Fréttatíminn - 08.10.2010, Qupperneq 16
n Bandidos
n Áhangendur
Hells Angels
Áhangendur
Outlaws
Áhangendur
Forseti norskra Vítisengla
Látum ekki stöðva okkur
n orska rannsóknarlögreglan hefur fylgst með vélhjólagengjum frá því í lok níunda áratug-arins, þegar þau fyrst náðu þar fótfestu. Séð
í baksýnispeglinum segir hún öruggt að hægt hefði
verið að bregðast öðruvísi við til að sporna við gengj-
unum en aðferðir lögreglunnar hafi þróast í takt við
viðfangsefnin.
Norska lögreglan segir enga einfalda lausn á því
hvernig berjast eigi við MC-vélhjólagengin. Klæð-
skerasauma þurfi áætlanir og aðgerðir sem ráðist sé í
hverju sinni. Val á árangursríkum aðgerðum krefjist
þekkingar á umhverfi þeirra. Til þess að berjast
gegn mótorhjólagengjunum sé lykilatriðið skilningur
á því hvers konar samfélagsleg ógn þau séu.
ekki þaulskipulögð glæpasamtök
„Reynsla okkar sýnir að umræðan um samtökin
snýst fyrst og fremst um hvernig þau brjóta af sér en
ekki hvers vegna. Hefðbundin glæpasamtök eins og
ítalska mafían, kínversk glæpasamtök og albanska
mafían eru skipulögð þannig að þau geti þénað sem
mest með minnstri mögulegri áhættu. Menn í vél-
hjólasamtökunum eru oft viðriðnir stórglæpi, jafnvel
þótt þau hafi ekki sama hefðbundna og fastmótaða
valdastrúktúrinn og þar þekkist,“ segir í svörum
norsku lögreglunnar við fyrirspurn Fréttatímans.
„Tilgangur samtakanna er að koma í veg fyrir að
lífsstíl vélhjólamannanna sé ógnað. Glæpastarfsemi
er afleiðing af því. Til að einfalda þetta er hægt að
segja að lífsstíll vélhjólamanna, en ekki löngunin til
að verða glæpamaður, sé markmið þeirra og hvatn-
ing með inngöngu í samtökin.“
Útistöður Vítisengla við Útlaga
Norska lögreglan segir að það sem helst einkenni 1%
vélhjólasamfélagið í Noregi þessa stundina séu svæð-
isbundin gengjaátök milli Vítisengla og áhangenda-
klúbba þeirra annars vegar og hins vegar Útlaganna,
Outlaws. 1% stendur í þessu tilviki fyrir karlaklúbba
sem byggja lífsstíl sinn á bræðralagi í kringum vél-
fáka sína. Síðustu ár eru Vítisenglar sagðir hafa haft
vinninginn og ráðið yfir stærstu svæðunum, enda
flestir sem tilheyri vélhjólagengjum í Noregi innan
þeirra raða. Norska lögreglan telur að þar sem Out-
laws geri nú atlögu að nánast einveldi Hells Angels í
Noregi geti á næstu misserum komið til frekari átaka
milli klúbbanna.
Hells Angels MC Norway hafa, að sögn norsku
lögreglunnar, síðasta árið og fram á þetta ár fengið
til liðs við sig fleiri svokölluð götugengi í Þránd-
heimi, Kristiansand, Ósló, Stavanger og Tromsø.
Þau skipa yngri menn sem hafa ekki áður tengst
véhjólalífsstílnum og MC-mótorhjólaumhverfinu. Í
Kristian sand eiga margir þessara manna sér sögu
sem ofbeldisfullir kynþáttahatarar, í líkingu við það
sem sést hefur meðal vélhjólagengja í Danmörku,
en norska lögreglan bendir á að þar gangi þau undir
nöfnunum AK 81 = Alltaf klárir 81. Átta standi þá
fyrir áttunda stafinn í stafrófinu, eða H, og 1 þann
fyrsta, sem er jú A = Hells Angels. Norsku götu-
gengin hafa fengið húfur og jakka með ásaumuðum
táknum sem gefa í skyn hollustu og að þeir tilheyri
bræðralaginu Hells Angels MC Norway.
Norska lögreglan segir að þrátt fyrir þetta séu
samskiptin milli Hells Angels í Noregi og Danmörku
ekki mikil og telur hún að Hells Angels í Danmörku
séu að einhverju leyti rasísk samtök því þau berjist
við innflytjendur. Svo sé ekki í Noregi.
glæpir ekki á ábyrgð klúbbanna
Reynsla norsku lögreglunnar er sú að með-
limir mótorhjólaklúbbanna séu orðnir
miklu færari en áður í að dulbúa glæpa-
starfsemina sem fyrirfinnst innan sam-
takanna. Glæpastarfsemin segir hún
að sé í höndum einstakra meðlima
klúbbanna sem stundi umfangs-
mikla eiturlyfjasölu og vopnavið-
skipti. Hluti gróðans í tengslum
við þessi viðskipti lendi í pen-
ingakössum klúbbanna.
Önnur viðskipti eigi sér
oft stað í umhverfi þar
sem persónur og leik-
endur vinni á gráu svæði
lögmætra og ólögmætra
viðskipta.
Sprenging vélhjólagengja í Noregi
Bandidos
Norska lögreglan hefur talið
48 í vélhjólagenginu. Þeir
gegni fjórum stöðum; séu
fullgildir meðlimir, á reynslu-
passa eða probationaries,
prospects og hangarounds.
Af þessum 48 hafa 30 hlotið
refsidóma, eða um 62%.
