Fréttatíminn - 12.11.2010, Qupperneq 40

Fréttatíminn - 12.11.2010, Qupperneq 40
Þegar maður er í vandræðum, hvort sem það er með brennivín, skapofsa eða eitt- hvað annað, er fyrsta og langmikilvægasta skrefið í átt að bata að játa fyrir sjálfum sér að maður eigi við vanda að etja. Áður en þeim áfanga er náð eru engar líkur á breytingum til batnaðar. Þjóðfundurinn um síðustu helgi, fram- kvæmd hans, frábær mæting í Laugardals- höll og yfirgnæfandi góð viðbrögð við niður- stöðum fundarins, eru allt vísbendingar um að íslensk þjóð hafi áttað sig á að hér er ekki allt með felldu; að mikilvægt sé að styrkja þann grunn sem þjóðfélagið hvílir á. Eða réttara sagt: Svo virðist sem góður meirihluti stórfjölskyld- unnar, sem byggir þetta land, sé á þessari skoðun. Hluti hennar virðist hins vegar álíta að þjóðfund- urinn hafi verið hlægileg, nett hallærisleg og til- gangslaus samkoma; að hér sé í grunninn allt í sómanum. Þau viðbrögð voru í sjálfu sér fyrirsjáanleg. Afneitun er auð- veldasta leiðin til að komast hjá breyting- um en hún er örugglega sú versta þegar til lengri tíma er litið, jafnvel þótt hópur hinna meðvirku þjappi sér saman. Þjóðfundurinn í Laugardalshöll um síðustu helgi er undanfari þess að stjórnar- skránni verði breytt. Rétt er að minna á að það verkefni hefur staðið til allt frá árinu 1944. Stjórnmálaflokkum landsins hafa ekki dugað 66 ár til að ljúka því verki. Vissulega hafa þeir reynt það nokkrum sinnum, en alltaf gefist upp. Engu að síður er enn hópur fólks sem trúir því að þetta sé ekki vandamál. Sem betur fer eru þau sjónarmið ekki ráðandi. Þjóðfundurinn er nú að baki, fram und- an er kosning til stjórnlagaþings eftir tvær vikur og vonandi fær þjóðin nýja stjórnar- skrá í kjölfarið. Við skulum ekki gleyma því að meðal háværustu krafna búsáhaldabyltingarinn- ar voru einmitt stjórnlagaþing og aðkoma þjóðarinnar að endurskoðun stjórnarskrár- innar. Báðar verða uppfylltar. Það er ekk- ert skrítið að fulltrúum hinna hefðbundnu valdablokka mislíki. Endurreisn er eitt af þeim orðum sem hefur brugðið hvað oftast fyrir í eftir- hrunsumræðunni. Endurreisn getur þó varla verið takmarkið sem stefnt er að. Væntanlega láta fáir sig dreyma um aftur- hvarf til öfga góðæristímans, þegar flest var á yfirsnúningi í samfélaginu. Sú vinna sem nú fer fram snýst því fremur um bata og betrun en endurreisn. Þjóðfundurinn var merkilegur áfangi á þeirri leið. Þótt vandamálin séu mörg þá þokumst við sem sagt áfram veginn í sumum efnum. Yfir því má gleðjast. 40 viðhorf Helgin 12.-14. nóvember 2010 Þjóðfundur í Laugardalshöll Áfangi í átt að bata Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Miðopnu ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Í dagsins önn og lífsins áskorunum kunnum við mörg að velta því fyrir okkur hvaða þættir liggja að baki árangri og lífsgæðum einstaklinga. Öll sækjumst við eftir lífsfyllingu, góðu jafn- vægi og árangri í lífi og starfi, en hvað er það sem gerir það að verkum að sumum tekst betur en öðrum? Rannsóknir og ráð fræðimanna um leiðina að árangri eru margar, og flest- ar byggjast á grunni heilbrigðrar skyn- semi sem okkur skortir því miður svo oft í hröðum takti nútímans. Í