Fréttatíminn - 08.10.2010, Qupperneq 23
VILDARÞJÓNUSTA BYRS
Heilsan skiptir öllu máli. Þess vegna fá viðskiptavinir Vildarþjónustu
Byrs frítt vikukort hjá Hreyfingu og 20% afslátt af Betri aðild með
margs konar fríðindum. Komdu í Hreyfingu – glæsilega líkamsræktar-
stöð með einstakri Blue Lagoon slökunaraðstöðu.
Vertu í Vildarþjónustu Byrs og fáðu aukin fríðindi, persónulega þjónustu og sjálfvirkar lausnir sem
veita þér betri yfirsýn yfir fjármálin. Þannig færðu tíma fyrir það sem skiptir máli. Að auki færðu
ýmis sértilboð hjá samstarfsaðilum.
Gefðu þér tíma fyrir það sem skiptir máli
VILDARÞJÓNUSTUTILBOÐ Í HREYFINGU
BYR | Sími 575 4000 | www.byr.isKynntu þér kostina á byr.is
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
tvisvar með kosningu á milli. Svo
getur vel verið að í þessu frumvarpi
verði önnur ákvæði um það hvernig
breyta eigi stjórnarskránni í fram-
tíðinni.
Því meiri eindrægni sem skapast
á stjórnlagaþingi og því betra sem
frumvarp stjórnlagaþings verður,
t.d. ekki fullt af minnihlutaálitum,
þeim mun minni líkur eru á að Al-
þingi finni sig knúið til að breyta
því. Því jákvæðara sem fólk er gagn-
vart stjórnlagaþingi og þessari til-
raun allri og leggur sig fram við að
láta hana takast, því sterkara verð-
ur það,” segir formaður stjórnlaga-
nefndarinnar.
Hún segir það auðvitað geta gerst
að stjórnmálaflokkarnir reyni að
setja puttana í þetta en þeir stjórni
ekki atkvæðum fólks í kjörklefan-
um. “Kjósendur verða bara að vera
vakandi. Það er ekki hægt að koma
í veg fyrir þetta en það er kjósenda
að segja álit sitt á því,” bætir hún
við.
“Ég geri ráð fyrir því að flestir
frambjóðendur kynni sig á netinu.
Það kostar ekki mikið og hægt er
að fá aðstoð einhvers 11 ára eða svo
á heimilinu til að aðstoða sig við það
ef á þarf að halda, unga fólkið kann
þetta. Það þarf ekki að skrifa lang-
lokur en þeir geta sagt frá sínum
baráttumálum í lengra máli en því
prentaða sem borið er í hús.
Það fer prufukjörseðill til allra
landsmanna með öllum nöfnum
þeirra sem bjóða sig fram en merkja
á við eftir númeraröð. Þar verða
menn að velja, þetta er eins konar
tossaseðill og menn taka hann með
sér inn í kjörklefann og millifæra
nöfnin með blýanti yfir á kjörseðil-
inn.”
Guðrún hvetur landsmenn til að
kynna sér málin á kosning.is og
thjodfundur2010.is þar sem finna
má upplýsingar um stjórnlagaþing,
stjórnarskrá og þjóðfundinn, auk
þess sem vefurinn stjornlagathing.
is var opnaður í gær.
Hugsanlegir
frambjóðendur
Þessi hafa verið nefnd
Jón Ólafsson, Herdís Þorgeirsdóttir, Ólafur
Teitur Guðnason, Jónas Kristjánsson, Andri
Snær Magnason, Sigríður Þorgeirsdóttir,
Rúnar Freyr Gíslason, Pétur Gunnarsson, Guð-
mundur Andri Thorsson, Jakob F. Ásgeirsson,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Óskar Magnússon,
Sigríður Andersen, Finnur Beck, Ragna Árna-
dóttir, Jón Björnsson, Viggó Örn Jónsson,
Ómar Ragnarsson, Vigdís Finnbogadóttir,
Benedikt Erlingsson, Jón Baldvin Hannibals-
son, Hannes Pétursson, Brynjar Níelsson,
Hermann Guðmundsson, Sigurður Gísli Pálma-
son, Karl Axelsson, Þorvaldur Þorsteinsson,
Þórhildur Þorleifsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir,
Vilhjálmur Þorsteinsson, Ólafur Proppé, Guð-
finna Bjarnadóttir, Guðfinna Eydal, Heimir Örn
Herbertsson, Tryggvi Gíslason, Ragnheiður
Davíðsdóttir, Bryndís Hlöðversdóttir, Katrín
Fjeldsted, Lára Hanna Einarsdóttir, Jón Ormur
Halldórsson, Margrét Pála Ólafsdóttir, Sveinn
Biering, Björg Eva Erlendsdóttir, Sr. Gunnar
Kristjánsson, Davíð Scheving Thorsteinsson,
Helgi Vilhjálmsson, Sigríður Margrét Guð-
mundsdóttir, Lárus Ýmir Óskarsson
Um hvað fjallar stjórnlagaþing?
g Stjórnlagaþingið sem kosið verður í haust og kemur saman í febrúar
skal sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti, að því er fram
kemur í lögum þar um, en getur ákveðið að taka til umfjöllunar fleiri
þætti:
g Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar.
g Skipan löggjafarvalds og framkvæmdavalds og valdmörk þeirra.
g Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins.
g Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkis-
valds.
g Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan.
g Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrir-
komulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnar-
skipunarlaga.
g Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála.
g Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúru-
auðlinda.
Sömu laun og alþingismenn
g Forseti Alþingis setur stjórnlagaþingið í febrúar, stýrir kjöri forseta þingsins úr hópi þingfulltrúa í sérstöku kjöri en víkur
síðan af þinginu. Forseti stjórnlagaþings stýrir kjöri varaforseta og þriggja formanna starfsnefnda úr hópi þingfulltrúa á fyrsta
fundi þess.
g Forseti, varaforseti og formenn starfsnefnda skipa forsætisnefnd stjórnlagaþings.
g Forseti stjórnlagaþings er formaður forsætisnefndar og ber ábyrgð á rekstri stjórnlagaþings og hefur æðsta vald í stjór-
nsýslu þess.
g Fulltrúar á stjórnlagaþingi njóta á samkomutímabili þingsins launa sem samsvara þingfararkaupi alþingismanna. Ríkis-
sjóður greiðir launin. Forseti stjórnlagaþings nýtur samsvarandi launa og forseti Alþingis. Nefndarformenn njóta samsvarandi
launa og formenn fastanefnda Alþingis.
g Auk forsætisnefndar skulu þrjár starfsnefndir starfa á vegum þingsins: Nefnd um undirstöður íslenskrar stjórnskipunar,
dómstóla og réttarríkið. Nefnd um skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og hlutverk forseta lýðveldisins og nefnd um
kosningamál og þjóðaratkvæðagreiðslur.
g Stjórnlagaþing starfar í einni málstofu. Þingfundir verða haldnir í heyranda hljóði, öllum opnir eftir því sem húsrúm leyfir.
g Stjórnlagaþingsfulltrúar eru, að því er fram kemur í lögum þar um, eingöngu bundnir við sannfæringu sína og ekki við nein
fyrirmæli frá kjósendum sínum eða öðrum.
Stjórnlagaþingið nýtur sömu verndar og Alþingi. -jh
fréttir 23 Helgin 8.-10. október 2010