Fréttatíminn - 12.11.2010, Blaðsíða 39
Þriðjudags-
morguninn 5.
febrúar 1980
kasta ritstjórar
Morgunblaðsins
stríðshansk-
anum. Forystu-
grein blaðsins
nær yfir heila
síðu og heitið
er sláandi:
„Rúblan“.
H ér er gripið niður í frásögn af hinni umdeildu stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsen snemma
árs 1980. Áform hans um samstarf
Alþýðubandalags, Framsóknarflokks
og nokkurra þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins undir eigin forsæti hafa komist
í hámæli.
„Skein yfir landi sól á sumarvegi“.
Þriðjudagsmorguninn 5. febrúar 1980
kasta ritstjórar Morgunblaðsins stríðs-
hanskanum. Forystugrein blaðsins nær
yfir heila síðu og heitið er sláandi:
„Rúblan“. Lagt er út af þeirri staðreynd
að Gunnar Thoroddsen hafi stundað sitt
leynimakk í húsi Máls og menningar
sem blaðið kallaði oft „Rúbluna“ út af
„Rússagullinu“ sem það var að hluta
byggt fyrir. Í hinni nýju stjórn munu
„kommúnistar“ öllu ráða, „Rúblan“ skal
hún því líka heita.
Viðurnefnið festist aldrei við stjórnina
og Gunnar er í sama baráttuhug og þeir
Morgunblaðsmenn. Orð Ólafs G. Ein-
arssonar um brottrekstur úr þingflokki
segir hann „fásinnu“; til þess sé engin
heimild í lögum Sjálfstæðisflokksins
og var það í sjálfu sér rétt. Hins vegar
höfðu lögspekingar flokksins tæpast
séð fyrir sér þá stöðu sem nú er upp
komin, allt er orðið með eindæmum í
íslenskum stjórnmálum. En allt er líka
Gunnari í hag. Um morguninn er hiki í
huga Friðjóns Þórðarsonar eytt. Líklega
er það þennan morgun að Friðjón kemur
einu sinni sem oftar að máli við þá Jón
Guðmundsson og Sverri Kristinsson
sem reka fasteignasölu í Vonarstræti
12, hinu gamla stórhýsi Skúla Thorodd-
sens. Þar hafa á annan tug þingmanna
einnig aðstöðu, þeirra á meðal Friðjón.
„Nú er hann í öngum sínum,“ segir Jón
Guðmundsson síðar; honum bjóðist
ráðherrastaða en geti flokkurinn ekki
klofnað? Jón þykist vita hvar hugur Frið-
jóns liggur og slær á óttann: „Auðvitað
áttu að ganga að þessu, þetta er þitt eina
tækifæri til að verða ráðherra, það býðst
aldrei aftur.“ Miklu mun líka hafa ráðið
að Kristín Sigurðardóttir, eiginkona
Friðjóns Þórðarsonar, og móðir hans,
Steinunn Þorgilsdóttir, hvöttu hann ætíð
til dáða.
Klukkan tvö eftir hádegi kemur
Gunnar Thoroddsen á Bessastaði, í fall-
egri froststillu. Hann tekur við umboði
forseta Íslands til myndunar ríkisstjórn-
ar. Áður hefur hann sannfært forseta
um að frá Friðjóni og Pálma muni hann
fá „einhvern stuðning“. Það hlýtur að
duga Kristjáni Eldjárn úr því sem komið
er, um það reynast allir hans ráðgjafar
sammála. Haft er á orði við þetta tilefni
að Gunnar sé „mjög glaðlegur og hressi-
legur“. Öðru máli gegnir hins vegar um
Geir Hallgrímsson. Hann er „ofboðslega
þreyttur“, segir einn stuðningsmanna
hans, svo lúinn að hann leggst til hvílu
heima fyrir og missir af upphafi þing-
flokksfundar Sjálfstæðisflokksins klukk-
an þrjú. „Það má mikið vera ef hann á
að ná sér upp úr þessu, ef hann gerir
það þá,“ segir Geirsmaðurinn jafnframt.
Á fundi þingflokksins gefa Friðjón
Þórðarson og Pálmi Jónsson sterklega í
skyn að þeir muni styðja Gunnar Thor-
oddsen. Harðorð ályktun miðstjórnar
Sjálfstæðisflokksins þetta eftirmiðdegi
breytir engu um það og klukkan sex að
kvöldi situr Pálmi Jónsson viðræðufundi
um gerð stjórnarsáttmála í fyrsta sinn.
Friðjón Þórðarson á ekki heimangengt,
hann fagnar afmæli sínu.
Flokkshollir sjálfstæðismenn hugsa
aftur á móti með sér hvort forseta Ís-
lands hafi borið skylda til að veita
Gunnari Thoroddsen umboð til mynd-
unar ríkisstjórnar; vilyrði um stuðning
við hann séu veik og forseti hafi með
þessum hætti afdrifarík áhrif á stjórn-
mál í landinu. Þetta kvöld eða ein-
hvern tímann seinna í vikunni er Davíð
Oddsson gestur í veislu á Bessastöðum
og segir á útleið eitthvað á þessa leið
við Kristján Eldjárn: „Ég vissi ekki til
þess að það eigi að vera í verkahring
forseta að kljúfa stærsta stjórnmálaflokk
þjóðarinnar.“ Þeir þekktust vel; Davíð og
Þórarinn, sonur forseta, voru trúnaðar-
Stjórnarmyndun
1980 og Sjálf-
stæðisflokkur á
barmi klofnings
Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is
HÁTÍÐAMATSEÐILL
JÓLAANDINN Á GEYSI
4 gerðir af grafl axi með mangódill-
sósu, kryddbrauði og klettasalati.
