Fréttatíminn - 12.11.2010, Side 21

Fréttatíminn - 12.11.2010, Side 21
Ólafssonar háttað, eruð þið saman í viðskiptum? Við Ólafur erum gamlir skóla- bræður og höfum verið vinir í lang- an tíma. Við erum saman í viðskipt- um á einum stað. Við eigum saman graðhestinn Þey frá Akranesi. Er hvorki gjaldþrota né milljarðamæringur Hver er þín fjárhagslega staða í dag? Ég hef alla tíð búið við miklar kjaftasögur um mína persónulegu fjárhagsstöðu. Ýmist hef ég verið sagður gjaldþrota eða milljarða- mæringur. Ég hef aldrei verið sagð- ur neitt þarna á milli. Það er hins vegar erfitt að búa við svona kjaft- hátt. Ég minnist oft orða ágæts vin- ar míns úr atvinnulífinu sem sagði við mig, þegar ég var nýbyrjaður sem ráðherra, að það væri erfitt að vera þátttakandi í íslensku atvinnu- lífi því ef maður tapaði peningum þá væri maður aumingi. Ef maður græðir peninga þá er maður þjófur. Þetta finnst mér lýsa þeirri stöðu sem ég er í. Það eru stöðugt fluttar fréttir af því að ég hafi verið að tapa miklum peningum eða grætt mik- ið og er miskunnarlaust flokkaður sem aumingi eða þjófur. Staðan er hins vegar sú að ég er hvorki að verða gjaldþrota né milljarðamær- ingur. Ég hef, eins og allir, tapað miklum peningum í hruninu. Ég kemst þokkalega af og mun kom- ast í gegnum þetta án þess að verða gjaldþrota. Staða minna félaga er mjög misjöfn. Sum hafa góða stöðu, önnur ekki. Hvernig stendur Frumherji? Frumherji er með mjög góðan rekstur. Fyrst og fremst ber að þakka það frábæru starfsfólki sem stendur þétt við bakið á félaginu. Því sárnar auðvita fyrir hönd félags- ins þegar það heyrir rangfærslurnar og ósannindin sem farið er með um félagið. Félagið greiðir afborganir og vexti af öllum sínum lánum og er með öll sín lán í skilum. Verði ekki verulegar breytingar á rekstrarum- hverfi félagsins mun það geta staðið við allar sínar skuldbindingar. Fé- lagið er auðvitað mjög skuldsett eft- ir þær efnahagslegu hamfarir sem við höfum gengið í gegnum. Núver- andi eigendur þess hafa aldrei tekið arð út úr félaginu og ekki stendur til að það verði gert, heldur verði afkoman nýtt til að styrkja félagið. Óumdeildur stjórnmálamaður er einskis nýtur Staða Framsóknarflokksins í dag? Ég veit ekkert um hana fyrir utan það sem ég les og sé í fjölmiðlum. Það er áratugur frá því ég mætti síð- ast á fund hjá flokknum og þá var ég að skila af mér umboði varafor- manns. Ég tók þá ákvörðun að hafa ekki afskipti af pólitík. Ég hafði sjálfur gagnrýnt menn sem voru hættir fyrir að vera að lýsa skoðun- um á einstökum málum sem voru uppi. Ákvað að standa ekki í slíku. Ég hef engin samskipti við forystu- menn flokksins og þar er ég að vísa til alls þingflokksins, meðal annars. Langflesta þekki ég ekki neitt og er ekki einu sinni málkunnugur þeim. Það er hins vegar umhugsunar- efni að menn sem fara í pólitík og hætta sjálfviljugir skuli ekki geta gengið þaðan út og verið látnir í friði. Ég tala nú ekki um ef verið er að velta mönnum upp úr því í heilan áratug, hafi þeir verið þátttakendur á þessum vettvangi. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað liggur þarna að baki. Bara þetta eitt og sér gerir það ekki áhugavert fyrir ungt fólk að hasla sér völl á þessum vettvangi.“ Og hvað veldur? Af hverju ert þú til dæmis svona umdeildur? Ég hef reyndar alltaf verið þeirrar skoðunar að stjórnmálamaður sem ekki er umdeildur sé einskis nýt- ur. Óumdeildur stjórnmálamaður hefur ekki skoðanir og ekkert til að berjast fyrir. Því flokkar hafa mis- munandi stefnur og skoðanir og þar af leiðandi hljóta menn að verða umdeildir, séu þeir að berjast fyrir stefnumálum sinna flokka. Ég sótti þau mál fast sem ég barðist fyrir. Það kann vel að vera að ég hafi ekki sést fyrir í þeirri baráttu. Ég náði hins vegar árangri og kom málum í framkvæmd. Sum þeirra mála voru umdeild en ég velti því aldrei fyrir mér hvort það leiddi til vinsælda eða ekki. Stjórnmálamenn sem tala allt- af eins og þeir halda að almenning- ur vilji heyra eru ekki raunverulegir stjórnmálamenn. Það eru lýðskrum- arar sem hafa enga sannfæringu til að fylgja.“ Hvernig er samband þitt við Hall- dór Ásgrímsson? „Við erum vinir og höfum verið það til margra ára. Hann er í Dan- mörku en ég hér og við hittumst þegar við getum en tækifærum hef- ur fækkað vegna fjarlægðarinnar.“ Hvað fannst þér um áframhald- andi ráðningu hans hjá Norður- landaráði? „Halldór var beðinn að fram- lengja ráðningu sína, og það af flestum forsætisráðherrum Norð- urlandanna, af þeirri ástæðu að hann stóð sig vel. Mér finnst dap- urt hvernig íslenskir stjórnmála- menn hafa komið fram við hann í því máli.“ Hver er þín afstaða til Evrópusam- bandsins? „Ég hef sveiflast í afstöðunni til inngöngu í ESB. Ég er þeirrar skoð- unar núna að þangað sé ekki mikið að sækja. Ég tel að við eigum að klára aðildarviðræðurnar sem nú eru í gangi en hef ekki trú á að út úr því komi hagfelldur samningur.” Hvað með íslensku krónuna? „Krónan hefur þrátt fyrir allt bjargað okkur. Ég held hins vegar, þegar við horfum til lengri tíma, að við þurfum að taka upp stærri og sterkari gjaldmiðil ef við ætlum að bjóða fólki og fyrirtækjum upp á sambærileg kjör og aðstæður og fólk og fyrirtæki á stærri mynt- svæðum býr við. Mér finnst ekki sjálfgefið að við tökum upp evru. Ég held að við eigum alveg eins að horfa til dollars.” Þessi vetur í íslensku samfélagi? „Hann ræðst mjög af því til hvaða aðgerða ríkisstjórnin mun grípa. Ég held að við séum í þeirri stöðu að geta í vetur og næsta ár komist út úr þessum erfiðleikum. Það er búið að skapa ákveðnar aðstæður til þess. Ég vona að ríkisstjórnin fylgi því bara eftir. Þá Þarf að grípa til nokk- urra ráða. Það verður að koma til móts við skuldir heimilanna í land- inu. Finna leið til að bjarga þeim út úr skuldakreppunni. Við þurfum að fara í markvissa uppbyggingu á atvinnulífi í landinu og nýta þá fjárfestingarkosti sem fyrir hendi eru. Og í þriðja lagi þarf að fara í fjárhagslega endurskipulagningu á fyrirtækjum í landinu. Ef ríkis- stjórnin gerir þetta, hef ég þá trú að það sé tiltölulega bjart fram undan hjá okkur.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is viðtal 21 Helgin 12.-14. nóvember 2010

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.