Fréttatíminn - 12.11.2010, Side 32

Fréttatíminn - 12.11.2010, Side 32
kalkúnn Pipar- grafinn lax á fersku salatbeði Fyllt kalkúnabringa með sætkartöflu- mús, salati og sultuðum rauðlauk Pekan- hnetupie með rjóma Komdu í hátíðar­ stemmingu á Grillhúsinu. Þriggja rétta hátíðar­ matseðill fram að jólum. Kr. 3.700 Fyrir 4 fjóra eða fleiri Föstudaga til sunnudaga eftir kl. 18.00 hátíðar Borðapantanir í síma 5275000 Grillhúsið | Tryggvagötu og Sprengisandi | www.grillhusid.is blasa þeir öðruvísi við Jóhannesi og mörgum öðrum. En ég get ekki gert betur en að segja frá hlutunum eins og þeir komu mér fyrir sjónir. Eins og blómi í Eggi Við Jóhannes vorum bæði gift þegar við kynntumst, þannig að þetta var langt í frá auðvelt. Við hefðum ekki hafið sam- búð nema vegna þess að við bárum virkilega sterkar til- finningar hvort til annars. Þær voru að minnsta kosti nógu sterkar til þess að við fórum ekki sömu leið og svo margir aðrir, að halda framhjá í lengri tíma og sprengja svo upp hjónabönd okkar um leið og allt kemst upp. Við ákváðum að segja mökum okkar að við vildum skilnað áður en lengra væri haldið. Jóhannes varð á undan mér til að skilja. Hann kallaði börnin sín, þau Jón Ásgeir og Kristínu, á sinn fund og tilkynnti þeim ákvörðun sína. Hann gerði kaupmála og skilnaðurinn gekk fljótt í gegn. Ég skildi svo skömmu síðar og samband okkar var þar með opinbert. Okkur óraði samt ekki fyrir því hve mikinn áhuga og umtal það átti eftir að vekja. Ég var að skilja í annað sinn en það var ekkert líkt með þessum skilnaði og þeim fyrri. Þá var ég 24 ára gömul að skilja við mann sem var miklu eldri en ég. Skilnaðurinn var í raun formsatriði. Skilnaðurinn við Stefán var alvöru skilnaður. Þrjú börn, 14 ára hjónaband og feikilega mikið af góðum stundum að baki. Ég var í sárum og eftir á að hyggja alls ekki tilbúin að vaða beint í annað samband, en sjaldnast ræður skynsemin för þegar tilfinningar eru annars vegar. Ég hefði átt að ná áttum og jafnvægi ein míns liðs, en þeir sem lent hafa í svipuðum aðstæðum vita að það er oft tómt mál að tala um slíkt. Þar sem mér hafði lengi fundist ég ein- mana í mínu hjónabandi réð ég ekkert við tilfinningarnar og gat ekki tekist á við málin með yfirveguðum hætti. Við Jóhannes vorum mjög ástfangin og um leið og samband okkar varð opinbert hófum við strax sambúð. Við fluttum í Bryggjuhverfið í Grafarvogi þar sem ég hafði keypt tvær íbúðir og látið sameina í eina eftir að hafa komið heim frá Svíþjóð með fulla vasa fjár. Þar bjuggum við okkur fallegt 400 fermetra heimili með öllu til alls. Lífið lék við okkur og mér leið miklu betur en áður. Streitan hafði minnkað til muna og þyngslin voru horfin. Það sem einkenndi sam- skiptin þegar við vorum ny´byrjuð saman var hve lífið var skemmtilegt. Aldrei dauð stund. Í raun lifðum við algjöru draumalífi þetta fyrsta ár. Af mörgum skemmtilegum stundum standa ferðirnar til Bandaríkjanna upp úr. Fyrst áramótaferð til Flórída með börnunum mínum þar sem farið var í Disney World með öllu tilheyrandi. Eftir það fórum við svo oftar en einu sinni tvö ein til Flórída og áttum þar yndislegar stundir. Ég man eftir Jóhannesi í rökkrinu á bátnum The Viking sem síðar átti eftir að verða frægur að endemum. Þar leið Jóhannesi best, rólegur og glaður á vaggandi bátnum á milli þess sem hann gekk um nágrennið þar sem allir heilsuðu honum og töluðu við hann af vinsemd og virðingu. Hann hafði lokið drjúgu ævistarfi og ætlaði að njóta ávaxtanna. Hvergi birtist sá Jóhannes sem ég elskaði jafn sky´rt og í Bandaríkjunum, enda viðraði hann það við mig að við ættum að flytja þangað saman og njóta lífsins. Margt kom í veg fyrir það. Ég veit ekki hvort hann hefði getað gert það þegar á reyndi. En ef ég hefði verið á hans aldri hefði ég kannski lagt harðar að honum og látið verða af þessu, en mér fannst ég eiga svo margt eftir ógert og var sjálf ekki tilbúin að setjast í helgan stein. Svo voru það stundirnar okkar í húsinu hans Jóhannesar á Akureyri. Þar slökuðum við vel á og nutum lífsins og ég minnist samveru okkar þar með mikilli hly´ ju. Í forsíðuvið- tali við tímaritið AK í nóvember árið 2000 ræddum við um Akureyrardvölina og þegar ég skoða það í dag get ég með góðri samvisku sagt að við lugum engu þegar við sögðumst ástfangin upp fyrir haus og að við yrðum vinir að eilífu. Þetta er gallinn við að opna sig í fjölmiðlum