viðtölum okkar Viðars Helgasonar, lektors við HR, við nokkra íslenska afreksmenn síðast- liðið sumar kom fram afar ánægjulegt mynstur. Við lögðum fjölda spurninga fyrir afburðamenn úr heimi íþrótta, lista, rekstrar og fræða, meðal annars snillinga á sviði leiklistar, tónlistar, matargerðar, skákíþróttarinnar, álframleiðslu, fjár- málastarfsemi og rannsókna. Ein spurn- ingin varðaði forsendurnar eða lykilinn að þeirra árangri. Við áttum von á svör- um á borð við aga, þrautseigju, menntun, æfingar, kjark og jafnvel heppni. En svör þeirra voru öll á eina leið: Gleðin. Sá eiginleiki sem nærir árangur okkar er að finna hina sönnu gleði í verkum okkar. Að hafa kjarkinn til að taka ákvörðun með hug og hjarta. Að vera viss um það að við stöndum vörð um val okkar til að fylgja ástríðunni. Stöldrum aðeins við og skilgreinum hvað árangur þýð- ir fyrir þig – þinn hóp, þinn vinnustað, þína þjóð. Hvaða mælikvarða notar þú til að meta árangur í þínu lífi? Er það að ná settu marki? Almenn vellíðan? Að tryggja vel- ferð og vöxt? Að eignast efnisleg verðmæti? Að hafa áhrif? Árangur er ekki einsleitur – ólíkir einstaklingar skil- greina árangur sem betur fer með ólíkum hætti. Þó svo að við séum ekki öll að sækjast eftir því sama virðist leiðin að settu marki oft vera vörðuð svipuðum forsendum. Þessir einföldu þættir sem afar og ömmur okkar margra hafa brýnt fyrir okkur eru veganestið sem nærir þinn árangur. • Að sjá ljósið í smáu hlutunum. Gefandi samtal. Vel leyst verkefni. Ilmandi lyng. Fullkomin setning. Allt eru þetta augna- blik sem geta auðgað og fært okkur sátt. Leitaðu að smáu skilaboðunum í lífinu: Þar liggur gullið. • Að njóta ferðarinnar. Áfangastaðurinn frægi kann að vera takmarkið en gleðin er falin í göngunni. Ánægjan liggur í vinnunni. Hversdagsleikinn geymir í raun gleðina. Það er undir þér komið að njóta andartaksins: Staldraðu við og upp- lifðu. • Að finna tilganginn. Að þekkja þitt framlag er einstök tilfinning. Það er mik- ið frelsi sem leysist úr læðingi þegar við uppgötvum að okkur er ætlað að fræða, að róa, að uppgötva, að skapa, að ala upp, að vernda, að skemmta, að skilja eitthvað eftir. Hvert er þitt sérstaka framlag? • Að vera sátt(ur) við sína sérstöðu. Darwin minnti okkur á að fjölbreytileik- inn er grunnur sjálfbærni. Sem betur fer erum við öll ólík. Um leið og við virðum ólík sjónarmið og lærum af fólki með ólíkan bakgrunn eða ólíkar skoðanir finnum við máttinn í fjölbreytileikan- um. Hafðu kjarkinn til að meta fjölbreytileikann: Hlust- aðu. Virtu. • Að vaxa. Að bæta stöðugt við þekkingu og reynslu- heim eru einu raunverulegu verðmætin sem ætti að skrá í bókhald hvers lífs, hvers vinnustaðar. Hvað lærðir þú nýtt í dag? • Að vera þakklátur. Stysta leiðin að sátt og hamingju er fólgin í þeirri einföldu en mögnuðu athöfn að sýna þakk- læti. Þakka fyrir tækifærin, þakka fyrir fólkið í þínu lífi, þakka fyrir góða daga og góð ár og umfram allt þakka fyrir að vera hér og nú. Í árangri þínum liggur árangur þjóðar. „Sá eiginleiki sem nærir árangur okkar er að finna hina sönnu gleði í verkum okkar.