Seljurótarsmakk með truffl uolíu.
Appelsínu önd með eplasósu, sæt-
kartöfumauki, döðlum og eplum.
Heitur súkkulaðibrunnur
með ris a’la mande.
Verð kr. 5.900
Föstudaga til sunnudaga eftir kl. 18.00
4 rétta
Ævisaga Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra eftir Guðna Th.
Jóhannesson sagnfræðing er meðal athyglisverðustu bóka vetrarins.
Guðni fékk frjálsan aðgang að mjög opinskáum og persónulegum dag-
bókum Gunnars við ritun bókarinnar.
vinir. Í því ljósi verður að skilja sneið-
ina og sömuleiðis viðbrögð Kristjáns
sem svarar að bragði: „Þú ferð ekki út
úr þessu húsi, strákur, með þessi orð
á vörum.“ Ræða þeir svo í þaula stöðu
Gunnars Thoroddsens, Sjálfstæðis-
flokksins og Alþingis. Þeir skilja sáttir,
en ekki sammála.
***
„Nú er annaðhvort að hrökkva eða
stökkva.“ Þetta segir Friðjón Þórðar-
son þegar Atli Rúnar Halldórsson,
blaðamaður Dagblaðsins, nær tali af
honum í morgunsárið, miðvikudag-
inn 6. febrúar 1980. Og ennfremur:
„Við [Pálmi Jónsson] ætlum að líta á
þennan margumtalaða málefnasamn-
ing upp úr hádeginu eða síðdegis í dag.
Annað er ekki að segja um málið í bili.“
Áður hafa þingmennirnir tveir heyrt
um megindrætti og lagt sitthvað til
málanna. Eftir hádegi sitja þeir á fundi
með Gunnari Thoroddsen, Eggert
Haukdal og fulltrúum Framsóknar-
flokks og Alþýðubandalags; Jóni
Helgasyni, Tómasi Árnasyni og Stein-
grími Hermannssyni, Hjörleifi Gutt-
ormssyni, Ólafi Ragnari Grímssyni
og Svavari Gestssyni. Auk Ragnars
Arnalds og Guðmundar G. Þórarins-
sonar eru þetta mennirnir sem mest
hafa komið við sögu undanfarna daga
– og ráðherraefni væntanlegrar ríkis-
stjórnar er jafnframt að finna í þessum
hópi. Upp eru komnar hugmyndir um
skiptingu ráðuneyta en fyrst er þó
stefnt að því að ljúka gerð málefna-
samnings. Jafnframt verða til drög að
trúnaðarsamkomulagi um verklag,
neitunarvald og þingrofsrétt í hinni
nýju ríkisstjórn. Eru þau rituð af Ragn-
ari Arnalds en hafa verið lesin yfir af
Steingrími Hermannssyni og Gunnari
Thoroddsen, ef ekki fleirum. Drögin
kveða á um „að engin tilraun verði
gerð til að knýja fram ákvörðun í ríkis-
stjórn sem ágreiningur er um, þannig
að hver aðili hafi í raun neitunarvald ef
hann vill beita því“, og síðan „að þing
verði ekki rofið án samþykkis þeirra
þriggja aðila sem að stjórninni standa“.
Víkur þá sögunni annað. Um sama
leyti og ríkisstjórn er í bígerð við
Laugaveginn vilja áhrifamenn í Sjálf-
stæðisflokknum reyna til þrautar að
snúa Friðjóni Þórðarsyni og Pálma
Jónssyni. Til er upptaka af símtali
þingmanns í stuðningsliði Geirs Hall-
grímssonar þennan dag við innan-
búðarmann í flokknum sem er frekar á
bandi Gunnars Thoroddsens. Þing-
maðurinn telur stjórnarmyndunina
feigðarflan en viðmælandinn er á öðru
máli:
Innanbúðarmaður: „Fólki finnst þetta
vera það sem þurfti að koma. Geir hefur
ekki einn einasta stuðningsmann hérna.
Og það trúði honum og treysti enginn
til þess að geta gert það sem Gunnar er
að gera. Og þess vegna segir fólk bara:
Þetta var akkúrat nákvæmlega það sem
þurfti að koma.“
Þingmaður: „Já, já. En svo segir sko
Geir að árangur hafi enginn getað orðið
hjá sér vegna þess að Gunnar hafi alltaf
...“
Innanbúðarmaður: „... já, þetta eru
bara eins og krakkar sem segja: Það er
verið að hrekkja mig. Þannig kemur það
[út] ...“
Þingmaður: „... já, já, það virkar
þannig á fólk. Ég er alveg klár á því að
Gunnar hefur verið yfir í þessu áróðurs-
stríði sem þeir hafa háð.“
Á Alþingi 1980
Loft lævi blandið.
Frá vinstri: Pálmi
Jónsson, Gunnar
Thoroddsen, Friðjón
Þórðarson og Geir
Hallgrímsson.
bækur 39 Helgin 12.-14. október 2010