og vera ein- lægur. Tilfinningar manns eina stundina eru ekki alltaf þær sömu síðar og þá er hægt að nota það gegn manni. Við áttum töluvert af peningum og gátum því ferðast og lifað eins og okkur lysti. Þó að okkur hafi báðum fundist gott að fá okkur vín þegar við vorum í fríi, má almennt segja að fyrst eftir kynni okkar höfum við bætt heilsuna og almennt lifað heilbrigðu lífi. Við fórum saman á heilsuhæli í Austurríki og með vinum Jóhannesar til Færeyja. Hvað svo sem segja má um samband okkar síðar verður það ekki frá okkur tekið að við gerðum margt þann tíma sem við vorum saman. Eftir að hafa verið lengi í sambandi þar sem samverustundirnar voru einfaldlega of fáar var ég mjög ánægð með það hve mikið Jó- hannes vildi vera með mér. Við borðuðum alltaf hádegismat saman, hann mátti ekki heyra á annað minnst. Dagurinn var óny´tur ef við hittumst ekki í hádeginu. Við vorum algjörar samlokur og lífið var gott. Ég sagðist ekki geta verið með manni sem reykti og hann hætti samstundis og reykti ekki meir á meðan ég var með honum. Jóhannesi var fúlasta alvara og hann lagði sig fram um að láta þetta ganga. Það mátti ekki miklu muna að við settum upp hringa þegar við höfðum verið saman í rúmt ár. Jóhannes fór á hnén og bað mín. Ég neitaði vegna þess að ég var harðákveðin í að gifta mig aldrei aftur. Mér fannst það bara skemmdarverk á góðu sambandi. Jói tók neituninni vel og við vorum farin að hlæja aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hafði farið á skeljarnar. Hann vissi hálft í hvoru hvert svar mitt yrði. Fyrstu átökin Eini stóri skugginn þetta fyrsta ár hvað mig áhrærir var samtal sem Jóhannes átti við fyrrverandi konuna sína, Ásu Ásgeirsdóttur, móður Jóns Ásgeirs og Kristínar. Ég var við hliðina á honum þegar hún hringdi. Hann var kaldur við hana og hún brást ekki vel við því. Þá breytti hann allt í einu um tón og talaði við hana af algjörri lítilsvirðingu. Hún byrsti sig við hann í símanum, eitthvað sem hún var greini- lega ekki vön að gera, og það þoldi Jóhannes bara alls ekki. Hann var bláedrú þegar þetta símtal átti sér stað og mér líkaði alls ekki það sem ég heyrði. Um leið og hann skellti á sagði ég honum að mér þætti þetta ekki í lagi. Svona talaði maður ekki við nokkurn mann, allra síst einhvern sem hefði verið og væri enn svo stór hluti af lífi manns. Hann svaraði mér fullum hálsi og sagði að ég ætti ekki að skipta mér af því sem mér kæmi ekki við. Ég sá þarna nokkuð í fari Jóhannesar sem ég vildi ekki trúa að væri til, en ég lokaði augunum fyrir því vegna þess að ég elskaði manninn. Fram að þessu og í töluverðan tíma eftir þetta sá ég bara þá hlið sem mér fannst vera hinn raunveru- legi Jóhannes. Rómantískur, þægilegur og skemmtilegur. Hins vegar var svo meðvirka hliðin sem mér fannst birtast ljóslega í samskiptum hans við Tryggva Jónsson og Jón Ás- geir og fleiri viðskiptafélaga. Strax í upphafi fann ég að við Jón Ásgeir þyrftum að leggja mikið á okkur ef við ætluðum að ná saman. Það var kalt á milli okkar. Ég reyndi að vera almennileg, en mér fannst hann aldrei gefa mér tækifæri. Aðeins einu sinni áttum við innilegt samtal. Ég skil afstöðu Jóns Ásgeirs til mín að mörgu leyti vegna þess að honum þykir mjög vænt um móð- ur sína. Það gekk á y´msu í uppvextinum og þegar ég varð til þess að Jóhannes skildi við mömmu hans gat ég auðvitað ekki orðið besti vinur hans á augabragði. Það var augljóst. Ég var vonda stjúpan þangað til ég sannaði annað. Samskipti mín við Kristínu, systur Jóns og dóttur Jóhann- esar, voru allt annars eðlis. Á milli okkar myndaðist mikil væntumþykja sem hefur síðan haldist. Mér er mjög hlýtt til hennar og verður alltaf. En eftir þetta fyrsta rifrildi okkar Jóhannesar gleymdi ég fljótt símtalinu og þeim áhyggjum sem ég hafði, enda talaði Jóhannes jafnan mjög vel um barnsmóður sína og fyrrverandi eiginkonu, þó að hann hafi í þetta eina skipti komið illa fram við hana. Hún átti það alls ekki skilið, enda ber fólki saman um að hún sé í alla staði mikil sómakona. Það mátti ekki miklu muna að við settum upp hringa þegar við höfðum verið saman í rúmt ár. Jóhannes fór á hnén og bað mín. Ég neitaði vegna þess að ég var harðákveðin í að gifta mig aldrei aftur. Mér fannst það bara skemmd- arverk á góðu sam- bandi. 32 fréttir Helgin 12.-14. október 2010

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.