“ Gleðin er lykillinn að velgengni Árangur þinn – Árangur þjóðar Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Opna háskólans í HR V iðræður um samein-ingu Há- skólans í Reykjavík og Háskólans á Bif- röst fóru út um þúf- ur í vikunni. Við- ræðurnar virðast helst hafa strandað á því að samein- ingin myndi hafa í för með sér sam- einingu skólanna. Jafnvel að hún gæti leitt til einhverrar hagræðingar. En síðan var spilað helstu ásum ís - lenskrar orðræðu. Fyrsti ásinn er fullyrðingin „sér- staða glatast í stærri einingum“. Hinir ásarnir eru byggðarök. Það trompar engin sérstöðuna og byggðarökin. Þegar rætt er um litla íslenska háskóla sem reknir eru áfram af byggðahugsjón þá gæti maður auðvitað spurt, hálfkvikindislega, hvort sú lýsing eigi ekki við alla háskóla hérlendis, þar með talinn Háskóla Íslands. Í starfi mínu sem háskólakennari hef ég oft fyllt út ýmsa spurningalista frá bókaút- gefendum. Menn spyrja gjarna um stærð háskólans sem kennt er við og fyrsti valmöguleikinn er ósjaldan eitthvað á borð við „lítill háskóli“. Á eftir stendur í sviga: „færri en 15 þúsund nemendur“. Háskóli Íslands er með 14 þús- und nemendur, aðrir háskólar með fimm þúsund samanlagt. Enginn íslenskra háskóla er á topp 500-lista yfir bestu háskóla heims. Það er enn lengra í topp 100-listann sem menn láta sig stundum dreyma um. Það er því dálítið skoplegt hvernig alltaf er hægt að töfra fram sömu Davíð og Golíat-myndlíkingarnar, alveg sama hver samruninn á að vera. Örháskóli og smáháskóli hyggja á sameiningu? Fjandsamleg yfir- taka. Risinn gleypir dverginn. Ekki það að stjórnendur og eig- endur Háskólans í Reykjavík spila ekki gjarna sömu spilum þegar ræða á s a mei n i ng u við Háskóla Ís - lands. Samkeppni hverfur, sérstaða glatast. Væri slík sameining góð hugmynd? Ég veit það ekki. Ef hún þýddi betri rann- sóknarafköst, betri kennslu og betri nýtingu fjármuna þá, já . A nnars nei. Þetta eru þær mælistikur sem á að nota á slíkar ákvarðanir. Sér- staða er ekki markmið í sjálfu sér. Harvard áformar ekki að skipta sér upp í hundrað litla, mjög sér- staka háskóla. Aðalmarkmið há- skóla er að vera góðir, ekki að vera spes. Það eru fjórir ríkisháskólar á Ís- landi og þrír einkareknir. Í þeim öllum eru menn sem hafa eflaust góða drauma og háleit markmið. Enginn ræður sig sem rektor til að vera sá sem leggur háskólann niður; ég skil það. En stolt og ótti við svekkelsi vegna óuppfylltra draumóra þurfa stundum að víkja fyrir hugsun um hag og framtíð þeirra nemenda og starfsfólks sem á mann treysta, jafnvel þótt þau sjálf kunni að deila sama ótta. Það er engin þróun fyrirsjáan- leg önnur en sú að opinbert fjár- magn til einkaháskólanna mun verða dregið saman uns eitthvað gefur sig, heilu fögin hverfa og nemendur verða látnir útskrifast af einhverju sem líkist meira skila- nefndum en alvörunámsbrautum – skólarnir leggja jafnvel upp laup- ana. Helst vopn skólanna gegn slíku væri að vinna saman, hag- ræða og sameinast. En það þarf hugrekki til þess. Það er leiðin- legt að segja öllum að fara í björg- unarbátinn þegar enn er eftir smá kampavín. Sameining og hagræðing Sjö litlir háskólar Pawel Bartoszek stærðfræðingur Það er ekkert skrítið að fulltrúum hinna hefðbundnu valdablokka mislíki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.