Fréttatíminn - 08.10.2010, Síða 39

Fréttatíminn - 08.10.2010, Síða 39
ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 4 87 30 0 2 /1 0 100% HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN HLEÐSLA ER ÍÞRÓTTADRYKKUR SEM INNIHELDUR PRÓTEIN OG KOLVETNI TIL HLEÐSLU. HENTAR VEL FLJÓTLEGA EFTIR ÆFINGAR EÐA MILLI MÁLA. PRÓTEIN Í HLEÐSLU ERU EINGÖNGU HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN SEM UNNIN ERU ÚR ÍSLENSKRI MJÓLK. HLEÐSLA HENTAR ÖLLUM SEM ERU Í ÍÞRÓTTUM EÐA STUNDA AÐRA HREYFINGU. EGILL GILLZ EINARSSON ÍÞRÓTTAFRÆÐINGUR ÁN HVÍTS SYKURS ÁN SÆTUEFNA MEÐ AGAVESAFA heilsutíminn 9 Helgin 8.-10. október 2010 Zumba, dans og gleði Það má svo sannarlega segja að mikil gleði ríki í zumba-tímum í Valsheimilinu. Hjónin Theodóra S. Sæmundsdóttir og Jóhann Örn Ólafsson standa fyrir þessu dansæði hér á landi. „Zumba er fyrir fólk á öllum aldri, unga sem aldna, konur sem karla,“ segir Theódóra, jógakennari og dansleiðbeinandi, betur þekkt sem Thea með bros á vör. Jóhann Örn, betur þekktur sem Jói, er menntaður danskennari. Hann sagði hress í bragði: „Við kennum öll þriðjudags- og fimmtudagskvöld, svo erum við með zumba-partí á laugardagsmorgnum, sem enginn ætti að missa af.“ Í zumba er spilað mikið af suður-amerískri tónlist og stigin létt salsaspor í bland við diskó og hipp hopp. „Formúlan er að halda þétt áfram. Dansað er við mismunandi lög, sum eru hröð og önnur róleg. Með því fáum við púlsinn upp og niður til að auka brennsluna,“ segir Thea. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um zumba-tíma og verðskrá á heimasíðunni www.dansogjoga.is gar við hlæjum og honum er alveg sama hvort við hlæjum að einhverju eða bara af einskærum ásetningi og þess vegna getum við notfært okkur hláturinn eins og tæki. Getur fleytt okkur yfir erfiðleika „Margir halda að ekki sé hægt að hlæja nema frá innstu hjartarótum og það þurfi ástæðu til. Í hláturjó- ga er hláturinn hins vegar notaður sem tæki til að létta sér lífið, mei- ra skipulag kemst á hugsun, hún verður jákvæðari og þar með er auðveldara að ráða við erfiðleika, sálin verður glaðari,“ segir Ásta og hlær. Indverski læknirinn dr. Matakataria, sem er hugmyndas- miður hláturjóga, leggur mikið upp úr gleðinni sem fylgir því að hlæja, sérstaklega þeirri gleði sem allir þekkja úr æsku, líkt og þegar börn hlæja án nokkurrar ástæðu. Ásta segir að hláturjóga-æfingarnar séu einnig líkamlegar: „Einn tími í hlá- turjóga jafnast á við þriggja tíma róður, þannig að þetta helst allt í hendur og hjálpar fólki að fleyta sér yfir erfiðleikana.“ Tók sig of alvarlega Ásta er grunnskólakennari að mennt og kenndi börnum í þrjátíu ár. Hún lagði mikið upp úr því að börnin brostu. „Ég æfði þau aldrei í að hlæja upphátt. Ég vissi bara ekki mikilvægi þess þá, ég hætti sjálf að hlæja sem krakki vegna þess að hinir krakkarnir hlógu svo mikið að því hvernig ég hló.“ Ásta var búsett í Noregi þegar hún sótti námskeið í hláturjóga. „Ég hugsaði með mér að þetta væri nú eitthvað fyrir mig; ég var alltaf áhyggjufull, alvarleg og gleymdi oft að hlæja.“ Námskeiðið varð til þess að hún fór að kenna þetta bæði í Noregi og síðar meir hér heima og hefur verið að kenna hláturjóga síðan 2001. Ásta er eini starfandi hláturjógakennarinn á Ís- landi, en til þess að teljast kennari í slíkum fræðum verður að nema hjá dr. Matakataria. Hláturjóga bætir samskipti fólks og stuðlar að framleiðslu endorfíns og annarra efna sem hafa jákvæð áhrif. Auk þess er hlátur náttúru- legur kvalastillir. „Þetta er leikfimi fyrir líkamann, fyrir hugsunina og fyrir sálina, þar sem fólk hlær hvað með öðru en ekki hvað að öðru,“ se- gir Ásta að lokum og hlær. Hægt er að nálgast upplýsingar á heimasíðu Ástu sem er www.hlaturjoga.com ég hætti sjálf að hlæja sem krakki vegna þess að hinir krakkarnir hlógu svo mikið að því hvernig ég hló

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.