleikurinn mun alltaf koma í ljós.“ Þrjú dæmi um ósannindi Hvaða ósannindi eru þetta sem þú ert að tala um? „Ég skal nefna þrjú dæmi. Því hefur stöðugt verið haldið fram að ég hafi pers- ónulega hagnast þegar ríkið seldi Búnað- arbankann. Það hefur verið sagt ítrekað að ég hafi verið persónulega þátttakandi í þeirri einkavæðingu. Það er alrangt. Hvorki ég, né félög í minni eigu, eignuð- ust eina einustu krónu í Búnaðarbank- anum þegar hann var einkavæddur. Ég undirritaði hins vegar samninginn fyrir hönd VÍS um kaupin á um 3% hlut í bank- anum enda þá forstjóri félagsins. Annað dæmi er Frumherji. Því hefur stöðugt verið haldið á lofti að ég hafi í Sannleikurinn mun alltaf koma í ljós skjóli einhverra pólitískra tengsla eignast það fyrirtæki og eignast alla orkumæla Orkuveitunnar. Hið rétta í þessu er það að ég er minnihlutaeigandi í Frumherja. Við eignuðumst okkar hlut í félaginu í júní 2007. Sex árum áður bauð Orkuveit- an út orkumælana í Reykjavík. Frumherji bauð í þá ásamt fjölmörgum öðrum og var með lægsta verðið og fékk því verk- ið. Stjórnendur Orkuveitunnar létu við þetta tækifæri hafa eftir sér að þetta væri mjög hagstæður samningur og myndi spara Orkuveitunni verulegar fjárhæðir. Allir starfsmenn OR sem unnu við þetta voru ráðnir til Frumherja eða stóð það til boða. Aftur var þessi samningur boðinn út í ársbyrjun 2007, áður en við keyptum í félaginu, og aftur var Frumherji með lægsta verðið. Þannig að það er alrangt sem haldið hefur verið fram að ég hafi á einhvern hátt komið að þessu einstaka máli í rekstri Frumherja. Þá verð ég líka að segja að þær tölur sem nefndar hafa verið í þessu samhengi eru algerlega úr lausu lofti gripnar. Þriðja dæmið er Gift. Því hefur verið haldið fram að ég hafi verið aðalforkólf- urinn í Gift og Samvinnutryggingum og hafi hagnast verulega á viðskiptum við það félag. Það hefur farið fram úttekt á starfsemi Giftar. Lagastofnun Háskóla Finnur Ingólfsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og seðlabankastjóri, er einn umdeildasti maður á Íslandi. Honum hefur verið legið á hálsi fyrir að hafa efnast gífurlega á einkavæðingunni í skjóli valds og tengsla og nánast allt sem hann hefur komið nálægt hefur verið úthrópað í nafni spillingar. Í samtali við Fréttatímann segist hann vera orðinn leiður á rangfærslum og ósannindum í sinn garð og vill gera hreint fyrir sínum dyrum. Það hefur verið sagt ítrekað að ég hafi verið persónulega þátttakandi í þeirri einka- væðingu. Það er alrangt. Hvorki ég, né félög í minni eigu, eignuð- ust eina ein- ustu krónu í Búnaðarbank- anum þegar hann var einkavæddur. Ég undirritaði hins vegar samninginn fyrir hönd VÍS um kaupin á um 3% hlut í bankanum enda þá for- stjóri félagsins. Því hefur verið haldið á lofti að ég hafi í skjóli einhverra pólitískra tengsla eignast það fyrirtæki og eignast alla orkumæla Orku- veitunnar. Hið rétta í þessu er að ég er minni- hlutaeigandi í Frumherja. Við eignuðumst okkar hlut í félaginu í júní 2007. Sex árum áður bauð Orkuveitan út orkumælana í Reykjavík. Frumherji bauð í þá ásamt fjölmörgum öðrum og var með lægsta verðið og fékk því verkið. Finnur Ing- ólfsson segir það vera lýjandi að vera líkt við Voldemort. Ljósmyndir/Hari 18 viðtal Helgin 12.-14. október 2010

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.