Fréttatíminn - 12.11.2010, Síða 52
52 heimili Helgin 12.-14. nóvember 2010
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Háls- og
herðanudd
• Shiatsu nudd með hita
• Dregur úr vöðvaspennu
• Vönduð vara
Opið virka daga kl. 9 -18
og laugardaga kl. 11 - 16
Nuddsæti
• Shiatsu herða- og baknudd
• Sjálfvirkt og stillanlegt nudd
• Djúpslökun - infrarauður hiti
Shiatsu iljanudd
• Endurnærandi fótanudd
• Þriggja punkta nudd
• Djúpnudd með hita
Withings vogin
• Þyngd og fituhlutfall skráð
• Þráðlaus samskipti við tölvu
• Tengist iPhone og iPod touch
• Skynjar hver notandinn er
• Allt að 8 notendur
Framúrskarandi tækni
og útlitshönnun
Rakatæki frá
AIR-O-SWISS
• Auka gæði loftsins
• Hljóðlát og sparneytin
• Viðurkennd hönnun
• Auðveld í notkun
H eimalagað engiferöl í glasi, gamaldags Kitchen Aid-hrærivél í bláu eldhúsi, línóle-umdúkur á gólfinu og úti er nýfallinn snjór
á trjánum sem sum hver eru þung af reyniberjum og
eitt verður bleikt þegar falleg vetrarsólin skín á það.
Sama fallega birtan streymir inn í notalegu íbúðina í
Vestubænum þar sem Margrét Sigrún Sigurðardótt-
ir, kennari við Háskóla Íslands, býr og situr í mjúkum
leðursófa og sýpur á engiferöli um leið og hún segir
frá ótal munum sem prýða íbúðina. Flestir eiga þeir
sína sögu og sumir hverjir koma frá afa hennar og
ömmu.
„Afi smíðaði lampann þarna í horninu og gamla
handknúna saumavélin er frá ömmu sem fékk hana
þegar frúin, sem hún var í vist hjá, fékk fótknúna
vél.“
Í anddyrinu stendur gamalt borð sem Margrét
Sigrún hafði í fórum sínum þegar hún kom heim úr
doktorsnámi í viðskiptafræði í Kaupmannahöfn. „Ég
bjó í litlu húsnæði og þurfti að nýta þetta sem skrif-
borð. Borðið fann ég í antíkverslun í Kaupmannahöfn
en komst að því seinna að það væri frá Svíþjóð. Sem
sagt sænsk hönnun fyrir tíma IKEA,“ segir Margrét
Sigrún og brosir. Fleira hafði hún í fórum sínum frá
Kaupmannahöfn, meðal annars loftljós sem hanga
í stofunni. „Ég starði oft inn um búðargluggann á
þessi ljós þegar ég hljólaði þar fram hjá nánast dag-
lega, en námsmannstekjur mínar komu í veg fyrir að
ég gæti eignast þau. Systir mín ákvað þá að gefa mér
ljósin í afmælisgjöf og ég var svo heppin að fá þau á
útsölu og fékk tvö fyrir eitt.“
Á veggjunum eru málverk, sum hver eftir Mar-
gréti Sigrúnu sjálfa.
„Ég var í myndlistarskóla sem barn, og svo aftur
í kringum stúdentspróf þar sem ég stefndi á nám í
hönnun. En þegar ég svo byrjaði í heimspeki í háskól-
anum fórst hönnunarnámið einhvern veginn fyrir, og
þar með myndlistarnámskeið. Þörfin fyrir að skapa
vaknaði svo aftur þegar ég var að vinna sem tengill á
auglýsingastofu og ég ákvað að skrá mig á námskeið
í Myndlistaskólanum í Reykjavík og er, held ég, langt
komin með að taka öll olíumálunarnámskeiðin sem
boðið er upp á þar.“
Listræns handbragðs hennar gætir víða; í hillum,
á veggjum og í gluggum. „Í leiguhúsnæði í Kaupa-
mannahöfn er krafa um að allir veggir séu beinhvítir
svo að það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim
og eignaðist þessa íbúð var að mála veggina í litum.
Ég get varla hugsað mér hvíta veggi, ég verð að mála
þá.“
Í Vesturbænum
Þetta borð fann
Margrét Sigrún í
antíkbúð í Kaup-
mannahöfn þegar
hún leitaði að nógu
smáu skrifborði
til að koma fyrir í
litlu rými. Borðið er
antík frá Svíþjóð.
Ljósmyndir/Hari
Listrænt og
notalegt heimili
Gamalt og nýtt í bland
Fortíðarhyggja og
einstök húsgögn
með sál einkenna
notalega íbúð Mar-
grétar Sigrúnar
Sigurðardóttur sem
býr í Vesturbænum
í næsta húsi við
vinnustað sinn,
Háskóla Íslands.
Rokkinn erfði Margrét Sigrún eftir
ömmu sína.
Upprunalegur línóleumdúkur er á
gólfunum. „Hann leit ansi illa út
þegar ég fékk íbúðina en pabbi
réðst á hann og náði að gera hann
mjög fallegan með mikilli vinnu
og við teljum að hann hafi þurft
að skúra gólfið hundrað sinnum
meðan á framkvæmdinni stóð.“
Gamaldags útlit Kitchen Aid-hrærivélarinnar fellur vel að
stíl Margrétar Sigrúnar, auk þess sem hún er í stíl við eld-
húsinnréttinguna sem er í bláu.
Afi Margrétar límdi oft glansmyndir á viðarplötur, skar þær
út og lakkaði svo yfir myndina þannig að úr varð fallegt
hilluskraut.
„Ég keypti þennan sófa af því að leðrið í honum leit út fyrir að vera notað og eldist vel, auk þess sem útlit hans er tímalaust,“
segir Margrét Sigrún.