Fréttatíminn - 08.10.2010, Page 61
frumsíningar
Bankaræningjar eiga sviðið í frum-
sýningarmyndum helgarinnar en
rétt eins og í The Town segir Takers
frá hópi bankaræningja. Þeir eru
vel skipulagðir og fljótir að tæma
þá sjóði sem þeir herja á og láta sig
svo hverfa þannig að lögreglan getur
lítið annað en klórað sér í hausnum.
Áform þeirra um að ræna tuttugu
milljónum dollara komast í uppnám
þegar grjótharður rannsóknarlög-
reglumaður, sem Matt Dillon leikur,
einsetur sér að hafa hendur í hári
þeirra og gefur ekkert eftir í þeim
efnum. Á meðal annarra leikara í
myndinni eru Idris Elba úr uppá-
haldssjónvarpsþáttum Jóns Gnarr,
The Wire, og Hayden Christensen
sem gerði garðinn frægan í hlut-
verki hins unga Svarthöfða í seinni
Stjörnustríðsþríleiknum.
Dómar í öðrum miðlum: Imbd:
4,9/10, Rotten Tomatoes: 29%,
Metacritic: 45
Bíræfnir bankaræningjar
Verður Mátturinn með honum þegar hann mætir
sjálfum Matt Dillon?
bíó 49 Helgin 8.-10. október 2010
Gjöfin inniheldur:
Idealist 7ml – undirlagskrem sem gerir kraftaverk
Daywear, 7ml – Dagkrem með umhverfisvörn
Double Wear Light Makeup, 10ml – farða fyrir allar húðgerðir
Sumptuous Mascara – svartan mascara
Pure Color Lipstick – varalit, lit Bois de Rose
Fallega snyrtisösku
*meðan birðir endast
*verðgildi gjafarinnar er kr. 15.200.-
Kringlunni
Gjön þín í Lyum & heilsu Kringlunni
Þetta er gjöfin þín ef þú verslar Estée Lauder snyrtivörur fyrir kr. 5.900 eða meira
dagana 8. – 13. október.
frumsíningar
Með Gone Baby Gone árið 2007
sýndi leikarinn Ben Affleck að
hann er ágætis leikstjóri. Nýjasta
leikstjórnarverkefni hans er glæpa-
myndin The Town sem segir frá
hremmingum bankaræningja í
Boston. Affleck leikur sjálfur aðal-
hlutverkið, bankaræningjann Doug
MacRay. Á meðan hann leggur á ráð-
in um næsta rán, ásamt þjófagengi
sínu, þarf hann einnig að glíma við
þrjóskan FBI-mann sem er á hælum
hans. Þar að auki dreymir hann um
að skilja við glæpalífið og stendur
frammi fyrir því að þurfa annað hvort
að svíkja félaga sína eða missa frá sér
konuna sem hann elskar. Bókin sem
myndin byggist á fékk Hammett-
verðlaunin fyrir frábæran glæpa-
skáldskap árið 2005. Sér til halds
og trausts í myndinni hefur Affleck
toppmenn á borð við Pete Postlet-
hwaite og Chris Cooper.
Löggur og bófar
í Boston
Stjörnustríð í þrívídd
George Lucas hefur nú látið þau
boð út ganga, ófáum Stjörnustríðs-
aðdáendum til mikillar gleði,
að fyrirtæki hans ætli að
endursýna allar kvikmyndirnar
sex í geimóperubálknum í
kvikmyndahúsum. Þetta væri svo
sem ekki í frásögur færandi ef
ekki vildi svo skemmtilega til að
myndirnar verða sýndar í þrívídd.
Orðrómur um að myndirnar yrðu
settar í þrívídd hefur verið á kreiki í
nokkur ár og eftir þá miklu sprengju
sem orðið hefur í þrívíddarmyndum
undanfarið var ákveðið að kýla á
þetta. The Phantom Menace, fyrsti
kaflinn í sögunni, verður sýnd fyrst
og er ráðgert að hún komi í bíó árið
2012.
Köngulóarmaðurinn
fær nýja kærustu
Hin mjög svo geðþekka leikkona
Emma Stone, sem hefur verið á
hraðri uppleið í sögunni eftir leik
sinn í Superbad og Zombieland, hefur
tekið að sér hlutverk Gwen Stacy
í næstu Spiderman-mynd. Eins og
fram hefur komið er Toby Maguire
genginn úr skaftinu og leikur Peter
Parker ekki aftur. Í hans stað fer
Andrew Garfield í rauða búninginn.
Þetta gefur tilefni til þess að stokka
spilin upp á nýtt og nú verður
horfið aftur í tímann til byrjunarára
Köngulóarmannsins og Emma leikur
Gwen, sem var kærasta Peters áður
en Mary Jane kom til sögunnar.
Myndasögugaur tekur
við Ofurmenninu
Warner Bros hefur gengið frá
samningi við Zack Snyder um að
hann leikstýri næstu Superman-
mynd. Snyder er þekktastur fyrir
að hafa komið hinum margrómuðu
myndasögum 300, eftir Frank Miller,
og Watchmen, eftir Alan Moore, á
hvíta tjaldið með miklum ágætum og
fer því væntanlega frekar létt með
að gera Ofurmenninu viðunandi skil.