Bandidos er með sjö vél-
hjólagengi í Noregi, Þeim
fylgi tíu áhangendaklúbbar,
staðsettir víða í Noregi og
hafi meðlimir Bandidos MC
gert skurk frá árinu 2007 í
að styrkja stöðu sína í 1%
vélhjólasamfélaginu. Hinn 1.
ágúst hafi hópar áhangenda
verið á bilinu átta til tíu.
Hells angels
Alls taldi norska lögreglan 113
fullgilda meðlimi, prospects
og hangarounds í Hells Ang-
els MC í Noregi í febrúar 2010.
Af þessum 113 hafa 85 hlotið
dóma, sem samsavarar um
75% meðlima.
Hells Angels MC Norway er
langstærsti klúbburinn með
um 90% þeirra sem tilheyra
svokölluðum 1% klúbbum í
Noregi. Lögreglan segir að
á síðustu þremur árum hafi
Hells Angels MC tekið inn fleiri
áhangendaklúbba en áður og
að samtökin séu einnig með
svokallaðan prospects-klúbb
í Björgvin, rétt eins og hér á
landi.
Hún segir höfuðsamtökin í
Noregi stuðningssamtök MC
Iceland. Það þýði að þeir séu
ráðgjafar og leiðbeinendur
fyrir íslenska klúbbinn. Form-
lega verði því Hells Angels MC
Norway að samþykkja allar
ákvarðanir sem hafi einhverja
þýðingu í klúbbnum. Norska
rannsóknarlögreglan býst við
því að MC Iceland verði hluti
af Hells Angels MC Norway
áður en árið er liðið.
Vítisenglagengin í Noregi
eru talin vera sjö. Þá séu Sam-
tökin Renegades MC Bergen
áhangendur þeirra; svokölluð
hangarounds. Þeim fylgi þó
einnig götugengi víða í Nor-
egi.
Outlaws
Norska lögreglan gaf ekki upp
hve margir væru í þessum
samtökum í Noregi, aðeins að
ellefu hópar væru með fulla
aðild að vélhjólagengjum
undir merkjum Outlaws, eða
Útlaganna. Þeim fylgi einnig
þrír hópar undir nafninu
Coffin Cheaters. Mest hefur
fjölgað í Outlaws MC-klúbb-
unum í Noregi síðustu þrjú
árin, að mati lögreglunnar.
Outlaws munu einnig hafa
tekið stuðningskúbbinn Black
Pistons MC í Haugasundi
upp á sína arma.
Leiðtogi hópsins
er íslenskur ríkis-
borgari sem var áður tengdur
MC Iceland. Norska lögreglan
fékk í september upplýsingar
um að fulltrúar Outlaws MC
Norway hefðu komið hingað
til Íslands til þess að stofna
stuðningsklúbb í nafni Black
Pistons MC.
noregur MC-klúbbarnir
Venjulegt fólk finnur ekki fyrir vélhjólagengjunum í sínu daglega lífi og lendir ekki í útistöðum við meðlimi þeirra, að mati norsku rannsóknarlögreglunnar.
Hins vegar segir hún að þegar vélhjólagengi takist á hugsi þau lítið um stað og stund. Fréttatíminn leitaði til norsku lögreglunnar og fékk hana til að deila
reynslu sinni af vélhjólagengjum þar í landi svo að lesendur geti velt því fyrir sér hvort svipuð staða geti komið upp hér.
„Það er sama hvernig íslensk yfirvöld haga
sér. Þau munu aldrei stöðva inngöngu MC
Iceland í Hells Angels. Vilji þau haga sér sem
börn verður komið fram við þau sem slík,“
segir Leif Ivar Kristiansen, forseti Hells Ang-
els í Noregi. Hann vill ekki gefa upp hvert
markmiðið er með inngöngu íslenska klúbbs-
ins í Hells Angels og ekki hvað íslensku vél-
hjólamennirnir fást við þegar þeir koma til
Noregs í nafni samtakanna.
Leif Ivar hefur í árafjöld leitt norsku Vítis-
englana, samkvæmt veffrétt Dagbladet.no.
Hann er fimmtugur og var meðal stofnenda
Hells Angels-klúbbsins í Þrándheimi og leiðir
hann nú. Hann var til að mynda handtekinn
í janúar með mikið magn fíkniefna og vopn.
Vítisenglar í Noregi eru fjöl-
mennustu vélhjólasamtökin
þar og segir norska lög-
reglan 75% allra meðlima
þeirra vera afbrotamenn.
Þeir lendi í síendurteknum
útistöðum við meðlimi Out-
laws, sem stækki hraðast.
„Ég kannast ekkert við þá
og hef aldrei heyrt á þá
minnst,“ svarar Leif Ivar
glaðhlakkalega, spurður
um samskipti samtak-
anna við Outlaws.
Kortleggja vélhjólasamtökin og meðlimi þeirra
Norska rannsóknarlögreglan hefur kortlagt vélhjólagengin og þróun þeirra í Noregi. Hún hefur á árunum 2007
til 2010 séð æ fleiri sækja í vélhjólagengin, sem lögreglan telur ekki til glæpasamtaka heldur til samtaka fullra af
glæpamönnum. Hér á eftir fer mat hennar á stöðu vélhjólasamtakanna eins og hún var þar í landi í byrjun september.
gunnhildur arna
gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
tromsö
Þrándheimur
Björgvin
stavanger
Kristiansand
sKien
drammen
ÓslÓ
asKer
eidsvoll
hamar
leif ivar Kristiansen er
forseti Vítisengla í Noregi.
horten
halden
FredriKstad
moss
lillestrØm
jessheimhadeland
gjØviK
stjØrdal
rogan
16 fréttaskýring Helgin 8.-10. október 2010